Bændablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 28

Bændablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 28
28 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. nóvember 2012 Með rúmábreiðuna góðu. Talið frá vinstri: Geirlaug Þorvaldsdóttir hóteleigandi, Sverrir Hermannsson móttökustjóri, Snorri Valsson hótelstjóri, Björk Mynd /HKr. Hönnuðurinn Bóas Kristjánsson og Hótel Holt kynna nýjung í notkun á ull: Einstök rúmteppi úr blöndu af íslenskri ull og vistvænni ítalskri bómull Hönnuðurinn Bóas Kristjánsson kynnti á þriðjudag nýjar rúmábreiður úr blöndu af íslensku ullarbandi og vistvænni bómull, sem er ávöxtur þróunar sem styrkt var af Fagráði sauðfjár bænda. Er þetta líka gert í samstarfi við Hótel Holt, sem kaupir slíkar rúm ábreiður á lúxus herbergi sín. Hyggjast forráða menn hótelsins þannig gefa hótelinu enn list rænna yfir bragð en áður. Sem flestum er kunnugt voru stofnendur hótelsins, þau Þorvaldur Guðmunds son og Ingibjörg Guðmunds dóttir, miklir list unnendur og er hótelið skreytt ómetan legum lista verkum. Hótelið er nú í eigu Geirlaugar dóttur þeirra. Bóas segir að þetta verkefni hafi miðað að því að samþætta íslenskt ullarband og vistvænt garn sem gefur ullinni þá eiginleika að hún stingur ekki eins og þekkt er t.d. með lopapeysurnar. Undir það tekur Margrét Bóasdóttir framkvæmdastjóri fyrirtækisins 8045 sem stendur á bak við þetta verkefni. „Teppið er í raun innblásið af Geirlaugu og Margréti og meira þeirra hugmynd þó ég hafi séð um útfærsluna. Ég er mjög ánægður með að hafa fengið þetta tækifæri til að þróa rúmteppið fyrir hótelið.“ Lúxusvara úr íslenskri ull Þegar við byrjuðum að þróa þetta og sýndum hóteleigandanum Geirlaugu Þorvaldsdóttur vöruna fyrst vorum við mjög ánægð með að geta boðið lúxusvöru úr íslensku ullinni. Það hefur ekki verið til neinn slíkur markaður fyrir ullina vegna þess að hún stingur svo mikið. Hún er því ekki notuð í lúxusvörur nema í mjög litlum mæli. Við fengum því leyfi til að nota hana þegar við vorum að vinna með vistvænar afurðir í keppni erlendis. Þá notuðum við ítalskt vistvænt vottað bómullargarn í bland við íslenska ull. Þetta var ákveðin undantekning í þessari keppni vegna þess að íslenska ullin er ekki með vottun sem vistvæn vara.“ Bóas segir að vistvæn vottun á íslensku ullinni geti skipt miklu máli ef sótt verði með hana inn á markað fyrir vistvænar vörur. Það hafi þó ekki skipt máli í þessu tilviki. „Út úr þessu kom að við náðum að gera þetta að mjúku efni sem stingur ekki. Það náðist annars vegar út af þessari bómull og einnig út af ýfingunni á ullinni, sem reyndar er vel þekkt tækni. Efnið er því mjög þægilegt, sérstaklega fyrir svona ábreiður, þótt það sé enn full þykkt fyrir flíkur. Geirlaug sá þetta hjá okkur og fannst efnið spennandi og því ákváðum við að gera prufu. Allt er þetta unnið hér heima hjá fyrirtækinu Glófa, sem prjónar teppin.“ Bóas segir að tiltölulega lítið sé af bómull í þessu efni, eða um 25%. Prjónaaðferðirnar skipta líka máli til að framkalla réttu eiginleikana og bómullargarnið þarf líka að vera af réttri þykkt. Síðan er þetta litað sérstaklega í samræmi við innréttingar lúxusherbergjanna á Holti. „Við lögðum áherslu á að þetta yrði áfram að mestu leyti ull, sem héldi þá sínum sérstöku eiginleikum með að halda vel varma, en samt að ná fram þessari mýkt.“ Prófaði líka að blanda mjólkurgarni við ull –Kom þá ekki til greina að þróa inn í þessa vöru þráð úr mjólkurpróteini sem lesendur Bændablaðsins hafa áður kynnst þér vera að vinna með? „Jú, reyndar. Við prufuðum það líka. Enn er 100% mjólkurgarn þó rosalega dýrt. Það hefði því ekki svarað kostnaði og í sjálfu sér hefði það ekki bætt eiginleikana svo mikið. Fólk þekkir vistvæna bómull og í samhengi við ullina gengur þetta vel upp í huga fólks.“ Viðbót við listamenningu hótelsins Geirlaug segir að sér lítist ljómandi vel á þetta. „Með þessu vil ég halda því áfram sem upphaflega var hugsað með þessu hóteli. Það var ekki byggt eingöngu sem hótel, heldur ekki síður sem listasafn. Við höfum gaman af að halda þeirri vinnu áfram og styrkja íslenska listamenn. Við vonum að þessi teppi séu bara byrjunin á því.“ Snorri Valsson hótelstjóri segir að í framhaldinu hafi komið upp sú hugmynd að sýna hótelgestum hvers konar vara þetta sé. Þarna sé ekki bara um hversdagslegt teppi að ræða. Því hafi verið brugðið á það ráð að útbúa kort þar sem Bóas ávarpar gesti og lýsir fyrir þeim í stuttu máli tilurð þessarar ábreiðu og einstakri blöndu af íslenskri ull og ítalskri vistvænni bómull. Framan á kortinu er mynd af stúlku sem er umvafin teppinu og ljóð eftir Einar Braga sem snúið hefur verið yfir á ensku af Bernard Scudder. „Þá munum við kannski nýta meira ljóðlist og ritlist hér á hótelinu til viðbótar við málverkin. Við getum boðið gestum í ferð um hótelið til að sýna þeim málverkin. Síðan gætum við gert þetta enn meira lifandi með því að fá hér listamenn til að koma í heimsókn, rithöfunda og ljóðskáld til að spjalla við gestina og lesa upp úr verkum sínum. Þannig verði það enn meiri upplifun að vera á þessu hóteli. Enda fáum við mikið af gestum sem eru að leita eftir dvöl á listahóteli.“ Geirlaug segir að auk þessa sé starfsmannateymið á hótelinu mjög samhent úrvalsfólk sem hafi virkilegan áhuga á vinnunni sinni. Slíkt skili sér alltaf til gestanna sem þar dvelji. /HKr. Abbey 200 haugsuga Stærð 9.000 ltr Árgerð 2006 Verð: kr. 1.600.000,- án vsk. (kr. 2.008.000,- m/vsk.) Case CX80 890 hestafla, árgerð 1998, 5.530 vinnustundir Verð: kr. 2.200.000,- án vsk. (kr. 2.761.000,- m/vsk.) Til sölu notaðar vélar Nánari upplýsingar á www.kraftvelar.is Dalvegur 6-8 201 Kópavogur Sími 535 3500 www.kraftvelar.is kraftvelar@kraftvelar.is Weidmeann 1230 liðstýrð smávél, árgerð 2005 Aðeins 1.750 vinnstundir Skófla og heygreip fylgir Verð: kr. 2.100.000,- án vsk. (kr. 2.635.500,- m/vsk.) VIÐ ERUM GÓÐIR Í KÖTLUM Knarrarvogi 4 104 Reykjavík Sími 585 1070 Fax 585 1071 vov@vov.is www.vov.is Bændablaðið Smáauglýsingar. 5630300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.