Bændablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 47

Bændablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 47
48 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. nóvember 2012 Fróðleiksbásinn Vilmundur Hansen garðyrkjufræðingur Manninum er eðlislægt að glíma við náttúruöflin í þeim tilgangi að laga aðstæður að þörfum sínum og til þess er beitt ýmsum ráðum, stórum sem smáum. Gróðurskálar eru ein slík aðferð og þekkt allt frá tíma Rómaveldis. Garðyrkjumenn í Róm ræktuðu plöntur frá landvinningasvæðum herforingjanna og notuðu til þess sólreiti og gróðurskála. Rómverjar þekku ekki gler og í stað þess notuðu þeir ljóshleypna steintegund, Lapis stecularis, sem höggvin var í þunnar flögur og er ekki ósvipuð silfurbergi. Í Pompei á Ítalíu hefur fundist ræktunarhús frá 1. öld eftir Krist, svokallað specularium. Þar voru múrsteinshillur sem plönturnar stóðu á og leiðslur fyrir heitt loft í veggjum. Á framhlið hússins var grind sem klædd var með Lapis stecularis. Það var þó ekki fyrr en á tíma endur- reisnarinnar og landafundanna miklu sem gróðurskálar náðu einhverri útbreiðslu. Þeir urðu tísku fyrirbrigði og stöðutákn. Á þeim tíma barst mikill fjöldi plantna til Evrópu frá nýlendunum. Grasafræðingar þekktu ekki plönturnar og áttu fullt í fangi með að gefa þeim nafn og skrásetja. Fæstar af þessum plöntur þoldu evrópska veðráttu og efnaðir áhugamenn um gróður kepptust við að reisa gróðurskála á landareign sinni. Garðyrkjumenn prófuðu sig áfram og voru furðu fljótir að átta sig á sérþörfum hverrar tegundar fyrir sig. Gróðurskálar á hjólum Fyrstu gróðurskálarnir voru nær eingöngu notaðir fyrir appelsínutré. Trjánum var plantað í jörð en skálarnir voru á hjólum og var keyrt yfir trén yfir vetrar tímann. Seinna var farið að rækta trén í kerjum eða stórum pottum og þau borin inn í skála á haustin og aftur út að vori. Eftir að gler kom til sögunnar voru rúður litlar og aðeins hafðar á suður- hlið skálanna en ekki leið á löngu þar til farið var að nota gler í þakið líka. Í fyrstu voru framfarir litlar í gerð gróðurskála en um miðja 19. öld voru tekin stór skref fram á við með tilkomu þynnra og sterkara glers. Gróður- eða garðskálar nútímans eiga sér langa hefð, þótt saga þeirra hér á landi sé ekki löng. Hvað sem því líður hefur tilgangur þeirra alltaf verið sá sami, að lengja sumarið og njóta betur vors og hausts. Njóta þess sem fallegar plöntur hafa upp á að bjóða, bæði liti og ilm, og mynda aðstæður þar sem plöntum og fólki líður vel. Það hefur löngum sannað sig að fátt hefur betri áhrif á mannlífið en fallegur gróður og gróðurilmur. Gróðurskálar og byggingarefni Hér á landi, þar sem er oft vinda- samt og sumur stutt, er notagildi gróðurskála slíkt að ekki þarf að réttlæta byggingu þeirra. Það ætti að vera sjálfsagt að hanna gróðurskála við nýbyggingar og auðvelda ætti fólki að byggja skála við eldra húsnæði. Út frá fagurfræðilegu sjónarmiði ætti að láta skálana falla vel að húsunum. Best er að nota ál, plast eða timbur í burðargrindina. Í grunninn er gott að nota járnbenta steypu sem þarf að ná niður fyrir frost. Framræsla verður að vera góð svo vatn safnist ekki fyrir í grunninum.Veggirnir þurfa að standa að minnsta kosti 10 til 15 sentímetra upp úr jörðinni og vera 10 til18 sentímetra þykkir. Ef um er að ræða timburgrind eru steyptar í grunninn járnstoðir sem halda þakinu uppi. Sé grindin úr áli er hún boltuð við grindina. Í upphituðum skálum má draga verulega úr hitakostnaði með því að hafa veggi í borðhæð og einangra vel og gæta þess að einangra öll samskeyti. Gólf gróðurskálans þarf að vera sterkt og þola vel vatn, óhreinindi og upplitun af völdum sólarljóss. Gólfið er best að steypa eða helluleggja og æskilegt er að hafa niðurfall með vatnslás á hverja 10 fermetra. Einnig má notast við leirflísar, járnrimla eða vatnsvarið timbur. Gólfið þarf að vera þannig að hægt sé að bleyta það til að auka loftraka í þurrum veðrum. Ef rækta á plöntur á gólfinu er best að steypa í það ker. Kerin þurfa að vera vel einangruð og með niðurfalli. Þau eiga að vera um 60 sentímetra djúp en lengd og breidd þeirra fer eftir stærð skálans. Einnig má steypa ker við háa grunnveggi og jafnvel hafa þau í stöllum. Umhverfisþættir Þættir sem stjórna loftslagið í skálanum eru hiti, raki, loftræsting, skygging og lýsing. Hiti: Gróðurskálum er oftast skipt í þrjár gerðir eftir hitastiginu í þeim og þeim ræktunar möguleikum sem skálinn býður upp á. Kaldir gróðurskálar. Í þeim er engin hitalögn og hitastig ræðst af veðurfari. Loftslagið í skálanum líkist kaldtempruðu loftslagi Vestur-Evrópu. Svalir gróðurskálar. Í þeim er hitalögn sem nægir til að halda hitastigi ofan við frostmark yfir vetrar mánuðina. Hiti á vetrum er 1 til 10 °C og ræðst að mestu af veður fari. Í þessum skálum líkist loftslagið heittempruðu loftslagi Suður-Evrópu, við Miðjarðarhaf. Í heitum gróðurskálum er hitalögn sem heldur lofthita yfir 10 °C allt árið. Jarðvegshiti þarf að vera stöðugur við 18 °C, þannig að nauðsynlegt er að hafa hitalagnir í beðum og gólfi. Loftslag í heitum skálum líkist hitabeltisloftslagi við miðbaug. Raki: Í íbúðarhúsnæði er loftraki oft of lítill til þess að plöntur þrífist vel og vanþrif í þeim má oft rekja til lítils loftraka. Til þess að halda rakastigi háu í gróðurskálum er nauðsynlegt að geta lokað þá frá öðrum vistarverum hússins með hurð. Heppilegur loftraki í gróðurskálum er 60 til 80%, hann má ekki fara niður fyrir 40%. Loftrakann má tempra með því að sprauta vatni á gólfin eða hafa bakka með rökum vikri eða möl í skálanum. Einnig er hægt að fá fullkomna tölvustýrða vatnsúðara til að stjórna rakastiginu. Gott er að láta plönturnar standa þétt því þá nýta þær vel rakann hver frá annarri. Loftræsting: Gróðurskálar þurfa að hafa opnanleg fög sem eru 30 til 40% af grunnfleti þeirra. Hægt er að fá sjálfvirkan glugga opnara til að auðvelda loft ræstingu. Einnig er gott að hafa viftu til að halda loftinu á hreyfingu. Það skal haft í huga að sé loftræsting góð er gróðurskála loftslag bæði heilnæmt og frískandi. Skygging: Ef hitastig í skálanum fer yfir 27 °C vegna sólgeislunar verður að grípa til skyggingar til að koma í veg fyrir að plönturnar skemmist af völdum hitans. Til skygginga má nota akrýldúk, bambus- eða rimlagardínur og þeir sem lengst vilja ganga geta keypt ofinn spegildúk sem hleypir inn birtu en ekki hita og í köldum veðrum varnar hann hita útgeislun. Lýsing: Þegar sólin er lægst á lofti getur verið nauðsynlegt að grípa til lýsingar. Þetta á aðallega við um heita skála, til að plönturnar geti ljóstillífað og haldið áfram að vaxa. Hægt er að fá sérstakar gróðurperur til lýsingar, en þær gefa frá sér fremur skæra birtu sem mörgum finnst óþægileg. Perur ætti því aðeins að nota til þess að örva gróðurinn tímabundið. Einnig má ná fram skemmti- legum áhrifum með því að hafa lýsingu í garðinum og tengja þannig garðinn og skálann. Plöntur og ræktun Það eru einkum fimm þættir sem fólk þarf að huga að þegar fengist er við ræktun í gróðurskálum, jarðvegur, áburður, vökvun, sjúkdómar og staðsetning. Jarðvegur: Mold er mjög breytileg að eðli og gerð, hægt að fá sendna mold, leirkennda mold og mýrarmold. Moldin getur verið þétt eða gljúp, súr eða basísk. Best er að nota góða pottamold og blanda hana að þriðja hluta með sandi. Einnig er nauðsynlegt að gæta vel að sýrustigi jarðvegsins. Hætt er við að mold í kerjum og pottum verði of þétt í og loftlítil. Því er gott að setja grjót eða hraun í botninn, við það myndast loftrými milli steinanna og ræturnar geta andað. Gott er að skipta um mold á 4 til 5 ára fresti, jafnvel þótt hún sé stungin upp og blönduð áburði á hverju ári. Áburður: Í gróðurskálum ætti að notast við fljótandi og lífræna áburðarlausn en ekki kornaðan áburð eins og utanhúss. Fljótandi áburður er auðleystari og skolast fyrr út og því er minni hætta á að áburðarsölt safnist fyrir í moldinni og brenni ræturnar. Erfitt er að benda á einhverja eina tegund eða einn styrkleika af áburði sem hentar öllum plöntum. Hver planta hefur sína sérvisku og heillavænlegast er að eiga góða handbók til að fletta upp í. Vökvun: Það á alltaf að vökva með volgu vatni, um 18 °C, og ekki mikið í einu. Þótt plöntur vilji hafa háan loftraka er ekki þar með sagt að þær vilji standa í blautum jarð- vegi. Það ætti því aldrei að reyna að hækka loftrakann með því að vökva plönturnar meira en nauðsynlegt er. Hver tegund þarf sína sérstöku vökvun og það getur verið verra að vökva of mikið en of lítið. Reglan er því lítið í einu en oft. Sjúkdómar: Loftslag í gróður- skálum er kjörið fyrir sjúkdóma og meindýr af öllu tagi og má því reikna með að þurfa að fást við slíkt frá upphafi. Flestir sjúkdómar berast í skálann með plöntunum og því verður að skoða hverja plöntu gaumgæfi lega áður en hún er sett í skálann. Gott er að fylgjast vel með nývexti og ungum plöntum. Allra best er að beita fyrirbyggjandi aðgerðum, hreinlæti er nauðsynlegt svo og að fjarlægja fallin blóm og visnuð blöð. Græðlinga skal einungis taka af heil brigðum plöntum og nota smit fría mold. Ef upp koma skordýra plágur á að beita líf rænum vörnum, sé þess nokkur kostur. Staðsetning: Breytilegt er hvað hver tegund vill mikla birtu og því verður að taka tillit til þess þegar plöntunum er valinn staður í skálanum. Plöntur með stór blöð þola yfirleitt skugga betur en plöntur með smá blöð. Kaktusar og mjólkur- jurtir þurfa mikla sól en jurtir eins og rifblaðka kjósa skugga. Hæð plantna ræður einnig miklu um staðsetningu þeirra; háar plöntur eiga að vera innarlega í beðum en þær lægri fremst. Með þessu njóta lágu plönturnar sín betur og minni hætta er á að þær falli í skugga þeirra stærri. Garðyrkja & ræktun Gróðurskálar – sumar stóran hluta ársins Garðhús. Gamaldags garðhús. Hitabeltið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.