Fréttablaðið - 18.01.2012, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 18.01.2012, Blaðsíða 2
18. janúar 2012 MIÐVIKUDAGUR2 ÍTALÍA, AP Fimm lík fundust til viðbótar í gær í skemmtiferða- skipinu Costa Concordia, sem strandaði við Ítalíu um helgina. Þar með hafa 11 lík fundist, en alls er 29 manna saknað. Þá var í gær birt hljóðupptaka, þar sem Francesco Schettino skipstjóri heyrist neita tilmæl- um landhelgisgæslunnar um að snúa aftur um borð í skipið til að hjálpa til við björgunarstörfin. Schettino, sem áður sagðist hafa farið síðastur manna frá borði, hefur verið ákærður fyrir manndráp. - gb Fimm lík fundust til viðbótar: Skipstjóri fór of fljótt frá borði ALÞINGI Erfitt yrði að ganga fram hjá samkynhneigðum karlmönn- um ef staðgöngumæðrun í vel- gjörðarskyni yrði heimiluð. Það er mat Ragnheiðar Elínar Árnadótt- ur, fyrsta flutningsmanns þings- ályktunartillögu um að vinna eigi frumvarp sem heimili staðgöngu- mæðrun. Tillagan var rædd öðru sinni í þinginu í gær og verða greidd atkvæði um hana í dag. Skiptar skoðanir eru um málið þvert á flokka. Í tillögunni er hins vegar ekki gert ráð fyrir því að sam- kynhneigðir karlar fái rétt til að nýta sér stað- göngumæðrun. Í meirihluta- álitinu stendur að áhersla verði lögð á að það skilyrði verði sett að eingöngu sé hægt að nýta sér staðgöngu- mæðrun „ef konan getur ekki eignast barn af læknisfræði- legum ástæðum“. Meirihluti velferðarnefndar lagði til að þingsályktunartil- lagan yrði samþykkt óbreytt en tvö minnihlutaálit bárust, annað frá Valgerði Bjarnadóttur, þing- manni Samfylkingarinnar, og hitt frá Eygló Harðardóttur, þing- manni Framsóknarflokksins. Auk þeirra tveggja stóðu svo Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG, og Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, að breytingatil- lögu. Sú tillaga gerir ráð fyrir því að starfshóp verði falið að skoða álitamál um staðgöngumæðrun, í stað þess að slíkur hópur undirbúi frumvarp sem heimili staðgöngu- mæðrun. - þeb Erfitt væri að banna samkynhneigðum körlum að notfæra sér úrræðið: Skiptar skoðanir um staðgöngu RAGNHEIÐUR ELÍN ÁRNADÓTTIR DANMÖRK Leyniþjónusta dönsku lögreglunnar, PET, hefur skipað sérstakan hóp sem á að fylgjast með umræðu öfgasinna á netinu. Yfirmaður PET, Jakob Scharf, segir í viðtali við danska fjöl- miðla að ekki sé ástæða til þess að lögreglumenn margra landa fylgist með sömu ofstækisfullu umræðunum ef þeir geta skipt verkinu á milli sín og upplýsing- unum sem mögulega fást. Lýsir Scharf þess vegna eftir alþjóðlegri samvinnu í leitinni á netsíðunum. - ibs Danska leyniþjónustan: Fylgjast með netumræðu VIÐSKIPTI Til greina kom að stöðva alla sölu á reyklausu tóbaki á meðan skorið yrði úr um hvernig aðgreina megi fyllilega munn- og neftóbak. „Það voru allir mögu- leikar skoðaðir,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkis- ins (ÁTVR). Niðurstaða ÁTVR varð hins vegar að halda áfram sölu á íslensku neftóbaki en tilkynna Rolf Johansen & Co. (RJC) að hætt verði innkaupum á reyk- lausa tóbakinu Lunda. Þá verða ekki teknar í sölu nýjar tegundir á meðan úr því verði skorið hvort þessar vörur séu í raun munntóbak frekar en neftóbak. Íslenska neftóbakið var þar til í fyrrahaust eina reyklausa tóbak- ið á markaði hér í um 70 ár, en þá var hafin sala á Lunda sem RJC flytur inn frá Danmörku. „Margar vís- bendingar eru um að reyklaust tóbak sé frekar notað í munn en nef, ólíkt því sem var á árum áður. Þetta á líka við um íslenska nef- tóbakið en líkur eru á að það sé í auknum mæli notað til töku í munn frekar en nef,“ segir í umfjöllun á vef ÁTVR. Samkvæmt tóbaksvarn- arlögum má selja grófkorna neftób- ak, en bannað að selja fínkornótt neftóbak og allt munntóbak. ÁTVR hefur óskað eftir afstöðu velferðarráðuneytisins til máls- ins. Bent er á að skilgreiningar varðandi nef- og munntóbak séu óljósar og nái í gildandi lögum nær eingöngu til kornastærðar en ekki til rakastigs. „Rakastig getur hins vegar skorið úr um það hvort yfir- höfuð sé hægt að taka tóbakið í nef.“ Sigrún segir íslenska neftóbakið ekki bera skarðan hlut frá borði í samkeppni við Lunda og það ráði ekki ákvörðunum ÁTVR. Hins vegar hafi orðið mikil aukning í sölu neftóbaks undanfarin ár. „Við seldum árið 2010 25,5 tonn af nef- tóbaki og yfir 30 tonn 2011,“ bend- ir hún á. Íslenska neftóbakið segir Sig- rún hins vegar ekki geta notið ein- hverrar sérstöðu verði niðurstaða könnunarinnar sú að slík breyting hafi orðið á neysluháttum að það sé frekar notað í munn. Þá verði annað hvort að heimila notkun munntóbaks eða banna nef tóbakið alveg. Sigrún segir að enn séu til í verslunum um mánaðarbirgðir af Lunda, en búist sé við að endanleg niðurstaða fáist í skoðun á lagaum- hverfi reyklauss tóbaks eftir þrjá til fimm mánuði. olikr@frettabladid.is SPURNING DAGSINS www.mulakaffi.is I mulakaffi@mulakaffi.is OKKAR LANDSFRÆGU HJÓNABAKKAR OG ÞORRATROG HENTA VEL FYRIR STÓRA OG SMÁA HÓPA MUNIÐ AÐ PANTA TÍMANLEGA! SÍMI 553 7737 BESSASTAÐIR Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fundaði með Ban Ki-moon, fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna, á Heimsþingi hreinnar orku í Abu Dhabi á mánudag. Í tilkynningu frá embætti for- seta kemur fram að Ban hafi sýnt mikinn áhuga á að þiggja boð for- seta og íslenskra stjórnvalda um að heimsækja landið til að kynna sér nýtingu hreinnar orku, jökla- rannsóknir, samvinnu á norður- slóðum og fleira. Ólafur og Ban ræddu meðal annars nýtingu hreinnar orku og leiðir til að hamla gegn loftslags- breytingum. - bj Forsetinn hitti Ban Ki-moon: Áhugasamur um heimboð JARÐVARMI Ólafur Ragnar hvatti framkvæmdastjóra SÞ til að efla til samstarfs um nýtingu jarðvarma til að þurrka matvæli. MYND/EMBÆTTI FORSETA Elvar, varð starfshópur ráðherra sér til minnkunar? „Ef til vill, því lítið var gert með áhrif minka á minnkandi stofna svartfugla.“ Elvar Árni Lund. formaður SKOTVÍS er annar tveggja höfunda greinar þar sem starfshópur umhverfisráðherra er meðal annars gagnrýndur fyrir að meta ekki áhrif minks áður en lagt var til að veiðar á svartfugli yrðu bannaðar. Í HILLU TÓBAKSVERSLUNAR Hér getur að líta hefðbundið íslenskt neftóbak sem framleitt hefur verið frá 1940 við hlið nýja danska neftóbaksins Lunda sem verið hefur í sölu frá því í september í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SIGRÚN ÓSK SIGURÐARDÓTTIR Neftóbak kann að heyra sögunni til ÁTVR hættir innkaupum á dönsku neftóbaki meðan beðið er niðurstöðu um hvernig beri að aðgreina munn- og neftóbak. Fjöldi fólks tekur neftóbak í vörina. Mögulega þarf að heimila munntóbak eða banna neftóbak með öllu. Ásgeir Johansen, framkvæmdastjóri Rolf Johansen & Co., segist fagna skoðun ÁTVR og stjórnvalda á því hvernig greina megi í sundur nef- og munntóbak. „Það stóð aldrei annað til hjá okkur en selja neftóbak og lögðum við á okkur töluverða vinnu með ÁTVR við greiningu á kornastærð áður en kom til þess að Lundi færi í sölu,“ segir hann. Hann segir nú hafa bæst við umsóknir um leyfi til sölu á alls kyns tóbaki sem sé meira í ætt við hið „sænska snus“ og henti ekki til töku í nef þrátt fyrir að vera grófkorna. „Þetta er spurning um rakastig í tóbakinu,“ segir hann og áréttar að öll laga- skilyrði um neftóbak hafi verið uppfyllt áður en Lundi fór í sölu. Ásgeir segir hins vegar álitamál hversu langt löggjafinn eigi að seilast í setningu laga og reglna ef niðurstaðan sé sú að neytendur breyti vörunni sjálfir til að nota á annan hátt en upphaflega var til ætlast. Þekkt er að þeir sem kaupa grófkorna neftóbak væti í því með vatni eða öðrum vökva svo það henti betur til nota sem munntóbak. - óká RJC fagnar framtaki ÁTVR DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir Einari I. Mar- teinssyni, forsprakka Vítisengla, að því er RÚV greindi frá í gærkvöldi. Einar var handtekinn á föstudag, grunaður um að hafa fyrir- skipað hrotta- fengna árás á konu í Hafnar- firði. Fjórir aðrir, þrír karlar og ein kona, sitja í gæsluvarðhaldi í tengslum við málið. Ráðist var á konuna í tví- gang, og var fyrri árásin sérlega hrottaleg. Var reynt að klippa af henni fingur, sparkað var í hana og hún barin auk þess sem ummerki ofbeldis voru á kyn- færum hennar. - shá Forsprakki Vítisengla: Varðhald stað- fest í Hæstarétti EINAR MARTEINSSON SJÁVARÚTVEGUR Skip HB Granda, Ingunn AK, er nú á leið til Akra- ness með fullfermi af loðnu eða um tvö þúsund tonn. Þetta verður fyrsta loðnan sem Skaga- menn fá frá því á vertíðinni í fyrra en síðast var tekið á móti loðnu hjá verksmiðjunni á Akra- nesi í marsmánuði í fyrra. Að sögn Guðmundar Hannes- sonar, verksmiðjustjóra HB Granda á Akranesi, var alls tekið á móti um 30 þúsund tonn- um af uppsjávarfiski til bræðslu hjá verksmiðjunni á árinu 2011. Loðnuskipin eru að veiðum norðaustur af Langanesi en þar hefur verið ágæt veiði eftir að loksins gaf til veiða, og er loðnan farin að veiðast í nót. - shá HB Grandi á Akranesi: Loðnuvertíðin komin af stað KÓPAVOGUR „Þetta kom okkur mjög á óvart,“ segir Guðríður Arnardóttir, oddviti bæjarstjórnar- flokks Samfylkingarinnar í Kópavogi, aðspurð um ákvörðun Hjálmars Hjálmarssonar, fulltrúa Næstbesta flokksins, að slíta meirihlutasamstarfi í bæjar stjórn í gær. Ágreiningur var um hvernig staðið var að fyrir- hugaðri uppsögn Guðrúnar Pálsdóttur bæjarstjóra og það varð til þess að upp úr slitnaði. „Við í meirihlutanum áttum góðan fund um okkar samstarf á mánudag, en svo varð þetta niðurstaðan.“ Hjálmar segir leiðinlegt hvernig komið sé, þó hann taki á sig hluta ábyrgðarinnar. „Við vorum fyrst og fremst ósátt við vinnu- brögðin í þessu máli þó ekki hafi verið um málefna ágreining að ræða. Það var vegið að starfsheiðri Guðrúnar Pálsdóttur í þessu og við vildum ekki taka ábyrgð á þeirri framkvæmd.“ Guðríður sagði samstarfið hafa gengið ágætlega fram að þessu. Varðandi myndun nýs meirihluta segir Guðríður engar formlegar viðræður hafnar. „Yfirleitt gerist þetta hratt og mér finnst lík- legt að áður en dagurinn er úti [í dag] verði ein- hverjir farnir að tala saman, en hvort Samfylking- in verði þáttakandi í því, það hef ég ekki hugmynd um.“ - þj Bæjarstjórnarmeirihlutinn í Kópavogi fallinn vegna bæjarstjóramáls: Ósætti um vinnubrögð ollu falli GUÐRÍÐUR ARNARDÓTTIR HJÁLMAR HJÁLMARSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.