Fréttablaðið - 18.01.2012, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 18.01.2012, Blaðsíða 20
Framhald af forsíðu Sindri Benedikt og Atli Fannar í góðum skapi á ströndinni. Sindri Benedikt í hinum afgirta garði við íbúðina. Þar uxu appelsínur á trjánum. Á veitingastað á ströndinni í Salou sem er bær samvaxinn Cambrils. sjálf hafa greitt 116 þúsund í far- gjald fyrir fjölskylduna til Barse- lóna með því að nota líka uppsafn- aða vildarpunkta. Internetið var notað til að koma íbúðaskiptunum á. „Við búum í Vatnsendahverfi og settum íbúðina okkar inn á síðuna homeex change. com í janúar 2011. Þar borguðum við áskrift í þrjá mánuði,“ segir Guðrún Björk. „Við fengum til- boð víða að en ákváðum fljótt að skipta við spænska fjölskyldu sem býr í Cambrils, strandbæ á Costa Dorada-ströndinni, um 100 kíló- metrum sunnan við Barselónu. Þar fengum við litla íbúð en þægilega á yndislegum stað. Við höfðum stór- an garð með húsgögnum og leik- tækjum út af fyrir okkur og vorum svona tvær mínútur að labba á ströndina. Við skiptumst líka á bíl, reiðhjólum, barnabílstólum og barnakerrum og við fengum lánað stranddót en þau spænsku útivist- arfatnað. Spænska fjölskyldan fór hringinn kringum landið á okkar bíl. Við ókum líka dálítið um Spán og svo hjóluðum við meðfram Mið- jarðarhafinu, innan um pálmatré og páfagauka.“ Guðrún Björk segir suma hér heima hafa furðað sig á því að þau skyldu þora að lána ókunnugum húsið sitt en eftir að hafa kynnst spænska fólkinu gegnum netpóst og Skype hafi þau engar áhyggjur haft. „Hjónin voru með þrjú börn og þeim var líka umhugað um að allt gengi vel,“ segir hún. „Enda var allt glansandi fínt og frágengið þegar við komum heim.“ gun@frettabladid.is Fæst í Bónus Nú er tíminn fyrir harðfisk og bitafisk! Þegar litið er til innihalds og næringargildis kemur í ljós að Gullfiskur harðfiskur og bitafiskur er einhver besti prótíngjafi sem völ er á. Það fara 5 kíló af nýrri roðlausri ýsu í að búa til 1 kíló af harðfiski / bitafiski. Vatnið er dregið út með kældri þurrkaðferð, en næringarefnin halda sér. Örlítið salt til bragðbætis. Gullfiskur harðfiskur og bitafiskur inniheldur rúmlega 80% prótín og önnur næringarefni, sem eru líkamanum nauðsynleg. TAKTU VÍSI Á HVERJUM MORGNI! FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN LÍFIÐ SJÓNVARP Ferðamannaverslunin Aurum, Bankastræti 4, hlaut á dög- unum Njarðarskjöldinn, hvatningarverðlaun Reykjavíkurborgar og samstarfsaðila, í ár. Markmið verðlaunanna er að hvetja til bættr- ar og aukinnar verslunarþjónustu við ferðamenn í Reykjavík.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.