Bændablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 4
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. nóvember 20124 „Það er alveg ljóst að þetta er ekki besta árið í búskapnum,“ segir Sigurgeir Hreinsson, bóndi á Hríshóli í Eyjafjarðarsveit og formaður Búnaðarsambands Eyja fjarðar. Vonskuveður undan- farið hefur leikið bændur og búalið grátt og var vart á bætandi eftir þurrkasumar og almennt fremur rýran heyfeng. „Við búum á Íslandi og vitum að það eru ekki öll ár eins. Við nýtum okkur kosti landsins þegar vel árar og þurfum að sama skapi að takast á við erfiðleikana sem ævinlega koma upp með reglulegu millibili, m.a. vegna veðurfars.“ Sigurgeir segir að bændur sjái sjálfir um að moka snjó af heim- reiðum og halda hlaðinu heima við bæinn hreinu, þannig að í nógu hafi verið að snúast við snjómokstur. „Ég hef alltaf sagt að það sé mjög óarðbært starf að moka snjó fyrir sjálfan sig, það er mikil fyrirhöfn og aukakostnaður og vinna, en því þarf að sinna engu að síður og vissulega sjá menn þúsundkallana fjúka. Það eru ekki bara sveitarfélögin í þéttbýlinu sem þurfa að eyða miklu fé í snjómokstur,“ segir Sigurgeir. Kemur niður á ullargæðum og þar með verðinu til bænda Veðrið í nóvember, einkum tvær undanfarnar helgar, hefur verið einkar slæmt og gert að verkum að skepnur eru almennt á húsi. Sauðfjárbændur rýja fé sitt yfirleitt í nóvember og segir Sigurgeir að best sé þegar hægt sé að hafa fé á beit úti og taka það jöfnum höndum inn til rúnings. Því hafi ekki verið að heilsa nú, allt fé sé inni og það komi niður á gæðum ullarinnar og þar með því verði sem bændur fái fyrir ullina. „Hún á það til að skemmast í inniverunni, er ekki eins góð og ef kindurnar eru úti, og það þýðir að bændur fá ekki jafnhátt verð fyrir ullina. Auðvitað vonuðust menn til að geta beitt lengur úti fram á haustið, en því miður er árferðið þannig að taka þurfti snemma inn, sem aftur hefur í för með sér að gjafatími er lengri með tilheyrandi auknum kostnaði,“ segir Sigurgeir. Heyfengur var fremur rýr enda áberandi miklir þurrkar ríkjandi á liðnu sumri og segir Sigurgeir að flestir bændur séu tæpir með hey, fáir aflögufærir. Lengri gjafatími bæti því ekki ástandið. Ofan á bætist að grænfóður spilltist víða vegna veðurs og ágangs gæsa og álfta, sem lögðust á það í óveðrinu. Þá stórskemmdist túnbeit, og há sem víða var óslegin tapaði verulega fóðurgildi sínu og varð jafnvel að engu. Sem kunnugt er varð mikið tjón af völdum óveðurs í byrjun hausts, girðingar skemmdust eða eyðilögðust og þá varð mikið búfjártjón í hamfaraveðrinu. Kostnaður við fjárleitir í kjölfar veðursins er einnig afar mikill. /MÞÞ Fréttir Kristján Gunnarsson, mjólkur- eftirlitsmaður hjá MS-Akureyri, segir að óveður undanfarnar helgar hafi vissulega sett strik í reikninginn varðandi mjólkur- söfnun en sem betur fer hafi ekki þurft að hella niður mjólk. „Óveðurshelgin hin fyrri um mánaðamótin var okkur erfið og var ekki farið að safna mjólk fyrr en á laugardag í staðinn fyrir föstudagsmorgun, en við vorum framsýn að því leyti að við komum tveimur bílum austur fyrir Víkurskarð á fimmtudagskvöldinu og þeir gátu hafið söfnun austan heiðar seint á föstudag þó að skarðið væri lokað,“ segir Kristján. Að mestu var lokið við að safna mjólk á austur svæðinu á laugardeginum og sunnudagsmorgninum en Víkurskarð opnaðist ekki að nýju eftir óveðrið fyrr en síðdegis á sunnudag. „Þá komust bílarnir vestur yfir fullir af mjólk og með aftanívagna í stað þess að eiga allt austursvæðið eftir,“ segir hann. Söfnun vestan heiðar gekk svona upp og ofan að sögn Kristjáns og nær ekkert fyrr en seint á laugardag og var lokið á sunnudag. Ekki þurfti að hella niður mjólk vegna þessa en á sumum bæjum segir hann að gefið hafi verið leyfi til að dæla kældri mjólk úr heimilistanki í vel þvegin ílát til að bjarga málum. Aftur skall á vonskuveður um liðna helgi en Kristján segir að hún hafi ekki verið eins erfið þó að tafir hafi þá líka orðið á. Harðfylgi bílstjóranna skipti sköpum „Þetta voru erfiðar helgar fyrir bílstjórana og þeir unnu myrkrana á milli og eiga heiður skilinn fyrir að skila allri mjólk í samlag þrátt fyrir mannskaðaveður,“ segir Kristján og bætir við að eðlilega sé yfirtíð mikil þegar svona stendur á og kostnaður aukist. „En svona er Ísland og okkar markmið er að ná allri mjólk og firra þannig bændur frá skaða vegna niðurhellingar. Það tókst vegna harðfylgis bílstjóranna okkar og er það vel,“ segir Kristján, sem jafnframt vonar að óveðurshelgar í líkingu við tvær síðastliðnar helgar verði undantekning. /MÞÞ Óveðurshelgar hafa sett strik í mjólkursöfnun fyrir norðan: Mjólkurbílstjórar unnu myrkranna á milli og náðu að skila allri mjólk í samlag Uppfærsla á gagnagrunni: Truflanir verða á tölvukerfi BÍ Vegna uppfærslu á Oracle- gagnagrunni Bændasamtaka Íslands verður truflun á aðgengi að tölvu kerfi samtakanna á morgun. Vegna þessa munu öll tölvukerfi BÍ liggja niðri í um sólarhring frá klukkan 17.00 á föstudeginum 16. nóvember. Áætlað er að þeirri vinnu verði lokið milli kl. 15.00 og 17.00 á laugardeginum 17. nóvember. Vonast er til að notendur verði ekki fyrir miklum truflunum af þessum sökum. Tölvudeild Bændasamtaka Íslands. Hrútaskráin 2012,2013 er komin út og var henni dreift á netinu í síðustu viku. Prentaða útgáfan er á leið til bænda. Líkt og undanfarin ár verður útgáfu Hrútaskrárinnar fylgt eftir með fundum um allt land, þar sem hrútakostur sæðingastöðvanna verður kynntur. Eyjólfur Ingvi Bjarnason, ráðunautur BÍ , mun mæta á alla fundina auk sauðfjárræktarráðunauta á hverju svæði. Á fundunum verður ýmsum viðbótarupplýsingum um hrútakostinn komið á framfæri og farið verður yfir framkvæmd sæðingastarfsins á hverju svæði auk almennrar umfjöllunar um ræktunarstarfið. Hér að neðan er að finna yfirlit yfir hvar og hvenær fundirnir fara fram. Allt áhugafólk um sauðfjárrækt er hvatt til að mæta á fundina. Tímasetningar fundanna eru eftirfarandi: Fimmtudagur 15. nóvember Fimmtudagur 15. nóvember Grunnskólinn Reykhólum Föstudagur 16. nóvember Mánudagur 19. nóvember Þriðjudagur 20. nóvember Sjálfstæðissalurinn Blönduósi kl. 16.00 Þriðjudagur 20. nóvember Reiðhöllin Svaðastöðum, Sauðárkróki, kl. 20.00 Miðvikudagur 21. nóvember Hótel Smyrlabjörg, Suðursveit, Miðvikudagur 21. nóvember Hótel Klaustur, Kirkjubæjar- klaustri, kl. 20.00 Fimmtudagur 22. nóvember Hótel Hvolsvöllur, Hvolsvelli, Fimmtudagur 22. nóvember Félagsheimilið Þingborg kl. 20.00 Föstudagur 23. nóvember Félagsheimilið Hlíðarbæ, Kræklingahlíð, kl. 20.00 Laugardagur 24. nóvember Félagsheimilið Ýdalir, Aðaldal, Laugardagur 24. nóvember kl. 20.00 Mánudagur 26. nóvember Félagsheimilið Dalabúð, Búðardal, kl. 20.00 Þriðjudagur 27. nóvember Hótel Hérað, Egilsstöðum, Miðvikudagur 28. nóvember (staðsetning auglýst síðar) Miðvikudagur 28. nóvember Fimmtudagur 29. nóvember Staðarborg í Breiðdal kl. 11.00 Allt áhugafólk um sauðfjárrækt er hvatt til að mæta á fundina. Sauðfjárræktarfundir á næsta leiti Í nóvember verður boðið upp á fræðslufundi um frjósemi og ræktun víða um land. Á fundunum verður farið yfir helstu niðurstöður nýs kynbótamats í nautgriparækt og þann nautakost sem í boði er í vetur. Einnig verður farið yfir frjósemi nautgrip og þá þætti sem hafa áhrif á árangur sæðinga og frjósemi á búinu, s.s aðstöðu til sæðinga, fóðrun, beiðslisgreiningar og fleira. Farið verður sérstaklega yfir mikilvægi góðrar frjósemi fyrir sjáfbært ræktunarstarf, sem og afkomu búsins og hvernig nýta má kosti NorFor-fóðuráætlanagerðar til að bæta frjósemi á búinu. Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir og Berglind Ósk Óðinsdóttir munu sjá um erindi og að leggja fram efni á fundunum. Fyrsti fundurinn verður mánu- daginn 19. nóvember, skipulag fundanna verður eftirfarandi en nánari upplýsingar verða auglýstar nánar á hverju svæði fyrir sig. Mánudagur 19. nóvember Skaftafellssýslur Þriðjudagur 20. nóvember kl. 12 Rangárvallasýsla Fimmtudagur 22. nóvember kl. 12 Dalir Föstudagur 23. nóvember kl. 12. Húnavatnssýslur báðar Mánudagur 26. nóvember kl. 12 Eyjafjörður Þriðjudagur 27. nóvember kl.12 S-Þingeyjarsýsla Miðvikudagur 28. nóvember kl. 12 Árnessýsla Fimmtudagur 29. nóvember kl. 12 Borgarfjörður Föstudagur 30. nóvember kl. 12 Skagafjörður Þriðjudagur 4. desember kl. 12 Austurland Fimmtudagur 6. desember kl. 11 Snæfellsnes Nautgriprækt: Fræðslufundir um frjósemi og ræktun Þorgeir Halldórsson, mjólkurbíl- stjóri hjá MS Akureyri, hefur staðið í ströngu eins og aðrir bílstjórar hjá fyrirtækinu, en óveður síðastliðnar á svæðinu. Hér er Þorgeir að taka síðustu helgi. Ekki besta árið í búskapnum segir formaður Búnaðarsambands Eyjafjarðar: Nýtum okkur kosti landsins þegar vel árar en þurfum líka að takast á við erfiðleikana Kindurnar á Núpum í Aðaldal að viðra sig. Nú er algerlega jarðlaust fyrir sauðfé og má búast við að gjafatími sauðfjár verði allt að mánuði lengri í vetur en í fyrra. Þá var mjög góð tíð í nóvember og kindur úti á beit á sumum bæjum langt fram eftir mánuðinum. Mynd / Atli Vigfússon Mynd / Benjamín Baldursson Sigurgeir á Hríshóli segir afar óarðbært starf að moka snjó fyrir sjálfan sig, því fylgi kostnaður og hreinsa heimreiðar og hlöð við bæi sína.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.