Fréttablaðið - 18.01.2012, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 18.01.2012, Blaðsíða 8
18. janúar 2012 MIÐVIKUDAGUR8 Minna hugsað um hagsmuni neytendanna Stjórnsýslufræðingur segir mistök við opinbert eftirlit sýna fram á alvöruleysi í vinnubrögðum og virðingarleysi gagnvart neytendum. STJÓRNSÝSLA Misbrestur á eftir- liti víða innan stjórnsýslunnar hér á landi er þess valdandi að oft er lítið tillit tekið til hagsmuna almennings. Þetta er álit stjórn- sýslufræðings sem spurður er út í hin mörgu tilvik sem komið hafa fram síð- ustu misseri þar sem eftirlits- stofnanir hafa verið sakaðar um sinnuleysi í umhverfis- og lýðheilsumál- um. „Ef stjórn- tæki opinberra aðila eiga að vera meira en hugmyndir þarf sterkt eftirlit til að virkja þau tæki,“ segir Sigurbjörg Sigur- geirsdóttir, lektor í opinberri stefnumótun við stjórnmálafræði- deild Háskóla Íslands, í samtali við Fréttablaðið. „Hér á landi virðist vera takmarkaður skilningur á því hvernig umgjörð eftirlits á að vera og hvernig á að búa að því svo að það virki sem skyldi.“ Sigurbjörg segir að eðli málsins vegna sé eftirlit almennt vanda- samt verkefni og mögulega lítt eftirsóknarvert. „Það felur í sér ákveðið opinbert inngrip í starf- semi aðila á markaði og þykir ekki vinsælt, enda getur það verið álitið íþyngjandi fyrir markaðinn.“ Hún bætir því við að eftirlit sé vandasamt ferli í sjálfu sér, enda feli það í sér endurtekningar og sjálfvirkni í framkvæmd sem geti leitt af sér yfirsjónir. „Það er jafnan viðurkennt að líftími eftirlits sé stuttur. Það veikist þar sem tengsl og jafnvel kunningsskapur myndast milli eftirlitsaðila. Þess vegna verður að vera stöðug endurnýjun á verk- ferlum og vinnulagi til að tryggja gæði og öryggi eftirlitsins.“ Sigurbjörg segir að smæð sam- félagsins hér á landi auki enn á þessa tilhneigingu. „Hér er nánd- in enn þá meiri. Fólk fer að þekkj- ast of náið og eftirlitsaðilar treysta því þá að menn séu að vinna eins og ráð er fyrir gert. Svo er nánd- in við stjórnmál mikil hér á landi og því aukin hætta á að aðilar á markaði kvarti undan eftirliti við stjórnmálamenn og reyni þannig að kippa í spotta.“ Loks segir Sigurbjörg að of lítið aðhald sé við eftirlitsstofn- anir, bæði frá markaðsaðilum og almenningi, sem skrifist að miklu leyti á fámennið hér á landi. „Svo virðist ríkja víða einhvers konar landlægt alvöruleysi í eftir- liti. Matvælastofnun sem heimil- ar það að klárað sé að selja birgð- ir af salti sem stenst ekki ákveðna staðla sýnir fram á alvöruleysi og virðingarleysi gagnvart neytend- um.“ thorgils@frettabladid.is 1. Hvað heitir bæjarstjórinn í Kópavogi, sem hefur verið tilkynnt að verði sagt upp starfi? 2. Hver var markahæstur íslenska landsliðsins í leiknum gegn Króötum á EM í handbolta á mánudag? 3. Hver var valinn besti leikarinn í dramamynd á nýafstaðinni Golden Globe-verðlaunahátíð? SVÖR 1. Guðrún Pálsdóttir 2. Guðjón Valur Sigurðsson 3. George Clooney Danmörk Samstarfsla nd Ambient e 2012 Stærstu tilboðin, mikilvægustu straumar og stefnur, bestu hugmyndirnar fyrir vöruúrvalið. Leiðandi vörusýning heims neysluvara fær markaðinn til að blómstra og verður til þess að fyrirtæki ná árangri. Þar má hitta fl eiri en 4.500 alþjóðlega sýnendur sem sýna einstakt úrval af vörum – Þetta tryggir góð viðskipti og er undirstaða árangurs. Nálgast má upplýsingar og pöntun aðgöngumiða í forsölu á 10. – 14. 2. 2012 AÐALFUNDUR VIÐSKIPTARÁÐS 2012 Miðvikudaginn 15. febrúar kl. 11:00 á Hilton Reykjavík Nordica (Salur I) Fulltrúum allra aðildarfélaga Viðskiptaráðs Íslands er heimilt að sækja fundinn. Síðasti frestur til að koma að lagabreytingatillögum er þremur vikum fyrir auglýstan fund og skulu berast stjórn ráðsins. Dagskrá aðalfundar er samkvæmt 9. grein laga ráðsins: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Reikningar bornir upp til samþykktar. 3. Úrslit formanns- og stjórnarkjörs tilkynnt. 4. Lagabreytingar. 5. Kosning kjörnefndar. 6. Tekju- og gjaldaáætlun kynnt og árgjöld ákvörðuð. 7. Önnur mál. Nánari upplýsingar um fundinn, stjórnarkjör og atkvæðagreiðslu má finna á vef Viðskiptaráðs: www.vi.is VIÐSKIPTARÁÐ ÍSLANDS ICELAND CHAMBER OF COMMERCE Sameiginlegur vettvangur íslensks viðskiptalífs í 95 ár 1917-2012 TÆKNI Netglæpamenn beina nú sjónum sínum að vefsíðum sem bjóða upp á netleiki fyrir börn. Vírusvarnafyrirtæki verða í auknum mæli vör við vírusa sem tengjast slíkum síðum, sam- kvæmt frétt á vef BBC. Börn eru oft síður vör um sig á netinu og ólíkt þeim sem eldri eru átta þau sig ekki á því að með því að fara inn á ákveðnar síður, eða hlaða niður skrám, eru þau að opna aðgang netglæpa- manna að tölvunni sem þau sitja við. - bj Nýjar leiðir netglæpamanna: Dreifa óværu í gegnum leiki SIGURBJÖRG SIGURGEIRSDÓTTIR UNGVERJALAND, AP Framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins segir að nokkur ákvæði nýrrar stjórnar- skrár, sem tók gildi í Ungverja- landi um áramótin, standist ekki reglur Evrópusambandsins. Stjórnarskránni þurfi því að breyta aftur, að öðrum kosti mega Ungverjar búast við refsiaðgerð- um af hálfu ESB. „Ungverjaland er lykilþátttak- andi í Evrópufjölskyldunni og við viljum ekki að minnsti vafi leiki á því hvort þar sé borin virðing fyrir lýðræðisreglum og -gildum,“ sagði José Manuel Barroso, forseti framkvæmda- stjórnar ESB. Evrópusam- bandið krefst svara frá ung- verskum stjórn- völdum innan má naða r og gefur sér síðan tvo mánuði til að fara yfir þau svör. Um er að ræða ákvæði sem brjóta gegn reglum ESB um sjálf- stæði seðlabanka og persónu- vernd, ásamt ákvæðum um lækk- un eftirlaunaaldurs dómstóla. Þá vill framkvæmdastjórnin fá frek- ari upplýsingar frá ungverskum stjórnvöldum um almennt sjálf- stæði dómstóla í landinu. Evrópusambandið hefur hótað því að hefja ekki viðræður um fjárhagsaðstoð, sem Ungverj- ar hafa beðið um, fyrr en sjálf- stæði seðlabanka Ungverjalands hefur verið tryggt. Framkvæmda- stjórnin getur einnig farið með málið fyrir Evrópudómstólinn. - gb Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fer í hart gegn Ungverjalandi: Stjórnarskránni þarf að breyta JOSÉ MANUEL BARROSO Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, spurði Steingrím J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, á þingi í gær hvað hann hygðist gera í málefnum Matvælastofnunar, sem heimilaði Ölgerðinni að selja afgangs- birgðir af iðnaðarsalti til matvælaframleiðslu. „Trúverðugleiki Matvælastofnunar er algjörlega horfinn og það mun enginn treysta Matvælastofnun framar meðan sömu stjórnendur eru þar við völd. Krafan frá almenningi er skýr um að forstjóri, stjórnendur og þeir starfsmenn sem bera ábyrgð á málinu verði látnir fara.“ Steingrímur svaraði því til að málið væri alvarlegt og hann hefði talið óráðlegt að heimila fyrrnefnda sölu. „Auðvitað er ævintýri líkast að þessi notkun skuli hafa átt sér stað framan við allra augu í á annan áratug.“ Hann minnti á að frumábyrgð lægi hjá heildsölum og eftir það hjá kaupendum sem nota saltið í matvæli. „Það léttir þó vitanlega ekki þeim skyldum og ábyrgðum af eftirlits- stofnununum að standa líka sína plikt.“ Trúverðugleikinn „algjörlega horfinn“ EFTIRLIT Stjórnsýslufræðingur segir eftir- liti ábótavant. Myndin tengist fréttinni ekki beint. NORDICPHOTOS/GETTY VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.