Fréttablaðið - 18.01.2012, Blaðsíða 38
18. janúar 2012 MIÐVIKUDAGUR26
folk@frettabladid.is
Spænsk-íslenski myndlistar-
dúettinn Libia Castro og Ólafur
Ólafsson opnaði sýninguna Í
afbyggingu í Listasafni Íslands
á föstudaginn. Myndlistarmenn-
irnir voru fulltrúar Íslands á
Feneyjatvíæringnum í fyrra
en á sýningunni kanna þau til-
vistarlegar, ríkjandi efnahags-
legar og pólitískar áherslur á
Íslandi og víðar, með aðstoð
myndbanda, gjörninga, skúlp-
túra, hljóðs og tónlistar. Margt
var um manninn á opnuninni og
lagðist sýningin vel í gesti, en
hún stendur til 19. febrúar.
MARGMENNI Á SÝNINGU LIBIU OG ÓLAFS
MYNDLISTARDÚETTINN Ólafur Ólafsson og Libia Castro brugðu á leik fyrir ljósmyndara.
GÓÐIR GESTIR Þau Greipur Gíslason, Breki Karlsson, Steinunn
Þórhallsdóttir og Tinna Þorsteinsdóttir skemmtu sér vel.
BROSMILDIR Markús Andrésson, Halldór Björn Runólfsson og
Sigtryggur Berg Sigmarsson stilltu sér upp.
FLOTTAR Ólöf Sigurðardóttir og Helga Lára Þorsteinsdóttir brostu til
ljósmyndara.
BJÖRT FRAMTÍÐ Guðmundur Steingrímsson og myndlistamaðurinn
Ólafur Ólafsson. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Leikkonan Jessica Alba er
í hörkuformi þrátt fyrir að
aðeins séu liðnir fimm mán-
uðir frá því að hún og eigin-
maður hennar, Cash Warren,
eignuðust sína aðra dóttur,
Haven Garner.
Alba eignaði til að byrja
með eldri dóttur þeirra,
hinni þriggja og hálfs árs
Honor Marie, heiðurinn af
því hversu fljót hún var að ná
fyrra formi eftir meðgöngu.
Hún vildi meina að það að
hlaupa á eftir Honor Marie
allan daginn hefði komið
henni í þetta ótrúlega form á
svo stuttum tíma. Sú útskýr-
ing þótti þó aldrei mjög trú-
verðug.
Hún hefur nú ljóstrað upp
raunverulegu ástæðunni
fyrir árangrinum og segir
hana vera æfingar með vin-
konu sinni Kelly Patri-
cof sem séu svo erfiðar
að þær gangi nærri
manni. Hún þakk-
ar helst svokallaðri
„burpees“- æfingu
árangurinn, en það
er æfing þar sem
byrjað er liggjandi
á maganum, tekin
er ein armbeygja,
staðið er upp og
hoppað.
Spurning hvort
nokkrar slíkar
æfingar á dag séu
ekki þess virði ef
útkoman er þessi.
- trs
Gekk nærri sér en
komst í gott form
Í FANTAFORMI
Jessica Alba var ekki
lengi að koma sér í
form eftir barnsburð.
99 ÁR ERU SÍÐAN tískuhúsið Prada var stofnað en leikararnir Jamie Bell, Gary Oldman, Adrien Brody og William Defoe gengu tískupallinn
fyrir Prada á herrafatatískuvikunni í Mílanó.
Nú líður senn að því að Banda-
ríkjamenn kjósi sér forseta í
57. skipti og hafa flestir ein-
hverja skoðun á því hver eigi
að taka við embættinu, líka í
Hollywood.
Jersey Shore-stjarnan Nicole
„Snookie“ Polizzi er engin und-
antekning þar á og hefur nú
lýst því yfir að hún vilji sjá
viðskiptamógúlinn og félaga
sinn úr heimi raunveruleika-
sjónvarpsins, Donald Trump,
í Hvíta húsinu. Trump sagðist
lengi vel vera að íhuga fram-
boð en hefur nú gefið það út að
hann komi ekki til með að láta
slag standa. Spurning hvort
hvatningarorð frá Snookie
breyti einhverju þar um. - trs
Snookie kýs Trump
VEIT HVAÐ HÚN VILL Snookie vill
Donald Trump sem næsta forseta.
Á LEIÐ TIL ÚTLANDA
Ábyrgðar og þjónustuaðilar innanlands:
Optical Studio Smáralind og
Optical Studio Hafnargötu/Keflavík
GLERAUGNAVERSLUN
Í FRÍHÖFN, LEIFSSTÖÐ
Öll algengustu gleraugu útbúin á 15 mínútum
Linsur: daglinsur og mánaðarlinsur Sjónmælingar
Sólgleraugu: Ray Ban, Oakley, Chanel, Prada og fl.