Bændablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 20
20 Bændablaðið | Fimmtudagur 15. nóvember 2012 Guðrún Helgadóttir, prófessor og deildarstjóri ferðamáladeildar Hólaskóla: „Ferðaþjónusta byggir á menningu í samtímanum og á náttúrunni“ Guðrún Helgadóttir, prófessor og deildarstjóri ferðamála- deildar Hólaskóla, hefur starfað við deildina í áratug við kennslu og rannsóknir, meðal annars á hestaferðaþjónustu og íslenskum minjagripum þar sem hún leggur áherslu á íslensku lopapeysuna. Hér ræðir hún við blaðamann um grunngreinar ferðamálanámsins, menningartengda ferðaþjónustu, íslenska hestinn og fleira. Við ferðamáladeildina eru um 190 nemendur innritaðir, flestir í þriggja ára námi til BA-gráðu í ferðamála fræði en einnig í eins vetrar diplóma námi í viðburðastjórnun og 12 mánaða diplóma í ferðamála- fræðum. „Mastersnámið er að verða mikilvægara því á næstu árum munu framhaldsskólar fara að bjóða upp á ferðamálafræðinám og þá vantar kennara með meiri sérhæfingu í greininni. Framhaldsskólarnir hafa nú meira svigrúm til að marka sér sérstöðu varðandi námsval og þar sem ferðaþjónusta er ört vaxandi atvinnugrein á Íslandi verður námið sífellt mikilvægara,“ útskýrir Guðrún. Sérhæfing í ferðamálum „Ferðamáladeildin er stærsta deildin hér á Hólum og við bjóðum blandað nám, það er bæði staðnám og lotubundið fjarnám. Það er vinsælt að sameina fjarnám og vinnu, sérstaklega hjá þeim sem starfa í ferðaþjónustunni þar sem námið nýtist náttúrlega beint í vinnunni. Aldursbilið er mjög breitt, allt frá nýútskrifuðum nemum úr framhalds skólum til aðila úr ferðaþjónustugeiranum sem eiga jafnvel fyrirtæki innan greinarinnar. Það er mikilvægt að hafa fjölbreytni í kennsluháttum til að undirbúa fólk fyrir hina ólíku þætti greinarinnar.“ Námskeiðin fjalla um ólík svið ferðamennsku og ferðaþjónustu, eins og Matur og menning, Vöruþróun og nýsköpun og Náttúrutengd ferðaþjónusta sem dæmi. „Í viðskiptagreinum erum við til dæmis með Áætlanagerð og rekstrargreiningu og Stjórnun og þjónustumarkaðsfræði. Við leggjum líka áherslu á gestamóttöku og gestrisnihugtakið en það eru ýmsir staðlar í kringum það og lög og reglugerðir sem því fylgja. Ferðamál eru svið í mótun og hraðri þróun. Við búum við þann lúxus að við erum sérstök deild en ekki undir til dæmis viðskiptadeild, tómstundafræði eða landfræði eins og tíðkast víða. Það þýðir að við getum einbeitt okkur meira að sérhæfingunni í ferðamálum,“ segir Guðrún. Þátttökusamfélag Árið 1996 var sett á fót diplómanám í ferðamálafræðum við Hólaskóla en því fylgja landvarðar- og staðarvarðarréttindi. Síðan hafa bæst við þrjár námsbrautir; BA-gráða, diplóma í viðburðastjórnun og mastersnám. „Mjög stór hluti okkar nemenda hefur starfað við ferðaþjónustu og fer aftur til starfa við það en fólk á ýmsum stigum starfsferilsins kemur hingað til náms. Viðburða stjórnunar- námið er ungt en mjög verkefna- miðað. Þar er fjölbreyttur hópur, fólk getur verið að vinna við ráðstefnur, hátíðir, í íþróttahreyfingunni, við tónlistarhátíðir, í félagsstarfi eins og í ferðafélagi eða Skátunum og svo mætti áfram telja. Þetta er mun breiðari hópur en virðist í fyrstu og það kom skemmtilega á óvart hvað það var mikil eftirspurn í þessa viðbót við námsvalið hér,“ útskýrir Guðrún og segir jafnframt; „Aðsókn hér hefur verið vaxandi og undanfarin þrjú ár höfum við komist að þolmörkum hvað nemendafjöldann varðar með óbreyttar rekstraraðstæður deildarinnar. Við búum náttúrlega vel að geta boðið nemendum að læra ferðamálafræði á ferðamálastað í miðri auðlindinni, þeirri menningu og náttúru sem er hér á Hólum. Þetta styður hvort annað, aðsókn ferðafólks hér og síðan námið. Fyrir nemendur sem eru náttúruunnendur og útivistarfólk eru það mikil lífsgæði að geta verið búsettir hér, en ekki síður fyrir þá sem hafa áhuga á sögu og menningu, þetta er þátttökusamfélag,“ segir Guðrún. Menningartengd ferðaþjónusta Þróun námsins helst nokkuð í hendur við áherslur og vöxt í greininni, eins og til dæmis menningartengda ferðaþjónustu. „Við sinntum námshóp frá Háskóla Íslands í fjarnámi í kringum árið 2000 og það spurðist fljótt út. Ég var menningarfulltrúi Byggðastofnunar í kringum Reykjavík menningarborg það sama ár og út úr því spratt þetta. Þá skapaðist umræða um tengsl ferðaþjónustu og menningar og varð þetta tískuorð á tímabili. Á þessum tíma spruttu upp söfn og setur um landið eins og Vesturfarasetrið, Síldarminjasafnið og Galdrasýningin á Ströndum. Á svipuðum tíma voru í deiglunni lagabreytingar og auknar fjárveitingar til meðal annars fornleifarannsókna, og menningarráð voru stofnuð á landsbyggðinni. Það varð mikil vitundarvakning á þessu sviði,“ segir Guðrún. Matur, áfangastaðir og menningararfur „Vægi rannsókna hefur aukist eftir að við fórum á háskólastig. Það er mjög mikilvægt að geta tengt kennsluna og það sem er að gerast í rannsóknum, það gerir nemendur færari um að móta framtíðarsýn og áætlanir um ferðamál. Áhersla okkar er fyrst og fremst á ferðaþjónustu í dreifbýli og við höfum til dæmis verið að rannsaka þróun áfangastaða, þar sem sérstaklega má nefna rannsóknir Guðrúnar Þóru Gunnarsdóttur á ímynd og uppbyggingu ferðamanna- staða. Þróunarstarf og rannsóknir fara oft saman í starfi okkar og stundum þróast verkefni yfir í langtíma rannsókn eins og verkefnið Matarkistan Skagafjörður, sem má segja að hafi orðið kveikjan að frekari rannsóknum Laufeyjar Haraldsdóttur á mat og menningu,“ segir Guðrún, sem hefur rannsakað þætti í hestaferðaþjónustu; „Við deildina eru einnig stundaðar rannsóknir á sviði hestaferðaþjónustu og hestamennsku sem atvinnugrein, en það er sérsvið Ingibjargar Sigurðardóttur. Við horfum á hestinn í ferðaþjónustunni og lítum að því hverju fólk sækist eftir. Hestaferðaþjónusta snýst ekki eingöngu um það að fara á bak, heldur liggur margt annað að baki, eins og sýningar, keppnir og fleira. Þetta er spennandi vettvangur meðfram öðru og vindur stöðugt upp á sig og má segja að áhugamálið sé að verða ævistarfið manns.“ Vöxtur og ábyrgð Guðrún hefur sjálf sinnt rannsóknum á íslensku lopapeysunni, sem er gott dæmi um það hvernig menningararfur verður til. „Íslenska lopapeysan er mun yngri en fólk heldur og hún er langvinsælasti minjagripurinn frá Íslandi. Hún fékk nýtt hlutverk í hruninu þar sem ákveðið afturhvarf varð til fortíðar og höfnun á því sem fólk kallaði „rugltímabil“ í íslensku þjóðlífi. Síðan vakna spurningar um hvort það megi hafa rennilás, gervigarn og gullþráð í henni, er hún þá ekki lengur þjóðleg? Lopapeysan er tákn um alþýðleikann og hún hjálpaði mörgum prjónakonum að komast yfir hrunið, því þeim fannst þær vera að gera eitthvað í málunum og það er ákveðið sjálfsmyndarmál.“ Guðrún leggur áherslu á að sjálfbærni ferðaþjónustunnar sé flókið mál. „Þjónusta í kringum ferðamenn er mjög vaxandi grein í íslensku samfélagi. Það er mikilvægt að mennta fólkið og gera það af ábyrgð. Við þurfum að spyrja okkur að því hvað sé á endanum sjálfbært fyrir landið og greinina og nú leggjum við mikla áherslu á vöruþróun og dýpkun á þjónustuhugtakinu. Margt annað þarf að koma til, við erum rétt að vakna til vitundar um þolmörk náttúrunnar gagnvart ferðamennsku, en við verðum líka að horfa á félagslega sjálfbærni, það er þolmörk samfélagsins, og síðast en ekki síst á efnahagslega sjálfbærni; að greinin skili samfélaginu og einstaklingunum arði. Ferðaþjónusta byggir á menningu í samtímanum og á náttúrunni, í rekstri hennar þarf að fara saman færni og ábyrgð. Viðskiptasiðferðið í greininni er að skila góðri vöru og þjónustu og þar er gestrisni, það er umhyggjan fyrir umhverfinu og fólkinu, mikilvægust.“ /ehg Guðrún Helgadóttir, prófessor og deildarstjóri ferðamáladeildar Hólaskóla, segir aðsókn að deildinni hafa aukist ár frá ári. Mynd / ehg Jón Geir Pétursson Skrifstofa landgæða: Jón Geir Pétursson skipaður Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skipað Jón Geir Pétursson, doktor í umhverfis- og auðlinda- stjórnun, skrifstofustjóra á skrifstofu landgæða í umhverfis- og auðlindaráðuneyti. Skipun Jóns Geirs er í samræmi við reglur nr. 393/2012 um ráðgefandi nefndir er meta hæfni umsækjenda um embætti við Stjórnarráð Íslands. Jón Geir var annar tveggja umsækjenda sem hæfnisnefnd taldi hæfasta til að sinna stöðunni úr hópi 25 umsækjenda. Jón Geir Pétursson er með grunnám í líffræði frá Háskóla Íslands, meistarapróf í skógfræði frá Sænska landbúnaðarháskólanum og doktorspróf í umhverfis- og þróunarfræði með sérhæfingu í umhverfis- og auðlindastjórnun. Jón Geir hefur starfað sem sérfræðingur á skrifstofu stefnu- mótunar og alþjóðamála í umhverfis ráðuneytinu frá 2008 og á skrifstofu landgæða í umhverfis- og auðlindaráðuneyti frá 1. september síðastliðnum. Fyrir þann tíma og meðfram starfi sínu í ráðuneytinu hefur hann sinnt háskólakennslu auk þess sem hann starfaði sem sérfræðingur hjá Skógræktarfélagi Íslands. Þá hefur Jón Geir gegnt ýmsum trúnaðar störfum fyrir hönd íslenskra stjórnvalda á innlendum og erlendum vettvangi sem tengjast verkefnum skrif stofunnar. Jón Geir er kvæntur Kristínu Lóu Ólafsdóttur og eiga þau þrjú börn. Hæfnisnefndina skipuðu Gylfi Dalmann Aðalsteins son, dósent við viðskiptafræði deild Háskóla Íslands, formaður, Anna Dóra Sæþórs dóttir, vara forseti líf- og umhverfisvísinda - deildar Háskóla Íslands, og Sif Guðjónsdóttir, lög fræðingur á löggjafar skrifstofu forsætis- ráðuneytisins.           
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.