Bændablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 56

Bændablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 56
57Bændablaðið | Fimmtudagur 15. nóvember 2012 Sundlaugin Laugaskarði er svoköll- uð gegnumrennslislaug, hituð upp með jarðgufu, sem tryggir eðlilegt sýrustig og hreinleika vatnsins. Laugin er í skjólsælli hvilft sem veit gegn suðri, norðan Varmár við veg- inn að Garðyrkjuskóla ríkisins að Reykjum í Ölfusi. Við laugina eru tveir heitir pottar, gufubað, líkams- ræktaraðstaða og stökkbretti. Um 75 þúsund manns sóttu sundlaugina heim árið 2011. Sundlaugarbygging var eitt af fyrstu verkefnum Ungmennafélags Ölfusinga eftir stofnun 1935. Árið 1936 kom Lárus J. Rist sund kennari frá Akureyri til Hveragerðis. Lárus hafði um árabil unnið við sund kennslu á Akureyri og 6. janúar 1907 vann hann það afrek að synda yfir Eyja- fjörð. Lárus gekk í Ungmennafélag Ölfusinga og varð fljótlega mikil- virkur í félagsstarfinu. Hann var stór- huga og setti sér það markmið að í Hveragerði skyldi byggð vegleg sund- laug, stærsta sund laug landsins. Lárus tók forystu í sundlaugar nefnd og valdi sundlauginni stað í gilinu fyrir ofan Varmá og fyrir neðan gróðurskálana á Reykjum. Þar seytlaði volgur lækur milli grasigróinna bakka og hjálpaði hann til að grafið var fyrir lauginni á þessum stað. Árið 1938 var vatni hleypt í sundlaugina sem var 12 x 25 m. Menn héldu áfram uppbygg- ingu og árið 1945 var komin 50 m löng sundlaug með steyptum botni og var þá lengsta sundlaug landsins. Búningsklefar voru fyrir 30-40 manns og áföst íbúð fyrir litla fjölskyldu. Árið 1946 lét Lárus af störfum fyrir aldurs sakir og ungur íþrótta- kennari, Hjörtur Jóhannsson frá Núpum, var settur kennari við skólana í Hveragerði og Garðyrkjuskólann á Reykjum. Hann var þá nýútskrif- aður frá Íþróttakennaraskóla Íslands á Laugarvatni. Hjörtur settist að í Laugaskarði og tók við forstöðu stað- arins og sundkennslu. Hann hélt áfram uppbyggingu staðarins ásamt konu sinni Margréti Þorsteinsdóttur. Alla tíð voru þau hjónin vakin og sofin yfir hag laugarinnar. Fyrirhyggja og fram- sýni einkenndi störf þeirra og mikill metnaður fyrir fögru umhverfi og nýbyggingum í Laugaskarði. Hjörtur gegndi starfi forstöðumanns frá 1946 til dauðadags árið 1985. Nýframkvæmdir og breytingar við sundlaugina hafa verið fjölmargar: 1949 – miklar endurbætur vegna landsmóts UMFÍ 1955 – nýbygging búningsklefa 1963 – nýtt sundlaugarhús 1977 – heilsurækt tekin í notkun 1984 – sundlaugarbotn lagfærður 1985 – sjúkraþjálfunarstöð opnuð 1987 – nýbygging með náttúru- legu gufubaði Sundlaugin í Laugaskarði er opin frá 7.00-20.30 á virkum dögum nema á föstudögum en þá er lokað klukkan 17.30. Um helgar er laugin opin frá 10.00-17.30. Frekari upplýsingar má nálgast með því að hringja í síma 483-4113 eða með því að senda póst á netfangið laugaskard@hveragerdi.is. Sundlaugin Laugaskarði, Hveragerði Laugar landsins Söfnunarstaður Flutningsaðili Sími Ullarpokar fást hjá Sími Mosfellsbær Ístex hf. Völuteig 6. 566-6300 Ístex hf. Völuteig 6. 566-6300 Borgarnes Magnús Kristjánsson 434-1205 KB. Búrekstrardeild 430-5500 Snæfellsnes Velverk. Ystu Görðum 894-7257 Ragnar og Ásgeir Grundarfirði 430-8100 Búðardalur KM þjónustan Búðardal 434-1611 KM þjónustan Búðardal 434-1611 Saurbær KM þjónustan Búðardal 434-1611 KM þjónustan Búðardal 434-1611 Króksfjarðarnes KM þjónustan Búðardal 434-1611 KM þjónustan Búðardal 434-1611 Barðaströnd Barði Sveinsson / Nanna 456-2019 Barði Sveinsson Innri-Múla 456-2019 Þingeyri Akstur og löndun ehf 897-6733 Neðri Hjarðardalur 456-8137 Flateyri Akstur og löndun ehf 897-6733 Akstur og löndun ehf 897-6733 Ísafjarðardjúp Akstur og löndun ehf 897-6733 Akstur og löndun ehf 897-6733 Hólmavík Strandafrakt 892-4646 Strandafrakt. 892-4646 Bitrufjörður Strandafrakt 892-4646 Strandafrakt. 892-4646 Borðeyri Strandafrakt 892-4646 Þórarinn Ólafsson, Bæ 1 894-9468 Hvammstangi Ullarþvottastöð 483-4290 Kaupfélag V-Hún, pakkhús 455-2325 Blönduós Ullarþvottastöð 483-4290 Vörumiðlun á Blönduósi 455-6600 Sauðárkrókur Ullarþvottastöð 483-4290 Kaupfélag Skagfirðinga, Verslunin Eyri. 455-4610 Akureyri Rúnar Jóhannsson 847-6616 Bústólpi Oddeyrargötu 460-3350 Húsavík Rúnar Jóhannsson 847-6616 Úddi Fóðurvöruverslun. Trausti 464-3450 Mývatn Rúnar Jóhannsson 847-6616 Úddi Fóðurvöruverslun. Trausti 464-3450 Kópasker Vökvaþjónusta Eyþórs 893-1277 Vökvaþjónusta Eyþórs, Kópaskeri 893-1277 Þórshöfn Vökvaþjónusta Eyþórs 893-1277 Vökvaþjónusta Eyþórs, Kópaskeri 893-1277 Vopnafjörður Vökvaþjónusta Eyþórs 893-1277 Vökvaþjónusta Eyþórs, Kópaskeri 893-1277 Egilsstaðir Baldur Grétarsson 861-1961 Fóðurblandan, Egilsstöðum 570-9860 Höfn Sigurður Rúnar Magnússon 848-4505 KASK Höfn Hornafirði 470-8222 Kirkjubæjarklaustur Sigurður Rúnar Magnússon 848-4505 N1 - Kirkjubæjarklaustri 487-4628 Vík Sigurður Rúnar Magnússon 848-4505 Klakkur verslun 487-1223 Hvolsvöllur Þórður Jónsson 893-2932 Þórður Jónsson 893-2932 Flúðir Þórður Jónsson 893-2932 Flúðaleið 486-1070 Selfoss Þórður Jónsson 893-2932 Fóðurblandan 482-3767 Móttökustaðir fyrir ull og afhending umbúða Út er komin bókin „Gísli á Uppsölum“ eftir Ingibjörgu Reynisdóttur. Gísli Oktavíus Gíslason á Uppsölum bjó einn á bæ sínum í Selárdal í Arnarfirði. Hann hafði hvorki rafmagn né rennandi vatn og enga hitaveitu af neinu tagi. Á veturna sat hann aleinn í niða- myrkri heilu sólarhringana, kapp- klæddur til að reyna að halda frá sér nístandi kuldanum. Þegar verstu óveður gengu yfir þurfti hann að skríða til gegninga. Oft liðu margir mánuðir án þess að hann talaði við nokkurn mann. En Gísli var líka hugsandi maður, skrifaði um líf sitt og skoðanir og orti ágæt kvæði. Gísli varð landsfrægur þegar Ómar Ragnarsson gerði sjónvarps- þátt um ævi hans árið 1981. Fólk sat agndofa við skjáinn og trúði því varla að svona gæti nokkur maður lifað á 20. öld. Margir hrifust af nægjusemi Gísla og æðruleysi hans. En á bak við myndina af hinum sérlundaða og heimspekilega ein- setumanni lágu einnig aðrir þræðir frá gleymdum tíma. Í fortíð Gísla leyndust bæði grimmilegt einelti og brostnir draumar um ástir og hamingju. Ingibjörg Reynisdóttir hefur skrifað hina hrífandi sögu um Gísla á Uppsölum þannig að allir geta notið. Þetta er einlæg frásögn og stundum átakanleg, en einnig grípandi og skemmtileg. Bókin hefur þegar vakið mikla athygli, enda geymir hún skýra og fallega og örlítið sorg- lega lexíu frá horfnum tíma, sem þó er sígild: Að okkur ber að gæta okkar minnstu bræðra. Saga Gísla á Uppsölum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.