Fréttablaðið - 18.01.2012, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 18.01.2012, Blaðsíða 26
KYNNING − AUGLÝSINGHeilsa & næring MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 20126 Brjóstabörn gráta meira en pelabörn að því er fram kemur í niðurstöðum rann- sóknar The Medical Research Council í Bretlandi sem greint var frá fyrir skemmstu. Rannsakend- urnir segja grát og óróleika unga- barna náttúrulegan og þó svo að auðveldara geti verið að hugga pelabörn þá sé brjóstamjólkin betri. „Ef foreldrar og mjólkandi mæður myndu hafa raunhæf- ari hugmyndir um hvað eðlilegt er þegar kemur að ungbarnagráti væru meiri líkur á að brjóstagjöf yrði haldið áfram,“ segja rann- sakendur. Flestar breskar mæður reyna brjóstagjöf en á nokkrum mánuðum lækkar tíðnin niður í þriðjung. Breska heilbrigðismála- stofnunin mælir hins vegar með því að börn fái eingöngu brjóstamjólk til sex mánaða aldurs. Algengasta ástæðan sem konur gefa fyrir því að gefast upp á brjóstagjöf er sú að hún fullnægi ekki barninu. Þetta segja rannsak- endur endurspegla hugmyndir for- eldra um að óróleiki sé merki um hungur. „Börnin geta allt eins verið að tjá þreytu eða annað sem amar að þeim. Ástæðan fyrir því að pela- börn láta síður í sér heyra getur líka verið sú að þau séu hreinlega ofalin og standi á blístri. Um leið skapast hætta á að þau þyngist of hratt og meiri líkur eru á offitu síðar á ævinni.“ Rannsakendurn- ir segja niðurstöðurnar ríma við rannsóknir á matarvenjum fólks á öðrum æviskeiðum. „Fólk borðar sér til huggunar en ekki endilega vegna svengdar.“ Rannsókn bresku vís- indamannanna náði til 300 mæðra og voru þær beðnar um að lýsa skap- gerð barna sinna. Þær voru jafnframt beðn- ar um að greina frá því hvort þau fengju pela eða brjóst. 137 börn voru eingöngu á brjósti, 88 fengu eingöngu pela og 91 fékk bæði pela og brjósta- mjólk. Brjóstabörnin voru sögð erfiðari í skapi og létu meira í sér heyra. Að sögn rannsakenda finnst breskum mæðrum stressandi að gefa brjóst í samfélagi þar sem pel- inn sækir sífellt meira á og þykir jafnvel sjálfsagðari en brjósta- gjöf. Þær vilja geta huggað börn- in sín jafn fljótt og hinar en til lengri tíma litið sé það ekki endi- lega betra. Þeir segja að áhugavert væri að bera niðurstöðurnar saman við upplifun mæðra í löndum þar sem brjóstagjöf er normið. „Við verðum vör við það að um leið og mæður og börn ná góðum tökum á brjóstagjöfinni gengur hún glimrandi vel.“ Brjóstabörn gráta meira en pelabörn Brjóstabörn láta meira í sér heyra en pelabörn. Það er þó ekkert til að óttast, heldur eðlilegt og yfirleitt betra til lengri tíma litið. Ástæðan fyrir því að pelabörn gráta minna getur verið sú að þau eru ofalin. Slíkt getur skapað vandamál síðar á ævinni. Ungbarnagrátur er eðlilegur. Óróleiki er ekki endilega merki um hugnur. Börnin geta allt eins verið að tjá þreytu eða annað sem amar að þeim. Flestar breskar konur reyna brjóstagjöf í fyrstu en stór hluti þeirra gefst upp á fyrstu mánuðunum. Algengasta skýringin sem þær gefa er sú að brjóstagjöfin fullnægi ekki barninu. ORKUBITAR OG ÍÞRÓTTANAMMI Stundum reynist erfitt að fá börn til að borða grænmeti. Mörgum hefur reynst vel að kalla það öðrum nöfnum og bera það fram á skemmtilegan hátt. Íþróttanammi eða orkubitar er gott dæmi. Þá er gott að brytja grænmetið niður og setja í litlar skálar. Litlum börnum finnst mörgum hverjum ekki gott að blanda saman tegundum og því er um að gera að setja gúrku í eina skál, gulrætur í aðra og papriku í þá þriðju svo dæmi séu nefnd. Ekki er verra ef skálarnar eru litríkar og jafnvel munstraðar. Börnum sem vilja sósur má prófa að bjóða örlitla sósu með til að dýfa grænmetinu í. Þetta getur verið pítusósa en enn þá betra er að gera eigin sósu til að mynda úr sýrðum rjóma, sítrónu og góðu kryddi. Opið kl. 9 -18 • laugardaga kl. 11 - 16 • Stórhöfða 25 • 569 3100 • eirberg.is Íþróttastuðningshlífar Beutelsbacher eplaedikið inniheldur hið mikilvæga móðuredik sem hefur að geyma fjölda góðgerla sem bæði styður við og efl ir meltingarfl óruna. Það er jafnframt ósíað og óunnið og því öfl ugt til heilsuefl ingar. Uppskrift að hollum drykk: 1-2 msk af Eplaediki blandað í volgt vatn eða eplasafa með 1 tsk af hunangi hrært út í. Kynntu þér kosti Beutelsbacher eplaediksins í næstu verslun Inniheldur engar erfðabreyttar afurðir, kemísk rotvarnar-, litar- eða sætuefni. Demeter vottunin er ein strangasta lífræna vottun sem um getur og tryggir gæði og hreinleika vörunnar Fæst í öllum helstu matvöruverslunum FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN LÍFIÐ SJÓNVARP TAKTU VÍSI Á HVERJUM MORGNI!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.