Bændablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 36

Bændablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 36
37Bændablaðið | Fimmtudagur 15. nóvember 2012 Móðir Jörð – Ýmsar lífrænt ræktaðar afurðir „Ég fór fyrst á Salone del Gusto sýninguna árið 2000 og hef farið í hvert sinn síðan þá. Sýningin er stærsti viðburður Slow Food- samtakanna og einn kröftugasti vettvangur fyrir matvælaframleiðendur sem völ er á. Maður má bara ekki missa af henni, sér í lagi ef maður á þátt í þessu félagsstarfi líkt og ég hef átt undanfarin 12 ár,“ segir Eygló Björk Ólafsdóttir frá Móður Jörð, sem kynnti lífrænt ræktaðar afurðir sínar. „Það má segja að heimsóknin þarna út árið 2000 hafi átt stóran þátt í stofnun Slow Food á Íslandi því eftir innblástur þar fórum við nokkur að tala okkur saman hér heima og settum á fót fyrstu deildina á Íslandi. Þátttaka Íslendinga hefur farið vaxandi í gegnum árin og tekið á sig ýmsar myndir, árið 2010 var t.a.m. góð kynning á íslenskri matarmenningu á málstofu auk þess sem Gunnar Karl á Dillinu hélt sýnikennslu í matseld úr íslensku hráefni. Þetta vakti mikla athygli og fékk góða umfjöllun í fjölmiðlum víða um heim. Í ár voru átta sýnendur og framleiðendur á Salone del Gusto að sýna afurðir sínar á markaðshluta sýningarinnar, og það er í fyrsta sinn sem jafn góð þátttaka næst í því. Þessi matarviðburður er einfaldlega sá besti að mínu mati til að sækja sér innblástur til góðra verka – og á það við um framleiðendur sem og aðra áhangendur Slow Food-hugmyndafræðinnar. Ef meta á Salone del Gusto út af fyrir sig sem vettvang fyrir framleiðendur til að sýna sínar afurðir er hér á ferðinni önnur eða þriðja stærsta matarsýning í heimi, jafnvel þótt hún sé svo sérhæfð sem raun ber vitni, sem er mjög góður árangur. Hana sækja meira en 200.000 gestir og hún er alþjóðleg. Meðal gesta sýningarinnar eru aðilar frá ýmsum löndum sem gera innkaup fyrir veitingahús eða verslanir. Þarna eru ýmsir fagaðilar, auk mjög stórs neytendahóps sem gerir miklar kröfur til matvæla. Flestir gestanna koma eðlilega frá Norður-Ítalíu en svo er fólk frá ýmsum löndum að gera sér ferð á sýninguna til að smakka og kaupa gæðamatvæli í anda Slow Food. Þetta er því mjög góður vettvangur til að prófa vöruna og fá viðbrögð við henni, en einnig getur þetta leitt af sér viðskiptasambönd til lengri tíma. Það er ánægjulegt að sjá að íslensk matvæli eru nú meðal þess sem stendur til boða á sýningunni, framleiðendur eru valdir þarna inn og því ákveðinn gæðastimpill fyrir vöruna að vera þarna. Vörur sem þarna eru til sýnis eiga að vera framleiddar í anda Slow Food, með virðingu fyrir umhverfi og bragðgæðum að leiðarljósi. Við Eymundur í Vallanesi leggjum í síauknum mæli áherslu á fullvinnslu á okkar hráefni undir vörumerkinu Móðir Jörð. Lífrænt ræktað bygg er grunnurinn að því sem við bjóðum. Við höfum þróað vörulínu sem byggir á tveimur íslenskum korntegundum; bygginu og heilhveiti. Auk þess vinnum við mikið með rótargrænmeti og höfum þróað línu af meðlætisréttum og chutney úr rauðrófum og gulrófum, sem henta vel sem meðlæti. Þetta hlaut allt góðar viðtökur og gaman að segja frá því að margir leituðu okkur uppi frá því síðast. Fyrir okkur er það alveg spurning að eiga fastan sess á Salone del Gusto, þetta vekur auk þess athygli á svæðinu okkar og getur mögulega ýtt undir matartengda ferðaþjónustu því áhugi á landinu er til staðar og maturinn skiptir þessa tegund ferðamanna miklu máli.“ Ytri-Fagridalur – Hvannalamb „Þetta er í fyrsta skipti sem við förum en örugg lega ekki það síðasta. Um ára bil hef ég fylgst með Slow Food-hreyfingunni og heillast af hugmynda fræði hennar. Þegar Íslands stofa, í samráði við Slow Food á Íslandi, gaf okkur kost á því að fara sem sýn endur var það tæki færi sem við gátum ekki látið framhjá okkur fara,“ segir Halla Steinólfs dóttir, sem var á sýningunni ásamt dóttur sinni Hrefnu Frigg Guðmundsdóttur. Þær kynntu hvanna lamb frá Ytri-Fagradal. „Í Ytri-Fagradal er sauðfjárrækt. Árið 2010 tókum við ákvörðun um að hefja aðlögun að lífrænni sauðfjárrækt. Þegar greitt er 20% hærra verð fyrir afurðirnar er þetta mögulegt. Við höfum fundið fyrir því að ákveðinn hópur fólks vill geta gengið að því vísu að engin aukaefni séu í matnum, að aðbúnaður og dýravelferð séu sömuleiðis í góðu lagi. Það fólk er tilbúið að greiða hærra verð. Þetta er að mínu mati það mest spennandi og krefjandi í sauðfjárbúskapnum um þessar mundir og fellur einkar vel að okkar hugmyndafræði. Væntanlega fáum við vottun á afurðir okkar árið 2013. Við höfum verið með fráfærur eins og í gamla daga og beitt litlum hluta lambanna á hvönn; þetta dásamlega lostæti og lækningajurt sem vex eins og illgresi. Það eina sem við þurfum að gera er að passa upp á að lömbin éti hana ekki upp til agna. Lömbunum er beitt á hana síðsumars og fram að sláturdegi. Það var stórkostleg upplifun að vera á sýningunni og ótrúlega gaman að hafa fengið tækifæri að komast þangað. Íslenskt lambakjöt slær alls staðar í gegn. Ég tala nú ekki um svona aðlögunarfé eins og okkar frá Ytri-Fagradal og hanterað af natni frá SAH og eldað af þvílíkri snilld matreiðslumannsins Gísla Matthíasar Auðunssonar. Þetta vakti gríðarlega athygli og það var gaman að fylgjast með svipnum á fólki sem smakkaði. Svo er gaman að hitta fólk alls staðar að úr heiminum; bændur eins og okkur og smáframleiðendur. Það er ekki svo mikill munur á sauðfjárbændum í heiminum, en líklega er þó meiri hefð að nýta sauðamjólk til ostagerðar víðast hvar annars staðar en á Íslandi. Við erum líklega að glata þeirri kunnáttu, kannski af því að allt þarf að gerast svo hratt og á að vera í svo „hagkvæmum einingum“ til að það borgi sig að standa í því. Eða getur verið að bændur á Íslandi fái ekki sanngjarnt verð fyrir sína góðu vörur? Það gekk ágætlega að selja, alltaf einhver hreyfing á hverjum degi. Allt seldist á endanum, nema um 15 læri sem veitingahús svo keypti. Við Íslendingar getum verið afar stolt af okkar framleiðslu og við eigum þarna vissulega erindi með góðar, hreinar og sanngjarnar afurðir. Við getum lært að meta þennan hreinleika að verðleikum og að standa vörð um hann.“ í svipuðum hlutum. Við stofnuðum svo Íslandsdeild Slow Food árið 2001, sem ber reyndar heitið Slow Food Reykjavík Convivium. Starf Íslandsdeildarinnar hefur vaxið og dafnað Fyrst í stað voru þetta hálf nördalegir vinafundir sem við héldum, þar sem rætt var um allar mögulegar hliðar á mat og matvælaframleiðslu. Smám saman hefur hreyfingin okkar þroskast og er nú mun sýnilegri en til að byrja með; tekur pólitíska afstöðu á opinberum vettvangi til málefna sem eru á hennar sviði. Þá erum við í mjög góðum tengslum við Slow Food International og tökum hlutverk okkar alvarlega hér á norðurslóðum, enda mikið hugsjónafólk sem starfar hér.“ Dominique fer ekki leynt með hrifn ingu sína á því starfi sem fram fer í gegnum Terra Madre-hluta hátíðarinnar, sem er ráðstefnuhlutinn. „Terra Madre byrjaði í raun bara sem ráðstefna þeirra hópa sem mynduðu svokölluð matarsamfélög (food communities) Slow Food- hreyfingarinnar víða um heim. Þar birtist mjög sterkur samhugur og tengslin eru náin hjá þeim sem starfa í þágu þessara hugsjóna. Þegar mál koma upp á yfirborðið sem þarf að taka á og ræða eru þau strax tekin á dagskrá. Þannig smitast líka hugmyndir á milli manna, hópa, landa og svæða þannig að allir geta gefið eitthvað af sér og lært eitthvað í staðinn. Það er í raun í gegnum þetta starf sem stefna Slow Food-hreyfingarinnar hefur mótast.“ Viðburðirnir Salone del Gusto og Terra Madre voru að þessu sinni haldnir sameiginlega. Salone del Gusto, matarsýningarhluti hátíðarinnar, var fyrst haldin árið 1994. Ráðstefnuhlutinn, Terra Madre, var hins vegar fyrst haldinn árið 2004. Dominique telur að fyrstu Íslendingarnir hafi sótt þessa viðburði 2004, en þeim hafi smám saman farið fjölgandi. „Árið 2010 voru í þessum hópi um 20 manns en 30-35 manns núna á dögunum. Við hér á norðurslóðum höfum lært heilmargt af þátttöku í þessum viðburðum og heimfært margt í vinnulagi Terra Madre yfir á okkar starf.“ Hún bendir t.a.m. á samvinnu við Norðmenn og Svía út af fjallakúakyni sem er sitt hvoru megin við landamæri þessara landa, sem hefur verið flokkað af svokallaðri Slow Food Presidia-nefnd í sérstakan verndarflokk. Þar eru tilteknar gæðaafurðir og/eða vinnsluaðferðir, héruð eða vistkerfi sem er hætta búin af einhverjum ástæðum. Í flestum tilvikum hefur það heilmikið að segja fyrir viðkomandi svæði eða afurð að fá heiti sitt skráð í þennan flokk vegna athyglinnar sem því fylgir – enda um eins konar gæðastimpil að ræða. Í dag eru um þrjú hundruð Slow Food Presidia-nefndir starfandi víðs vegar í heiminum sem vinna í því að styðja við yfir tíu þúsund smáframleiðendur. „Það starf sem ég vinn hér á Íslandi er af svipuðu tagi og starfið sem Norðmenn og Svíar hafa unnið í kringum þetta fjallakúakyn og ég nýt góðs af því. Í Austur-Afríku, í Úganda og Kenía, á sér stað svipuð samvinna með afurðir,“ segir Dominique. Hún útskýrir þetta fyrirbæri aðeins betur: „Í grófum dráttum gengur þetta út á það að skrá afurðir í fyrirbæri sem heitir Bragðörkin (e. Ark of taste). Þessar afurðir eiga það sameiginlegt að teljast mögulega í útrýmingarhættu en hafa markaðslega möguleika og sérstakt gildi vegna eiginleika sinna. Íslenska skyrið og íslenska geitin eru þær afurðir sem hafa nú þegar verið teknar um borð í Bragðörkina,“ segir hún. Frá 1996 hafa um þúsund afurðir frá 50 löndum verið skráðar inn í örkina. „Þetta getur líka átt við uppskriftir að einhverju mjög sérstöku – mér dettur í hug ákveðin jógúrt-tegund í Kenía og Úganda sem er geymd í trjáhólki með ösku í og hefur tiltekna sóttvarnar- eiginleika. Það er ekki eingöngu tilgangur Presidia-nefndanna að halda í gamlar hefðir – heldur er lagt mikið upp úr því að afurðirnar séu lífvænlegar og eigi markaðslega framtíð fyrir sér. Norðmenn eru með sína skreið t.d. þarna inni, geitaost og eplasafa sem er framleiddur á sérstakan hátt. Til að eiga möguleika að fá hljómgrunn hjá Presidia-nefndunum þá verða að lágmarki tveir framleiðendur að vera með afurðina í framleiðslu. Hér á Íslandi höfum við þessi búfjárkyn sem miklir möguleikar eru í. Við höfum ýmsar afurðir sem hafa verið þróaðar vegna þess að Íslendingar hafa þurft að bjarga sér með vinnsluaðferðir. Í mínum huga eigum við fyrst og fremst að einbeita okkur að skyrinu. Íslenska geitin á líka heima þar inni, íslenska mjólkurkýrin, landnámshænan og sauðkindin að sjálfsögðu líka. Það eru góð tækifæri fyrir okkur í þessu. Við sjáum hvernig Ítalirnir notfæra sér sínar afurðir sem eru undir Presidia til markaðsetningar í sælkeraverslunum. Staða smáframleiðslu á Íslandi tekið stakkaskiptum Dominique um stöðu smáframleiðslu á Íslandi. „Við höfum allt til að hægt sé að standa vel að þessum málum hér á landi. Við erum með Matís, sem er með og auðvitað mjög góða framleiðendur. vörunum samdægurs í sérbúðir, nánast beint frá framleiðanda til neytenda, þannig að það er margt jákvætt að eru í þessum félagsskap, Beint frá býli, dugar hins vegar bara ágætlega að selja einungis frá sínum bæ, enda magnið kannski mikið sem þeir geta boðið til sölu. Neytendur hafa tekið vel við sér og þessi hluti matvælaframleiðslu á Hugsjónir Slow Food hafa verið samþykktar Dominique telur að framtíðin sé sömuleiðis björt fyrir Slow Food- hreyfinguna. „Ég lít svo á að hugsjónirnar sem hreyfingin hefur unnið með sl. 20 ár séu samþykktar. Þeir eru sífellt fleiri sem taka þær upp á arma sína til að vinna með í einni eða annarri mynd. Við þurfum þó að halda vöku okkar og horfa gagnrýnum augum fram á við því það eru þrátt fyrir allt krefjandi verkefni sem við stöndum frammi fyrir, til dæmis það hvernig við ætlum að framleiða nægan mat fyrir mannkynið. Í því sambandi munu einmitt hugsjónir Slow Food-hreyfingarinnar koma í góðar þarfir.“ /smh Eygló kynnti afurðirnar frá Vallanesi. - syni matreiðslumanni, sem tók að sér að elda Hvannalambið og er hér að undirbúa meðlætið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.