Bændablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 39

Bændablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 39
40 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. nóvember 2012 FEIF, alþjóðasamtök eigenda íslenskra hesta, boðaði til fundar í Malmö í Svíþjóð helgina 26.- 28. október sl. Til fundarins komu fulltrúar í öllum nefndum og í stjórn FEIF, en aðildarlönd samtakanna eru 19 talsins og eru félagar í samtökunum um 64.000. Fulltrúar Íslands voru átta frá Landssamtökum hestamannafélaga og Bændasamtökum Íslands. Frá Landssamtökunum komu Halldór Victorsson, Helga B. Helgadóttir, Sigurður Sæmundsson, Gunnar Sturluson og Hulda Geirsdóttir. Frá Bændasamtökunum fóru Guðlaugur Antonsson, landsráðunautur í hrossarækt, Sigbjörn Björnsson, hrossaræktandi frá Lundum og alþjóðlegur kynbótadómari, og Jón Baldur Lorange, sviðsstjóri tölvudeildar Bændasamtakanna og verkefnisstjóri WorldFengs. Á fundinum var Gunnar Sturluson, hrossa ræktandi og lögfræðingur, kosinn vara formaður FEIF, en hann settist í stjórn samtakanna í fyrra. Jens-Erik Majlund, framkvæmda- stjóri Danska hestasambandsins, hélt fyrirlestur um siðferði á fundinum og með hvaða hætti þau mál eru meðhöndluð innan alþjóða- samtakanna FEI (Fédération Equestre Internationale) og innan aðildar landa þess. Þá var nefnd stofnuð innan FEIF um frístunda reiðmennsku og var Samúel Örn Erlingsson valinn í hana. Á fundi sportnefndar og sportdómara var rætt um þróun aðferðar við að verðlauna góða reiðmennsku og tekið upp kerfi mínus og plús spjalda. Þá var ákveðið að auka kröfur til WorldRanking- móta til að WorldRanking-úrslit séu betur samanburðarhæf milli landa. Þá kemur fram á heimasíðu FEIF (www.feif.org) að ræktunarnefnd og nefnd kynbóta dómara (ræktunarleiðtogafundur) ásamt Kristínu Halldórsdóttur, formanni skrásetjaranefndar, og Jóni Baldri Lorange, verkefnisstjóra WorldFengs, hafi haldið áfram því verki að auka fagmennsku og samræmingu á sviði alþjóðlegra kynbótadóma. Þjóðverjar hafa ákveðið að á næsta heimsmeistaramóti íslenska hestsins, sem haldið verður í Berlín á næsta ári, verði sérstaktur bás fyrir ræktendur með aðkomu allra aðildarlanda og verður Íslenska hestatorginu (Icelandic horse plaza) boðið samstarf. Í Berlín verður lögð áhersla á að WorldFengur, upprunaættbók íslenska hestsins, verði í forgrunni að sögn Marlise Grimm, ræktunarleiðtoga FEIF, og Mariu-Magdalenu Sibe-Gunkel, ræktunarleiðtoga Þjóðverja. Á ræktunarleiðtogafundinum í Malmö var haldinn fyrsti opni fundurinn með ræktendum innan FEIF. Fundurinn byggir á þeirri hugmynd að fá ræktendur, þjálfara, kynbótadómara og annað starfsfólk að sama borði til umræðu og til að fá fram hugmyndir frá ræktendum. Á fundinum hélt Jón Baldur stutta tölu um WorldFeng og Guðlaugur gerði m.a. grein fyrir áverkaskráningum á kynbótasýningum á Íslandi. FEIF- fundurinn í Malmö var haldinn m.a. til að undirbúa ársfund FEIF sem verður haldinn í Strassborg í Frakklandi í febrúar á næsta ári. Fimmtánda og sextánda forritið Í síðasta upplýsingatæknidálki Bændablaðsins var fjallað um fjórtan forrit í forritunarflóru Bændasamtaka Íslands. Forritin sem upplýsingatæknisvið Bænda- samtakanna þróar eru aftur á móti sextán alls en ekki náðist að fjalla um tvö þeirra í síðasta dálki. Bætt verður úr því hér með. JÖRÐ.IS er skýrsluhaldskerfi í jarðrækt og er fimmtánda forritið í forritunarflóru Bændasamtakanna. JÖRÐ er arftaki NPK-forritsins sem var notað í áratug eða svo af ráðunautum og bændum til að aðstoða við gerð áburðaráætlana og halda utan um þá jarðrækt sem bændur stunda. Þá var byggður upp heildstæður gagnagrunnur í jarðrækt þar sem bændur gátu skráð allar ræktunarspildur, ástand þeirra og áburðarþörf, gert áburðaráætlun út frá ákveðnum skilyrðum og reiknað heildarupphæð fyrir áburðarpöntun eftir áburðarsölum, skráð uppskeru o.fl. NPK-forritið var nauðsynlegt hjálpartæki fyrir ráðunauta búnaðar- sambanda í jarðræktarráðgjöf fyrir bændur um allt land. Vefforritið JÖRÐ.IS var síðan tekið í notkun fyrir nokkrum árum sem næsta kynslóð af forriti fyrir jarðrækt, en JÖRÐ tengist miðlægum gagnagrunni Bændasamtakanna í jarðrækt og les inn túnkort sem ráðunautar gera í landupplýsingakerfi Loftmynda. Bændur geta flutt upplýsingar um forða yfir í Bústofn, búfjáreftirlitskerfi MAST, og þannig sparað sér innslátt við gerð forðagæsluskýrslu, en þess má geta að einmitt í síðustu viku var opnað fyrir að bændur gætu skilað forðagæsluskýrslu rafrænt, þriðja árið í röð. JÖRÐ.IS er þróuð í Python- forritunarmálinu, sem er frjáls og opinn hugbúnaður. Þá er hafin vinna við nýja kynslóð af JÖRÐ sem byggir meira á hugmyndafræðinni um opinn hugbúnað. Þess má geta að áburðarsalar hafa styrkt þróun á JÖRÐ.IS til að gera okkur kleift að bjóða bændum forritið án endurgjalds. Bændatorgið er síðan sextánda forrit Bændasamtakanna. Allir félagar í Bændasamtökum Íslands hafa aðgang að Bændatorginu, en í fyrsta skipti sem bændur skrá sig inn á torgið þurfa þeir að nota rafrænt auðkenni hjá Ísland.is. Kveikjan að Bændatorginu kveiknaði fyrir um 18 árum hjá undirrituðum þegar verið var að leggja grunn að hugbúnaðargerð Bændasamtakanna. Á þeim tíma mætti hún ekki miklum skilningi enda internetið að stíga fyrstu sporin. Engu að síður hefur náðst ágætur árangur í að veita þeim stórbrotnu hugmyndum brautargengi með samstilltu átaki, áhugasömu starfsfólki og notendum og góðum skilningi innan Bændasamtakanna. Bændatorgið byggir á hugmynda- fræðinni sem tölvudeildin hefur unnið eftir frá upphafi, að nýta upplýsingatæknina til hins ýtrasta til að opna og auðvelda bændum og ráðunautum aðgang að miðlægum skýrsluhaldsgrunnum í búfjárrækt og öðrum gögnum sem gagnast þeim í búrekstri, m.a. stuðningsgreiðslum til þeirra samkvæmt búvörusamningum. Grunnurinn að torginu var að byggja upp miðlæga gagnagrunna þar sem gögn og aðgangur eru samræmd og samþætt. Bændatorgið er þannig ,,torgið“ sem bændur koma á til að sækja sér allar nauðsynlegar upplýsingar á einum stað. Á torginu geta bændur tengst öllum vefforritum sínum þar sem aðgangsstýring er samþætt. Ráðunautar hafa sömuleiðis aðgang að Bændatorginu til að koma upplýsingum og skilaboðum á framfæri með skjótvirkum hætti. Í Bændatorginu fá bændur yfirlit yfir þau félög sem þeir eru skráðir í samkvæmt félagatali Bænda- samtakanna. Í sumar og haust bættist síðan við möguleiki bænda að senda inn rafræna umsókn um þróunarstyrki í jarðrækt. Síðasta nýjungin kom síðan í tengslum við atkvæðagreiðslu bænda um endurskoðun á búvörusamningum, en í Bændatorginu kemur fram hvort viðkomandi er á kjörskrá. Bændatorgið ætti síðan að vera kjörinn vettvangur til að fá fram skoðanir bænda á margvíslegum málefnum eða til að bjóða upp á rafræna og bindandi kosningu ef vilji er til þess. sviðsstjóri tölvudeildar Bændasamtaka Íslands jbl@bondi.is Jón Baldur Lorange Upplýsingatækni og fjarskipti Upplýsingatæknibásinn Málefni íslenska hestsins rædd í Malmö Hluti þátttakenda á FEIF-fundinum í Malmö. Undirbúningur vetrarþjálfunar Hefst 8. des. hjá LbhÍ í Borgarfirði Járningar og hófhirða Hefst 12. jan. hjá LbhÍ í Borgarfirði Húsgagnagerð úr skógarefni Hefst 18. jan. í Grímsnesi Hefst 8. feb. í Grímsnesi Hefst 8. mars á Hallormsstað Trjáfellingar og grisjun með keðjusög Hefst 22. jan. hjá LbhÍ í Hveragerði Ostagerð - heimavinnsla mjólkurafurða Í samstarfi við Austurbrú Haldið 9. feb. á Höfn í Hornafirði Hagkvæm nautakjötsframleiðsla Haldið 14. mars á Stóra-Ármóti Endurmenntun LbhÍ Rúningur I Hefst 17. nóv. undir Eyjafjöllum Vinnuverndar og réttinda- námskeið fyrir bændur Í samstarfi við Vinnueftirlitið og Búnaðarsambönd um land allt Hefst 22. nóv. í Önundarfirði Hefst 4. des. á Geirlandi við Klaustur Hefst 11. des. á S-Ármóti við Selfoss Hefst 26. feb. við Höfn Hefst 5. mars við Egilsstaði Hefst 11. mars í Aðaldal Hefst 19. mars við Þórshöfn Aðventuskreytingar Haldið 24. nóv. hjá LbhÍ í Hveragerði Haldið 30. nóv. hjá LbhÍ í Hveragerði Íslenska landnámshænan Í samstarfi við Farskólann Haldið 24. nóv. á Hvammstanga Haldið 16. mars hjá LbhÍ, Hveragerði Sauðfjársæðingar Í samstarfi við Búnaðarsamtök Vestur- lands og Búnaðarsamband Suðurlands Haldið 27. nóv. hjá LbhÍ á Hvanneyri Haldið 29. nóv. á Stóra-Ármóti Allar nánari upplýsingar má finna á www.lbhi.is/namskeid Skráning fer fram á endurmenntun@lbhi.is eða í síma 433 5000 Við erum líka á Facebook - facebook.com/namskeid Af óveðursspám Nokkrar umræður urðu í byrjun mánaðarins um hvort bændur hefðu brugðist við í samræmi við veðurspá sem birtist fyrir óveðrið 10.-11. september síðastliðinn. Allt lífið erum við stöðugt að taka ákvarðanir. Sumar reynast rangar og aðrar réttar, en við verðum alltaf að sætta okkur við það liðna hvort sem okkur líkar betur eða verr. Við bændur sem lentum í tjóni hefðum svo sannarlega viljað að við hefðum hagað okkur öðruvísi í byrjun september en raunin varð. En það er auðvelt að segja núna: „Þið hefðuð átt að fara að smala af því að spáin var svo vond.“ Ekki alveg Haraldur Ólafsson veðurfræðingur sýndi kort með spánni fyrir 10. september aftur í sjónvarpinu um daginn og sagði að Veðurstofan hefði spáð óveðrinu. Það var rétt að hluta en rangt að öðru leyti. Hefði veðrið verið eins og spáð var á þessu korti hefði trúlega engin kind drepist í fönn í Kelduhverfi og sárafáar, ef nokkrar, í Þeistareykjalandi og það hefði engin raflína slitnað á því svæði. Hitinn reyndist nefnilega tveimur stigum lægri en spáð var, sem gerði það að verkum að úrkoman á okkar beitilönd féll sem snjór en ekki rigning eða slydda. Hefði spáin gengið eftir hefði snjólínan hefði sem sé verið 200 metrum hærra en raunin varð. Það er þessi tveggja stiga skekkja sem skiptir öllu máli við þessar aðstæður og gerir það að verkum að bændur voru rólegri en þeir hefðu átt að vera. Það gerir kindum ekkert til þó að það sé rok og rigning af því þær eru alltaf í lopapeysu. Ekki Veðurstofunni að kenna Mér dettur samt ekki í hug að kenna Veðurstofunni um hvernig fór. Spár eru alltaf spár. Ég veit ekki hvort það er einhver sérstakur sökudólgur þegar náttúruhamfarir verða. En það er ekki hægt með nokkru móti að halda því fram að það hafi verið sjálfsagt mál að fara að smala á þessu svæði vegna þeirrar spár sem Veðurstofa Íslands gaf út. Hafi Veðurstofan spáð kaldara veðri daginn eftir var alla vega orðið of seint að skipuleggja smölun á svæði sem er mörg hundruð ferkílómetrar. Einar Ófeigur Björnsson fjallskilastjóri í Kelduhverfi í Norður-Þingeyjarsýslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.