Fréttablaðið - 18.01.2012, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 18.01.2012, Blaðsíða 12
18. janúar 2012 MIÐVIKUDAGUR12 Tillaga Bjarna Benedikts- sonar um að ályktun Alþingis um málshöfðun gegn Geir H. Haarde verði felld úr gildi vekur titring hjá stjórnarmeirihlutan- um. Ákvörðun Ögmundar Jónassonar innanríkisráð- herra um að styðja tillög- una hefur hleypt illu blóði í samflokksmenn hans. Málið hefur fengið á sig pólitískan blæ. Óhætt er að segja að tillaga for- manns Sjálfstæðisflokksins, um að Alþingi felli málshöfðun gegn Geir H. Haarde niður, hafi vald- ið titringi á Alþingi. Stuðn- ingsmenn tillög- unnar jafnt sem andstæðingar hennar, hafa sakað hverjir aðra um að hafa gert málið póli- tískt. Ljóst er að málið verður ríkisstjórninni erfitt og mikill kurr er í stjórnarliðinu. Það er ekki síst yfirlýsing Ögmundar Jónassonar innanríkis- ráðherra um að hann styðji tillögu Bjarna Benediktssonar sem hefur hrist upp í hlutunum. Ögmundur var einn þeirra sem samþykktu málshöfðun á hendur fjórum fyrr- verandi ráðherrum, Geir, Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur, Árna M. Mathiesen og Björgvini G. Sig- urðssyni. Nú segist hann hafa gert mistök. Báðir flokkar báru ábyrgð Ögmundur Jónasson segir margt skýra sinnaskipti sín í málinu. Ákveðin eðlisbreyting hafi orðið við atkvæðagreiðsluna. „Í stað þess að beina sjónum að fjórum ráðherr- um, eða fulltrúum beggja þáver- andi stjórnarflokka, stóð einn upp úr, Geir H. Haarde. Þá tók málið ákveðnum breytingum í hugum okkar margra.“ Þá segir Ögmundur að sú ímynd sem margir hafi að um pólitískt uppgjör sé að ræða sé ósönn. Ákær- an snúi að afmörkuðum þáttum á stuttu tímabili en ekki um uppgjör við hina pólitísku vídd hrunsins. Hann telur rétt að forgangsraða og beina sjónum að þeim sem eru sekir um alvarleg ásetningsbrot og eru í rannsókn hjá sérstökum saksóknara. „Þannig eigum við að forgangsraða. Hvað pólitísk axar- sköft varðar þá eigum við að læra af þeim.“ Ekki sömu þingmenn Tillaga Bjarna kom fram rétt fyrir frestun þingfunda í desemb- er. Reynt var að afla stuðnings við að tillagan væri strax tekin á dag- skrá og fór það illa í marga. Fór svo að samkomulag náðist um að hún yrði tekin fyrir 20. janúar, á föstudag. Það að einhverjir þingmenn hafi verið ósáttir við að tillagan yrði tekin strax á dagskrá segir hins vegar ekkert um hvernig þeir hyggjast greiða atkvæði með til- lögunni sjálfri. Ákæran á hendur Geir var sam- þykkt með 33 atkvæðum gegn 30. Þrír varamenn greiddu atkvæði um málið. Huld Aðalbjarnardóttir, sem sat á þingi fyrir Höskuld Þór- hallsson, greiddi atkvæði með því að öll fjögur yrðu ákærð. Margrét Pétursdóttir, sem sat á þingi fyrir Guðfríði Lilju Grétarsdóttur, gerði slíkt hið sama. Anna Margrét Guð- jónsdóttir, sem sat á þingi fyrir Björgvin G. Sigurðsson, greiddi hins vegar atkvæði gegn því að nokkur yrði ákærður. Þá hefur Þórunn Sveinbjarnar- dóttir yfirgefið Alþingi, en hún greiddi atkvæði gegn öllum fjór- um ákærunum. Fjórir þingmenn munu því greiða atkvæði um tillöguna nú sem gerðu það ekki í september, en Lúðvík Geirsson hefur tekið sæti Þórunnar. Hann segir ekk- ert hafa komið fram í málinu sem réttlæti það að breytt sé um kúrs. „Mín afstaða er skýr: það hefur enginn slíkur forsendubrestur orðið að málið eigi að fara úr þeim farvegi sem það er í í dag.“ Umræða tekin en vísað frá Samkomulag náðist um að til- laga Bjarna yrði tekin á dagskrá á föstudaginn. Heimildir Frétta- blaðsins herma að við það sam- komulag verði staðið. Hins vegar er í umræðunni að leggja fram svokallaða rökstudda frávísunar- tillögu. Hún felur það í sér að umræðan fer fram um málið. Að henni lok- inni er tillagan lögð fram og verði hún samþykkt er næsta mál ein- faldlega tekið á dagskrá. Málinu er þá vísað frá, eftir að það hefur verið tekið til umræðu. Skiptar skoðanir eru á meðal heimildarmanna Fréttablaðsins um þessa leið. Margir telja að fari málið fyrir nefnd muni það taka upp tíma þingsins sem ætti að fara í stefnumál stjórnarinnar, svo sem stjórnkerfisbreytingar. Aðrir telja að málið eigi að fá hefðbundna þinglega meðferð. „Ég er þingræðissinni og vil taka tillöguna á dagskrá og ræða eins og hverja aðra tillögu,“ segir Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Hún minn- ir á að forseti Alþingis hafi fengið lögfræðilegt álit um að tillagan sé þingtæk. „Annað átti við til dæmis um kvótafrumvarp Jóns Bjarna- sonar. Það var ekki þingtækt en fór samt fyrir þing. Af hverju á þessi tillaga ekki að gera það?“ Stendur tæpt Óvíst er hver afdrif tillögunn- ar verða. Ekki er sjálfgefið að atkvæði þingmanna falli eftir þeim línum sem þau gerðu í sept- ember. Þeir sem greiddu atkvæði gegn ákærunum munu ekki endi- lega samþykkja að þeim verði vísað frá. Afdrif tillögu um rökstudda frávísun segir heldur ekki allt um hvernig atkvæðagreiðsla um tillögu Bjarna fer. Verði hún felld fær málið hefðbundna þing- lega meðferð og það vilja margir, algjörlega óháð afstöðu þeirra til tillögunnar. Einhverjir munu því greiða bæði atkvæði gegn frávís- un og tillögunni sjálfri, komist málið svo langt. Ögmundur og Guðfríður Lilja ætla að styðja tillögu Bjarna. Það ætlar Ásmundur Einar Daðason einnig að gera. Lúðvík mun hins vegar fella tillöguna. Kjósi allir aðrir eins og þeir, eða varamenn þeirra gerðu, í september, verður tillagan samþykkt með 32 atkvæð- um gegn 31. Líkt og áður segir er þó ekki víst að allir muni greiða atkvæði með sama hætti og í september og hjásetur gætu skipt sköpum um afdrif tillögunnar og tryggt henni framgang. Hápólitískt mál Frá upphafi hefur pólitík verið spyrt við málið. Sjálfstæðismenn sökuðu þá sem samþykktu ákær- una um að gera það á pólitískum forsendum. Nú saka andstæðing- ar þeirra sjálfstæðismenn um að vilja frávísun á pólitískum for- sendum. Það skiptir því litlu máli hvort mönnum hugnast það eða ekki; málið er hápólitískt. M a rg i r s a m f lok k smen n Ögmundar hafa verið harðorðir vegna afstöðu hans. Árni Þór Sig- urðsson sagði á Facebook að nú væru allir sótraftar á sjó dregn- ir til varnar Sjálfstæðisflokkn- um og Þráinn Bertelsson harmaði að hafa stutt Ögmund sem dóms- málaráðherra þar sem hann telji sjálfsagt að grípa inn í dómsmál. Þá skoraði stjórn Vinstri grænna í Reykjavík á þingmenn flokksins að fella tillögu Bjarna. Ekki er ofmælt að segja að þolin mæði Samfylkingarinnar gagnvart Ögmundi Jónassyni og Guðfríði Lilju Grétarsdóttir er lítil. Úr flokknum heyrast þær raddir að réttast væri að þau tvö lýstu sig einfaldlega stjórnarand- stæðinga, þannig skýrðust línur. Þá væri hægt að leita stuðnings annars staðar, hjá Hreyfingunni eða Guðmundi Steingrímssyni. Nú eða þá að boða til kosninga. Vissulega verða slík ummæli að skoðast í því ljósi að yfirlýs- ing Ögmundar var mörgum áfall. Það breytir því þó ekki að þetta er býsna kunnugleg staða og raddir í þessa veru hafa heyrst lengi. Það kann því að styttast í það að þegar úlfur, úlfur er hrópað næst um stjórnarsamstarf sé raun- verulegur úlfur á ferð. Hvort það verður andstaða Ögmundar Jónas- sonar við ákæru á hendur Geir H. Haarde vegna embættisglapa sem fellir vinstri stjórnina, verður hins vegar að koma í ljós. FRÉTTASKÝRING: Frávísun á máli Geirs H. Haarde Kolbeinn Óttarsson Proppé kolbeinn@frettabladid.is Sakamál verður að pólitískum deilum UMRÆÐUEFNIÐ Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálftæðisflokksins, þegar Alþingi samþykkti að ákæra hann fyrir landsdóm. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram tillögu um að fallið verði frá ákærunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÖGMUNDUR JÓNASSON Andri Árnason, lögmaður Geirs H. Haarde, skrifaði grein í Tímarit Lögfræðingafélagsins haustið 2009 um ráðherraábyrgð og landsdóm. Þar segir: „Eftir að Alþingi hefur samþykkt þingsályktun um málshöfðun og kosið saksóknara Alþingis, varamann og þingnefnd er málið komið úr höndum þingsins. Alþingi getur ekki eftir það afturkallað málsókn, hvorki hið sama þing né nýskipað.“ Andri segir þetta hefðbundna túlkun sem komi frá Ólafi Jóhannessyni og fleirum. Hann segist hallast að því að það sé saksóknarans að fella málið niður. „Menn hafa velt því upp að þingið álykti um að það telji að fella eigi málið niður, en í dagslok er það alltaf saksóknarinn sem þarf að gera það.“ Andri segir málið lúta að sjálfstæði saksóknara. Saksóknari Alþingis hafi þó lýst því yfir að hann starfi í umboði Alþingis, en fræðimenn séu tví- stígandi í málinu. „Ef Alþingi ályktar að það telji ekki ástæðu til að hafa uppi ákæru, er erfitt fyrir saksóknara að halda uppi máli.“ Saksóknara er að fella mál niður ANDRI ÁRNASON facebook.com/siminn.is 50% afslátturaf öllu leigðu efni í Sjónvarpi Símans

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.