Bændablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 15.11.2012, Blaðsíða 14
Bændablaðið | Fimmtudagur 15. nóvember 201214 Landshlutaverkefnin í skógrækt voru í byrjun september flutt undir umhverfis- og auðlindaráðuneyti í kjölfar breytinga í stjórnarráðinu. Nú á haustdögum hefur ráðherra heimsótt verkefnin til að kynna sér starfsemi þeirra. Undir lok október var komið að Norðurlands skógum, en þá heimsótti Svandís Svavarsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, starfsmenn NLS í Gömlu gróðrar- stöðinni á Akureyri. Henni til fylgdar voru þeir Jón Geir Pétursson sérfræðingur og Andrés Ingi Jónsson, aðstoðarmaður ráðherra. Starfsfólk og stjórn Norðurlands skóga kynnti stöðu verk efnisins í dag, hvernig vinnu- ferlið væri við gerð skógræktar - áætlana og það úttektar kerfi sem notað væri til að fylgjast með lifun í nýgróðursetningum. Gagnlegar umræður spunnust í kjölfarið um skipulagsmál og landnýtingu. Í kaffihlé var farið í göngu umhverfis Gömlu gróðrarstöðina og Hallgrímur Indriðason hjá Skógrækt ríkisins kynnti sögu hússins og svæðis ins ásamt hugmyndum um framtíðar skipulag þess. Heimsóknin tókst í alla staði vel og voru menn sammála um mikilvægi slíkra heimsókna þar sem tækifæri gefst til að ræða málin og skiptast á hugmyndum og skoðunum. /MÞÞ Umhverfisráðherra í heimsókn hjá Norðurlandsskógum Gestir og heimamenn í garði Gömlu gróðrarstöðvarinnar. Talið frá vin- stri: Andrés Ingi Jónsson, aðstoðarmaður ráðherra, Jón Geir Pétursson sérfræðingur, Valgerður Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Norðurlands skóga, Skógrækt ríkisins og Bergsveinn Þórsson hjá Norðurlandsskógum. Gluggar PVC Suðurlandsbraut 24, 2h. S. 533 4010 rek@rek.is Samgönguminjasafn Skagafjarðar hlaut 2,3 milljónir króna styrk frá Menningarráði Norðurlands vestra, sem úthlutaði á dögunum stofn- og rekstrarstyrkjum fyrir árið 2012. Alls fengu átta aðilar styrki að þessu sinni, samtals að upphæð 10,3 milljónir króna, en umsóknir bárust frá 17 aðilum og var óskað eftir rúmum 30 milljónum króna. Samgönguminjasafnið fékk hæsta styrkinn að þessu sinni, 2,3 milljónir króna, en Spákonuhof á Skagaströnd hlaut 2 milljónir, sem og Selasetur Íslands á Hvammstanga. Þá fékk Textílsetur Íslands á Blönduósi 1,5 milljónir króna og Kakalaskáli í Skagafirði 1 milljón. Þrjú verkefni hlutu 500 þúsund krónur; Grettistak ses í Húnaþingi vestra, Félag áhugamanna um uppbyggingu Riishúss á Borðeyri og Nes listamiðstöð á Skagaströnd. Menningarráð Norðurlands vestra skipa sveitarfélögin á Norðurlandi vestra, en á starfssvæði þessu eru sjö sveitarfélög; Akrahreppur, Blönduósbær, Húnaþing vestra, Húnavatnshreppur, Sveitarfélagið Skagaströnd, Skagabyggð og Sveitarfélagið Skagafjörður. Fram kemur á heimasíðu Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra að Menningarráð sé samstarfsvettvangur sveitarfélaga á Norðurlandi vestra fyrir menningarmál og hafi meðal annars það hlutverk að standa fyrir öflugu þróunarstarfi í menningarmálum, úthluta fjármagni til menningarverkefna á Norðurlandi vestra samkvæmt ákvæðum samningsins og hafa eftirlit með framkvæmd hans. Samgönguminjasafnið fékk hæsta styrkinn Farið verður yfir allar bótakröfur Síðastliðinn föstudag opnaði félagsskapurinn Beint frá býli markað í Borgarnesi með yfir- skriftinni Beint frá býli – Matur & handverk. Markaðurinn verð- ur opinn í vetur; á föstudögum frá 13 til 19 og á laugardögum frá 12 til 16. Í desember er fyrirhugað að hafa einnig opið á sunnudög- um frá 12 til 16. Markaðurinn er til húsa á Brúartorgi – við hliðina á Framköllunarþjónustunni. Rósa Hlín Sigfúsdóttir, handverks kona í Borgarnesi með meiru, er í hópi þeirra sem standa að markaðnum. „Við höfum fengið frábærar viðtökur. Mjög margir komu fyrstu helgina og versluðu við okkur og við fundum fyrir mikilli jákvæðni gagn vart þessu. Það er greinilegt á við brögðunum að svona markað hefur vantað í okkar byggðarlag. Við erum tíu sem stöndum að þessu og komum úr ýmsum áttum. Nokkrir eru í félaginu Beint frá býli, enda er helmingurinn af þessum tíu úr sveitunum hér í kring. Við leigjum líka út pláss gegn vægu gjaldi og gefum þannig fleirum kost á að slást í hópinn.“ Heklaðar nýburahúfur og broddur Rósa segir að á markaðnum kenni ýmissa grasa. „Fyrstu helgina var æði margt í boði, bæði af handverki og eins af matvöru: Af handverki voru til að mynda margar tegundir af tækifæris kortum, heklaðar seríur, heklaðir skartgripir, kerti, útsaumað handklæði, heklaðar nýburahúfur, ýmsar glervörur, silfurskart og skart úr hraunmolum, glervörur, munn- þurrkutöskur, glerlampar með lopapeysumunstri, mikið úrval af lopavörum, bæði venjulegum og þæfðum, eins og t.d. sokkar, vett- lingar, bjórvettlingar, húfur, barm- merki, lyklakippur, sápupokar, vín- flöskupokar, hitaplattar, töskur og margt fleira. Af matvöru má nefna úrval af nautakjöti, ostar, skyr, broddur, ís, sultur, marineruð síld, þurrkaðir sveppir, hvítlauksduft og sleikjóar. Þá var þarna að finna smyrsli og tinktúrur.“ Auk Rósu Hlínar er markaðs- fólkið í Borgarnesi eftirfarandi: Hanna Sigga frá Mýrarnauti (nauta- kjöt, hakk og steikur), Helga frá Rjómabúinu Erpsstöðum (ostar, skyr, ís og fleira góðgæti), Agnes á Hundastapa (svínakjöt, heima- lagaðar sultur, kerti og ullarvörur), Anna Dröfn frá Kvíaholti (brjóst- sykursgerð), Júlía frá Hvanneyri (ullarvörur; t.d. þæft smokkahulstur undir lykla og skraut í barminn), María Þórarins Borgarnesi (tæki- færiskort og prjónavörur), Kristín Ólafs úr Borgarnesi (lampar úr öryggisgleri með lopapeysum- unstri), Gígí Jóns úr Borgarnesi (ullarvörur; t.d. hulstur utan um munnþurrkur og töskur úr þæfðri ull), Eygló Harðar úr Borgarnesi (handverk úr gleri og hraunmolum) og Rósa Hlín úr Borgarnesi (heklar skartgripi og býr til smyrsli og tinktúrur). Markaðurinn er kominn með Facebook-síðu þar sem fleiri myndir og frekari upplýsingar er að finna: http://www.facebook.com/ beintfrabylimaturoghandverk. /smh Beint frá býli markaður í Borgarnesi Fjölbreytt úrval handverks og matvöru Anna Dröfn frá Kvíaholti með brjóstsykurinn sinn. Líklegt þykir að tjón sem varð á raftækjum á heimilum í Suður-Þingeyjarsýslu vegna rafmagnstruflana í óveðri í byrjun nóvember hlaupi á milljónum. Orkufyrirtækin hafa unnið að því að undanförnu að upplýsa hvað olli tímabundinni spennuhækkun á afmörkuðu svæði í sýslunni í kjölfar staðbundinnar truflunar í raforkukerfinu og liggur fyrir að hana megi meðal annars rekja til mistaka í viðbrögðum, segir í frétt á vefsíðu RARIK. Þar kemur einnig fram að þó ekki liggi enn endanlega fyrir hjá hverjum bótaskyldan hvílar sé það mat orkufyrirtækjanna að um sé að ræða tjón sem greiða beri bætur fyrir að uppfylltum skilyrðum þar að lútandi. Fyrirtækin hafa komið sér saman um að fela tryggingarfélögum sínum að yfirfara allar bótakröfur vegna atviksins og skera úr um bótaskyldu. Þeir sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni af völdum spennuhækkunarinnar eru hvattir til að skila inn skriflegum tjónaskýrslum á skrifstofu RARIK að Óseyri 9, Akureyri. Á vefsíðunni 641.is segir meðal annars frá því að stór þvottavél hafi eyðilagst í Stórutjarnaskóla, en hún kosti nokkur hundruð þúsund krónur. Að auki hafi símkerfið í skólanum bilað og fleira gefið sig. Þá eru nefndir straumbreytar, tölvuskjáir, tölvur, uppþvottavélar, þvottavélar, helluborð, loftræstiviftur í fjósum, mjaltakerfi í að minnsta kosti einu fjósi bilaði og rafmagnsstýringar fyrir hin ýmsu tæki og tól skemmdust eða eru hreinlega ónýt eftir rafmagns- truflanirnar. Dýr vinnslutæki hjá Útgerðar- félagi Akureyringa á Laugum í Reykjadal skemmdust og eru sum ónýt. Vinnsla lá niðri af þeim sökum um tíma. Fréttir Valgerður Jónsdóttir og Svandís Svavarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.