Fréttablaðið - 18.01.2012, Blaðsíða 42
18. janúar 2012 MIÐVIKUDAGUR30
sport@frettabladid.is
EM í handbolta
A-RIÐILL
Slóvakía - Pólland 24-41 (13-17)
Serbía - Danmörk 24-22 (10-12)
STAÐAN
Serbía 2 2 0 0 46-40 4
Pólland 2 1 0 1 59-46 2
Danmörk 2 1 0 1 52-49 2
Slóvakía 2 0 0 2 49-71 0
B-RIÐILL
Makedónía - Þýskaland 23-24 (12-12)
Tékkland - Svíþjóð 29-32 (17-19)
STAÐAN
Svíþjóð 2 1 1 0 59-55 3
Tékkland 2 1 0 1 56-57 2
Þýskaland 2 1 0 1 48-50 2
Makedónía 2 0 1 1 49-50 1
LEIKIR DAGSINS
D-riðill: Slóvenía - Króatía kl. 17.10
C-riðill: Rússland - Frakkland kl. 17.15
D-riðill: Ísland - Noregur kl. 19.10
C-riðill: Spánn - Ungverjaland kl. 19.15
Sænska úrvalsdeildin
08 Stockholm - Örebro 95-75
Helgi Már Magnússon skoraði fimmtán stig og
tók sjö fráköst fyrir 08 Stockholm.
Uppsala - Sundsvall 103-86
Jakob Sigurðarson skoraði 23 stig fyrir Sunds-
vall, Hlynur Bæringsson var með fimmtán stig
og þrettán fráköst en Pavel Ermolinskij lék ekki
vegna meiðsla í gær.
STAÐAN
LF Basket 22 14 8 1922-1783 28
Sundsvall 24 14 10 2088-1990 28
Borås 23 14 9 2134-2076 28
Södertälje 22 13 9 1832-1734 26
Norrköping 22 13 9 1875-1796 26
Uppsala 24 13 11 1951-1906 26
08 Stockh. 23 12 11 1915-1936 24
Solna 22 11 11 1887-1964 22
Jämtland 23 10 13 2018-2094 20
Örebro 23 0 23 1727-2070 0
ÚRSLIT
ÍSLAND hefur unnið þrjá síðustu leiki sína á stórmótum á móti Norðurlandaþjóðum (Noregur á HM 2011 og
EM 2010, Danmörk á EM 2010) og gerði þar á undan jafntefli við Dani á ÓL 2008. Ísland tapaði síðast fyrir frænd-
þjóð þegar við mættum Svíum á EM 2008 en það var jafnframt áttunda tap íslenska liðsins í níu leikjum á móti
Norðurlandaþjóðum á stórmótum á árunum 2000-2008 (4 á móti Svíum, 3 á móti Dönum, 1 á móti Noregi).
EM
í handbolta
2012
EM 2012 Norðmenn eru hæfilega
bjartsýnir fyrir leikinn gegn
Íslandi á morgun. Þeir búast þó
við hörðum leik en síðast þegar
liðin mættust var nánast slegist á
vellinum.
„Ég hlakka til að spila gegn
Íslandi. Það er alltaf gaman. Það
verður örugglega fast tekist á
eins og venjulega en menn verða
þó örugglega heiðarlegir samt í
sínum aðgerðum. Ég held að þetta
verði jafn leikur. Ísland er kannski
aðeins sigurstranglegra en við
veltum okkur ekki upp úr því og
hugsum um okkar leik,“ sagði línu-
maðurinn sterki, Bjarte Myrhol.
Hann spilar með þýska félaginu
Rhein-Neckar Löwen sem lands-
liðsþjálfari Íslands, Guðmundur
Guðmundsson, þjálfar og Róbert
Gunnarsson landsliðsmaður leik-
ur með.
„Það verður mjög gaman að
mæta þeim. Við gleymum samt
okkar sambandi í 60 mínútur á
morgun og eftir leikinn eru allir
vinir á nýjan leik. Þá getum við
brosað aftur en við munum takast
fast á.“
Það var létt yfir hinum sænska
landsliðsþjálfara Svía, Robert
Hedin, er Fréttablaðið náði í skott-
ið á honum í gær.
„Ísland er alltaf sigurstrang-
legra er það mætir Noregi,“ sagði
Hedin og hló við. „Auðvitað vant-
ar íslenska liðið leikmenn rétt eins
og okkur reyndar. Þrátt fyrir það
á íslenska liðið marga sterka leik-
menn og teflir fram mjög góðu
liði í þessu móti. Þetta verður því
hörkuleikur þar sem allt er undir.“
- hbg
Bjarte Myrhol, leikmaður Löwen, hlakkar til að mæta félagsþjálfara sínum í dag:
Það verða allir vinir aftur eftir leikinn
ÖFLUGUR Bjarte Myrhol er einn allra besti línumaður heims. Hér er hann á hóteli
leikmanna í Vrsac í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
EM 2012 Skyttan og leikstjórnand-
inn Arnór Atlason þarf að axla
meiri ábyrgð á EM í Serbíu en
oft áður í fjarveru Ólafs Stefáns-
sonar og Snorra Steins Guðjóns-
sonar. Arnór sýndi í leiknum gegn
Króatíu að það er ekki vandamál
fyrir hann því hann lék á als oddi
í leiknum.
„Það tók langan tíma að sofna
eftir leikinn og það er enn meira
svekkjandi að þurfa að horfa aftur
á hann. Nú leggjum við samt þenn-
an Króatíuleik til hliðar og nú er
það Noregur. Það verður heldur
betur hörkuleikur,“ sagði Arnór
er Fréttablaðið settist með honum
yfir einum kaffibolla á Hotel
Sirbija í smábænum Vrsac þar sem
íslenska liðið dvelur.
Getum unnið Norðmenn
„Við höfum haft betur gegn þeim
upp á síðkastið en samt í ótrú-
lega jöfnum leikjum. Það vantar
sterka menn í þeirra lið rétt eins
og okkar. Má því segja að liðin
standi jöfn hvað það varðar. Við
gerðum fullt af frábærum hlutum
gegn Króötum og ef við gerum það
áfram gegn Noregi þá getum við
lagt þá að velli.“
Landsliðið undirbýr sig alltaf
geysilega vel fyrir alla leiki og
fóru leikmenn á tvo myndbands-
fundi í gær og eina æfingu. Þegar
liðin mættust á HM fyrir ári síðan
var gríðarlega fast tekist á og lá
hreinlega við slagsmálum um
tíma.
„Við verðum að vera klárir í
svakaleg slagsmál. Ég held að
Norðmenn horfi á það þannig að
þeir ætli að taka gríðarlega fast á
okkur. Svipað er upp á teningnum
hjá okkur enda rr hluti af leiðinni
að því að vinna Noreg að taka fast
á þeim. Við ætlum því ekki að gefa
tommu eftir í þessum leik,“ sagði
Arnór.
Ágætt að vera laus við Jensen
Norðmenn verða án varnarmanns-
ins sterka, Johnny Jensen, en hann
nældi sér í rautt spjald gegn Sló-
venum og komandi marblettum
hjá íslenska liðinu fækkaði nokk-
uð við það. „Það er ágætt að vera
laus við hann en ekkert sem við
veltum okkur upp úr. Norðmenn
eru með frábært varnarlið án hans
og munu ekki gefa okkur nokkurn
skapaðan hlut.“
Arnór segir að það gangi vel
hjá liðinu að taka hið jákvæða
úr leiknum gegn Króatíu en liðið
sýndi í þeim leik að það er feiki-
sterkt þó svo það vanti áður-
greinda leikmenn í íslenska liðið.
„Það var gott að sjá að við getum
staðið í einu af þremur bestu liðum
heims. Það var fínt fyrir sjálfs-
traustið,“ sagði Arnór en hvað þarf
að varast í kvöld?
„Við þurfum að vinna bug á
þeirra varnarleik og stöðva hraða-
upphlaupin. Þetta eru þeirra sterk-
ustu vopn. Þeir eru með ungar
skyttur og við verðum að standa
vaktina vel. Við megum ekki fara
of langt fram á völlinn því þeir
leita mikið að Bjarte Myrhol á
línunni sem er frábær leikmaður
og skorar alltaf sex til átta mörk.
Þetta er úrslitaleikur fyrir okkur
og ef við ætlum að berjast áfram
á toppnum þarf að vinna þennan
leik sem er prófsteinn á okkar lið.“
Þetta verða mikil slagsmál
Arnór Atlason segir að íslenska liðið sé tilbúið í slagsmálaleik gegn Norð-
mönnum rétt eins og á HM í fyrra. Þá hafði íslenska liðið betur. Strákarnir hafa
mokað vonbrigðunum frá Króatíu-leiknum undir teppið og eru klárir í bátana.
LAGT Á RÁÐIN Guðmundur Guðmundsson nýtir hverja stund til að undirbúa sína menn. Hér er hann með aðstoðarmanni sínum,
Gunnari Magnússyni, og markverðinum Björgvini Páli Gústavssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Henry Birgir
Gunnarsson
& Vilhelm
Gunnarsson
fjalla um EM karla í handbolta í Serbíu
henry@frettabladid.is - vilhelm@frettabladid.is
Það tók langan tíma
að sofna eftir leikinn
og það er enn meira svekkj-
andi að horfa aftur á hann.
ARNÓR ATLASON
LEIKMAÐUR ÍSLENSKA LANDSLIÐSINS
EM 2012 Það var gríðarleg
óánægja með þann litla tíma sem
Ísland og Króatíu fengu til að
hita upp fyrir sinn leik. Ísland
stendur frammi fyrir sama
vandamáli í kvöld þar sem leik-
urinn við Noreg er seinni leikur
dagsins í Vrsac.
Einar Þorvarðarson, fram-
kvæmdastjóri HSÍ, hefur staðið
í ströngu að kvarta yfir þessu
fáránlega vandamáli og ritaði
mótshöldurum og mótanefnd
EHF langt bréf eftir Króataleik-
inn. Hann segist hafa varað við
þessu vandamáli í október síðast-
liðnum en talað fyrir daufum
eyrum.
Það liggur fyrir að ekki verða
gerðar neinar breytingar á tíma-
setningu leiksins í kvöld en móts-
haldarar munu gera sitt besta til
þess að gefa leikmönnum Íslands
og Noregs meiri tíma til að hita
upp.
Liðin fá að koma inn á völlinn
um leið og fyrri leiknum lýkur.
Liðin verða því byrjuð að hita
upp á meðan veitt verða verð-
laun fyrir fyrri leikinn. Sú athöfn
tók allt of langan tíma á mánu-
dag þegar það munaði um hverja
mínútu. - hbg
Strákarnir okkar:
Fá að hita leng-
ur upp í dag
Á BAK VIÐ TJÖLDIN Einar Þorvarðarson
sér um að vel fari um leikmenn Íslands
á stórmótum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
EM 2012 Guðjón Valur Sigurðsson
er aðalfyrirliði Íslands í fyrsta
skipti á EM í Serbíu. Hann er
þess utan orðinn vítaskytta liðs-
ins og stóð sig vel í því hlutverki
gegn Króatíu.
„Ég er bara að passa bandið
fyrir Óla þar til hann kemur til
baka. Ég segi að hann eigi þrjú til
fjögur góð ár eftir í boltanum,“
sagði Guðjón Valur en ef sú spá
gengur upp hjá honum þá verður
Ólafur í boltanum þar til hann er
orðinn 42 ára gamall.
„Þegar Snorri og Óli hafa
ekki verið hérna þá hef ég tekið
vítin. Það gekk ágætlega núna.
Ég fer bara í þau verkefni sem
ég er beðinn um að taka að mér.
Ég myndi moppa gólfið og fylla
vatnsbrúsa ef það myndi hjálpa
liðinu,“ sagði Guðjón sem tekur
því ekki sem sjálfsögðum hlut að
leiða Ísland til keppni á stórmóti.
„Það er heiður að vera fyrirliði
Íslands hérna en ég er afleys-
ingamaður í því verkefni núna.
Óli kemur aftur til okkar fljót-
lega.“ - hbg
Guðjón Valur Sigurðsson:
Er að passa
bandið fyrir Óla
FYRIRLIÐINN Guðjón Valur er bæði fyrir-
liði og vítaskytta landsliðsins.
HANDBOLTI Lið gestgjafanna á EM,
Serbía, fer vel af stað í keppn-
inni en liðið vann í gær góðan
sigur á Dönum, silfurliðinu frá
HM í fyrra, 24-22. Darko Stanic
markvörður Serba átti stórleik og
fékk ekki á sig mark síðustu sex
mínútur leiksins. Serbar eru því
á toppi A-riðils með fjögur stig en
Danir og Pólverjar eru með tvö.
Svíar eru á toppi B-riðils eftir
sigur á Tékkum, 32-29. Þjóð-
verjar náðu að bjarga andlitinu
með naumum sigri á Makedóníu,
24-23, og fengu þar með sín
fyrstu stig í keppninni. - esá
Leikir gærdagsins á EM:
Svíar unnu en
Danir töpuðu