Fréttablaðið - 18.01.2012, Blaðsíða 46
18. janúar 2012 MIÐVIKUDAGUR34
BESTI BITINN Í BÆNUM
„Ég fer með sem túlkur. Þeir þurfa
mann sem talar dönsku,“ segir
Jógvan Hansen í léttum dúr.
Hann er á leiðinni til Óðinsvéa
í Danmörku 11. febrúar þar sem
hann spilar með hljómsveitinni
Vinum Sjonna á þorrablóti. Jógv-
an hleypur í skarðið fyrir Gunn-
ar Ólason og ætlar að taka fiðl-
una sína með í ferðalagið. „Hún
hefur skapað svolitla vinnu fyrir
mig eftir að ég lærði Alexander
Ryback-lagið,“ segir hann hlæjandi
og á við Fairytale, sigurlag Euro-
vision 2009. „Svo kann ég nokkur
Papalög líka.“ Jógvan hefur spilað
á fiðlu síðan hann var níu ára. „Ég
hef aldrei verið einhver snillingur
á hana en hún skapaði mér grunn
til að skilja tónlistina betur.“
Hann hefur nokkrum sinnum
áður spilað með Vinum Sjonna,
sem héldu einmitt upp á eins árs
afmælið sitt í gær. „Þetta eru svo
skemmtilegir strákar og það er
líka gaman að fara í smá ferðalag.“
Aðspurður segir hann að árið
2012 sé tiltölulega opið enn sem
komið er. „Það eina sem er planað
er að ég er að fara í barneignarfrí
til Færeyja í mánuð í apríl,“ segir
hinn nýbakaði faðir. Hann bætir
við að hann ætli einnig að vinna í
eigin tónlist en óvíst sé hvenær hún
verði gefin út. - fb
Tekur fiðluna með til Óðinsvéa
SPILAR MEÐ VINUM SJONNA Jógvan Hansen spilar með hljómsveitinni Vinum Sjonna
í Óðinsvéum í febrúar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
„Þetta er aðallega alveg ógeðslega
gaman,“ segir Vilhelm Anton Jóns-
son, söngvari sveitarinnar 200.000
Naglbítar sem er í hljóðveri að
taka upp nýtt lag.
Níu ár eru síðan síðasta plata
sveitarinnar, Hjartagull, kom út og
því ekki amalegt fyrir bræðurna
Vilhelm og Kára ásamt trommar-
anum Benedikt Brynjólfssyni að
vera sameinaðir á ný. „Þetta er
búið að vera svo skemmtilegt að
það er í raun skrýtið að við höfum
ekki drifið í þessu fyrr,“ segir Vil-
helm, eða Villi eins og hann alla
jafna er kallaður. Nýja lagið með
Naglbítunum nefnist Í marar-
skauti mjúku og er „klassískt stórt
Naglbítalag“ að sögn Villa.
„Við erum að leggja lokahönd
á lagið og sendum það frá okkur
í vikunni. Svo er bara að sjá hvaða
útvarpsstöðvar taka það. Við
vorum einu sinni bannaðir á einni
og vonum að það sé ekki lengur
þannig,“ segir Villi en vildi ekki
fara nánar út í hvaða útvarpsstöð
það var.
Síðustu ár hafa liðsmenn sveit-
arinnar verið að sinna ólíkum
verkefnum. Villi hefur verið tíður
gestur á hvíta tjaldinu sem annar
helmingur tvíeykisins Sveppi og
Villi, stjórnandi spurningaþáttar
á Rás 2 og hugmyndasmiður á aug-
lýsingastofu á meðan bróðir hans,
Kári, rekur barnavöruverslunina
Snúðar og Snældur. Benni tromm-
ari hefur hins vegar verið á fullu
að tromma með hinum ýmsu tón-
listarmönnum.
Villi vill ekkert fullyrða hvort
ný plata með sveitinni sé vænt-
anleg á þessu ári. „Ég get lofað
að það kemur út ný Naglbítap-
lata, en hvort það verður á þessu
ári eða árið 2020 get ég ekki sagt.
Við erum svo vandvirkir að þetta
tekur sinn tíma, svo þegar það
kemur út ný plata þá verður hún
góð.“
Fyrir utan að taka upp nýtt lag
eru fyrirhugaðir tónleikar með
200.000 Naglbítum í tónlistarhús-
inu Hofi á Akureyri 4. febrúar
næstkomandi. „Það verður mikið
stuð og hugsanlegt að við höldum
tónleika í höfuðborginni líka en
það er ekkert komið á hreint.“
alfrun@frettabladid.is
VILHELM ANTON JÓNSSON: ÞETTA ER ALVEG ÓGEÐSLEGA GAMAN
Nýtt lag frá Naglbítunum
eftir nær áratugar þögn
200.000 NAGLBÍTAR SAMEINAÐIR Á NÝ Þeir Vilhelm Anton og Kári Jónssynir ásamt Benedikt Brynjólfssyni eru glaðir að vera
komnir aftur í stúdíó saman. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
„Utan heimilisins er það án efa
Tokyo sushi í Glæsibæ. Hollt og
fjölbreytt, heitt í hádeginu eða
ferskt sushi til að taka með heim.
En það jafnast ekkert á við að fá
kjötfars barnæsku minnar heima
hjá ömmu Kriss, hún lumar líka
oft á ísblómi í eftirrétt.“
Guðni Már Harðarson, prestur í Linda-
kirkju í Kópavogi.
SKIPHOLTI 50c SÍMI 562 9090
JAN.
16.-31. .- .
1095.-
Credo, tónverk Kjartans Sveinssonar úr Sigur Rós, verður
flutt í fyrsta sinn í Kanada á Nýju tónlistarhátíðinni
í Winnipeg 1. febrúar. Sinfóníuhljómsveit
Winnipeg mun spila verkið á sérstöku kvöldi
tileinkuðu íslenskri tónlist. Þetta sama kvöld
stíga á svið Nico Muhly, Daníel Bjarnason
og Valgeir Sigurðsson frá Bedroom Comm-
unity-útgáfunni. Nýtt verk eftir Jóhann
Jóhannsson verður síðan heimsfrumflutt
á lokakvöldi hátíðarinnar, 3. febrúar, og
nefnist það A Prayer to the Dynamo.
Lokaverk kvöldsins verður Sinfónía númer
2 eftir Atla Heimi Sveinsson, sem hefur
aldrei áður verið flutt á tónleikum í Norður-
Ameríku. - fb
FRÉTTIR AF FÓLKI
„Mér fannst rosalega mikill heiður að
fá að syngja fyrir hana,“ segir Eivör
Pálsdóttir.
Hún söng fyrir Margréti Þór-
hildi Danadrottningu í tónleikahöll
Danska ríkisútvarpsins á sunnudag-
inn í tilefni þess að fjörutíu ár eru
liðin frá því að hún varð drottning.
Hin færeyska Eivör er sjálfstæðis-
sinni og veit vel að skiptar skoðanir
eru í heimalandi hennar um danska
konungsveldið. Þrátt fyrir það seg-
ist hún ekki vilja blanda saman póli-
tík og tónlist. „Hvað mig varðar þá
snýst tónlist um tilfinningar. Hvort
sem Færeyjar eru sjálfstæð þjóð eða
ekki þá verðum við að bera virðingu
hvert fyrir öðru og ég ber mikla virð-
ingu fyrir drottningunni,“ segir Eivör
sem var að syngja fyrir drottninguna
í annað sinn á ævinni.
Flutningur Eivarar á laginu May it
Be úr kvikmyndinni The Lord Of The
Rings vakti mikla hrifningu og eftir
tónleikana mætti hún á rauða dregil-
inn og heilsaði upp á drottninguna og
hitt kóngafólkið, auk Ólafs Ragnars
Grímssonar forseta og Dorritar. „Ég
var svo stressuð því ég var berfætt
og vissi ekki hvort ég mætti vera ber-
fætt fyrir framan drottningarnar og
konungana,“ segir hún og hlær. „Ég
var líka stressuð yfir því hvernig ég
átti að hneigja mig.“
Eivör er þessa dagana að
semja tónlist fyrir brúðusýn-
inguna Litla skrímslið sem
verður frumsýnd í Norræna
húsinu í febrúar.
Næstu tónleikar hennar
verða á sunnudagskvöld í
Langholtskirkju þar sem hún
syngur meðal annars lög af
væntanlegri plötu sinni. - fb
SÖNG FYRIR DROTTNINGUNA
Eivör Pálsdóttir ber mikla virðingu
fyrir Margréti Þórhildi Danadrottn-
ingu.
Berfætt fyrir framan drottninguna
Sigurjón M. Egilsson
stýrir Sprengisandi
á sunnudags morgnum kl. 10–12
Sprengisandur
kraftmikill þjóðmálaþáttur