Fréttablaðið - 18.01.2012, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 18. janúar 2012 15
Ríkisstjórnin hefur á liðnu kjörtímabili staðið fyrir
umfangsmestu breytingum á
Stjórnarráði Íslands í lýðveld-
issögunni. Skýrsla rannsóknar-
nefndar Alþingis kallaði á slíkar
breytingar og í samstarfsyfirlýs-
ingu ríkisstjórnarflokkanna er
að finna metnaðarfull áform um
fækkun ráðuneyta.
Nýverið voru samþykkt ný
heildarlög um Stjórnarráð
Íslands í þessu skyni og þær
breytingar sem gerðar voru á
ráðherrahópi ríkisstjórnarinn-
ar á síðasta degi liðins árs eru
liður í síðasta stóra áfanganum
til að uppfylla áform ríkisstjórn-
arinnar um gagngerar breyt-
ingar á skipulagi og starfsemi
Stjórnarráðsins.
Þrír forsætisráðherrar – fjórir
utanríkisráðherrar
Nú þegar hefur ráðherrum rík-
isstjórnarinnar verið fækkað í
9 og áformað er að ganga skref-
inu lengra síðar á þessu ári. Þá
verða ráðherrar orðnir 8, en
voru 12 í upphafi kjörtímabils-
ins. Stjórnarandstaðan hefur
reynt að setja þessar umfangs-
miklu breytingar í neikvætt
ljós og er því haldið fram að svo
tíðar ráðherrabreytingar valdi
óæskilegum óstöðugleika sem
skaði Stjórnarráðið. Það hefur
jafnvel verið gefið í skyn að hér
sé um eitthvert einsdæmi að
ræða.
Vegna þessa er rétt að undir-
strika að þrátt fyrir þessar
miklu breytingar á umfangi og
skipulagi Stjórnarráðsins eru
ráðherrabreytingar í tíð núver-
andi ríkisstjórnar umtalsvert
færri og umfangsminni en þær
breytingar sem gerðar voru á
kjörtímabilinu á árunum 2003-
2007. Þá voru fimm sinnum gerð-
ar breytingar á ríkisstjórnum,
þrátt fyrir að ekki væri verið
að vinna í mikilli fækkun ráðu-
neyta eins og nú. Þá gegndu
fjórir einstaklingar embætti
utanríkisráðherra og þrír ein-
staklingar embætti forsætis-
ráðherra á einu og sama kjör-
tímabilinu. Fram til þessa hef ég
ekki heyrt liðsmenn Framsókn-
arflokks eða Sjálfstæðisflokks
eyða mörgum orðum á meintan
óstöðugleika sem þessu hlýtur
að hafa fylgt, ekki síst tíð skipti
á forsætisráðherra, ef marka má
orð þeirra núna.
Sameining málaflokka og skýrari
verkaskipting
Helsta breytingin sem nú er
unnið að er stofnun nýs atvinnu-
vegaráðuneytis. Uppistaðan í
því verða verkefni sjávar útvegs-
og landbúnaðarráðuneytis og
iðnaðarráðuneytis en talið er
skynsamlegt að skipan ráðu-
neyta sé óháð atvinnugreinum
og eitt og sama ráðuneytið þjóni
öllum atvinnugreinum en ekki
bara sumum eins og er í dag.
Stórar greinar eins og versl-
un og þjónusta og ferðaþjón-
ustan hafa m.a. kvartað undan
misvægi í skipan ráðuneyta að
þessu leyti. Þessi breyting mun
því efla og styrkja þjónustu
stjórnvalda við atvinnulífið.
Samhliða er gert ráð fyrir
breyttu hlutverki umhverfis-
ráðuneytisins og það verði
umhverfis- og auðlindaráðu-
neyti en í dag er fyrirkomulag
auðlindamála breytilegt eftir
flokkum auðlinda og takmarkað
samræmi í verkaskiptingu milli
ráðuneyta á sviði auðlindamála.
Jafnframt mun á vettvangi
sérstakrar ráðherranefndar lagt
faglegt mat á kosti og galla þess
að gera breytingar á efnahags-
og viðskiptaráðuneytinu. Hér er
um nýja hugmynd að ræða sem
mikilvægt er að meta vandlega
áður en í hana verður ráðist og
tryggja að ábyrgðinni á stjórn
efnahagsmála verði ekki dreift
á mörg ráðuneyti. Sú stefna er
og verður leiðarljós ríkisstjórn-
arinnar í þessum efnum.
Stærri og öflugri ráðuneyti
Markmiðið með fækkun ráðu-
neyta er að til verði öflugar
stjórnsýslueiningar þar sem
meira svigrúm verður til stefnu-
markandi vinnu, betri yfirsýn
verður yfir málaflokka og betri
samskipti verða við stofnanir
og auðveldara verður að sam-
þætta stefnur og áherslur í
málaflokkum. Þá hefur sýnt sig
að fjárhagslegt hagræði felst
einnig í þessum breytingum
en við stofnun velferðarráðu-
neytis og innanríkisráðuneyt-
is fækkaði ráðuneytisstjórum
í Stjórnarráði Íslands um tvo
og skrifstofustjórum um 13. Þá
hefur heildarstarfsmannafjöldi
lækkað sem og fjárhagsrammi
sameinaðra ráðuneyta sem er
nú tugmilljónum króna lægri á
fjárlögum 2012 en árið 2010 og
þannig raunlækkun veruleg.
Með fækkun ráðuneyta og
nýjum lagagrunni um Stjórnar-
ráð Íslands hafa því verið
stigin mikilvæg framfara-
skref. Stjórnarráðið hefur
lært af reynslunni og brugðist
kröftuglega við.
Fækkun ráðuneyta og
efling Stjórnarráðsins
Stjórnmál
Jóhanna
Sigurðardóttir
forsætisráðherra
KEMUR HEILSUNNI Í LAG
ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA / FÆST Í APÓTEKUM UM LAND ALLT
LITLAR VÍTAMÍNTÖFLUR SEM GOTT ER AÐ GLEYPA
SJÁ NÁNAR Á VITAMIN.IS
EIN TAFLA Á DAG SYKURLAUSAR