Bændablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 55

Bændablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 55
56 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. nóvember 2012 Það er orðið nokkuð síðan nýtt merki í „bílaflórunni“ var kynnt hér á landi en á dögunum hóf BL að flytja inn Dacia Duster jepplinga frá Rúmeníu. Þegar Jóhann Berg, sölumaður hjá BL, hafði samband við mig og bauð mér að taka bílinn heila helgi til að prófa hann var ég ekki lengi að drífa mig í BL og sækja gripinn. Í bílnum er ekkert nýtt sem ekki hefur komið í öðrum bílum áður, en Dacia Duster er að meirihluta í eigu Renault og Nissan og verksmiðjan staðsett í Rúmeníu. Samsetningin er að drifbúnaður er úr Nissan og vél og gírkassi frá Renault. Það litla sem ég hafði heyrt um þennan bíl var að hann ætti að vera ódýr og væri einföld smíði og ætti því að vera á mjög góðu verði, svo góðu að búast mætti við nýju „Lödu Sport æði“. Ódýrasta útgáfan ekki flutt til Íslands Þrátt fyrir lágt verð er ódýrasti bíllinn ekki fluttur inn vegna þess að með breytingu á vöruflokkum í innflutningi bíla fyrir um tveim árum er enginn hagur í að flytja inn ódýrasta bílinn frá Duster vegna þess að hann færi í svo háan vöruflokk (45%), en bíllinn sem er í boði er í 20% vöruflokki. Þegar maður skoðar verð miðann á bílnum og ber hann saman við aðra sambærilega bíla í sínum stærðarflokki á maður verðsins vegna ekki von á rafmagnsmótordrifnum hliðar rúðum, rafmagns stillanlegum hliðarspeglum, hita í sætum eða USB-tengingu við útvarp, en allt er þetta í Dacia Duster. Nettur á fóðrum Þegar ég sótti bílinn var óveðurs- skotið 2. nóvember í hámarki og fólk beðið að vera ekki á ferli að nauðsynjalausu. Ekki var veðrið mikið skárra daginn eftir en á sunnu- deginum var þetta fína veður og ég ákvað að taka stóran rúnt. Þegar upp var staðið hafði ég ekið 470 km og eytt aðeins um 30 lítrum af disíl, eða tæplega 6,4 lítrum á hundraðið að meðaltali. Lágt gírhlutfall virkar vel í snjó Akstursaðstæðurnar voru af öllu mögulegu tagi fyrir utan að bíll- inn var ekki prófaður á grófum grjótslóða. Á glærum ís virkaði spólvörnin vel og ABS bremsurnar komu ekki of snemma inn þegar neglt var niður í hálkunni. Í snjó er gott að geta verið með jafn lágan fyrsta gír og er í þessum bíl og látið bílinn lulla áfram í gegnum snjóþæfing með öll hjól læst. Sjálfur á ég Nissan X-Trail með sama drif- búnaði, en hann fer miklu hraðar í fyrsta gír, sem mér finnst ókostur í ófærð og snjó. Samkvæmt GPS- mælingu í fyrsta gír og hægagangi var Dacia Duster að fara 5,2 km á klukkustund. Á holóttum malarvegi á 80-90 km hraða var varla að maður fyndi fyrir holunum og reyndi ég þó sérstaklega að aka í verstu holurnar til að prófa fjöðrunina. Vélin skilar 110 hestöflum Dísilvélin í bílnum er 1461cc (1.461 rúmsentímetri) og skilar bílnum 110 hestöflum. Ef verið er að taka fram úr bíl og maður vill virkilega snerpu fannst mér betra að gíra niður um tvo gíra og gefa þá vel inn. Það sama var að upp úr Hvalfjarðargöngunum til norðurs var hann ekki að halda 70 í sjötta gír, en eftir að ég hafði gírað niður um tvo gíra og gefið í þurfti ég fljótlega að slá af til að forðast myndatöku þarna inni í göngunum. Mikil dráttargeta Þrátt fyrir að mér hafi fundist bíllinn toga lítið í brekkum er hann uppgefinn með 1.500 kg dráttargetu og bíllinn sjálfur ekki nema 1.294 kg. Að keyra bílinn var þægilegt, sæti gott og ekki skemmdi fyrir sætishitarinn sem hitar upp á mitt bak. Öll stjórntæki eru á þægilegum stöðum en ég verð að hæla hönnuðunum fyrir að hafa sett rofana til að opna og loka hliðarrúðunum í mælaborðið í stað hurðanna, en í hurðunum eru mun meiri líkur á að raki skemmi stjórnrofana. Það sama á um stillitakka fyrir hliðarspeglana, en sá takki er á milli sætanna en ekki úti í hurðum þar sem rakinn er mestur. Litlir speglar Tvennt fannst mér vera neikvætt við Dacia Duster, en í innanbæjarakstri eru gírarnir leiðinlega lágir þótt það henti vél í erfiðri færð. Sé keyrt á jafnsléttu hefur vélin þó bæði tog og orku til að lagt sé af stað í öðrum gír og skipt síðan upp í fjórða. Eins þótti mér hliðarspeglarnir full litlir. Að öðru leyti var ég mjög ánægður með bílinn þó svo að einhverjir segi hann of dýran miðað við verð á honum erlendis. Samt held ég að miðað við búnað í bílnum séu góð kaup í Dacia Duster. Einn galli er þó á bílnum til viðbótar en hann sóðar sjálfan sig svolítið út að aftan. Hægt er að fá bretta kanta sem aukabúnað, sem ættu að minnka sóðaskapinn. Einnig ætti það að verja bílinn fyrir lakkskemmdum svo ég myndi persónu lega hiklaust taka bílinn með brettaköntunum. Einnig er hægt að fá bílinn sem virðisaukabíl, en þá fylgir honum skúffa úr plasti sem hægt er að taka úr og er auðvelt að þrífa ef svo ber undir. Mjög hrifinn Ýmsir kostir eru í boði varðandi aukahluti og litaval, en best er að skoða vef BL (www.dacia.is) eða hafa samband við sölumenn Dacia hjá BL. Ég verð að viðurkenna að ég er mjög hrifinn af Dacia Duster og gæti vel hugsað mér að eiga svona bíl. Vélabásinn Dacia Duster, nýtt merki hjá BL í bílaflórunni á Íslandi: Mjög álitlegur jepplingur frá Rúmeníu Vélaprófanir hlj@bondi.is Hjörtur L. Jónsson Verð: 6.170.777 Lengd: 4.440 mm Breidd (án spegla): 1.855 mm Hæð 1.635 mm Hestöfl: 134@4000 Helstu mál: Dusterinn er þannig hannaður að hann dregur upp á sig óhreinindi að aftan. Brettakantar geta skipt miklu máli ef menn vilja hlífa lakkinu á bílnum fyrir grjótbarningi. Hæð frá vegi undir lægsta punkt er 21 sentímetri, en hægt er að auka hana með örlítið stærri dekkjum. Myndir / HLJ TOP N+ ... betra gler Glerverksmiðjan Samverk ehf Eyjasandi 2, 850 Hella Gasfyllt gler, aukin einangrun. Þekking - Gæði - Þjónusta Sími. 565-1800. Heimasíða: www.velbodi.is Fyrirtæki til sölu Til sölu er bifreiða- og búvélaverksæðið Pardus ehf. á Hofsósi. Á verkstæðinu er einnig starfrækt rafmagnsþjónusta. Félagið er í fullum rekstri og vel tækjum búið. Starfsmenn eru 6-8. Nánari upplýsingar hjá Fasteignasölu Sauðárkróks - Sími 453 5900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.