Fréttablaðið - 18.01.2012, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 18.01.2012, Blaðsíða 34
18. janúar 2012 MIÐVIKUDAGUR22 BAKÞANKAR Ragnheiðar Tryggva- dóttur 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. nautasteik, 6. í röð, 8. sægur, 9. fæða, 11. ullarflóki, 12. úrræði, 14. fita, 16. hæð, 17. skammstöfun, 18. nár, 20. núna, 21. engi. LÓÐRÉTT 1. skraf, 3. kringum, 4. skírnarnafn, 5. húsfreyja, 7. sígild list, 10. umfram, 13. síðan, 15. að auki, 16. árkvíslir, 19. mun. LAUSN LÁRÉTT: 2. buff, 6. jk, 8. mor, 9. ala, 11. rú, 12. lausn, 14. skvap, 16. ás, 17. ofl, 18. lík, 20. nú, 21. akur. LÓÐRÉTT: 1. hjal, 3. um, 4. fornafn, 5. frú, 7. klassík, 10. auk, 13. svo, 15. plús, 16. ála, 19. ku. Jólatréð stendur enn í stofunni hjá mér þó að komið sé fram yfir miðjan janúar. Skrautlaust reyndar. Ég hef ekki komið því í verk að þvælast með það í Sorpu enda tréð rétt um tveir metrar á hæð og mikið um sig. Ég mikla fyrir mér að troðast með það niður stigaganginn og hvað þá að fóta mig með það í hálkunni á útitröpp- unum. Hef heldur ekki leyst þá gestaþraut að koma því inn í fjölskyldubílinn, svo í stofunni stendur það enn eins og plássfrek pottaplanta. ÞETTA er sem betur fer barrheld- in tegund. Stofugólfið hefur því ekki breyst í villtan skógarbotn enn þá né hafa barrnálar stung- ist í iljarnar svo nokkru nemi. Mér skilst líka að vökvi ég tréð reglulega geti það haldið barri langt fram á vor, jafnvel vaxið um nokkra sentimetra í hlýrri stofunni hjá mér! Það truflar mig því ekkert að ráði enn þá þar sem það trónir, þó það skyggi á útsýnið frá hornglugganum. MEÐ nýju ári ganga oft breyttir tímar í garð og fyrir marga er það léttir að taka niður jólaskrautið. Ganga frá jólunum ofan í geymslu og afmá merki undanfarinna vikna af heimilinu. Hreinsa til, taka á móti nýju ári og hækk- andi sól með hreint borð, strengd heit og stóra drauma. MEÐAN jólatréð stendur enn í stofunni er einhvern veginn ekki búið að opna dyrnar inn í nýja árið. Þó að smákökudunkar hafi tæmst og matseðill vikunnar fallinn í hversdagslegt horf standa lausir endar út af borðinu. Áramótaheitin hafa ekki tekið gildi og maður leyfir sér að mara í hálfu kafi, í einhvers konar millibilsástandi. Stingur sér enn undir teppi eftir kvöld- matinn eins og á jólunum, í stað þess að brjóta saman þvottinn. EINHVERJIR gætu kallað það veruleika- flótta að slá nýja árinu svona á frest. Ég tek ekki svo djúpt í árinni, ekki svona um miðjan janúar. Kann ágætlega við óbreytt ástand og er farin að líta á jólatréð sem „bandamann“ minn í þessu tilbúna milli- bilsástandi, einhvers konar frímiða inn í nýja árið. Meðan það heldur barri er ég stikkfrí. ÉG laumast því til að vökva það af og til. Sópa saman barrnálunum sem þó hafa dott- ið og snyrti svolítið í kring. Undarleg garð- vinna, sem ég veit auðvitað að mun taka enda. Þegar ég þykist tilbúin í slaginn. Á frímiða inn í nýja árið Síð- asti! Fullt af flottu dóti hérna Camilla! Já, er það? Þetta minnir nú á allt draslið sem þú barst út! Þú hefur munn- inn fyrir neðan nefið, krullu- haus! Þú þekkir kannski þessi andlit hér? Komiði sæl! Ég hef saknað þessara drengja. Kynþokkafulli Ace, lostafullar varir Pauls, daðursfullt augnaráð Peters.. Svo ekki sé minnst á tunguna á Gene... Á ég að fara aftur? Ég fer, þú verður eftir! Heyrumst! Ég skal sjá um það. Hvernig eigum við að fara að því stöðva þetta partí? En hvernig? Það eru örugglega hundruð unglinga hérna og... Allir út! ég er tannlæknir og er ekki hræddur við að sanna það! Vó. Þegar ég var á ykkar aldri langaði mig rosalega mikið í fjarstýrða flugvél í jólagjöf. Ég grátbað jólasveinana um að gefa mér flugvélina og á aðfangadag rættist draumurinn! Skiljið þið hvað ég á við? En vitið þið hvað? Ég varð fljótlega leiður á flugvél- inni. Það var skemmtilegra að óska þess að eiga hana heldur en að eiga hana í alvöru. Jólasvein- arnir gefa þér það sem þú vilt ef þú ert nógu ákveðinn! Frábær saga, pabbi. Þú hefur gefið okkur nýja von! Ohh! Svína- fréttir Krossgáta H R Í N H R Í N H R Í N R N Í H Í FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT: 512 5100 | STOD2.IS SNÝR AFTUR Á STÖÐ 2 Í KVÖLD KL. 21.00

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.