Fréttablaðið - 18.01.2012, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 18.01.2012, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 18. janúar 2012 17 Reglulega gerast forystumenn almenna vinnumarkaðarins og tilteknir þingmenn sekir um að fara fram með vafasamar full- yrðingar um lífeyrisréttindi opin- berra starfsmanna líkt og um staðreyndir sé að ræða. Þær full- yrðingar ganga út á að þeir sem fái greitt úr opinberu lífeyrissjóðun- um hafi mun meira til framfærslu en þeir sem fá greitt úr almennum lífeyrissjóðum. Nú hafa BSRB, KÍ og BHM látið óháðan aðila kanna málið og á málþingi fyrrnefndra bandalaga um lífeyrismál sem fram fer á Grand hóteli á morg- un verða niðurstöður þessarar vinnu kynntar. Þar mun dr. Bene- dikt Jóhannesson hjá Talnakönn- un kynna skýrslu sína sem fjallar um samspil lífeyrisgreiðslna, almannatrygginga og skatta. Skýrslan sýnir glögglega að munurinn á ráðstöfunartekjum eftir því hvort lífeyrisþegar fá greitt úr opinberum eða almenn- um lífeyrissjóðum er mun minni en gjarnan hefur verið haldið fram. Rétt er að opinberu lífeyr- issjóðirnir greiða hærri lífeyri en hinir almennu. En það segir ekki alla söguna. Lög tryggja öllum lífeyrisþegum lágmarksfram- færslu frá Tryggingastofnun en greiðslur úr lífeyrissjóðum drag- ast frá þeirri upphæð með tilteknu skerðingarhlutfalli. Forystumenn almenna vinnu- markaðarins hafa fram til þessa aðeins horft á greiðslur lífeyris- sjóðanna og bent á að þær séu hærri hjá þeim opinberu en alger- lega horft fram hjá jöfnunaráhrif- um skatta og greiðslna frá Trygg- ingastofnun. Þegar tillit hefur verið tekið til þessara þátta sést að munur á ráðstöfunartekjum lífeyrisþega hjá opinberu sjóðun- um og hinum almennu er um 6% en ekki rúmlega 20% eins og oft hefur verið haldið fram. Því hærri sem greiðslur úr lífeyrissjóðum eru því minni er kostnaður ríkis- sjóðs í gegnum almannatrygg- ingar Tryggingastofnunar. Dulin skuldbinding ríkissjóðs í gegnum Tryggingastofnun vegna sjóðs- félaga almennu sjóðanna er því gríðarleg enda greiðslur Trygg- ingastofnunar til þeirra hlutfalls- lega mun hærri og skattgreiðslur þeirra lægri en lífeyrisþega opin- beru sjóðanna. Hin meintu lúxuslífeyrisrétt- indi opinberra starfsmanna hafa gjarnan verið notuð sem rök fyrir lægri launum þeirra og því hald- ið fram að á heildina litið jafnist ævitekjur opinberra og almennra starfsmanna út á elliárunum. Hins vegar sést af útreikningum að þegar ævilaun eru borin saman bera opinberir starfsmenn skarðan hlut frá borði. Að opinberir starfs- menn eigi að vera á lægri launum en þeir sem eru á almenna mark- aðnum vegna betri lífeyriskjara eru þess vegna rök sem halda ekki vatni. Það er von BSRB, KÍ og BHM að órökstuddar fullyrðingar um líf- eyrismál opinberra starfsmanna heyri brátt sögunni til. Málþing bandalaganna á Grand hóteli á morgun er mikilvægt innlegg í umræðuna um lífeyrismál og eru áhugasamir hvattir til að kynna sér efni þess. Nú er vinna við nýtt samræmt lífeyriskerfi fyrir alla landsmenn hafin þar sem allir aðilar eiga að koma með opnum huga að borðinu. Það er sjálfsagt réttlætismál að jafna lífeyrisrétt- indi landsmanna en um leið þarf að huga að jöfnun launa. Þessar leið- réttingar mega þó ekki eiga sér stað með þeim hætti að skerða rétt- indi hjá einum hóp til að færa hann nær öðrum líkt og stundum virð- ist vera viðkvæðið þegar kemur að lífeyrismálum opinberra starfs- manna. Það er hagur allra að við vinnum saman að betri lífskjörum handa landsmönnum öllum. Munur lífeyrisréttinda minni en margir telja Það er sjálfsagt réttlætismál að jafna lífeyris- réttindi landsmanna en um leið þarf að huga að jöfnun launa. Þessar leiðréttingar mega þó ekki eiga sér stað með þeim hætti að skerða réttindi … Lífeyrisréttindi Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB Guðlaug Kristjánsdóttir formaður BHM Þórður Á. Hjaltested formaður KÍ AF NETINU Staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni Frá upphafi Íslandsbyggðar má segja að staðgöngumæðrun hafi viðgengist hér. Konur hafa alið börn og fært þau öðrum konum til uppeldis og umráða. Mér er enn minnisstætt viðtal við 20 barna móður sem var sýnt í sjón- varpinu fyrir allmörgum árum. Hún nefndi það sérstaklega, gamla konan, að systir hennar hefði aldrei getað eignast börn og sagði eitthvað á þessa leið: „En ég gat bætt úr því, ég gaf henni tvö. Ég átti nóg.“ Það er svo undarlegt að það við- horf að kona geti fætt og gefið barn skuli hafa verið svo mikið tabú í samfélagi okkar á seinni tímum. Við erum samfélag sem samþykkir fóstureyðingar þegar aðstæður krefjast. En er þá ekki einkennilegt að það skuli vera tabú að ganga með barn fyrir aðra? http://blogg.smugan.is Ólína Þorvarðardóttir Nánari upplýsingar á www.rsk.is Greiðslur í séreignarsjóði Launagreiðendur sem annast skil á iðgjöldum launþega samkvæmt samningum um viðbótartryggingavernd og séreignarsparnað skulu á árunum 2012, 2013 og 2014 draga að hámarki 2% af iðgjaldsstofni, nema launþegi óski sérstaklega eftir að hlutfall iðgjalds verði hærra. Vakin er athygli á því að rétt er að hafa samráð við launþega ef hann greiðir í fleiri en einn séreignarsjóð. Launagreiðendur athugið:

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.