Bændablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 2
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. nóvember 20122 Fréttir Aðalfundur ERL Bændur eru hvattir til að tilkynna Bændasamtökunum um tjón af völdum álfta og gæsa. Hægt er að gera það með sérstöku eyðublaði sem hægt er að nálgast á vef Bændasamtakanna, www.bondi.is. Einnig er hægt að nálgast eyðublöðin hjá búnaðarsamböndunum. Upplýsingarnar eru m.a. notaðar til að meta hversu víðtækt vandamálið er. Tjón vegna álfta og gæsa Aðalfundur ERL (Eigenda og ræktenda íslenskra landnáms- hænsna) verður haldinn laugar- daginn 17. nóvember nk. kl. 14. Fundurinn verður haldinn í kaffi- stofu Bændasamtakanna á 3. hæð í Bændahöllinni við Hagatorg. Dagskrá fundarins Ávarp formanns og skýrsla stjórnar. Venjuleg aðalfundar- störf. Kosningar. Önnur mál. Kaffiveitingar í boði stjórnar. Mætum sem flest og eigum góða stund saman. /Stjórnin Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands haldinn í Reykjavík laugardaginn 10. nóvember 2012 skorar á stjórnvöld að leggja fram sambærilega tillögu um breytta skipan á minkaveiða á Íslandi og lögð hefur verið fram um breytta skipan refaveiða á Íslandi. Tillagan miði að því að stuðla að útrýmingu villts minks á Íslandi. Þá segir í ályktun félagsins: „Tryggja verður að reglur um minka bú og eftirfylgni með þeim séu með þeim hætti að minkar sleppi ekki með nokkru móti úr búrum og húsum minkabúa út í náttúruna. Ennfremur að minkabú taki þátt í kostnaði við útrýmingu minks á meðan minkar finnast á landinu og taki þar með að hluta þátt í að bæta það tjón sem leiðir af starfseminni. Sem lið í virku eftirliti með loðdýra- búum og starfsemi verði séð til þess að öll lífdýr í loðdýrabúum verði örmerkt í framtíðinni. Það eru miklir hagsmunir æðarbænda og íslenskrar náttúru að þetta innflutta aðskotadýr hverfi af landinu.“ Einnig ályktað um refa- og minkaveiðar Samhliða fyrrgreindir ályktun sendi Æðarræktarfélagið frá sér eftir- farandi ályktun um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna refa- og minkaveiða. „Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands haldinn í Reykjavík laugar- daginn 10. nóvember 2012 skorar á Alþingi að samþykkja frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, með síðari breytingum. Til að hvetja til veiða á ref og mink er brýnt að virðisaukaskattur af veiðunum fáist endurgreiddur í stað þess að nota veiðarnar sem tekjustofn fyrir ríkis- sjóð eins og nú er gert.“ Fagnar þingsályktunar tillögu um breytta skipan refaveiða Þá fagnaði aðalfundur félagsins þingsályktunartillögu um breytta skipan refaveiða á Íslandi. Flutnings- menn tillögunnar eru Ásmundur Einar Daðason, Gunnar Bragi Sveinsson, Vigdís Hauksdóttir, Birkir Jón Jónsson, Höskuldur Þórhallsson, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Einar K. Guðfinnsson, Ólöf Nordal, Jón Gunnarsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Árni Johnsen. Ályktaði félagið sérstaklega um þetta frumvarp. Þar segir að Aðalfundur Æðarræktarfélags Íslands haldinn í Reykjavík laugardaginn 10. nóvember 2012 fagni þingsályktunartillögu um breytta skipan refaveiða á Íslandi. „Þingsályktunartillagan stuðlar að því að halda refastofninum innan eðlilegra marka og draga þannig úr tjóni af völdum refs. Æðarræktarfélag Íslands leggur þunga áherslu á að þingsályktunartillagan verði samþykkt og umhverfis- og auðlinda ráðherra verði falið að breyta skipan refaveiða á Íslandi.“ Þingsályktunartillagan hljóðar svo: Alþingi ályktar að fela umhverfis- og auðlindaráðherra að breyta framtíðarskipan refaveiða. Markmiðið verði að refastofninum verði haldið innan eðlilegra marka en svo það náist feli breytingarnar eftirfarandi í sér: a. Að refaveiðar verði ekki bannaðar á ákveðnum landsvæðum, b. Að teknar verði aftur upp greiðslur úr ríkissjóði vegna fækkunar refa, c. Að rannsóknir verði á hendi vís- indamanna en veiðistjórnun, þ.e. skipulagning, stjórnun og leiðbeiningarþjónusta við veiðimenn, á hendi reyndra veiðimanna, d. Að samið verði við Samband ísl- enskra sveitarfélaga eða landshlutasamtök sveitarfélaga um að sjá um skipulagningu veiðanna og greiðslur til veiðimanna, e. Að greiðslur fyrir hlaupadýr og grenjavinnslu verði þær sömu um land allt. Ráðherra leggi fyrir Alþingi fyrir 1. apríl 2013 frumvarp til laga um þau atriði sem krefjast lagabreytinga. /HKr. Æðarræktarfélag Íslands ályktar um eldi og veiðar á mink og ref: Vill hertar reglur um minkarækt á Íslandi – Minkabúin verði algjörlega dýrheld og öll loðdýr verði örmerkt í framtíðinni Æðarbændur fjölmenntu á aðalfund Æðarræktarfélags Íslands sem haldinn var á Hótel Sögu síðastliðinn laugardag. Myndir / HKr. Bændur athugið. Orlofshús BÍ að Hólum eru laus og standa ykkur til boða. Tilvalið að taka sér smá haustfrí frá amstri dagsins og njóta fallegs umhverfis í vel búnum húsum. Nánari upplýsingar gefur Halldóra á skrifstofutíma BÍ í síma 563-0360. Orlofshús BÍ að Hólum Engin skilyrði fyrir hundaeign jafnvel þó að um schäfer- og dobermann-varðhunda sé að ræða: Geðheilbrigðisvottorðs krafist á innfluttum hundum en engar kröfur gerðar til væntanlegra eigenda Á dögunum bárust af því fréttir að hundur hefði lagst á fé skammt frá Svalbarðseyri við Eyjafjörð. Var talið ljóst að hundurinn væri af husky-tegund. Hundar af þeirri tegund þurfa gríðarmikla hreyfingu og ljóst að fái þeir hana ekki geta þeir tekið upp á að haga sér með þessum hætti. Elfa Ágústsdóttir, dýralæknir á Akureyri, sagði í viðtali við Akureyri-Vikublað, sem flutti fréttir af dýrbítnum, að einungis væri tímaspursmál hvenær alvarlegt slys yrði á barni af völdum hunda sem gengju lausir. Sögur af hundum sem leggjast á fé eru fráleitt nýjar af nálinni og leiða af sér þá spurningu hvort um einhverjar takmarkanir sé að ræða varðandi hundahald eða hvort eig- endur hunda þurfi að uppfylla ein- hver skilyrði. Í reglugerð um innflutning gælu- dýra og hundasæðis kemur fram að óheimilt sé að flytja til landsins til- teknar tegundir hunda, fjórar talsins. Er þar um að ræða Pit Bull Terrier, Fila Brasileiro, Toso Inu og Dogo Argentino. Allar þessar tegundir eru stórvaxnir, öflugir hundar sem einkum hafa verið ræktaðir sem árásar- eða bardagahundar. Auk þess er bannað að flytja til landsins blendinga úlfa og hunda. Ekki er um aðrar hömlur á hunda- eign að ræða utan þess sem sam- þykktir sveitarfélaga innihalda. Á að aflífa skilyrðislaust Halldór Runólfsson yfir dýralæknir segir að krafist sé geðheilbrigðis- vottorðs á hundum af nokkrum tegundum, svo sem schäfer- og dobermann-hundum. Hið sama gildi um sæðisgjafann, sé flutt inn sæði hunda af þessum tegundum. Hins vegar séu ekki settar kröfur á eigendur hunda. „Þetta er þekkt í öðrum löndum, að eigendur verði að fara á námskeið til að fá leyfi til að halda hunda af ákveðnum tegundum. Það er hins vegar mjög umfangsmikið verkefni og við höfum ekki farið út í það. Mín skoðun er sú að leggist hundar á fé, að ég tali ekki um ef þeir bíta fólk, eigi að beita gamla laginu og sjá sóma sinn í að aflífa þessa hunda. Hundi sem hefur einu sinni bitið er ekki treystandi til framtíðar.“ /fr Svampar í sauðfé ófáanlegir Svampar sem notaðir hafa verið til samstillingar gangmála í ám eru nánast ófáanlegir á landinu. Ástæðan er að umræddir svampar, sem heita Veramix, fást ekki hjá birgjum erlendis. Svamparnir eru framleiddir í Grikklandi og hráefni í þá hafa ekki fengist frá Bandaríkjunum. Icepharma, sem flytur inn og selur umrædda svampa, fékk ekki upplýsingar um stöðu mála fyrr en fyrir skömmu og var þá brugðist við með því að láta aðila vita eftir föngum, að sögn Harðar Sigurðssonar, sölu- og markaðsstjóra fyrirtækisins. Verið er að reyna að finna sambærilega vöru til að bjóða upp á í stað Veramix en það hefur ekki tekist til þessa. „Ég hef talað við fyrirtækið í Grikklandi sem framleiðir svampana og það ætlar að reyna að flýta framleiðslunni eins og hægt er. Því miður verður það líklega of seint fyrir flesta sauðfjárbændur sem notast við þessa svampa því það verður aldrei fyrr en um mánaðamót. Við höfum verið í sambandi við framleiðendur í Írlandi sem framleiða svipaða vöru og þeir eru að kanna málið. Þar snýst málið um hvort fyrirtækið hefur útflutningsleyfi á viðkomandi lyfi en fáist það flutt til landsins væri hægt að selja það á undanþágu.“ Hörður segir að erfitt sé fyrir Icepharma að bregðast við þessari stöðu. „Þetta er sérhæft lyf og nú er staðan sú að við höfum ekki getað fengið það annars staðar, það er vöntun á því alls staðar. Í framtíðinni verðum við líklega að eiga þessi lyf á lager frá árinu áður til að lenda ekki í þessari stöðu.“ Líkur eru því á að notast verði við stungulyf til að samstilla gangmál nú. Þess ber að geta að með reglugerðar- breytingu frá því í apríl í fyrr er felld úr gildi heimild til að aðrir en dýra- læknar megi koma svömpum fyrir nema með sérstökum undanþágum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.