Fréttablaðið - 18.01.2012, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 18.01.2012, Blaðsíða 6
18. janúar 2012 MIÐVIKUDAGUR6 Pantaðu í síma 565 600 0 eða á w ww.som i.is Frí heim sending * TORTILLA VEISLUBAKKI EÐALBAKKI LÚXUSBAKKI DESERTBAKKI GAMLI GÓÐI TORTILLA OSTABAKKI 30 bitar 30 bitar 20 bitar 20 bitar 20 bitar 50 bitar Fyrir 10 manns ÁVAXTABAKKI Fyrir 10 manns ÁVAXTABAKKI Hver samlokubakki er hæfilegur fyrir fjóra eða fimm. *Frí heimsending gildir aðeins ef pantaðir eru 4 eða fleiri bakkar. FERSKT & ÞÆGILEGT SLYS Talið er að nálægt 25 þúsund lítrar af bensíni hafi lekið úr olíuflutningabílnum sem valt í Hestfirði við Ísafjarðardjúp á sunnudagskvöld. Í tankinum voru 39 þúsund lítrar. Ökumaður bílsins slapp lítið meiddur, en vegurinn um Hestfjörð var lokaður fram undir hádegi í gær vegna slyssins. Nokkur viðbúnaður var viðhafður vegna sprengihættu á slysstað og sprautaði slökkvi- lið kvoðu yfir bílinn og næsta nágrenni. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Ísa- firði gekk ljómandi vel að dæla bensíni af bílnum eftir að lokið var við að sanda veginn og tryggja aðstæður. Umferð var hleypt inn á svæðið í áföngum laust eftir klukkan tíu í gærmorgun og um klukkan hálftólf var flak flutningabílsins flutt til Ísafjarðar. Slysið varð í mikilli hálku, en tengivagn- inn með bensíngeyminum endaði á hvolfi og dráttarbíllinn ofan á honum. Mildi þótti að bíllinn hafnaði fyrir ofan veg í stað þess að fara út af sjávarmegin. Þar er hár kantur og grýtt fjara. Kristján Geirsson, deildarstjóri Umhverfis- verndar hjá Umhverfisstofnun, segir vonir standa til þess að umhverfisskaði verði ekki mikill af slysinu. Hann bendir á að alla jafna sé bráðaeitrun og sprengihætta af bens- íni, en það gufi hraðar upp og þynnist en til dæmis dísilolía myndi gera. Þá hjálpi að líf- ríkið sé í dvala að vetri. - óká Slys þar sem bensín lekur veldur bráðaeitrun í umhverfinu og sprengihættu: Um 25 þúsund lítrar láku úr bílnum Í HESTFIRÐI Flutningabíll Skeljungs fyrir utan veg. MYND/HAFÞÓR GUNNARSSON EGYPTALAND, AP „Mubarak er hvorki harðstjóri né blóðþyrstur maður,“ sagði Farid el-Deeb, verj- andi Hosni Mubarak í réttarhöld- um, þar sem ákæruvaldið fer fram á dauðadóm. Verjendur Mubaraks hófu mál- flutning sinn í gær, en dómari hefur úthlutað þeim fimm dögum til að skýra málstað fyrrverandi forseta landsins. Hann hrökklað- ist frá völdum snemma á síðasta ári í kjölfar fjölmennra mótmæla. „Þessi maður sem stendur fyrir framan ykkur er 83 ára, mátt- farinn af veikindum eftir að hafa helgað allt líf sitt þjónustu í þágu þjóðarinnar. Hann hefur verið hart leikinn af illu umtali,“ sagði el-Deeb, sem einnig er verjandi tveggja sona Mubaraks, sem heita Alaa og Gamal. Mubarak er sakaður um að hafa átt þátt í því að hundruð mót- mælenda létu lífið í átökum við öryggis sveitir landsins síðustu daga og vikur áður en Mubarak hrökklaðist frá völdum. Stjórnvöld halda því fram að flestir hinna látnu hafi tekið þátt í árásum á lögreglustöðvar í því skyni að frelsa fanga eða útvega sér vopn. - gb Lögmenn Hosni Mubarak hefja málflutning sinn fyrir egypskum dómstól: Segja Mubarak vera fórnarlamb HOSNI MUBARAK Fyrrverandi forsætis- ráðherra Egyptalands á nú dauðadóm yfir höfði sér. NORDICPHOTOS/AFP DÓMSMÁL Slitastjórn Landsbankans hefur stefnt sjö fyrrverandi starfs- mönnum og bankaráðsmönnum bankans fyrir dóm vegna afglapa í starfi og krefur þá um 28 milljarða í skaðabætur. Stefnan var birt lög- mönnum einhverra hinna stefndu í gær. Slitastjórnin boðaði málaferlin fyrir rúmu ári með bréfi sem sent var á sex manns, þar sem þeim var gefið færi á að bera af sér sakir áður en endanleg ákvörðun yrði tekin. Þeir sem fengu bréfið voru bankastjórarnir Sigurjón Þ. Árna- son og Halldór J. Kristjánsson og bankaráðsfólkið Andri Árnason, Kjartan Gunnarsson, Svafa Grön- feldt og Þorgeir Baldursson. Allt svaraði fólkið og hafnaði bótaábyrgð, en það hefur engin áhrif haft á afstöðu slitastjórnar- innar, sem hefur nú höfðað skaða- bótamálið í sömu mynd og lagt var upp með haustið 2010. Í millitíðinni hefur sjöundi maðurinn bæst í hóp stefndu, en það er Jón Þorsteinn Oddleifsson, fyrrverandi forstöðu- maður fjárstýringar bankans. Björgólfi Guðmundssyni, sem var formaður bankaráðsins, er ekki stefnt, enda er hann gjaldþrota og lítið sem ekkert að sækja í þrotabú hans, auk þess sem Landsbankinn hefur þegar gert háa kröfu í búið. Málið snýst um þrjár ráðstafan- ir sem allar voru gerðar 6. október 2008, daginn sem neyðarlögin voru sett og Geir H. Haarde forsætis- ráðherra ávarpaði þjóðina. Samtals námu viðskiptin sem um ræðir 34 milljörðum króna. Í fyrsta lagi er um að ræða kaup bankans á skuldabréfum af dóttur- félagi sínu, Landsvaka, fyrir sam- tals um 20 milljarða. Þetta var gert fjórtán sinnum yfir daginn örlaga- ríka, og alltaf á miklu yfirverði að mati slitastjórnarinnar. Í öðru lagi voru 7,2 milljarð- ar greiddir til Straums, að beiðni síðarnefnda bankans, eftir lokun Landsbankans sama dag. Straum- ur var í eigu Björgólfsfeðga eins og Landsbankinn. Í þriðja og síðasta lagi var sjö og hálfur milljarður greiddur til MP banka á sama tíma. Bankastjórunum og bankaráðs- fólkinu, samtals sex manns, er stefnt til að greiða metið tjón af fyrstnefnda málinu, samtals 17 milljarða. Þeim er síðan öllum stefnt ásamt Jóni Þorsteini til að greiða rúma ellefu milljarða vegna hinna tveggja, en Jón Þorsteinn er sagður hafa tekið endanlegar ákvarðanir um þær tvær greiðslur. Slitastjórnin telur að bankaráðið og bankastjórarnir tveir hafi bakað sér skaðabótaskyldu með því að koma ekki í veg fyrir að peningur rynnu í slíkum mæli út úr bankan- um á þessum tíma, þegar öllum hafi mátt vera ljóst að hann væri í veru- legum vandræðum. Að auki er um þrjátíu vátryggj- endum stefnt vegna ábyrgðartrygg- ingar stjórnenda. stigur@frettabladid.is Stefna sjö manns til greiðslu tugmilljarða Slitastjórn Landsbankans höfðar skaðabótamál á hendur bankastjórum, banka- ráði og einum millistjórnanda þrátt fyrir mótbárur þeirra. Telur 28 milljarða tjón hafa orðið í 34 milljarða viðskiptum við Landsvaka, Straum og MP banka. Segir bankann hafa verið gjaldfæran Kjartan Gunnarsson segir að ólíkt því sem slitastjórnin fullyrði hafi Lands- bankinn verið gjaldfær í upphafi dags 6. október og eftir því sem hann komist næst hafi í öllum tilvikum sem nefnd eru í stefnunni verið um að ræða skuldbindingar sem bankanum bar því að standa við. Þessar greiðslur hafi hins vegar aldrei komið inn á borð bankaráðs og því sé honum óskiljan- legt af hverju þær eru grundvöllur kröfu á hendur honum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Kjartan sendi frá sér vegna málsins í gær. Hann segir að hafi greiðslurnar verið til þess fallnar að rýra verðmæti eigna bankans og mismuna kröfuhöfum hafi slitastjórninni borið að rifta þeim. Það hafi hins vegar bara verið gert í einu tilviki og þeirri riftunarkröfu ekki einu sinni verið fylgt eftir. Hann segir að það sé sitt mat og lögmanna sinna að málshöfðunin standist ekki skoðun og hún sé honum vonbrigði. Hann kvíði þó ekki niður- stöðunni. SIGURJÓN Þ. ÁRNASON HALLDÓR J. KRISTJÁNSSON ANDRI SVEINSSONSVAFA GRÖNFELDT KJARTAN GUNNARSSON ÞORGEIR BALDURSSON Alla virka daga kl. 18.00 Disovery Channel er fáanleg í ALLT FRÆÐSLA TOPPUR LANDSBYGGÐ Ætlar þú að fylgjast með leikjum íslenska liðsins á EM í handbolta í Serbíu? JÁ 66,4% NEI 33,6% SPURNING DAGSINS Í DAG: Á forstjóri Matvælastofnunar að segja af sér vegna kadmíum- og saltmálsins? Segðu skoðun þína á visir.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.