Fréttablaðið - 18.01.2012, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 18.01.2012, Blaðsíða 36
18. janúar 2012 MIÐVIKUDAGUR24 24 menning@frettabladid.is Sigríður Thorlacius er ein úr hópi valinkunnra söngv- ara sem taka þátt í James Bond-veislu Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands í Hörpu. Hún syngur lag úr mynd- inni Diamonds Are Forever sem upphaflega var flutt af Carly Simon. „Lögin sem hver og einn syngur eru valin í samráði við stjórnand- ann, sem fékk okkur til að syngja fyrir sig til að sjá hvaða lög hent- uðu hverjum. En Nobody Does it Better er eitt af mínum eftir- lætis Bond-lögum og ég hafði það alltaf í huga,“ segir söngkonan Sigríður Thorlacius, sem flyt- ur lagið úr Bond-myndinni The Spy Who Loved Me, sem upphaf- lega var flutt af Carly Simon, á þrennum James Bond-tónleikum sem Sinfóníu hljómsveit Íslands býður upp á í Hörpu dagana 19., 20. og 21. janúar. Fljótlega seldist upp á fyrri tvo tónleikana og því var þeim þriðju bætt við. Í ár er hálf öld liðin síðan njósnari hinnar hátignar birtist fyrst á hvíta tjald- inu í kvikmyndinni Dr. No, en alls eru myndirnar orðnar 24 talsins. Ásamt Sigríði syngja þau Val- gerður Guðnadóttir, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Sigríður Beinteins- dóttir, Inga Stefánsdóttir, Páll Óskar Hjálmtýsson og Jóhanna Vigdís Arnardóttir, sem einnig er kynnir, lög úr þessum vinsælu myndum með Sinfóníunni. Allir ættu að þekkja titilstefið, en auk þess hafa listamenn á borð við Paul McCartney, Tinu Turner, Duran Duran, Tom Jones, Sheryl Crow, Madonnu, Aliciu Keys og Shirley Bassey flutt lög í mynd- unum. Stjórnandi er hinn breski Carl Davis sem stýrt hefur Bond- tónleikum víða um heim við góðar undirtektir. Davis stjórnar Fíl- harmóníuhljómsveitum London og Liverpool í Englandi reglulega og hefur meðal annars unnið með téðum Paul McCartney þegar Bít- illinn fyrrverandi hefur fetað út á brautir sígildrar tónlistar. Á síðustu breiðskífu Hjaltalín var 007 OG SINFÓ Í HÖRPU HRISTUR EN EKKI HRÆRÐUR Njósnari hinnar hátignar ræður ríkjum í Hörpu næstu daga ásamt Sinfó og söngvurum. Amy Winehouse heitin átti að syngja titillag síðustu Bond-myndar, Quantum of Solace, en ekkert varð úr því vegna misklíðar milli söngkonunnar og upptöku- stjórans Marks Ronson sem rekja mátti til áfengis- og eiturlyfjaneyslu þeirrar fyrrnefndu. Nokkrir hafa verið nefndir til sögunnar sem kandídatar í að syngja titillag nýju Bond-myndarinnar sem nú er í vinnslu, Skyfall, til að mynda Adele, Michael Bublé og Noel Gallagher. AMY WINEHOUSE SÖNG EKKI að finna lagið Feels Like Sugar sem mörgum þótti afar „Bond-legt“ og segist Sigríður ekki hafa farið var- hluta af því. „Það töluðu margir um þessi líkindi, sérstaklega erlendis, og veltu fyrir sér hvort ég hefði hlustað mikið á Shirley Bassey í gegnum tíðina og tileinkað mér hennar stíl. Svo er reyndar ekki, en ég skil tenginguna vel því Feels Like Sugar er auðvitað dramatískt lag með stórri hljómsveit eins og ekta Bond-lag. Við ættum kannski að prófa að senda það til framleið- enda Bond-myndanna og sjá hvern- ig þeim líst á,“ segir hún og hlær, en hún hefur séð flestar af eldri Bond- myndunum og segist kunna sérlega vel að meta lögin úr þeim. kjartan@frettabladid.is Birna Bjarkadóttir er aðalpersóna unglingasögunnar Carpe diem. Hún er í tíunda bekk, en á fremur erfitt uppdráttar, þar sem hún er nýbyrjuð í skólanum og fellur ekki allt of vel í kramið hjá skólafélögunum í fyrstu. Þó takast fljótlega ástir með Birnu og Hallgrími, góðum strák sem stundar íþróttir, leikur á gítar og er í alla staði til fyrirmyndar. Heima við eru vandræði Birnu jafnvel enn alvarlegri, þar sem móðir hennar er drykkfelld og sjálfselsk og hugsar lítið um hag dótturinnar, en faðirinn er fjarverandi. Til allrar hamingju á Birna góða ömmu, sem reynir að bæta ástandið og vera henni sú stoð sem hún þarf á að halda. Víst er nauðsynlegt að unglingar fái að lesa um ástir og erfiðleika jafnaldra sinna. Því miður eru þó allar pælingar í þessari bók fremur grunnar og engu líkara en að höf- undunum liggi gríðarmikið á að klára söguna og hlaupi því yfir flesta atburði á hundavaði. Tilraun er til dæmis gerð til þess að fjalla um kynferðislega áreitni í garð sögu- hetjunnar, en þegar nýr kærasti hinnar drykkfelldu móður hittir Birnu í fyrsta skipti er hann vart kominn inn úr dyrunum þegar hann fer að káfa á henni með „skítugum krumlunum“ (og já, hann er fullur, talar með smeðjulegri röddu og hefur glæpsamlegt augnaráð). Ekki skal gert lítið úr slíkum atburðum, en hér er fullyrt fljótlega eftir káfið að „það hafi skilið eftir sig djúp ör í sálu hennar sem áttu seint eftir að gróa“. (75) Allt dramað og ég leyfi mér að segja sorgarklámið sem fylgir í kjölfarið er hreinlega of illa undirbyggt til þess að það nái að vekja samúð eða hreyfa við lesanda. Klisjur úr amerískum kvikmyndum eru mjög margar og áberandi í þessari bók. Nútímatækni á borð við sms-skila- boð gleymist til dæmis skyndilega þegar aðalpersónan þarf að ná athygli kær- astans og kastar smá- steinum í gluggann hjá honum að næturlagi. Hrekkjavökuball með viðeigandi búningum er haldið í skólanum og þurfa unglingarnir líka að búa sig undir skóla- dansleik; eins konar „prom“ þar sem herrann kemur (vitaskuld í jakkafötum með bindi) og sækir dömuna, en nauðsynlegt er að hún hugi að hári og förðun og kaupi sér flottan kjól fyrir ballið. Engum lesanda kemur því á óvart þegar amman í sögunni leiðir Birnu inn í herbergi og tekur fram undurfallega skartgripi sem hún hefur átt síðan hún var ung og gefur barnabarni sínu fyrir þennan mikilvæga áfanga. Raunar má segja það Carpe diem til hróss að höfundar gera ráð fyrir því að unglingar hugsi um kynlíf, en slíkt hef ég ekki rekið mig á í þeim unglingabókum sem ég hef lesið síðustu mánuði. Umfjöllunin um það er engu að síður klisjukennd í takt við allt hitt; Birna og Hallgrímur ætla sko að bíða þar til þau eru tilbúin (og allt bendir til þess að þau muni láta til skarar skríða eftir ballið mikla …). Annar kostur sögunnar er sá að málfar unglinganna með tilheyrandi ómægod-i, sjitti og fokki er sannfærandi, þó að stíllinn sé æði rislítill. Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir Niðurstaða: Ófrumleg unglingabók, einkum byggð á klisjum úr amerískum kvikmyndum. Bækur ★ Carpe Diem Eyrún Ýr Tryggvadóttir og Kristjana María Kristjánsdóttir Salka 2011 Ástir og örlög í amerískum stíl „Þetta verður vonandi mjög skemmtilegt og áhrifaríkt. Það verður alla vega engin lognmolla yfir tónlistarflutningnum,“ segir gítarleikarinn Guðmundur Péturs- son. Í kvöld leikur hann verk af sólóplötu sinni, Elabórat, á Bakk- usi í Tryggvagötu. Elabórat kom út fyrir jól og hefur fengið lof gagnrýnenda, sem hafa meðal annars sagt hana framsækið verk, fullt af spennandi útúrdúrum sem hlustendur ánetjist fljótt. Með Guðmundi verða hljóðfæraleikar- arnir Pétur Ben, á gítar og selló, Styrmir Hauksson, á hljóðgervla og slagverk, Valdi Kolli á bassa og Kristinn Agnarsson á trommur. Elabórat er nokkurs konar fram- hald af fyrri sólóplötu Guðmund- ar, Ologies, sem kom út árið 2008. „Þetta er ákveðin röð sem ég er með í gangi, þó að músíkin sé ekki endilega eins. Það má segja að mús- íkin sé svolítið sjónræn eða sínema- tísk. Ég hef reynt að hafa þetta svo- lítið litríkt.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 22. - hhs Engin lognmolla yfir Guðmundi á Bakkusi GUÐMUNDUR PÉTURSSON Verður í góðum félagsskap á Bakkusi í kvöld, þar sem hann flytur lög af lötunni Elabórat sem kom út fyrir jól. MYND/ÚR EINKASAFNI LISTAFÉLAG VÍÐISTAÐAKIRKJU stendur fyrir þriðju hádegistónleikunum á föstudag klukkan tólf. Yfirskrift tónleikanna er „Hrynskáldið og hljóðfæraleikarinn“ en þá verður flutt tónlist úr smiðju Stefáns Ómars Jakobssonar básúnuleikara. Rekstur veitingasölu í Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar Óskað er eftir aðila til að taka að sér veitingarekstur í Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar að Strandgötu 34, Hafnarfirði. Kaffistofan býður upp á ýmsa möguleika en er fyrst og fremst hugsuð sem þjónusta við gesti listamiðstöðvarinnar en hefur sérstakan inngang og er öllum opinn. Veitingasalan þarf að vera opin eigi skemur en á opnunartími Hafnarborgar og þegar tónleikar, fundir, ráðstefnur eða aðrir viðburðir eru í húsinu. Vinnuaðstaðan býður upp á framreiðslu á kaffiveitingum og léttum málsverðum. Gert er ráð fyrir að nýr rekstraraðili taki til starfa sem fyrst. Áhugasömum er boðið að mæta á stutta kynningu á starfseminni og fá frekari upplýsingar um hvernig staðið verður að vali rekstraraðila mið- vikudaginn 25. janúar 2012 kl. 10.30 í Hafnarborg. Áætlað er að ákvörðun um val á samstarfsaðila liggi fyrir í febrúar 2012. Allar frekari upplýsingar um þetta verkefni veitir forstöðumaður Hafnarborgar Ólöf K. Sigurðardóttir í síma 585-5790 50% afslátturaf öllu leigðu efni í Sjónvarpi Símans facebook.com/siminn.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.