Fréttablaðið - 18.01.2012, Blaðsíða 25
KYNNING − AUGLÝSING Heilsa & næring18. JANÚAR 2012 MIÐVIKUDAGUR 5
Sá banki Íslands sem allir hugsa jákvætt til er Blóð-bankinn. Erna Björk Guð-
mundsdóttir, deildarstjóri í blóð-
töku, segir landsmenn hafa svarað
vel ákalli bankans fyrir jólin og því
hafi hann farið með góða lagerstöðu
inn í hátíðarnar. Hálka og veikindi
hafi síðan hamlað för gefenda í
bankann. Alltaf fari jafn mikið út af
blóði vegna aðgerða og til sjúklinga
í krabbameinsmeðferð eða vegna
annarra veikinda. „Við þurfum sjö-
tíu blóðgjafa á dag að meðal tali, til
að viðhalda lagerstöðu. Alla jafna
næst það en það getur verið mis-
munandi eftir dögum og vikum.“
segir hún og tekur fram að opið sé
til klukkan 19 á mánudögum og
fimmtudögum.
Úr hverri gjöf á blóði er hægt að
vinna þrjár afurðir sem hafa mis-
munandi fyrningartíma að sögn
Ernu Bjarkar. Rauðkornaþykkni
geymist í sex vikur í kæli, blóðflög-
ur sem unnar eru úr blóðinu þola
fimm sólarhringa geymslu en blóð-
vökvinn, plasminn, geymist tvö ár í
frysti. En er bankinn áskrifandi að
blóði úr vissum hópi eða hvernig fer
söfnunin fram?
„Við sendum SMS og hringjum í
dyggt stuðningsfólk og blóðsöfnun-
arbíllinn fer alltaf tvær ferðir á viku
og stundum þrjár. Í dag er hann á
Selfossi, þar eigum við stóran hóp
af blóðgjöfum sem gefa reglulega og
sama má segja um Suðurnesin. Svo
förum við líka í skóla, til að byggja
upp nýja gefendahópa. Það er stöð-
ug vinna við að fá fleiri inn, því allt-
af detta einhverjir út.“ Erna Björk
segir ýmsar hindranir geta verið
fyrir því að fá að gefa blóð og nefn-
ir til dæmis að fólk megi ekki vera
nema á vissum lyfjum. Í Blóðbank-
anum er alltaf heitt á könnunni og
þar er súpa til reiðu fyrir blóðgjafa
í hádeginu. Alltaf er mældur blóð-
þrýstingur og púls hjá blóðgjöfum
svo heimsókn í bankann er ákveð-
in heilsufarsskoðun í leiðinni. Gef-
endur fá líka kort sem blóðflokkur
þeirra er merktur á.
Erna Björk segir blóðgjafa vera
einstakt fólk sem gefi af sjálfu sér til
samfélagsins og láti gott af sér leiða.
- gun
Þarf að meðaltali
sjötíu blóðgjafa á dag
Í vondri færð og á veikindatímabilum dregur úr heimsóknum í Blóðbankann en þess á
milli eru landsmenn viljugir að leggja inn, enda þarf sjötíu blóðgjafa á dag.
Erna Björk Guðmundsdóttir, deildarstjóri í blóðtöku, og Brynja Finnsdóttir blóðgjafi.
MYND/VALLI
ÍS
L
E
N
SK
A
S
IA
.I
S
M
S
A
5
79
62
0
1
/1
2
100%
HÁGÆÐA
MYSUPRÓTEIN
MS.IS
PRÓTEINDRYKKURINN
SEM ÍSLENDINGAR FÁ ALDREI NÓG AF
Fólk sem vinnur við skrifborð þarf að standa oftar upp úr stól-
um sínum. Það ætti frekar að ræða við samstarfsfélaga augliti til
auglitis en að senda þeim tölvupóst, að því er kemur fram í rann-
sókn á vegum háskólans í Loughborough. Hún gefur til kynna að
skrifstofufólk eyði að jafnaði fimm tímum og 41 mínútu við skrif-
borðið á degi hverjum. Að sögn rannsakenda virðist fólk hreinlega
gleyma því að standa upp.
„Við erum sífellt að eldast og vinnum lengur fram eftir ævinni. Til
að geta unnið lengur verður að huga að heilsunni,“ segir
dr. Myanna Duncan sem stýrði rannsókninni. Hún segir marga
eyða jafn miklum tíma við skrifborðið og í rúminu. Þeir sem sitja
í vinnunni eru að sögn dr. Duncan sömuleiðis líklegri til að sitja
heima og ætti fáum að koma á óvart að mikil kyrrseta tengist
offitu með óyggjandi hætti.
„Við verðum að vera meðvitaðri um hversu mikið við sitjum.
Sumir þurfa einfaldlega að minna sig á það og gagnast jafnvel að
líma gulan minnismiða á tölvuskjáinn.“
Mikilvægt að standa
upp frá skrifborðinu