Bændablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 1
22. tölublað 2012 Fimmtudagur 15. nóvember Blað nr. 383 18. árg. Upplag 60.000 Bráðabirgðatölur liggja nú fyrir um sauðfjárslátrunina í haust. Þrátt fyrir áföll í haust sem óveðrið norðanlands hafði í för með sér eykst framleiðsla milli ára um 3,5 prósent sé horft til tólf mánaða tímabils. Á síðustu þremur mánuðum, ágúst til og með október, jókst framleiðslan um 3,3 prósent en það er sá tími sem meginþunginn af sláturtíð stendur. Á því tímabili voru framleidd 9.598 tonn af kindakjöti. Á ársgrundvelli eykst framleiðsla í öllum flokkum, þ.e. dilkakjöti, ærkjöti, kjöti af veturgömlu og hrútum. Sala á kindakjöti eykst líka verulega milli ára. Á ársgrundvelli, sé horft til síðustu tólf mánaða, er aukningin rétt tæp 10 prósent. Útflutningur dregst hins vegar saman um sömu prósentutölu milli ára. Þó ber ekki að draga of miklar ályktanir af því, einkum í ljósi þess að útflutningur hefur aukist um 3 prósent síðustu þrjá mánuði borið saman við sömu mánuði árið 2011. Stefán Vilhjálmsson, fagstjóri matvælaöryggis og neytendamála hjá Matvælastofnun, sem hefur yfirumsjón með kjötmati, hefur skoðað þau gögn sem komin eru. Meðalvigt á landsvísu er að sögn Vilhjálms um hálfu kílói meiri en í fyrra og er það hæsta meðalvigt allra tíma. Sumarið verið hagfellt „Hún er ekki alveg staðfest en bráðabirgðatölur sýna að meðalvigtin er 16,28 kíló. Í fyrra var meðalvigtin 15,77 kíló, sem var lægra en árið 2010, en þá var hún rétt tæplega 16 kíló. Þetta er sem sagt í fyrsta skipti sem meðalvigt yfir landið er yfir 16 kílóum. Flokkun er á svipuðu róli og í fyrra, holdfylling er kannski ívið meiri og fita einnig en það er bara eðlilegt sé horft til hærri meðalvigtar. Ljóst er að þetta sumar hefur verið hagfellt fyrir sauðfé og áföll sem dundu á norðanlands í haust hafa ekki haft veruleg áhrif á þessa þætti.“ Sprenging í framleiðslu á hrossakjöti Gríðarleg aukning er í framleiðslu á hrossakjöti á landinu samkvæmt gögnum frá Landssamtökum sláturleyfishafa. Aukningin er ríflega 55 prósent á milli ára, sé miðað við tólf mánaða tímabil þar sem október er síðasti mánuðurinn. Í október var aukningin enn meiri, tæp 80 prósent miðað við október í fyrra. Þetta staðfestir vel frétt Bændablaðsins frá 17. október síðastliðnum, en þar var einmitt sagt frá því að útlit væri fyrir að fleiri hrossum yrði slátrað nú en undanfarin ár. Ekki er óvarlegt að ætla að aukningin í hrossakjötsframleiðslunni verði enn meiri en þessar tölur gefa til kynna. Í frétt á blaðsíðu 7 í þessu blaði er haft eftir Guðmundi Svavarssyni, framleiðslustjóra hjá SS, að mikil bið sé eftir slátrun hrossa á Selfossi. Þar séu menn að slá öll met. Sömuleiðis sögðu sláturhússtjórar vítt og breitt um landið í frétt Bændablaðsins fyrir mánuði að mikill fjöldi hrossa væri á biðlista eftir slátrun. Það sem af er ári hafa verið framleidd tæp 1.300 tonn af hrossakjöti. Þá hefur sala á hrossakjöti aukist verulega milli ára en sé miðað við tólf mánaða tímabil er aukningin 13,6 prósent og hefur tekið gríðarlegan kipp sé horft á muninn milli október í ár og sama mánaðar í fyrra. Aukningin milli þessara mánaða er hvorki meiri né minni en 130 prósent. Útflutningur milli ára hefur því sem næst tvöfaldast. Framleiðsla á nautakjöti hefur einnig aukist; er 8,8 prósentum meiri á ársgrundvelli en var á síðasta ári. Þá hefur framleiðslu á alifuglakjöti aukist um 9,8 prósent miðað við sömu tímabil en þess ber þó að geta að um áætlun er að ræða þar sem heildartölur lágu ekki fyrir við vinnslu fréttarinnar. Framleiðsla á svínakjöti dregst hins vegar saman um 2,6 prósent. /fr Góð útkoma úr sauðfjárslátrun á þessu hausti: Meðalvigt hefur aldrei verið hærri – Hrossaslátrun aukist gríðarlega frá fyrra ári þrátt fyrir mikla slátrun á árinu 2011 Frjótæknar hóta verkfalli Frjótæknar hafa sent frá sér fréttatilkynningu vegna kjaradeilna sinna við búnaðar- samböndin. Þar kemur fram að ef samningar náist ekki fyrir áramót sé ekkert anað í stöðunni en að boða til verkfalls. Fréttatilkynningin er svohljóð- andi: „Vegna samningsstöðu frjótækna við Búnaðarsamböndin. Frjótæknar hafa verið með lausa samninga við búnaðarsamböndin frá 1. janúar 2008. Hafa farið fram samningafundir sem ekki hafa skilað neinum árangri. Frjótæknar hafa dregist mikið aftur úr í launum miða við aðrar stéttir. Ef ekki takast samningar fyrir áramót 2012 er eina í stöðunni að frjótæknar fari í verkfall.“ Björg Ingvarsdóttir og Snæbjörn Sigurðsson í Efsta-Dal II í Bláskóga byggð eru nú ásamt börnum sínum og tengdabörnum að byggja 500 fermetra við- byggingu við fjósið á bænum. Er byggingin á tveimur hæðum og er ætlunin að gefa ferðamönnum þar innsýn í sveitastörfin. Efri hæðin leysir af hólmi eldra eldhús og matsal fyrir ferðamenn. Á neðri hæðinni verður mjólkurvinnsla ásamt kaffihúsi og móttöku fyrir fólk sem vill nýta sér gistinguna á bænum. Gluggar verða bæði á efri og neðri hæð þar sem fólk getur fylgst með öllu því sem fram fer í fjósinu. Einnig verður gluggi inn í mjólkurvinnsluna þannig að líka verður hægt að fylgjast með því sem þar fer fram. Markmiðið er að veita gestum innsýn í dagleg sveitastörf og að fólk geti kynnst sveitalífinu eins og það er í dag. Nú eru um 45 kýr í Efsta-Dal. Þar er einnig gistiheimili fyrir 28 manns ásamt matsal fyrir 30 manns. Síðan er þar hrossarækt og hestaleiga. „Við trúum því að þetta virki því við höfum fundið fyrir miklum áhuga. Fólk vill fá að fara inn í fjósið. Það er mjög forvitið um búskapinn og vill hitta bændurna sjálfa og njóta veitinga beint frá býli,“ sagði Björg í samtali við blaðið. Reiknað er með að nýja aðstaðan verði klár í apríl næsta vor og hægt verði að taka á móti ferðamönnum í fjósið í byrjun júní. /MHH Nýtt ferðamannafjós byggt í Efsta-Dal II í Bláskógabyggð Snæbjörn og Björg í Efsta-Dal II byggja nýja ferðamannafjósið með aðstoð barna sinna og tengdabarna, sem eru komin á kaf með þeim í ferðaþjónustureksturinn á bænum, sem hefur gengið mjög vel síðustu árin. Mynd / MHH SS flytur út lambatyppi Sláturfélag Suðurlands, SS, hefur hafið útflutning á lambatyppum og lungum. Er þetta í fyrsta sinn sem slíkt er gert, en vaxandi eftirspurn er erlendis eftir aukaafurðum af ýmsu tagi. Vambir hafa áður verið fluttar út, sem og garnir, ýmiss konar fita og afskurður. Ráðstöfun kjöts og annarra afurða var annars með hefðbundnum hætti. Ferskt kjöt er hlutað og skorið bæði á Selfossi og á Hvolsvelli, skrokkar frystir í heilu og grófhlutaðir á báðum stöðum. Kjöt er flutt út og sett í geymslur á Hvolsvelli og Selfossi og í leigugeymslur til eigin ráðstöfunar eða útflutnings síðar. Slátur og innmatur fer í slátursölu, til frystingar fyrir kjötvinnslu og til útflutnings. Gærur eru saltaðar á staðnum og fluttar út jafnóðum. Lesa má nánar um vel heppnaða sláturtíð SS á bls. 38. 16 Landsvirkjun reisir tvær vindrafstöðvar við Búrfellsvirkjun 24-25 Hvernig framleiðum við meiri og betri mat? 22 „Ostarnir eru mín nördistaástríða" Enn bætist í hóp svokallaðra Íslandsvin,a en á dögunum var Howard Graham Buffet hér á ferðinni ásamt föruneyti. Tilgangurinn var að fræðast um áhrif loftslagsbreytinga á norðlægum slóðum og kynnast möguleikum í jarðrækt hérlendis. Howard G. Buffet er sonur stóreignamannsins Warren Buffet, sem er meðal efnuðustu manna samtímans. Howard er mikill áhugamaður um fæðuöryggismál en hann hitti m.a. fulltrúa BÍ á meðan á dvöl hans stóð hér á landi. Í samtali við Ólaf R. Dýrmundsson, ráðunaut hjá BÍ, kom fram áhugi Buffets á að fjárfesta í landi hérlendis og gera tilraunir með maísrækt. Nánar á bls. 8. Mun Buffet rækta maís á Íslandi?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.