Fréttablaðið - 18.01.2012, Blaðsíða 10
18. janúar 2012 MIÐVIKUDAGUR10
NOREGUR „Noregur er í dag miklu
nátengdari ESB en flestir gera sér
grein fyrir,“ segir í 900 blaðsíðna
skýrslu sem Evrópunefnd norska
þingsins kynnti í gær. Nefndin
segir að jafnvel þótt höfuðdrætt-
irnir í sambandi Noregs við ESB
hafi fyrir fram verið þekktir þá
hafi sífellt eitthvað verið að koma
nefndar mönnum á óvart í starfinu.
Nefndin hefur undanfarin tvö ár,
að beiðni norsku ríkisstjórnarinnar,
skoðað alla þætti samningsins um
Evrópska efnahagssvæðið og áhrif
hans á Noreg.
Niðurstaðan er meðal annars sú
að stærsta vandamálið við aðild
Noregs að EES felist í því að Noreg-
ur hefur skuldbundið sig til þess að
hlíta bæði stefnu Evrópusambands-
ins og lagasafni þess á mjög breiðu
sviði, án þess að hafa aðild að ESB
eða atkvæðisrétt innan ESB.
„Þetta er það verð sem Noregur
greiðir fyrir að njóta ávinningsins
af evrópskum samruna án þess að
vera meðlimur í þeim samtökum
sem knýja áfram þróunina,“ segir
í skýrslunni.
Meira en þriðjungur norskra
laga er settur á grundvelli eða að
kröfu laga Evrópusambandsins.
Noregur hefur, rétt eins og Ísland
og Liechten stein, tekið upp meira en
sex þúsund lög eða reglugerðir frá
Evrópusambandinu.
Noregur hefur hins vegar á þess-
um tíma aðeins fengið 55 undanþág-
ur frá reglum Evrópusambandsins,
en Ísland hefur fengið 349 undan-
þágur samþykktar og Liechtenstein
1.056.
Nefndin kemst engu að síður að
þeirri niðurstöðu að í heildina tekið
hafi EES-samningurinn þjónað
norskum hagsmunum vel.
Jonas Gahr Støre, utanríkisráð-
herra Noregs, segir niðurstöður
nefndarinnar ekki gefa neitt til-
efni til þess að segja upp EES-
samningnum. Tvíhliða fríverslun-
arbandalag við Evrópusambandið,
sem norskir andstæðingar samn-
ingsins vilja að komi í staðinn, sé
ekkert annað en hugarburður.
„Ég tel að samningurinn sé mikil-
vægari fyrir Noreg í dag en hann
var árið 1994,“ segir utanríkisráð-
herrann í viðtali við norskt dag-
blað. Kreppan á evrusvæðinu á síð-
ustu árum hafi sýnt enn betur fram
á mikilvægi samningsins fyrir
Noreg.
Norska nefndin hefur fengið fjöl-
marga sérfræðinga sér til aðstoð-
ar, þar á meðal Eirík Bergmann
Einars son sem tók saman upplýs-
ingar um áhrif EES á Ísland.
gudsteinn@frettabladid.is
BANDARÍKIN Enska útgáfan af
Wikipediu verður lokuð í dag. Með
þessu vilja aðstandendur síðunnar
mótmæla áformum bandarískra
þingmanna um að
herða reglur um
netnotkun.
Tvö frumvörp
hafa verið lögð
fram á Bandaríkja-
þingi sem snúast
um að heimilt verði
að loka vefsíðum
sem auðvelda þjófn-
að á hugverkum, auk þess sem
öðrum netsíðum verður óheimilt að
birta tengla á slíkar síður.
Baráttufólk fyrir frjálsri net-
notkun óttast að með þessu verði
stjórnvöldum gert auðveldara að
loka vefsíðum, sem teljast óæski-
legar, án þess að óháðir dómstólar
fjalli um málið. - gb
JIMMY WALES
Mótmæla lagafrumvarpi:
Wikipedia lok-
uð í sólarhring
Bíldshöfði 20 Miðhraun 2
Garðabæ
TIL LEIGU
Frábær verslunarstaðsetning við brúnna hjá IKEA.
Eigum annars vegar 1000 m2 rými og hins vegar
2000 m2 rými laust. Miklir möguleikar á að aðlaga
húsnæðið að þörfum leigutaka.
Frábær staðsetning og miklir möguleikar.
Eigum laus nokkur verslunar-, skrifstofu- og þjónusturými
í ýmsum stærðum, eins er hluti kjallara laus.
Nánari upplýsingar veitir Steinn Jóhannsson í síma 842 4909 eða steinnj@smaragardur.is
Smáragarður, Bíldshöfða 20, 110 Reykjavík, sími 585 2900, www.smaragardur.is
RAFTÆKI Íslendingar keyptu talsvert
meira af raftækjum innanlands fyrir
síðustu jól en árið áður. Verslun stóð þó
í stað. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
VIÐSKIPTI Íslendingar versluðu
svipað mikið innanlands nú fyrir
jólin og ári áður. Jókst velta í
dagvöruverslunum um 0,4 pró-
sent í desember miðað við sama
mánuð ári fyrr. Þetta kemur
fram í tölum Rannsóknarseturs
verslunarinnar sem birtir mánað-
arlega smásöluvísitölu.
Þetta er heldur minni vöxtur en
mældist í öðrum mánuðum 2011.
Jókst verslun um 2,1 prósent að
meðaltali í hverjum mánuði á
árinu 2011 miðað við sama mánuð
ári fyrr.
Fyrir jólin varð mest aukning
í sölu á raftækjum en velta með
þau var 15,2 prósentum hærri á
föstu verðlagi en árið 2010. Fata-
verslun dróst hins vegar saman
um 3,2 prósent. - mþl
Rannsóknarsetur verslunar:
Jólaverslunin
svipuð og 2010
Á HESTI GEGNUM ELDHAFIÐ Á hverju
ári er haldin hátíð heilags Antoníusar
í bænum San Bartolome á Spáni,
þar sem knapar ríða hestum sínum
gegnum eldhaf. NORDICPHOTOS/AFP
JONAS GAHR STØRE Utanríkisráðherra Noregs segir að tvíhliða fríverslunarsamningur
við ESB sé ekkert annað en hugarburður. NORDICPHOTOS/AFP
Segja vandann við
EES skort á lýðræði
Norska Evrópunefndin segir EES-samninginn hafa þjónað norskum hagsmun-
um vel, en gallinn sé sá að Norðmenn taki ekki þátt í ákvörðunum. Utanríkis-
ráðherra Noregs telur EES-samninginn mikilvægari nú fyrir Noreg en árið 1994.