Fréttablaðið - 18.01.2012, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 18.01.2012, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 18. janúar 2012 11 ÞJÓÐARÖRYGGI Útilokað er að nefnd sem móta á þjóðaröryggisstefnu Íslands ljúki störfum í júní eins og Alþingi samþykkti í septem- ber síðastliðnum þar sem enn er ekki búið að skipa nefndina. Þetta segir Ragnheiður Elín Árnadótt- ir, tilvonandi fulltrúi Sjálfstæðis- flokksins í nefndinni. Alþingi samþykkti 16. septem- ber tillögu Össurar Skarphéðins- sonar utanríkisráðherra um að hann fengi umboð til að skipa nefndina. Engin þjóðaröryggis- stefna hefur verið til hér á landi, og hefur þörfin fyrir hana aukist frá því að bandaríska varnarliðið hvarf af landi brott árið 2006. Samkvæmt ákvörðun Alþingis eiga Samfylkingin, Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn- arflokkur að skipa tvo þingmenn í nefndina og Hreyfingin einn. For- maður nefndarinnar verður skip- aður af utanríkisráðherra. Ragnheiður Elín segir að Sjálf- stæðisflokkurinn hafi tilnefnt sína fulltrúa seint á síðasta ári, en síðan hafi ekkert gerst, og nefndin ekki verið skipuð af ráðherra. Vegna þessa segir hún fráleitt að ætla sér að ljúka við gerð þjóðar- öryggisstefnu fyrir lok júní, eins og samþykkt var á Alþingi. Útilok- að sé að vinna undir slíkri tíma- pressu, enda lögð áhersla á að ná samstöðu um stefnuna. Fjallað verður um fjölbreytt mál í nefndinni, svo sem ógnir af völdum hryðjuverka, skipulagðrar glæpastarfsemi, náttúruhamfara, stórslysa og netárása. Líklegt er að mestur styr muni standa um stefnu Íslands þegar kemur að hefðbundnum hernaðarvörnum. Ekki náðist í Össur Skarphéðins- son utanríkisráðherra vegna máls- ins í gær. - bj MJÓLK Í KÆLI Fjörmjólk hefur tekið sölukipp eftir að settur var á fernurnar tappi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR LANDBÚNAÐUR Í desember seldist 26 prósentum meira smjör en í sama mánuði ári fyrr, að því er fram kemur á vef Landssamtaka kúabænda. Sagt er greinilegt að landsmenn hafi tekið jólabakst- urinn föstum tökum þessi jól. „Þá er mikið flug á Fjörmjólk- inni. Eftir að tappi var settur á fernurnar síðastliðið sumar hefur söluaukningin verið um 45 prósent miðað við sömu mánuði í fyrra,“ segir á vefnum. Vitnað er til talna Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði sem sýna að heildarinnvigtun mjólkur hafi í fyrra verið 124,4 milljónir lítra, eða eins prósents aukning frá fyrra ári. - óká Mjólkurinnvigtun jókst aðeins: Smjör seldist vel fyrir jólin HEILBRIGÐISMÁL Veikindi sem upp komu síðla árs 2011 í nautgripum og sauðfé í Þýskalandi, Hollandi og Belgíu hafa verið rakin til veiru sem ekki hefur greinst áður og er nú kölluð „Schmallenberg virus“. Fram kemur á vef Matvæla- stofnunar að veiran berist milli dýra með skordýrum, oftast smámýi af tegundinni Culicoides, sem ekki lifi á Íslandi svo vitað sé. Því er sagt mjög ólíklegt að nýja veiran berist hingað til lands. Veikindin eru sögð standa stutt yfir í skepnunum og lýsi sér með slappleika, skitu, lystarleysi og falli í nyt. „Í sauðfé hefur veiran greinst í lömbum með meðfædda vansköpun.“ - óká Nýr vírus finnst í skepnum: Veldur slapp- leika og skitu JAFNRÉTTI Bæjarráð Hafnarfjarð- ar hvetur þingmenn til þess að afnema lög um orlof húsmæðra. Er það samdóma álit bæjar- ráðsins að umrædd lög séu ekki aðeins tímaskekkja, heldur einn- ig í hróplegu ósamræmi við gild- andi lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Jafnframt sé um að ræða fjárhagslega kvöð. Benda fulltrúar bæjarráðs á að lög um húsmæðraorlof hafi ekki verið sett til að jafna launamun kynjanna, heldur hafi þeim verið ætlað að jafna hlut þeirra fjöl- mörgu kvenna sem ekki nutu lög- bundinna orlofsréttinda þar sem þær voru ekki launþegar. - ibs Bæjarráð Hafnarfjarðar: Alþingi afnemi húsmæðraorlof HAMFARIR Í þjóðaröryggisstefnu þarf að fjalla um vá sem að gæti steðjað, til dæmis af völdum náttúruhamfara, hryðjuverka eða netárása. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Þingmannanefnd sem móta á íslenska þjóðaröryggisstefnu samþykkt í september en ekki skipuð enn: Segir útilokað að ljúka störfum í júní HJÁLPARSTARF Kópavogsdeild Rauða krossins vantar sjálfboðaliða til að spila á gítar í söngstundum á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð. Fram kemur á vef Rauða krossins að söngstundirnar séu vikulega á fimmtudögum milli klukkan þrjú og fjögur síðdegis og hugsaðar sem afþreying fyrir heimilisfólk Sunnuhlíðar. „Sjálf- boðaliðar sjá um söng og vantar nú gítarleikara í undirspil,“ segir á vefnum og áhugasömum er bent á að hafa samband við Kópavogs- deild Rauða krossins. - óká Manna þarf söngstundirnar: Leita sjálfboða- liða í gítarspil Fyrsti vinningur stefnir í 250 milljónir. Ofurpotturinn stefnir í 3.650 milljónir. Ekki gleyma að vera með, fáðu þér miða fyrir klukkan fimm í dag á næsta sölustað eða á lotto.is SPILAÐU TIL SIGURS! ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM! MIÐINN GILDIR 18. JANÚAR 2012 A. 12 14 17 21 41 48 B. 05 16 23 36 37 38 C. 07 09 13 22 34 38 D. 03 06 19 24 25 31 E. 11 19 21 25 38 42 F. 01 25 35 36 39 46 G. 18 19 20 23 28 46 H. 22 27 29 39 40 42 SÖ LU LÝ KU R KL . 1 7

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.