Fréttablaðið - 18.01.2012, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 18.01.2012, Blaðsíða 22
KYNNING − AUGLÝSINGHeilsa & næring MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 20122 ATH! Icepharma bendir neytendum á að leita álits hjá lækni eða öðrum fagmönnum áður en ákveðið er að hefja neyslu á vítamínum eða fæðubótaefnum. Þetta á sérstaklega við um ófrískar konur, konur með börn á brjósti, fólk sem þjáist af fæðuofnæmi og fólk sem hefur undirliggj- andi sjúkdóma á borð við sykursýki, flogaveiki og ofvirkan skjaldkirtil. Einnig á þetta við fólk sem tekur lyf að staðaldri. Vítamín eru ekki ætluð til að lækna eða koma í veg fyrir sjúkdóma. Fæðubótarefni eiga ekki að koma í staðinn fyrir staðgott og fjölbreytt mataræði. NÝTT Á ÍSLANDI – BARNA DVÍTAMÍN Nýjasta vörulína Icepharma eru barnavítamín frá Biomega. Nú er í fyrsta sinn hægt að fá D-vítamín sem er sérstaklega ætlað börnum en í línunni er einnig hægt að fá Barna C-vítamín, BarnaKalk, Barnafjör og Biomega Barnavítamínus. Reynslan sýnir að mörgum börnum gengur illa að gleypa töflur. Barnavítamínin frá Biomega eru í formi bragðgóðra tuggutaflna í nýjum fallegum umbúðum sem skreyttar eru fígúrum sem tengja saman vít- amín og grænmeti. Þess má geta að Icepharma er eitt af tólf fyrirtækjum sem styrkja Barna- heill á árinu með þátttöku í heillakeðju barnanna. Hvert fyrirtæki tekur að sér einn mánuð og Icepharma sér um október. Í þeim mánuði mun hluti af ágóða af sölu Biomega barnavítamínanna renna til Barnaheilla. Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmaður auglýsinga: Benedikt Freyr Jónsson benedikttj@365.is s. 512 5411 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Vefsíðan www.vitamin.is var opnuð rétt fyrir áramót. Síðan er unnin af starfsfólki Icepharma með það að markmiði að veita upplýsingar um þær vítamín- línur og bætiefni sem fyrirtækið hefur upp á að bjóða. „Á vita min. is er líka að finna almennan fróð- leik um vítamín og bætiefni auk frétta af ýmsu sem er að gerast hér á landi og erlendis og tengist vítamín- um og heilsu,“ segir Edda Blumen- stein, markaðsstjóri Icepharma. Á vitamin.is er fólki einnig boðið að skrá sig á póstlista. Með skráningu mun fólki berast upplýsingar um til- boð, nýjungar og ýmsan áhugaverð- an fróðleik. Fyrstu 200 sem skrá sig á póstlista vitamin.is fá gefins viku- skammt úr Vitabiotics-vítamínlín- unni. Edda segir hugmyndina að síð- unni hafa vaknað fyrir nærri tveim- ur árum, en þá þótti vanta síðu þar sem hægt væri að nálgast upplýs- ingar um mismunandi tegund- ir af vítamínum og bætiefnum og virkni þeirra á einum stað. „Á síð- unni eru greinargóðar upplýsing- ar um hvert og eitt vitamin sem við bjóðum. Enn fremur hvaða virkni viðkomandi vítamín hefur, hvað- an það er sprottið, hvernig skortur eða ofneysla á því lýsir sér, hverj- ar geta verið aukaverkanir og auk þess upplýsingar um ráðlagða dag- skammta,“ upplýsir Edda. Hún bendir hins vegar á að þótt upp- lýsingarnar á síðunni séu góðar og gildar, sé fólki ávallt ráðlagt að leita ráða hjá fagfólki áður en það ákveð- ur að taka inn ákveðin vítamín og bætiefni. Á vitamin.is er hægt að leita upplýsinga eftir vörulínum, en auk þess er sérstakur tengill á einstaka heilsuflokka. „Þar er hægt að skoða hvaða vítamín henta mismunandi hópum fólks með ólíkar þarfir. Sem dæmi um flokka má nefna: breyt- ingaskeið, húð, hár og neglur, karl- ar, konur, meðganga, orka, ónæmis- kerfið og sport-vítamín,“ segir Edda. Vítamínin og bætiefnin frá Icep- harma eru fáanleg í öllum apótek- um en ákveðnar línur eru einnig til í völdum dagvöruverslunum eins og Krónunni, Hagkaupi, Fjarðarkaup- um, Samkaupum og Þinni verslun. Nánari upplýsingar á www.vi- tamin.is og www.icepharma.is. og á facebook síðu vitamin.is Ný vefsíða um vítamín og bætiefni Vítamín.is er ný upplýsingasíða um vítamín og bætiefni sem Icepharma selur. Ýmist er um að ræða eigin framleiðslu Icepharma eða vítamín sem fyrirtækið flytur inn. Á vitamin.is er einnig að finna almennan fróðleik um vítamín og virkni þeirra. „Á vitamin.is er að finna almennan fróðleik um vítamín og bætiefni,” segir Edda Blumen- stein, markaðsstjóri Icepharma. MYND/GVA Hlífar sem veita góðan stuðn-ing, draga úr bólgu og bjúg og koma í veg fyrir að slíkt safnist kringum liði fást í Eirbergi á Stórhöfða 25. „Við höfum verið með þessar vörur í þrjú ár og þær hafa reynst afskaplega vel,“ segir Karen Bjarnhéðinsdóttir, sjúkra- þjálfari hjá Eirbergi, og sýnir hné- hlífar, ökklahlífar, bakbelti og fleiri vörur frá þýska stoðtækjafyrirtæk- inu Bauerfeind. „Hlífarnar styðja við liðina og gera fólk meðvitaðra um hvernig það beitir sér,“ bætir hún við og segir hlífarnar vera úr efni sem andi vel og því svitni fólk ekki undan þeim. Karen segir þá sem kaupa þess- ar stuðningshlífar stóran og fjöl- breyttan hóp. Hún nefnir sem dæmi íþróttafólk og fullorðið fólk með slit- gigt. „Það sem við seljum mest af eru hnéhlífar, enda álagsverkir og slitgigt í hnjám algeng vandamál hjá fólki,“ segir hún. „Margir eru líka aumir eftir álag og þá koma svona hlífar sér afskaplega vel.“ Fagfólkið hjá Eirbergi sér um að ráðleggja fólki hvað hentar best í hverju tilfelli, eftir því hvað amar að. Hlífarnar eru til í mörgum stærðum svo nauðsynlegt er að taka mál að sögn Karenar. „Við förum yfirleitt fram á að fólk máti til að finna út hvað passar og kennum því að koma hlífunum fyrir. Það tryggir að viðskiptavinirnir fari ánægðir út með stuðningshlíf sem nýtist vel og gerir sitt gagn.“ Stuðningshlífar gegn bólgu og bjúg Eirberg ehf. á Stórhöfða 25 selur stuðningshlífar sem gera fólki með álagseinkenni, íþróttameiðsl og gigt lífið auðveldara. Karen Bjarnhéðinsdóttir sjúkraþjálfari veit meira. „Það sem við seljum mest af eru hnéhlífar enda eru álagsverkir og slitgigt í hnjám algeng vandamál hjá fólki,“ segir Karen Bjarnhéðinsdóttir, sjúkraþjálfari hjá Eirbergi. MYND/STEFÁN Á KROSSGÖTUM Hjúkrunarfræðinemar á lokaári standa fyrir kynningu á hinum ýmsu störfum hjúkrunarfræðinga við hjúkrunarfræðideild, Eirbergi, á föstudag- inn klukkan 11.30. Þar verða kynntar nýjar og hefðbundnar hliðar á starfsvettvangi hjúkr- unarfræðinga, svo sem hjúkrun og hjálparstarf, hjúkrun vegna sjálfs- skaða, sjálfsmynd og kynheilbrigði og ýmislegt fleira. Kynningin er liður í námskeiðinu í hjúkrun sem starfs- og fræðigrein þar sem hópar nemenda kynna starfstækifæri í hjúkrun bæði hér á landi og erlendis. Er þetta í þriðja sinn sem hún fer fram og allir sem vilja kynna sér nýjar hliðar á störfum hjúkrunarfræðinga hvattir til að koma. Kynningin stendur yfir frá klukkan 11.30 til 14. Kaffisala verður samhliða til styrktar útskriftarferð hjúkrunarfræðinema í vor. Störf hjúkrunarfræð- inga verða í brenni- depli á kynningu í hjúkrunarfræðideild í Eirbergi á föstudag.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.