Bændablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 48

Bændablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 48
49Bændablaðið | Fimmtudagur 15. nóvember 2012 Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum er eini vettvangurinn í landinu þar sem stundaðar eru rannsóknir á dýra sjúkdómum á mörgum fræða sviðum. Tilraunastöðin er metnaðarfull háskóla stofnun með margvís lega starfsemi og starfar fyrst og fremst sem rannsókna stofa. Starfið hófst árið 1948 með rannsóknum á sauðfjár sjúkdómum en í dag eru rann sakaðir sjúk- dómar í flestum spendýra- tegundum Íslands og allmörgum fugla- og fisk tegundum. Til- gangur rannsókn anna er að efla skilning á eðli sjúk dóma og skapa nýja þekkingu. Heil brigð dýr eru forsenda arðvænlegs landbúnaðar og fiskeldis. Einnig er mikilvægi heilbrigðra dýra sem bera ekki sjúkdóma í menn hvati að hagnýtingu rannsóknanna. Mikilvægt er að stofnunin geti brugðist sem skjótast við nýjum og aðkallandi vandamálum á sviði sjúkdómagreininga. Sérhæfður húsakostur Á Keldum hefur verið byggður upp sérhæfður húsakostur sem hentar starfseminni. Þar má nefna rannsóknarhús, smádýrahús, fjárhús, hesthús, krufningarstofu og öryggisrannsóknarstofu. Rannsóknarhúsunum hefur verið vel við haldið og stöðugar endurbætur hafa átt sér stað. Aðstaðan hefur verið löguð að kröfum gæðakerfis Keldna og faggildingaraðila. Þá má nefna að krufningastofa, þar sem tekið er á móti smáum og stórum skepnuhræjum og lifandi dýrum sem á að aflífa, var endurnýjuð á Keldum árið 1997. Einnig er fyrir hendi tilraunadýraaðstaða fyrir smádýr, kindur, hross og fisk. Smádýraaðstaðan var endurbætt 1998 og hana þyrfti að stækka ef hún ætti að þjóna öllu landinu. Ekki má heldur gleyma að fullkomnasta öryggis rannsóknastofa landsins (Biosafety level 3) var reist á Keldum 2006-2009 í kjölfar viðbúnaðar við fuglaflensu. Fjölbreytt vísindastarf Framtíðarsýnin er skýr, við viljum efla viðkomandi fræðasvið. Áherslan innan fræðasviða beinist að fjölbreyttu vísindastarfi og þjónustu og að hún haldist í hendur við atvinnulífið og þá vaxtarbrodda sem þar er að finna. Helstu fræðasviðin eru príonfræði, veirufræði, bakteríufræði, sníkjudýrafræði, meinafræði, ónæmisfræði og sameindalíffræði. Tilraunastöðin miðlar þekkingu og upplýsingum til alþjóðlega vísindasamfélagsins og í þeim tilgangi að styrkja innlent atvinnulíf. Víðtækt samstarf er við erlendar alþjóðlegar stofnanir og háskóla. Innanlands eru ákveðin verkefni unnin í samstarfi við stofnanir og háskóla og aðstaða og tæki eru samnýtt. Einnig er samstarf við stjórnsýslustofnanir innanlands, s.s. MAST. Samhliða þessu er fjölbreytt og gefandi samstarf við atvinnulífið, má þar nefna landbúnað, fiskeldi og matvæla- framleiðslu. Fjárskortur hamlar starfseminni Niðurskurður á fjárlögum á síðastliðnum árum hefur bitnað á Keldum ekki síður en öðrum opinberum stofnunum. Við rann sóknir á dýrasjúkdómum og við sjúkdómagreiningar skiptir miklu máli að hafa öflugt rannsókna teymi með reyndum sérfræðingum á fræðasviðum Tilrauna stöðvarinnar. Á undanförnum árum hefur ekki reynst unnt að ráða nýja sérfræðinga í stað þeirra sem hafa hætt sökum aldurs, vegna skerðinga á fjárlögum. Þetta er neikvæð þróun og hættumerki sem ber að taka alvarlega, en mjög brýnt er að efla dýrasjúkdóma fræði við Tilrauna stöðina með ráðningu nýrra sér fræðinga. Ef það er ekki gert er hætta á að uppbyggingar- starf liðinna ára beri skaða af. Vegna rannsóknaumhverfisins á Keldum er mjög hentugt að skilgreina ramma um rannsókna- nám af ýmsum stærðargráðum, allt upp í doktorsnám. Uppbygging hefur verið á þessu starfi. Rannsóknirnar eru að hluta til fjármagnaðar með sértekjum úr samkeppnissjóðum. Styrkir erlendis frá hafa verið verulegir á ákveðnum tímabilum, en misjafnt er hvernig erlendir rannsóknasjóðir henta áherslum í starfi Tilraunastöðvarinnar. Því miður hefur fjármögnun innlendra samkeppnissjóða ekki fylgt þeirri vakningu sem verið hefur í íslensku rannsóknasamfélagi. Fjármögnunin hefur heldur ekki fylgt hækkuðu verðlagi síðastliðin ár. Samkeppnissjóðir eru mjög veikir á Íslandi og hafa hlutfallslega mun minna fjármagn að spila úr en sambærilegir sjóðir í nágrannalöndunum. Vonandi eru nýir tímar í augsýn, því í frumvarpi til fjárlaga 2013 er gert ráð fyrir auknum fjárveitingum til RANNÍS. Einnig stendur til að endurfjármagna Framleiðni sjóð landbúnaðarins, sem á undanförnum árum hefur verið öflugur bakhjarl ýmissa verkefna Tilrauna stöðvarinnar. Nýlega var undir ritaður búnaðarlaga samningur af hálfu Bænda samtakanna og ríkis- valdsins sem tryggir fjár muni sjóðsins á komandi árum. Þrátt fyrir fjárhags legar hremm- ingar eru ennþá öflugir innviðir að Keldum sem hlúa þarf að. Mörg verkefni ganga vel, en að ýmsu er að huga í framtíðinni. Mörgum áleitnum rannsókna spurningum er ósvarað. Á komandi vetri verður fjallað um þessi verkefni í Bændablaðinu og sérfræðingar Tilraunastöðvarinnar munu skrifa um rannsóknarefni sín. Sigurður Ingvarsson Dr. Med. Sc. Forstöðumaður og prófessor Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum Rannsóknir og þjónusta á Keldum í þágu dýraheilbrigðis Sigurður Ingvarsson www.isfell.is Hífi- og festingabúnaður Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets: Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Framleiðum Vélboða mykjudreifara í mörgum stærðum Heimasíða. www.velbodi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.