Bændablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 45

Bændablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 45
46 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. nóvember 2012 Hjónin Gunnar Arnarsson og Kristbjörg Eyvindsdóttir eru hvað umsvifamest hestaútflytjenda á Íslandi og ófáir hrossaeigendur sem hafa selt hross úr landi hafa leitað til þeirra í gegnum tíðina. Þau Gunnar og Kristbjörg eru jafnframt þekkt hrossaræktarfólk, en ræktun þeirra er kennd við Auðsholtshjáleigu. Blaðamaður Bændablaðsins fylgdist með þeim hjónum í síðustu viku þegar þau sendu á þriðja tug hrossa út til Liege í Belgíu og ræddi við þau um útflutninginn. „Við byrjuðum að flytja út hross í kringum 1985. Þá voru að fara út um 350 hross á ári með gripaflutninga skipum á vegum Sambandsins. Sambandið vann þá í samstarfi við Félag hrossabænda og fengu til landsins skip sem fluttu frá landinu lífhross, sem og hross til slátrunar erlendis,“ segir Gunnar. Hross týnd í þrjá daga í hafi Á þessum árum voru þau hjón að vinna við tamningu og þjálfun hrossa og brátt foru þau að selja eitt og eitt hross til áhugasamra erlendra kaupenda að sögn Kristbjargar. „Það kom fljótt í ljós að mjög erfitt var að koma hrossum út til kaupanda. Aðeins var um eina til tvær ferðir á ári að ræða og hamlaði það mjög viðskiptum. Við tókum okkur því saman nokkur og fórum að vinna að því að opna fleiri möguleika. Við hófum svo að senda hrossin út með flugi en því var vægast sagt illa tekið í byrjun. Það var talin aðför að gripaskipunum og gæti grafið undan því að hagstætt væri að fá þau til landsins. Gripaskipin komu yfirleitt eitt að vori og eitt að hausti. Eitt árið lenti haustskipið í slæmum veðrum og var týnt í hafi í þrjá sólarhringa. Það var því í raun mikil framför þegar flugflutningar komust á og mun hestvænna með styttri flutningstími og hrossunum varð minna um flutninginn. Það hefur jafnframt örvað sölu verulega og orðið lyftistöng.“ Vikuleg flug Fyrstu árin fluttu þau Gunnar og Kristbjörg ekki mörg hross út en smátt og smátt jókst útflutningurinn. Nú skipta hrossin sem þau hafa flutt úr landi þúsundum og telur Gunnar að þau séu nálægt 13.000. Flogið er vikulega og oft á tíðum er fleiri en ein ferð í viku. Hrossin eru flutt á flugvöll tveimur klukkutímum fyrir brottför og flugið er um þrír tímar ef farið er til Evrópu en fimm tímar til Bandaríkjanna. Hrossin eru því oft komin í nýja heimahaga aðeins nokkrum klukkutímum eftir að þau yfirgefa landið. Icelandair bjóða upp á hestaflug til Liege í Belgíu, Billund í Danmörku, Norrköping í Svíþjóð og New York í Bandaríkjunum. Auk þeirra hjóna hafa Hestvit ehf., sem er í eigu Hinriks Bragasonar og Huldu Gústafsdóttir, og Eysteinn Leifsson ehf. staðið í útflutningi á hrossum. Ekki er um eiginlegt samstarf milli þessara aðila að ræða en á flugvelli hjálpast fólk að við að lesta hrossin ef svo ber við. Hestapestin var áfall Útflutningur er misjafn milli ára og hafa komið erfið tímabil þar sem allt hefur stoppað vegna veikinda sem komið hafa upp í hrossastofninum. Stofninn er viðkvæmur fyrir nýjum sjúkdómum vegna einangrunar landsins. „Íslandið er eitt fárra landa í heiminum þar sem alvarlegir hestasjúkdómar eru ekki finnanlegir. Smávírusar sem ekki eru merkjanlegir erlendis og hafa ekki áhrif þar sem stofninn er sýktur, geta valdið usla hér á landi. Árið 2010 kom nokkurra mánaða stopp vegna hestapestarinnar sem hafði áhrif á útflutninginn. Það ár dróst útflutningur saman um 430 hross frá því sem var árinu á undan. Það lítur út fyrir að við séum smám saman að vinna okkur upp aftur og að við getum náð um 200 hesta aukningu í útfluttum hrossum þetta árið, þ.e. að það fari um 1.300 hross úr landi í ár,“ segir Gunnar. Mikilvægt að fagmennska ráði för Útflutningur lifandi dýra er alltaf viðkvæmur og að mörgu að hyggja. Æskilegt er að hrossin séu mannvön og bandvön eftir tveggja vetra aldur, Gunnar og Kristbjörg gáfust upp á sjóflutningum og hófu að fljúga hrossum út: Hafa flutt um 13.000 hross úr landi – Hestapestin var áfall fyrir sölu og útflutning á hrossum en nú er bjartara fram undan Myndir / Freyr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.