Fréttablaðið - 18.01.2012, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 18.01.2012, Blaðsíða 37
MIÐVIKUDAGUR 18. janúar 2012 25 Miðvikudagur 18. janúar 2012 ➜ Umræður 20.00 Gunnar Hersveinn rithöfundur efnir til heimspekikaffis um hvaða siða- reglur geti sameinað mannleg samfélög og unnið bug á illskunni. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir rithöfundur verður gestur kvöldsins. Umræðurnar fara fram í Gerðubergi. Allir velkomnir. ➜ Dans 20.30 Gömlu dansarnir verða dansaðir í opnu húsi hjá Þjóðdansafélagi Reykja- víkur Álfabakka 14a. Allir velkomnir og aðgangseyrir er kr. 800. ➜ Tónlist 12.15 Hádegistónleikar verða haldnir í Fríkirkjunni í Reykjavík undir yfirskriftinni Ljáðu okkur eyra. Um er að ræða vikulega tónleika þar sem dagskrá og flytjendur eru ekki auglýst fyrir fram. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. 22.00 Guðmundur Pétursson gítar- leikari heldur tónleika á Bakkus Bar í Tryggvagötu. Með honum leika Pétur Ben, Styrmir Haukson, Valdi Kolli og Kristinn Agnarsson. ➜ Fyrirlestrar 12.00 Opinn fyrirlestur undir yfir- skriftinni Talíbanistan? verður haldinn í stofu 101 í Lögbergi. Erlingur Erlingsson mun ræða um reynslu sína af vett- vangi átakanna í Afganistan, viðræður við fulltrúa skæruliða og samstarf við afganskar öryggissveitir og alþjóða- herliðið. 12.00 Konfúsíusarstofnunin Norður- ljós kynnir fyrirlestur Günters Wohlfart, Kantianism versus Confucianism, í stofu 103 í Lögbergi. Fyrirlesturinn er opinn öllum og er aðgangur ókeypis. 12.00 Bjarni Már Magnússon verður með erindi um samninga um afmörk- un landgrunnsins utan 200 sjómílna. Erindið verður flutt á ensku í stofu M101, Sólborg v/Norðurslóð í Háskól- anum á Akureyri. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Bandaríski trommarinn og tón- smiðurinn Paul Motian féll frá í nóvember síðastliðnum. Í minn- ingu Motians hefur annar banda- rískur trommari, Scott McLemore sem búsettur er á Íslandi, skipu- lagt tónleika þar sem tónsmíðum Motians verða gerð skil. Fara tón- leikarnir fram annað kvöld, 19. janúar, í Norræna húsinu og fram koma margir af færustu djasstón- listarmönnum landsins, þeir Einar Scheving, Óskar Guðjónsson, Jóel Pálsson, Sigurður Flosason, Hauk- ur Gröndal, Ólafur Jónsson, Sunna Gunnlaugs, Agnar Már Magnús- son, Kjartan Valdimarsson, Andr- és Þór Gunnlaugsson, Hilmar Jensson, Guðmundur Pétursson, Þorgrímur Jónsson og fleiri. Motian er best þekktur fyrir leik sinn í tríói píanistans Bill Evans með Scott LaFaro, sem umbylti djassheiminum með frjálsri nálg- un sinni á 6. og 7. áratugnum. Hann hljóðritaði 35 plötur í eigin nafni fyrir hinar ýmsu útgáfur og lék inn á óteljandi hljóðritanir sem meðleikari með mörgum af þekkt- ustu djassleikurum sögunnar, til að mynda Lee Konitz, Stan Getz og Thelonious Monk. Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og er aðgangseyrir 1.500 krónur. Í minningu Motians Sýningin Sæborgin: Kynjaverur og ókindur verður opnuð í Gerðarsafni laugardaginn næsta, 21. janúar, klukkan 15. Sýningin byggir á nýút- kominni bók Úlfhildar Dagsdóttur bókmenntafræðings, Sæborgin: Stefnumót líkama og tækni í ævin- týri og veruleika, sem fjallar um þá ímynd er tæknimenning og líftækni taka á sig í vitund almennings. Þema sýningarinnar eru sæborg- ir í íslenskri myndlist, eins og þær birtast í meðförum 21 íslensks myndlistarmanns. Þeir eru: Anna Hallin, Birgir Snæbjörn Birgis- son, Bjarni Hinriksson, Davíð Örn Halldórsson, Erró, Finnbogi Pét- ursson, Gabríela Friðriksdóttir, Guðrún Vera Hjartardóttir, Helga Þórsdóttir, Hugleikur Dagsson, Inga María Brynjarsdóttir, Jóhann Ludwig Torfason, Jón Gunnar Árna- son, Markmið, Olga Bergmann, Ólöf Nordal, Páll Thayer, Sara Björns- dóttir, Sigurður Örlygsson og Val- gerður Guðlaugsdóttir. Á sýningunni eru einnig mynd- bönd Bjarkar Guðmundsdóttur, gripir og bækur frá versluninni Nexus, Star Wars leikföng, ljós- myndir og myndbönd frá CCP auk stoðtækja frá Össuri. Sýningarstjórar eru Helgi Hjalta- lín Eyjólfsson myndlistarmaður og Úlfhildur Dagsdóttir. Rithöfundur- inn Sjón opnar sýninguna. Tæknimenning í Gerðarsafni KYNJAVERUR OG ÓKINDUR Sýningin er byggð á bók Úlfhildar Dagsdóttur, Sæborgin: Stefnumót líkama og tækni í ævintýri og veruleika. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI PAUL MOTIAN Kortið gildir í líkamsrækt, spinning og sund í Sundlaug Kópavogs og líkamsrækt og sund í Salalaug. Sundlaug Kópavogs / sími 570 0470 Íþróttamiðstöð Versalir / sími 570 0480 www.acticgym.is FRÍR PRU FUTÍ MI UN DIR LEIÐ SÖGN ÞJÁL FARA Hring ja þa rf og pant a tím a TILBOÐ GILDIR TIL 20. JANÚAR 2012 Það g era a ðeins 2.83 3 kr. á mán uði. V axtal ausar Visa/ Euro- léttgr eiðslu r í bo ði Í LÍKA MSRÆ KT O G SU ND Á AÐ EINS 33.9 90 K R.ÁRS KORT D Ý N U R O G K O D D A R Jafnvægi mýktar og stuðnings Faxafeni 5, Reykjavik

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.