Fréttablaðið - 18.01.2012, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 18.01.2012, Blaðsíða 4
18. janúar 2012 MIÐVIKUDAGUR4 DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- ness hefur dæmt Björn Mikkaels- son, sem rústaði hús sitt á Álfta- nesi á þjóðhátíðardaginn 2009, í átján mánaða fangelsi fyrir eigna- spjöll og stórfelld fjársvik. Maðurinn jafnaði húsið nánast við jörðu með beltagröfu til að mótmæla skuldastöðu sinni. Húsið var í eigu Frjálsa fjárfestinga- bankans og er tjónið af athæfinu metið á tugi milljóna. Frjálsi fjár- festingabankinn gerði hins vegar ekki skaðabótakröfu í málinu. Björn er jafnframt dæmdur fyrir að hafa féflett þrjár mann- eskjur í meintum viðskiptum með einingahús. Björn rak félagið Sun House Ísland og fékk fólkið til að greiða sér samtals um fjórtán milljónir króna fyrir tvö finnsk einingahús sem hann skilaði aldrei og dómurinn telur ljóst að hann hafi aldrei haft burði til að afla sér. Björn er dæmdur til að endur- greiða þeim féð. Þá er hann einnig fundinn sekur um skilasvik, með því að taka um fjórar og hálfa milljón út af reikn- ingi Sun House Íslands þegar það stefndi hraðbyri í gjaldþrot og nota féð í eigin þágu. Loks er hann ákærður fyrir brot á bókhaldslög- um, enda hélt hann lítið sem ekk- ert bókhald. - sh Björn Bragi Mikkaelsson rústaði hús sitt á Álftanesi og féfletti fólk: Húsbrjótur í 18 mánaða fangelsi INDLAND, AP Indverskir læknar rannsaka nú sjúklinga með berkla- afbrigði sem engin lyf virðast vinna á. Þrír hafa þegar látist úr þessari tegund berkla en læknar óttast ekki faraldur. Reglulega hafa komið upp afbrigði af berklum sem eru ónæm fyrir einu eða fleirum af þeim sýklalyfjum sem venjulega eru notuð til að meðhöndla þennan lífs- hættulega lungnasjúkdóm. Læknar hafa lengi óttast afbrigði sem sé ónæmt fyrir öllum sýklalyfjum. - bj Rannsaka hættulega berkla: Virðast ónæmir fyrir lyfjum ALLT Í RÚST Það stóð ekki mikið eftir af húsinu sem Björn Bragi hafði misst á uppboði eftir að hann lagði til atlögu við það. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 16° 5° 3° 6° 5° 4° 4° 4° 20° 13° 16° 9° 24° 1° 6° 12° 3°Á MORGUN Strekkingur A-til annars hægari. FÖSTUDAGUR Fremur hægur vindur en vaxandi vindur með S-strönd síðdegis. 0 -3 -3 -3 -2-2 -2 -2 -2 -1 0 -1 0 -2 3 1 4 -4 2 2 1 13 7 9 10 10 9 25 20 30 20 12 15 STORMUR eða hvassviðri verður fram eftir degi sunnan- og suð- austanlands með snjókomu eða éljum. Annars stað- ar verður vindur hægari. Það verður því ekkert ferða- veður á Suður- og Suðausturlandi í dag og má búast við ófærð. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður SVÍÞJÓÐ Ekki er tímabært að við- urkenna Palestínu sem ríki, segir Carl Bildt, utanríkisráð- herra Svíþjóð- ar. Hann segir ekki heldur rétt að lofa stuðn- ingi við aukna aðild Palestínu að Sameinuðu þjóðunum. Bildt sagði þetta á blaða- mannafundi sem hann og Erkki Tuomija, utanríkisráðherra Finn- lands, héldu á mánudag. Tuomija tók í sama streng. Þeir segjast vilja áframhaldandi friðarvið- ræður milli Ísraels og Palestínu. Sænski miðjuflokkurinn hefur nýlega skipt um skoðun varðandi málefni Palestínu og vill að Svíar viðurkenni sjálfstætt ríki. - þeb GENGIÐ 17.01.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 219,7834 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 124,46 125,06 191,56 192,50 159,02 159,90 21,384 21,510 20,732 20,854 17,987 18,093 1,6207 1,6301 190,21 191,35 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Brynja Gunnarsdóttir brynjag@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512- 5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is HÚS Útlánavextir Íbúðalánasjóðs ráðast af kjörum sem fást í útboði íbúðabréfa. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA EFNAHAGSMÁL Íbúðalánasjóður hefur lækkað útlánavexti sjóðsins um 0,2 prósentustig (20 punkta). Lækkunin kemur í kjölfar útboðs á íbúðabréfum, að því er fram kemur á vef sjóðsins. Útlánavextir íbúðalána með uppgreiðsluákvæði verða eftir breytingu 4,20 prósent, en þeir voru áður 4,40 prósent. Vextir lána án uppgreiðsluákvæðis verða 4,70 prósent, en voru áður 4,90 prósent. Vaxtaákvörðunin tók gildi í gær en útboðið sem lá til grundvallar ákvörðuninni fór fram í fyrradag. - óká Breytingar hjá Íbúðalánasjóði: Lækkar vexti á íbúðalánum HEILBRIGÐISMÁL Norrænar geisla- varnastofnanir segja vissa hættu geta stafað af tölvusneiðmynda- rannsóknum sem hafa aukist mjög á Norðurlöndum undanfarin ár. Því er lögð áhersla á að ekki séu gerðar aðrar rannsóknir en þær sem líklegar séu til að hafa jákvæð áhrif á heilsu sjúklinga. „Tölvusneiðmyndarannsóknir valda mun hærra geislaálagi sjúk- linga en almennar röntgenrann- sóknir. Á Norðurlöndunum hefur fjöldi tölvusneiðmyndarannsókna aukist verulega á síðustu 20 árum og valda þær nú 50 til 80 prósent af geislaálagi íbúa Norðurlanda vegna læknisfræðilegrar mynd- greiningar. Á Íslandi eru það um 74 prósent af geislaálaginu,“ segja Geislavarnir ríksisins. - gar Viðvörun frá Geislavörnum: Hætta stafar af sneiðmyndum CARL BILDT Sænski utanríkisráðherrann: Viðurkenna ekki Palestínu Krabbameinsfélagið Kynlíf og krabbamein Ræðum málin - við þorum! Woet Gianotten, kynfræðingur og læknir, fjallar um nánd í samböndum og hvernig henni er viðhaldið eða hún endurheimt í krabbameinsmeðferð. Hildur B. Hilmars- dóttir og Steinar Aðalbjörnsson ræða um reynslu sína. Fundarstjóri er Friðbjörn Sigurðsson, krabbameinslæknir. Allir velkomnir - ókeypis aðgangur Örráðstefna á morgun kl. 16:30-18:00 Krabbameinsfélag Íslands, Skógarhlíð 8, 105 Rvk, 540 1900, www.krabb.is Vegna mistaka í gögnum frá Orku- stofnun voru rangar tölur notaðar til grundvallar frétt um húshitunarkostn- að í Fréttablaðinu á mánudag. Rétt er að notendur sem fá niðurgreidda olíu til húshitunar greiða aldrei hærra verð en notendur í dreifbýli greiða fyrir rafhitun frá dreifiveitu. LEIÐRÉTTING Grasræktandi með vopn Lögregla upprætti kannabisræktun í fjölbýlishúsi í vesturborginni í fyrrinótt. Þar var lagt hald á meira en tuttugu kannabisplöntur, og að auki stóra öxi og sverð. Sá sem ábyrgur var fyrir góssinu var heima þegar lögregla kom á staðinn og gekkst við öllu saman. Honum var sleppt að loknum yfirheyrslum. LÖGREGLUFRÉTTIR VIÐSKIPTI Slitastjórn Glitnis hefur tilkynnt kröfuhöfum sínum að hún ætli sér að greiða út 105,8 millj- arða króna til forgangskröfuhafa í bú bankans. Um er að ræða sam- þykktar forgangskröfur upp á 45,3 milljarða króna og forgangskröfur sem enn eru í ágreiningi upp á 60,5 milljarða króna sem lagðar verða inn á greiðslureikninga þar til að ágreiningurinn verður leystur. Komi ekki fram mótmæli munu greiðslurnar verða inntar af hendi fyrir 29. febrúar næstkomandi. Um er að ræða fullnaðargreiðslu til forgangskröfuhafa og fyrstu greiðslu sem greidd verður út úr þrotabúi Glitnis. Þetta kemur fram í tillögu um greiðslur til forgangs- kröfuhafa sem send var út í gær. Í bréfinu er kröfuhöfum gefið tækifæri til að koma á framfæri mótmælum gagnvart tillögunni fyrir næsta kröfuhafafund Glitn- is sem haldinn verður 31. janúar næstkomandi. Steinunn Guðbjarts- dóttir, formaður slitastjórnar bankans, segir útgreiðsluna nú gerlega eftir að Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í október síð- astliðnum að svokölluð heildsölu- innlán væru forgangskröfur í bú bankans. Þorri samþykktra for- gangskrafna hans eru heildsölu- innlán. „Staðreyndin er sú að Glitnir á meira en nóg fyrir for- gangskröfum. Það ber að greiða þær um leið og það er hægt. Meg- inþorri þeirra krafna sem eru end- anlegar hjá okkur og við getum greitt beint til kröfuhafanna eru heildsöluinnlán.“ Öllum kröfum sem lýst var við slitameðferð Glitnis var umbreytt í íslenskar krónur á sölugengi Seðlabanka Íslands 22. apríl 2009. Allar skuldbindingar Glitnis eru því í íslenskum krónum. Þeim peningalegu eignum sem þrota- búið hefur innheimt er þó haldið í þeim gjaldmiðlum sem innheimt- ast hverju sinni og skuldbinding- arnar verða gerðar upp með körfu gjaldmiðla. Alls verða kröfurnar greiddar út í fimm mismunandi gjaldmiðl- um: íslenskum krónum (19,08% hverrar greiðslu), norskum krón- um (35,66%), dollurum (17,39%), breskum pundum (11,67%) og evrum (35,66%). thordur@frettabladid.is Slitastjórn greiðir út 106 milljarða kröfur Forgangskröfuhafar í þrotabú Glitnis munu fá kröfur sínar greiddar fyrir febrúarlok samkvæmt tillögu slitastjórnar. Heildarvirði þeirra er 106 milljarðar króna. Um 60% upphæðarinnar fara inn á geymslureikninga vegna ágreinings. BORGA ÚT Slitastjórn Glitnis ætlar að borga allar forgangskröfur í næsta mánuði gangi áætlanir hennar eftir. Hana skipa Steinunn Guðbjartsdóttir og Páll Eiríksson. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Landsbankinn var fyrstur til að borga út Þrotabú Landsbankans var fyrst föllnu íslensku bankanna til að greiða út hlutagreiðslu til forgangskröfuhafa þegar það greiddi jafnvirði 432 milljarða króna út 2. desember síðastliðinn. Þar af fóru 354 milljarðar króna til tryggingarsjóða innstæðueigenda í Bretlandi og Hollandi, að mestu vegna Icesave-reikninganna. Alls nema kröfur sjóðanna tveggja í bú Landsbankans um 1.130 milljörðum króna, eða um 86% af samþykktum forgangskröfum. Ekki liggur fyrir hvenær Landsbankinn mun greiða næstu greiðslu sína til kröfuhafa. Það er þó ekki útilokað að slíkt gæti gerst á þessu ári.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.