Fréttablaðið - 18.01.2012, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 18.01.2012, Blaðsíða 21
HEILSA&NÆRING MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 2012 Kynningarblað Bætiefni, brjóstagjöf, blóðgjöf, úrelt megrunarráð og hollur matur. Græna línan selst vel Salan á Grænu línunni á Metro hefur meira en fimmfaldast á síðustu mánuðum. Markhópurinn hefur breikkað og stækkað með tilkomu hollari skyndibita. Græna línan inniheldur salöt, grill- aðar kjúklingalokur og hollt og ferskt meðlæti. Græna línan og salötin á Metro sérlega bragðgóð Við vöruþróun fáum við til okkar kröfuharða matgæðinga sem taka út alla nýja rétti sem fara á matseðlana. Markmiðið er að vera alltaf betri en samkeppnisaðilar okkar Allt grænmeti er skorið niður á staðnum og eru salötin þar af leiðandi alltaf fersk, en þau eru einnig útbúin á meðan viðskiptavinurinn bíður, sem sagt „heimalöguð“ salöt. Útkoman er fjölbreytt, holl og skemmtileg lína, sem gælir við bragðlaukana. Metro býður upp á fjölbreytni Fyrir utan Grænu línuna býður Metro upp á klassíska hamborgara. Auk þess erum við með hollar naan-lokur, en naan-lokurnar eru undir asískum áhrifum með til dæmis tikka masala og tandoori með grilluðum kjúklingi. Hægt er að velja um þrenns konar meðlæti með stjörnumáltíðum og barnaboxum í stað franskra kartaflna. Í boði eru gulrætur, mel- ónusalat og ferskt salat. Síðast en ekki síst er auðvitað val um drykki, hvort sem er gos, safi, sætt eða sykurlaust. Veitingastaðurinn Metro er fyrsti skyndi- bitastaðurinn sem gefur upp hitaeining- arnar í matnum Í vor kom fram þingsályktunartillaga um að sýna eigi hve margar hitaeiningar séu í skyndibitum. Veitingastaðir Metro hafa þegar innleitt þetta fyrirkomulag á matseðli sínum. Allir matseðlar hafa farið í gegnum nálar- auga næringarfræðings og hafa viðskiptavin- ir Metro því val um að skoða næringartöflu aftan á bakkamottunum. Frelsi snýst um val Með Grænu línunni er hægt að setja saman mál- tíð með allt frá 230 hitaeiningum. Þá er hægt að fá máltíð með allt að 600 grömmum af ávöxtum og grænmeti sem er mælt með að fólk borði á hverjum degi. Í venjulegum máltíðum er hægt að skipta út frönskum kartöflum fyrir gulrætur, melónur eða salat ef óskað er eftir því. Frelsi snýst um val. Það mikilvægasta er að fólki líði vel með eigið val. Nú er að minnsta kosti hægt að velja Betr´á Metro. Betr‘á Metro Viðskiptavinir Metro hafa tekið hinni Grænu línu staðarins fagnandi. Matseðlarnir hafa allir farið í gegnum nálarauga næringarfræðings og er hægt að sjá næringargildi í hverjum rétti. Framkvæmdastjórinn Ásgerður Guðmundsdóttir greinir nánar frá helstu áherslum en segir markmiðið fyrst og fremst að viðskiptavinir hafi val um hollari mat. Að sögn Ásgerðar er hægt að setja saman máltíð með allt frá 230 hitaeiningum með Grænu línunni á Metro. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LIFÐU SKEMMTILEGU LÍFI Í GÓÐU JAFNVÆGI Hvernig í ósköpunum getur það farið saman að njóta lífsins og lifa jafnframt heilbrigðu lífi? Þetta er spurning sem vefst fyrir mörgum. Kannski er ekki að undra þegar litið er til allra þeirra heilsuráð- legginga sem verða á vegi fólks á hverjum degi. Í raun er þetta aðeins spurningin um að finna mátulegan orkuskammt í fjörið sem fylgir skemmtilegu lífi. Orkan kemur úr kolvetni, fitu og prótíni í matnum. Mikil hreyfing kallar á mikla orku en ef fólk lifir rólegu lífi þarf það minni orku. MÆLT ER MEÐ 30 MÍN ÚTNA HREYFINGU DAG LEGA Svona brennir þú 500 kJ: Þrif (til dæmis ryksuga) 5 mín. Göngutúr (5 km/klst.) 30 mín. Skokk eða línuskautatúr 15 mín. Sjónvarpsáhorf 90 mín. Eldamennska 25 mín. Elskast heitt 10 mín. Veitingastaðurinn Metro er til húsa á tveimur stöðum í bænum: Suðurlandsbraut 56 (Skeifunni) og Smáratorgi 5 (Smáratorgi). Opið frá kl. 11-23 alla daga vikunnar. Græna línan er girnileg. Heimsborgarinn inniheldur aðeins 495 hitaeiningar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.