Fréttablaðið - 18.01.2012, Blaðsíða 16
16 18. janúar 2012 MIÐVIKUDAGUR
Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi starfsmaður
Baugs, skrifar grein í Frétta-
blaðið í gær um umfjöllun
Kastljóss um stefnu slitastjórn-
ar Glitnis gegn helstu stjórn-
endum bankans og eigendum. Í
grein sinni fullyrðir Kristín að
stefnan sé „lesin upp orðrétt í
Kastljósi Ríkisútvarpsins, þann
12. janúar síðastliðinn án nokk-
urra athugasemda, eins og um
hreinan sannleika sé að ræða“.
Allir áhorfendur Kastljóss
sáu þetta kvöld að Jón Ásgeir
Jóhannesson fékk mikið rými
fyrir athugasemdir sínar í þætt-
inum. Hann vildi reyndar ekki
koma í viðtal, en Kastljós vann
innslag um þær athugasemdir
sem hann vildi koma á framfæri
eftir að hafa verið í tölvupóst-
samskiptum við hann sama dag.
Jón Ásgeir fékk því að sjálf-
sögðu að svara þeim atriðum
sem Kastljós fjallaði um upp
úr stefnu slitastjórnar Glitnis.
Lárusi Welding stóð það einnig
til boða og líka Katrínu Péturs-
dóttur, fyrrum stjórnarmanni
í Glitni, en þau svöruðu ekki
skilaboðum Kastljóss.
Kristín skautar einnig fram
hjá því að á RÚV hefur tals-
vert verið fjallað um stefnu
slita stjórnar í Bandaríkjunum.
Niðurstöðum þess málareksturs
hafa verið gerð ágæt skil og því
fremur langsótt að gefa í skyn
að á Glitnismenn halli í því.
Auðvitað birtir RÚV frétt-
ir upp úr stefnu slitastjórnar
Glitnis. Skárra væri það nú!
Kastljós og fréttastofa RÚV
gera áhorfendum sínum að
sjálfsögðu grein fyrir slíkri
frétt um leið og hún liggur
fyrir. Og þess er vandlega gætt
að þeir sem fjallað er um fái
tækifæri til að svara. Kristín
vísar mikið í þau gildi sem voru
viðhöfð þegar hún vann á RÚV.
Þau hafa ekki breyst og það skal
fullyrt hér að Kristín Þorsteins-
dóttir hefði ekki legið á slíkri
frétt, enda ekki þekkt fyrir að
sitja á skúbbum sínum.
Hitt er síðan rétt sem Kristín
segir að skilanefndar- og slita-
stjórnarmenn mættu vera mun
duglegri við að mæta í viðtöl og
eftir atvikum svara fjölmiðla-
mönnum. En það gildir líka
um þá menn sem Kristín er nú
að verja. Fyrrum starfsmenn
föllnu bankanna, eigendur þeirra
og stjórnendur, svara líka seint
og illa og neita að mæta í við-
töl. Og Kristín segir að á þeim
tíma sem hún vann á RÚV hafi
„drottningar viðtöl“ ekki verið
komin til sögunnar. Stutt leit í
fréttasafni RÚV segir nú reynd-
ar þá sögu að viðtöl þar sem spyr-
ill er einn með viðmælanda hafa
tíðkast hér um áratuga skeið,
rétt eins og annarstaðar. Kristín
tók líka þannig viðtöl, bæði við
stjórnmálamenn og aðra.
Grein Kristínar er samstofna
grein sem níu lögmenn skrif-
uðu á dögunum eftir að Kastljós
fjallaði um meinta markaðsmis-
notkun bankanna. Þar var stefið
það sama; vondir fjölmiðlar eru
ósanngjarnir við stjórnendur og
eigendur föllnu bankanna sem
ekki fá að bera hönd fyrir höfuð
sér. Á einhvern undraverðan
hátt tókst níu sprenglærðum
lögmönnum að „gleyma“ því
að í þeirri umfjöllun Kastljóss
var öllum þeim sem fjallað var
um boðið að tjá sig eða koma
með athugasemdir. Enginn þáði
það. Svo er vaðið fram á ritvöll-
inn og kvartað undan „einhliða“
umfjöllun!
Almenningur í þessu landi á
rétt á því að vita hvers vegna hér
varð heilt bankahrun. Þau mál
eru nú til meðferðar hjá rann-
sakendum og dómstólum og það
er skylda fjölmiðla að fjalla um
þau. Stundum komast fjölmiðlar
yfir upplýsingar sem ekki eru
opinberar. Þá á fjölmiðillinn að
meta hvort efnið sé fréttnæmt
og eigi erindi til almennings.
Og stefna slitastjórnar Glitnis
og kærur fjármálaeftirlitsins til
sérstaks saksóknara eru frétt-
næmar. Viðbrögð stefndra og
sakborninga einnig. Svo einfalt
er það.
Í fréttaskýringu í Fréttablaðinu síðastliðinn föstudag segir eftir-
farandi um fyrirsjáanleg átök á
Alþingi um að fallið verði frá máls-
höfðun á hendur Geir H. Haarde,
fyrrverandi forsætisráðherra: „Þar
munu mætast stálin stinn og báðar
fylkingar virðast nokkuð sigur-
vissar. Hvernig það mál fer verð-
ur ákveðinn mælikvarði á styrk
stjórnarinnar.“
Sinnaskipti
Þetta þykir mér undarlegur mála-
tilbúnaður. Í þessu máli gilda ekki
flokkslínur og eiga ekki að gilda
nú frekar en haustið 2010, þegar
þingsályktun um málið var sam-
þykkt á þingi. Í þeirri atkvæða-
greiðslu voru fylkingar ekki skýrari
en svo að bæði Framsókn og Sam-
fylking klofnuðu í afstöðu sinni og
ráðherrar í ríkisstjórn greiddu ekki
atkvæði á einn veg. Ráðherrar Sam-
fylkingar greiddu atkvæði gegn
málshöfðun gegn Geir H. Haarde,
en við, ráðherrar og þingmenn VG,
vorum fylgjandi. Ef þessir ráð-
herrar Samfylkingarinnar töldu
málshöfðun ranga þá, hví ættu
þeir að vera henni fylgjandi nú? Og
hvers vegna í ósköpunum að ætla
að stjórn og stjórnarandstaða muni
nú takast á um málið á flokkspóli-
tískum forsendum – þar sem mætist
„stálin stinn“? Það sem hins vegar
hefur átt sér stað eru sinnaskipti hjá
einhverjum okkar í VG og hugsan-
lega einnig í Framsóknarflokknum
að því er mér skilst. Um sinnaskipti
andstæðinga málshöfðunar hef ég
ekki heyrt. Ég tala að sjálfsögðu
aðeins fyrir sjálfan mig þegar ég
geri grein fyrir eigin sinnaskiptum.
Einn stjórnmálamaður sekur?
Við atkvæðagreiðsluna um máls-
höfðun gegn Geir H. Haarde gerð-
ist það að atkvæði féllu þannig að
allir Samfylkingarráðherrar voru
undanþegnir málsókn en Geir H.
Haarde var látinn standa einn eftir.
Einstakir þingmenn Samfylking-
arinnar greiddu atkvæði að því er
virtist, sitt á hvað. Niðurstaðan varð
hins vegar flokkspólitísk: Enginn
samfylkingarráðherra var ákærður,
aðeins einn sjálfstæðismaður, Geir
H. Haarde. Honum skyldi ætlað
einum að axla samanlögð pólitísk
mistök Sjálfstæðisflokksins, Fram-
sóknarflokksins og Samfylkingar-
innar í aðdraganda hrunsins!
Við þetta varð að mínu mati
eðlisbreyting á þessu máli sem
af hálfu okkar margra í VG, var
hugsað sem prófsteinn á ábyrgð
„stjórnmálanna“.
Glæpsamleg ásetningsbrot?
Niðurstaðan varð hins vegar sú að
einn maður átti nú að svara – með
fangelsisdóm yfir höfði sér – fyrir
allt sem úrskeiðis hafði farið í ára-
löngum aðdraganda hrunsins þar
sem fjöldi manns hafði komið að
verki, með beinum eigin aðgerðum
eða aðgerðarleysi sínu. Í mínum
huga er undirgefni við valdið engu
síður ámælisverð en sjálf valdbeit-
ingin. Ákæran gegn Geir H. Haarde
fyrir Landsdómi snýr að því að hann
hafi sýnt af sér andvaraleysi og ekki
sinnt samráði sem skyldi.
Ég hef orðið var við að margir
halda að um það sé að ræða að
Landsdómur fáist við rannsókn
á því sem gerðist á landamær-
um glæpsamlegra ásetningsbrota
annars vegar og pólitískra axar-
skafta hins vegar. Svo er ekki. Það
eru axarsköftin sem eru til skoð-
unar og auk þess þröngt afmökuð í
aðdraganda hrunsins. Hins vegar er
ekki að undra að fólk haldi að miklu
meira sé undir, því krafist er fjár-
sektar og fangelsisvistar, allt að
tveimur árum. Í vitund manna og
þegar málið verður skoðað í sögu-
legu ljósi síðar meir er hætt við að
það taki á sig stærri mynd. Sú mynd
er á ábyrgð okkar sem að þessu
stöndum.
Sýndaruppgjör
Pólitísk afglöp geta verið afdrifa-
rík eins og tvímælalaust átti við
um stjórnarstefnuna og ákvarðan-
ir í veigamiklum efnum á árunum
í aðdraganda hrunsins, allar götur
frá því framsal á kvóta var heimil-
að, bankarnir einkavæddir og tekið
var til við að kynda undir græðgis-
æðið. „Virkjum eignagleðina“, sagði
Davíð Oddsson í upphafi valdaferils
síns. Heilir stjórnmálaflokkar, fjöl-
miðlar og stjórnsýslan að nokkru
leyti, tóku í kjölfarið að stíga hinn
tryllta dans peningahyggjunnar.
Sem áður segir tel ég að við fyrr-
nefnda atkvæðagreiðslu á þingi hafi
orðið eðlisbreyting á málinu. Geir
H. Haarde átti nú einn í reynd að
svara til siðferðilegrar ábyrgðar
fyrir allt það sem úrskeiðis hafði
farið á hinum pólitíska vettvangi í
löngum aðdraganda hrunsins þar
sem margir höfðu komið við sögu.
Eftir á að hyggja tel ég að mistök
okkar sem greiddum þessari mál-
sókn atkvæði séu mikil. Óháð niður-
stöðu atkvæðagreiðslunnar tel ég að
við höfum farið villur vegar í mál-
inu öllu. Réttarhöld yfir nokkrum
einstaklingum vegna andvaraleys-
is þeirra og mistaka, geta í mínum
huga aldrei orðið annað en sýndar-
uppgjör við skipbrot pólitískrar
kreddu sem kjósendur studdu aftur
og ítrekað.
Nú er hvíslað
Það er athyglisvert að ýmsir sem
komu að stjórnmálum í aðdraganda
hrunsins hvísla því nú í eyru okkar
að fráleitt sé að stöðva þessa mál-
sókn: Það þurfi nefnilega að gera
málin upp!
Með þessum réttarhöldum er í
mínum huga ekki verið að gera eitt
eða neitt upp. Það kann hins vegar
að vera að með þessum málatilbún-
aði gerist hið gagnstæða, við látum
afvegaleiðast í uppgjöri við fjár-
málakerfið og pólitísk afskipti af
því og einkavæðingu á verðmæt-
um samfélagseignum, þar sem
einstaklingar högnuðust persónu-
lega.
Ekkert af þessu á við um Geir
H. Haarde. Hann framfylgdi hins
vegar pólitískri kreddu sem bjó í
haginn fyrir hina raunverulegu
svindlara.
Hrunverjar á þingi
Stjórnmálin eiga enn eftir að draga
lærdóma af hruninu með því að
breyta vinnubrögðum sínum. Það
mun gerast þótt það virðist ætla að
taka lengri tíma en ég hafði trúað.
Skýrsla þingmannanefndarinnar
undir formennsku Atla Gíslasonar
sneri fyrst og fremst að breyttum
vinnubrögðum Alþingis og ríkis-
valds, horfði með öðrum augum
fram á veginn en ekki aftur.
Í anda skýrslunnar þurfum við
sem skipum stjórnarmeirihlutann
á Alþingi að horfa með gagnrýni á
eigin gjörðir og stjórnarandstaðan,
sem að uppistöðu til eru hrunverj-
arnir sjálfir, mætti tala af ögn meiri
hógværð en hún gerir og sýna þann-
ig að hún ætli í raun og veru að horf-
ast í augu við sjálfa sig og pólitíska
fortíð sína.
Mistök á að leiðréttaRangfærslum svarað
Fjölmiðlar og
dómsmál
Sigmar
Guðmundsson
ritstjóri Kastljóss
Landsdómur
Ögmundur
Jónasson
innanríkisráðherra
AF NETINU
Skuldaskjól?
Fjölskyldubíllinn virðist ekki
vera inni í skuldaskjólinu nema
að hluta til. Skuldarinn má
nefnilega ekki borga af bílaláni
sínu, bílasamningi, kaupleigu
eða hvað þetta nú allt saman
heitir, vegna þess að þá væri
mögulega verið að mismuna
kröfuhöfum. Bankinn eða
fjármögnunarfyrirtækið má
hins vegar gera bílinn upp-
tækan vegna þess að ekki er
greitt af honum. Þannig virðist
skuldaskjólið vera ávísun á
að fjölskyldubíllinn sé gerður
upptækur.
Var það hugmyndin með
greiðsluaðlögun og skulda-
skjóli?
Umboðsmaður skuldara treyst-
ir sér ekki til að standa fast
á rétti skuldara í þessu máli.
Meirihluti nefndar á vegum
FME komst að þeirri niður-
stöðu að fjármögnunarfyrirtæki
séu í fullum rétti til að gera
fjölskyldubíla upptæka vegna
vanskila þó að skuldurum sé
beinlínis bannað að borga
af bílunum. Þetta álit er svo
sem í takti við annað frá FME.
Skemmst er þess að minnast
er FME, ásamt Seðlabanka
Íslands, gaf út leiðbeiningar
til banka um að þeir skyldu
reikna og innheimta íslenska
okurvexti allt frá lántökudegi
eftir að Hæstiréttur dæmdi
gengisbundin lán ólögleg.
http://www.pressan.is/
Ólafur Arnarson