Bændablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 24
24 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. nóvember 2012 Matvælalandið Ísland – ráðstefna um matvælaframleiðslu á Hótel Sögu: „Hvernig framleiðum við meiri og betri mat?" Daði Már Kristófersson auðlinda- hagfræðingu flutti erindi á ráð- stefnunni Matvælalandið Ísland sem haldin var á Hótel Sögu þriðju daginn 6. nóvember. Erindi Daða bar yfirskriftina „Hvernig framleiðum við meiri og betri mat?“ Sagði hann að matvæla framleiðslan í heiminum stæði frammi fyrir tröllvöxnum áskorunum sem við gætum lagt okkar af mörkum til að mæta. Þær áskoranir þyrfti að takast á við með sjálfbærum hætti. „Ef við horfum út fyrir heimsbyggðina er okkur stöðugt að fjölga. Okkur fjölgar gróflega séð um 250 þúsund á dag. Þannig eru 250 þúsund fleiri einstaklingar í mat í kvöld en voru í gærkvöldi. Það er alveg ljóst að til að fæða þennan hóp þarf mjög virka og vel skipulagða matvælaframleiðslu. Þessi fólksfjölgun mun samkvæmt spám halda áfram út þessa öld ef ekkert óvænt kemur upp á. Í ofanálag eru stöðugt fleiri sem hafa meira milli handanna og hafa þar af leiðandi efni á að neyta matar ofar úr fæðukeðjunni, sem er jafnan það sem við gerum ef við getum. Menn hætta að borða hrísgrjón og fara frekar að borða kjúklinga.“ Benti Daði á að spár gerðu ráð fyrir því að matvælaframleiðslan myndi þurfa að tvöfaldast fram á miðja öldina til að mæta þessum áskorunum og að matvælaverð myndi fara hækkandi. Þurfum að taka miklu meira land til ræktunar „Ljóst er að ef okkur á að takast þetta, sem ég tel að vísu að sé fyllilega mögulegt, þá þurfum við að taka miklu meira svæði til ræktunar. Við þurfum miklu meiri rannsóknir, miklu meiri fjárfestingar í vísindastarfi sem hafa því miður legið niðri um alllangt skeið eða minnkað verulega. Við þurfum einnig að nýta alla þá tæknimöguleika sem okkur standa til boða. Við þurfum að nýta framleiðslumöguleikana til fullnustu.“ Daði sagði einnig að frá stríðslokum hefði raunverð matvæla í heiminum farið lækkandi. Það lækkunarferli hefði hinsvegar náð botni um síðustu aldamót og síðan hefði raunverð matvæla farið hækkandi. Þetta hefði gerst með nokkrum sveiflum en síðasti toppur hefði verið 2008. Nú virtist vera að nást annar toppur þar sem matvælaverð heimsins væri farið að rekast á auðlinda takmarkanir. Daði telur að íslensk matvælaframleiðsla eigi gríðar lega möguleika. Umhverfis landið séu ein gjöfulustu fiskimið heimsins og athyglisvert sé hversu sterk matvælaframleiðslan í heild sinni sé sem meginstoð í íslenska hagkerfinu. Þar sé þó verið að horfa á tvær mjög ólíkar greinar. Annars vegar sé mjög ábatasamur og samkeppnisfær sjávarútvegur á meðan landbúnaðurinn hafi þróast út í að vera fremur óarðbær með mjög takmarkaða samkeppnisfærni. Skýringuna á slakri stöðu land- búnaðarins telur Daði vera slök ytri skilyrði og ýmis innri vandamál sem hafi fengið að þróast of lengi með neikvæðum hætti. Framleiðslumöguleikarnir eru gríðarlegir Varðandi aukna framleiðslumögu- leika í landbúnaði sagði Daði það nánast eingöngu tæknilega spurn- ingu. „Framleiðslumöguleikarnir þar eru gríðarlegir. Ísland er mjög stórt þó það sé ekki mjög frjósamt. Það væri hægt að framleiða miklu meira.“ Benti Daði á að tölur sýndu hvað lítið væri í raun nýtt af framræstu votlendi til matvælaframleiðslu. Vandamálið í þessari grein væri hinsvegar sam- keppnisfærni. Lykilvandamálið liggur í stuðningnum „Ég held að lykilvandamálið liggi í raun og veru í stuðningnum. Fyrirkomulagi styrkja í land búnaði. Styrkjakerfið þarf að hvetja til nýsköpunar og hvetja til arðsem- isþróunar frekar en stöðnunar eins og það hefur gert. Það þarf að horfa til annarra leiða í stuðningi. Ekki hætta honum, heldur breyta fyrir- komulaginu, t.d. að huga meira að fjárfestingastyrkjum til nýsköpunar. Styrkja landnýtingu til matvæla- framleiðslu óháð því hver lokaaf- urðin er, frekar en að binda hendur og sköpunarkraft bænda í ákveðna framleiðslu. Skilyrtur stuðningur við sjálfbærar framleiðsluaðferðir held ég að sé algjörlega eðlileg og sjálfsögð krafa ef styrkja á atvinnu- grein. Síðan þarf að auka rannsóknir og vísindastarf, sem hefur sýnt sig að skila miklum árangri. Núverandi landbúnaðarkerfi leggur megináherslu á sauðfjár- og nautgriparækt. Ég get haldið langt erindi til að rökstyðja hvers vegna þetta fyrirkomulag, sem við höfum valið sérstaklega í mjólkurframleiðslunni, takmarkar nýbreytni, dregur úr hagræðingu frekar en að stuðla að henni og stuðlar ekki að betri afkomu til lengri tíma. Raunverulega get ég fært fyrir því rök að yngri bændur í dag séu ekkert betur settir en ef þeir nytu engra ríkisstyrkja. Það getur ekki verið gott fyrirkomulag sem endar þannig. Við þurfum því að skilgreina nýja stefnu fyrir land- búnaðinn til lengri tíma með það að markmiði að hann geti tekist á við þær áskoranir sem heimurinn í heild sinni þarf að takast á við á komandi áratugum.“ Fjölbreytni mikilvæg Daði ræddi síðan um hvernig ætti að búa til betri matvæli en gert er í dag. Þar ætti að horfa til þess að neyt- endur sæktust eftir fjölbreytni en ekki mat í stöðluðu formi. Opinber verðlagning og viðskiptahindranir og hindranir á upplýsingaflæði á matvörumarkaði væru til bölvunar í slíkri þróun. „Ég held að markaðstækifæri fyrir íslenska matvöru séu gríðarleg þegar upp er staðið. Í fyrsta lagi held ég að samspil við ferðaþjónustuna skipti þarna mjög miklu máli. Til að nýta þau tækifæri þarf að miðla upplýsingum. Upplýsingar um hvað ferðamaðurinn vill þurfa að berast til bóndans.“ /HKr. Myndir / HKr. M AT VÆL ALANDIÐ ÍSLAND FJÁRSJÓÐUR FRAMTÍÐAR Hagsmunaaðilar og fyrirtæki í matvælaframleiðslu tóku höndum saman og héldu ráðstefnu um Matvælalandið Ísland á Hótel Sögu þriðjudaginn 6. nóvember síðastliðinn. Þar var spurt hvernig auka ætti verðmætasköpun og nýta þær matarauðlindir sem landið býr yfir. Eftir fjölbreytt erindi úr ýmsum áttum var niðurstaða fundarins sú að fjölmörg tækifæri lægju í aukinni framleiðslu og sölu á íslenskum mat og tengdri þjónustu. Húsfyllir var á ráðstefnunni, en erindin eru öll aðgengileg á myndböndum á vefnum bondi.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.