Fréttablaðið - 18.01.2012, Blaðsíða 1
veðrið í dag
VIÐSKIPTI Þrotabú Glitnis er með
hlut sinn í Íslandsbanka í sölu-
ferli. Þetta kemur fram í tillögu um
greiðslu forgangskrafna úr þrota-
búinu sem send var kröfuhöfum
Glitnis í gær. Glitnir á 95% hlut í
Íslandsbanka sem nýverið samein-
aðist Byr.
Orðrétt segir í tillögunni að
„Ferli er í gangi vegna hugsan-
legrar sölu hlutafjár Glitnis í
Íslandsbanka. Ekki er vitað hvort
Íslandsbanki verði seldur í íslensk-
um krónum eða í öðrum gjaldmiðl-
um eða hvort hann verði yfirleitt
seldur“.
Svissneski bankinn UBS hefur
aðstoðað Glitni í umræddu sölu-
ferli. Allmargir erlendir bankar
hafa sýnt áhuga á að kaupa Íslands-
banka. Heimildir Fréttablaðs-
ins herma að á meðal þeirra séu
kanadískir og norskir bankar.
Steinunn Guðbjartsdóttir, for-
maður slitastjórnar Glitnis, segir
ekkert fast í hendi varðandi söl-
una á Íslandsbanka. Hún sé ein-
faldlega í ferli. „Það hefur lengi
verið í athugun hvort hægt sé að
selja Íslandsbanka. Það er í skoðun
og enn alveg óvíst hvort það tekst
eða ekki.“
Slitastjórn Glitnis tilkynnti
kröfuhöfum sínum í gær að hún
ætlaði sér að greiða út allar for-
gangskröfur í búið fyrir lok
febrúar næstkomandi. Um er að
ræða fyrstu útgreiðslur til kröfu-
hafa Glitnis. - þsj /sjá síðu 4
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
Sími: 512 5000
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup júlí - september 2011
Miðvikudagur
skoðun 14
2 SÉRBLÖÐ
í Fréttablaðinu
Allt
Heilsa og næring
18. janúar 2012
15. tölublað 12. árgangur
Það er í skoðun og
enn alveg óvíst hvort
það tekst eða ekki.
STEINUNN GUÐBJARTSDÓTTIR
FORMAÐUR SLITASTJÓRNAR GLITNIS
HEILSA&NÆRINGMIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 2012 Kynningarblað Bætiefni, brjóstagjöf, blóðgjöf, úrelt megrunarráð og hollur matur.
Græna línan selst velSalan á Grænu línunni á Metro hefur meira en
fimmfaldast á síðustu mánuðum. Markhópurinn
hefur breikkað og stækkað með tilkomu hollari
skyndibita. Græna línan inniheldur salöt, grill-
aðar kjúklingalokur og hollt og ferskt meðlæti.Græna línan og salötin á Metro sérlega bragðgóðVið vöruþróun fáum við til okkar kröfuharða
matgæðinga sem taka út alla nýja rétti sem fara
á matseðlana.
Markmiðið er að vera alltaf betri en samkeppnisaðilar okkarAllt grænmeti er skorið niður á staðnum og
eru salötin þar af leiðandi alltaf fersk, en þau
eru einnig útbúin á meðan viðskiptavinurinn
bíður, sem sagt „heimalöguð“ salöt. Útkoman
er fjölbreytt, holl og skemmtileg lína, sem gælir
við bragðlaukana.
Metro býður upp á fjölbreytniFyrir utan Grænu línuna býður Metro upp á
klassíska hamborgara. Auk þess erum við með
hollar naan-lokur, en naan-lokurnar eru undir
asískum áhrifum með til dæmis tikka masala
og tandoori með grilluðum kjúklingi. Hægt er að velja um þrenns konar meðlæti
með stjörnumáltíðum og barnaboxum í stað
franskra kartaflna. Í boði eru gulrætur, mel-
ónusalat og ferskt salat. Síðast en ekki síst er
auðvitað val um drykki, hvort sem er gos, safi,
sætt eða sykurlaust.
Veitingastaðurinn Metro er fyrsti skyndi-
bitastaðurinn sem gefur upp hitaeining-
arnar í matnum
Í vor kom fram þingsályktunartillaga um
að sýna eigi hve margar hitaeiningar séu í
skyndibitum. Veitingastaðir Metro hafa þegar
innleitt þetta fyrirkomulag á matseðli sínum.
Allir matseðlar hafa farið í gegnum nálar-
auga næringarfræðings og hafa viðskiptavin-
ir Metro því val um að sk ðf
Frelsi snýst um valMeð Grænu línunni er hægt að setja saman mál-
tíð með allt frá 230 hitaeiningum. Þá er hægt að
fá máltíð með allt að 600 grömmum af ávöxtum
og grænmeti sem er mælt með að fólk borði
á hverjum degi. Í venjulegum máltíðum er
hægt að skipta út frönskum kartöflum fyrir
gulrætur, melónur eða salat f ó kþví F
Betr‘á Metro
Viðskiptavinir Metro hafa tekið hinni
Grænu línu staðarins fagnandi. Matseðlarnir hafa allir farið í gegnum
nálarauga næringarfræðings og er
hægt að sjá næringargildi í hverjum
rétti. Framkvæmdastjórinn Ásgerður
Guðmundsdóttir greinir nánar frá helstu áherslum en segir markmiðið
fyrst og fremst að viðskiptavinir hafi
val um hollari mat.
Að sögn Ásgerðar er hægt að setja saman máltíð með allt frá 230 hitaeiningum með Grænu línunni á Metro.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
LIFÐU SKEMMTILEGU LÍFI Í GÓÐU JAFNVÆGIHvernig í ósköpunum getur það farið saman að njóta lífsins og lifa jafnframt heilbrigðu lífi? Þetta er spurning sem vefst fyrir mörgum. Kannski er ekki að undra þegar litið er til allra þeirra heilsuráð-legginga sem verða á vegi fólks á hverjum degi. Í raun er þetta aðeins spurningin um að finna mátulegan orkuskammt í fjörið sem fylgir skemmtilegu lífi.Orkan kemur úr kolvetni, fitu og prótíni í matnum. Mikil hreyfing
kallar á mikla
orku en ef
fólk lifir
rólegu lífi
þarf það
MÆLT ER MEÐ 30 MÍNÚTNA HREYFINGU DAGLEGA
Svona brennir þú 500 kJ:Þrif (til dæmis ryksuga) 5 mín.Göngutúr (5 km/klst.) 30 mín.Skokk eða línuskautatúr
15 mín.Sjónvarpsáhorf
90 mín.
Eldamennska
25 mín.
Elskast heitt
10 mín.
Veitingastaðurinn Metro er til húsa á tveimur stöðum í bænum: Suðurlandsbraut 56 (Skeifunni) og Smáratorgi 5 (Smáratorgi). Opið frá kl. 11-23 alla daga vikunnar.
Græna línan er girnileg.
Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Brynja Dan Gunnarsdóttir brynjadan@365.is 512 5465 Snorri Snorrason snorris@365.is 512 5457
Guðrún Björk Þorsteinsdóttir og fjölskylda skipti á íbúð og öðrum þægindum við fjölskyldu á Spáni.
Hjónin Hlynur Þór Sveinbjörnsson og Guðrún Björk Þorsteinsdóttir með synina Baldvin Snæ fjórtán ára, Sindra Benedikt átta ára
og Atla Fannar þriggja ára í garðinum við húsið.
DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI
SÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS
Taka 12 Kg · Hljóðlát
Stórt op > auðvelt að hlaða
Sparneytin amerísk tæki.
<Þvottvélin tekur
heitt og kalt vatn Afkastamikill
þurrkari >
Þvottavél Þurrkari12 kg
Amerísk
gæðavara Amerísk
gæðavara
FYRIR2
BU
XU
R K
R.
5.0
00
.
2.
FY
RIR
1
1AÐEINS
Í 4.DAGA
ALLUR FATNAÐUR
Í VERSLUN MEÐ
40-70 % AFSL.
NÚ ER HÆGT AÐ GERA
ÓTRÚLEG KAUP
Vertu vinur
Sími 551 2070
Opið mán.-fös. 10-18.
Opið á laugard. 10-14.
Vandaðir þýskir herraskór úr leðri í úrvali
Til dæmis:
Teg: 23007/221 • Litur: svart
Stærðir: 40 - 47 • Verð: 16.975.-
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www.mistyskor.is
Landsbankinn og Íslandsstofa
standa fyrir málþingi um fjárfest-
ingar í ferðaþjónustu miðvikudaginn
25. janúar. Þar munu innlendir og
erlendir sérfræðingar beina sjón-
um að stöðu ferðaþjónustunnar,
nýsköpun og fjárfestingarmögu-
leikum. Sjá ferdamalastofa.is
Beðið fyrir einingu
Alþjóðleg bænavika
hefst í dag.
tímamót 18
létt&laggott
Nýr tilboðsbæklingur í dag
ATVINNULÍF Á hverju ári er um helmingur
fyrirtækja hér á landi rekinn með tapi. Þetta
kemur fram í tölum frá ríkisskattstjóra, sem
sýna rekstur fyrirtækja frá árinu 1998. Það
ár voru 5.038 fyrirtæki rekin með hagnaði en
4.391 með tapi. Stærra hlutfall fyrirtækja er
nú rekið með tapi; árið 2011 voru þau 12.693
en þau sem rekin voru með hagnaði voru
11.762.
Þetta er þó ekki í fyrsta skipti á tímabilinu
sem fleiri fyrirtæki eru í taprekstri en þau
sem skila hagnaði. Árið 2001 voru 6.043
fyrir tæki rekin með hagnaði en 6.792 með
tapi og árið 2002 voru fyrirtæki í taprekstri
einnig fleiri en þau sem skiluðu hagnaði.
Árið 2008 voru 13.475 fyrirtæki á Íslandi
rekin með hagnaði, en 11.148 með tapi. Síðan
þá hafa fyrirtæki í taprekstri verið umtals-
vert fleiri en þau sem skiluðu hagnaði.
Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri
segir athyglisvert að hlutfallið sé tiltölulega
svipað á árabilinu. „Það munar ekki miklu.
Hlutur þeirra sem tapa eftir hrunið eykst
aðeins, en ekki í það miklum mæli. Þetta
sýnir líka að það er fullt af fyrirtækjum í
ágætis rekstri.“
Ekki er tekið tillit til hve mikill taprekstur-
inn er eða hagnaðurinn í þessum útreikning-
um. Skili félag einni krónu eða meira í tap fer
það í viðkomandi flokk og hið sama gildir um
hagnaðinn.
Tekjuskattskyldum félögum hefur fjölgað
gríðarlega mikið á síðustu tveimur áratugum.
Árið 1993 voru þau 9.568 en árið 2011 voru
þau 36.837. Munar þar mestu um fjölda eign-
arhaldsfélaga. Þau voru fyrst skráð árið 1996
og voru þá 1.367. Í fyrra voru þau 32.662.
Fjöldi félaga sem eru skráð er ekki í nein-
um rekstri og skilar því engum hreyfingum,
hvorki tapi né hagnaði. Þeim hefur þó fækkað
undanfarið, voru 2002 árið 2011 en flest árið
2007, þegar þau voru 4.087.
„Þetta segir okkur að fyrirtæki kúra, þau
eru tekin úr rekstri eða eru ekki í rekstri en
skila samt upplýsingum. Hugsanlega bíða
þau með fjárfestingar,“ segir Skúli Eggert. Í
mörgum tilvikum sé um að ræða eignarhalds-
félög. - kóp
Meirihluti íslenskra fyrirtækja
rekinn með tapi á síðasta ári
Á hverju ári frá 1998 hefur um helmingur félaga á Íslandi verið í taprekstri. Tæplega 13 þúsund félög skil-
uðu tapi árið 2011 og tæplega 12 þúsund skiluðu hagnaði. Tvö þúsund félög voru ekki með neinn rekstur.
TÓNLIST Eivör Pálsdóttir segir að
mikill heiður hafi verið að syngja
fyrir Margréti Þórhildi Dana-
drottningu á sunnudaginn. Tón-
leikarnir voru haldnir í tónleika-
höll Danska
ríkisútvarps-
ins í tilefni þess
að fjörutíu ár
eru liðin frá því
að hún krýnd
drottning.
Hin færeyska
Eivör er sjálf-
stæðissinni
og veit vel að
skiptar skoðanir eru í föðurlandi
hennar um danska konungsveld-
ið. Þrátt fyrir það segist hún ekki
vilja blanda saman pólitík og tón-
list. „Hvað mig varðar þá snýst
tónlist um tilfinningar,“ segir
Eivör. - fb /sjá síðu 34
Eivör í afmæli Margrétar:
Söng berfætt
fyrir drottningu
EIVÖR PÁLSDÓTTIR
30.000
25.000
20.000
15.000
10.000
5.000
0
‘9
8
‘9
9
‘0
0
‘0
1
‘0
2
‘0
3
‘0
4
‘0
5
‘0
6
‘0
7
‘0
8
‘0
9
‘1
0 ‘1
1
■ Núll
■ Tap
■ Hagnaður
Félög flokkuð eftir rekstrarafkomu
Samkvæmt ársreikningi
STORMUR eða hvassviðri sunnan-
og suðaustanlands en annars
hægari vindur. Snjókoma eða
éljagangur um mestallt land. Hiti
nálægt frostmarki.
VEÐUR 4
0 1
2
2
-2
007 og Sinfó í Hörpu
Valinkunnir söngvarar
taka þátt í James Bond-
veislu Sinfóníuhljómsveitar
Íslands í Hörpu.
menning 24
Erlendir aðilar hafa sýnt áhuga íslenskum fjármálafyrirtækjum:
Hlutur í Íslandsbanka í söluferli
FRAMKVÆMDIR VIÐ LAUGARBAKKA Miklar framkvæmdir standa nú yfir í Laugar-
dalslauginni en þar er meðal annars verið að leggja hitalagnir og setja gúmmíefni í göngustígana. Sundlaugar-
gestir létu framkvæmdirnar ekki hafa áhrif á sig í gær og fengu sér sundsprett í stillunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Verða slagsmál
Ísland mætir Noregi í afar
mikilvægum leik á EM í
handbolta í dag.
sport 30