Bændablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 33

Bændablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 33
34 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. nóvember 2012 $         !"#***'%' + % 5 64  7 )  0633   , ,    )   33 ' 2       3  , 4   6     3)  )6   5 3  )'2    %  3   ) . 0 ' ' !      skerpir alla hnífa, axir, sláttuvélablöð, skóflur. Dreifing: WORKSHARP HNÍFABRÝNIÐ Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Eitt Nýja-Sjáland á ári! – Af ársfundi alþjóðasamtaka mjólkuriðnaðarins IDF í Höfðaborg 4. til 8. nóvember Dagana 4. til 8. nóvember sl. var árleg ráðstefna alþjóðasamtaka mjólkuriðnaðarins, International Dairy Federation, haldin í Höfða- borg í Suður-Afríku. Ráðstefnuna, sem ber heitið World Dairy Summit, sóttu um 1.200 fulltrúar kúabænda og fyrirtækja í mjólkuriðnaði og tengdum greinum frá öllum heims hornum. Var hún haldin í glæsilegri ráðstefnumiðstöð, Cape Town International Convention Centre, og var aðbúnaður allur sem og skipulagning til mikillar fyrirmyndar. Að þessu sinni sóttu þrír Íslendingar ráðstefnuna; Bjarni Ragnar Brynjólfsson, skrifstofustjóri SAM, Jón Axel Pétursson, fram- kvæmda stjóri sölu- og markaðs sviðs MS, og Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Lands sambands kúabænda. Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði eru aðildarfélag IDF. 20 milljarða lítra aukning Árið 2011 var hagstætt til mjólkurframleiðslu á heimsvísu. Framleiðslan varð alls 749 milljónir tonna, aukning um 2,5%. Neysla mjólkurafurða jókst um rúmlega 1 kg frá fyrra ári og er 107 kg. Ísland, Finnland, Bretlandseyjar og Ástralía eru í sérflokki hvað varðar neyslu á mjólkurafurðum, yfir 300 kg á mann á ári. Neysla víða í Afríku og Asíu er innan við fimmtungur þessa en eykst mjög hratt. Til að halda í við árlega neysluaukningu, sem er að mestu til- komin vegna aukins kaupmáttar íbúa í nýmarkaðsríkjum Suður-Ameríku og Suðaustur-Asíu, þarf að bæta við framleiðsluna sem nemur allri mjólkurframleiðslu Nýja-Sjálands. Á hverju einasta ári. Slíkt er ekkert áhlaupaverk. Heimsmarkaðsverð hátt – aðfangaverð einnig Allar líkur standa til að heims- markaðs verð mjólkurafurða verði hátt næsta áratuginn, því er t.d. spáð að smjörverð hækki um þriðjung fram til 2020. Það sem ræður heimsmarkaðsverði á hverjum tíma er jaðarkostnaður við þá framleiðslu sem þarf að bæta við árlega, 20 milljarðar lítra. Um þessar mundir er sá kostnaður tæplega 50 kr./l. Sú staðreynd að litlar sem engar opinberar birgðir mjólkurafurða eru lengur til hefur aukið mjög á verðsveiflur á þessum markaði. Þær sveiflur hafa aukið áhuga vogunarsjóða á því að spila með þessar vörur. Hækkanir á fóðurverði undanfarin misseri eru farin að hafa talsverð áhrif á mjólkurframleiðsluna, sérstaklega í hinum vestræna heimi. Litlar líkur eru taldar á því að þær hækkanir gangi til baka á næstunni og óvíst er hversu miklu af kostnaðarhækkunum er hægt að velta út í verðlag afurðanna. Leitinni að leiðum að bættum rekstri er því engan veginn lokið. Mjólkuriðnaður í frumframleiðslu Mikil gerjun er í rekstrarformi og eignarhaldi kúabúanna þessi misserin. Mjólkuriðnaðurinn, sérstaklega í þeim löndum þar sem vöxturinn er mestur, fjárfestir í auknum mæli í frumframleiðslunni sjálfri. Ástæða þessa er að vinnslufyrirtækin vilja stjórna framboðinu og tryggja gæði hrámjólkur, sem víða er ábótavant. Dæmi um þetta er OLAM, stærsta mjólkursamlag Indónesíu, sem nýlega keypti öll hlutabréf í New Zealand Farming Systems Uruguay, sem rekur nokkur kúabú í Úrúgvæ, með alls 72.000 kýr. Annað dæmi er kínverska samlagið Mengniu, sem hyggst fjárfesta í mjólkurframleiðslu fyrir 60-70 milljarða í Innri-Mongólíu í Kína á næstu þremur árum til að koma upp 8-12 risavöxnum kúabúum. Í kjölfarið hyggst fyrirtækið hætta að sækja mjólk til smærri framleiðenda á svæðinu. Þá eykst stærð einstakra vinnslustöðva mjög hratt. Arla Foods UK er að reisa mjólkur pökkunarstöð í nágrenni London með vinnslugetu upp á einn milljarð lítra árlega. Bú í duftvinnslu hafa vinnslugetu upp á 200 þúsund tonn á ári, og ostabú eru ekki byggð fyrir minna en 100 þúsund tonn. Vatn er olía 21. aldarinnar Á ráðstefnunni var mjög mikil umfjöllun um vatnsmálin og áhrif mjólkurframleiðslunnar á vatns- búskap. Það er ekki að undra, enda er landbúnaður langstærsti notandi ferskvatns á jörðinni og talið er að um 800-1.000 lítra af vatni þurfi til að framleiða einn lítra af mjólk. Ef svo fer fram sem horfir í aukinni eftirspurn matvæla verður eftirspurn eftir vatni 60% meiri en framboðið eftir 18 ár, árið 2030. Við því þarf að bregðast nú þegar. Talsmaður Nestlé, fjórða stærsta mjólkursamlags veraldar, kynnti áform félagsins um „vatnslaust“ mjólkursamlag, „Zer-eau“, sem nýtir sér þá staðreynd að mjólk er 88% vatn. Vinnslan þar verður með þeim hætti að ekki verður þörf á aðkeyptu vatni. Þá vekur það athygli að veru- legur hluti af mjólkurframleiðslu heimsbyggðarinnar fer fram á svæðum þar sem vatn er af skorn- um skammti. Í því hljóta að felast tækifæri fyrir þjóð sem státar af mestu ferskvatnsbirgðum á íbúa í veröldinni. Undir lok ráðstefnunnar gafst tækifæri til að heimsækja Welgegund-búið í nágrenni Höfðaborgar. Það var í eigu fimm bræðra og var búskapurinn afar fjölbreyttur; 1.500 Holstein- mjólkurkýr og 2.500 ha akuryrkja (hveiti á veturna og maís á sumrin), ásamt 120 ha vínrækt. Einnig átti fjölskyldan mjólkursamlagið Fair Cape, sem framleiddi drykkjarmjólk og jógúrt. Fleiri atriði þessarar áhugaverðu ráðstefnu verða tekin til umfjöllunar í næstu tölublöðum Bændablaðsins. /BHB Welgegund-býlið í Suður-Afríku. Mynd / BHB Baldur Helgi Benjamínsson í fjósinu á Welgegund-býlinu. Kýr á 64 kúa hringekju-mjaltaróbot á Welgegund-býlinu. Frátaka í Fair Cape. Landgræðsla ríkisins Auglýsing um styrki úr Landbótasjóði Landgræðslunnar árið 2013 Landgræðsla ríkisins auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr Landbótasjóði Landgræðslunnar, en sjóðurinn úthlutar árlega styrkjum til margvíslegra landbótaverkefna til bænda og annarra land- eigenda, sveitarfélaga, félagasamtaka og annarra umráðahafa lands. Við ákvörðun um styrkveitingar er m.a. lögð áhersla á: Við mat á umsóknum er ennfremur tekið tillit til þess hvort gerð hafi verið landgræðslu- og landnýtingaráætlun til a.m.k. 3ja ára fyrir það svæði sem ætlunin er að vinna með. kostnaði þess að mati Landgræðslunnar. Landgræðslan veitir ráð- jafnframt eftirlit með framvindu þeirra og metur árangur. á skrifstofu Landgræðslunnar í Gunnarsholti. Umsóknarfrestur er til 10. desember nk. og umsóknir skal senda á netfangið land@land.is eða til Landgræðslu ríkisins, Gunnarsholti, 851 Hella. Landgræðsla ríkisins Gunnarsholti, 851 Hella Veffang www.land.is - Netfang land@land.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.