Fréttablaðið - 18.01.2012, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 18.01.2012, Blaðsíða 27
KYNNING − AUGLÝSING Heilsa og næring18. JANÚAR 2012 MIÐVIKUDAGUR 7 Markmið Happ-daga á Hótel Hengli sem haldnir verða 27. janúar næst-komandi og einnig í mars, er að þátttakendur öðlist vellíðan á líkama og sál. „Meðan á dvölinni stendur kynnist fólk þeirri einstöku upplifun sem á sér stað þegar borðaður er hollur matur og ástunduð góð hreyfing. Á hverjum degi verður farið í jóga og góðar gönguferðir. Þá er tilvalið að fara í heita pottinn og hægt er að fara í nudd,“ segir Þórdís Sigurðardóttir, eigandi Happs og heilsuráðgjafi IIN í New York. Þórdís verður einn af fjölmörgum sér- fræðingum sem verða með í för. Aðrir leið- beinendur eru: Lukka Pálsdóttir – eigandi Happs og höf- undur bókarinnar Happ Happ Húrra. Lukka er líka sjúkraþjálfari og hefur sérhæft sig í að skoða áhrif mataræðis á langvinna sjúk- dóma. Tolli Morthens sér um íhugun og verður með fyrirlestur um mikilvægi þess að ná innri ró. Gunnhildur Emilsdóttir sér um matinn en líklega eru fáir hér á landi með meiri reynslu í að búa til hollan mat. Markmiðasetning er í höndum Kristjáns Vigfússonar en hann er kennari í Háskólanum í Reykja- vík. Hann heldur fyrirlesturinn: Hvernig setjum við okkur mark- mið og náum að halda þeim. Bragðgott hráfæði Leyndardómar Happ-eldhússins verða með í för. Boðið verður eingöngu upp á hráfæði; fallegt, glaðlegt, litríkt og umfram allt nær- ingarríkt. „Hráfæði er fæði sem byggir á grænmeti, ávöxtum, fræjum og ýmsum hnetum. Hráefnið er aldrei hitað yfir 47C°. Það er gert til að ensímin í hrá- efninu haldist óskert. Þannig verður hollustan sem mest og líkaminn nýtir næringuna úr matnum betur,“ útskýrir Þórdís og hefur trú á að fólki muni koma skemmtilega á óvart hversu girnilegt og bragðgott hráfæði er. Nánari upplýsingar um ferðina, hug- myndafræði Happs og umhverfi Hótel Hengils er að finna á www.happ.is og www. Bætt heilsa og vellíðan með Happ Happ-dagar verða haldnir á Hótel Hengli í lok janúar og í mars. Þar verður hægt að slást í för með fremsta fagfólki á sínu sviði sem leiðir þátttakendur í allan sannleikann um nýjar leiðir að bættu lífi. Þrír dagar í fallegu umhverfi veita gestum vegferð sem færir þeim betri heilsu og lykil að hollari lífsvenjum. „Dvalið verður á Hótel Hengli í þrjá daga,” segir Þórdís Sigurðardóttir, annar eigenda Happs. MYND/VALLI HAPPDAGAR Í SVISS Í apríl verða haldnir Happ-dagar í Sion í Sviss. Þar geta þátttakendur öðlast bætta heilsu og upplifað vellíðan í fersku fjalla- lofti svissnesku Alpanna. Þátttakendur dvelja í sjö daga í fjallaþorp- inu Thyon sem er skammt frá borginni Sion sem er höfuðborg kantónunnar Valais. Gist verður í glæsilegum fjallakof- um. www.thyon.ch Markmið ferðarinnar er að þátttakendur öðlist vellíðan á líkama og sál. Fólk kynnist einstakri upplifun þegar eingöngu er borðaður hollur matur og ástunduð er hæfileg hreyfing í fersku fjallalofti. Á hverjum degi verður farið í jóga og gönguferðir og deginum lýkur með nuddi, gufu eða heitum potti. Daglega verða haldnir fyrirlestrar tengdir heilsu og hamingju. Til dæmis næringu og mismunandi áhrifum mataræðis á andlega og líkamlega vellíðan. Leyndardómar Happ-eldhússins verða með í för. Boðið verður eingöngu upp á hráfæði, fallegt, glaðlegt og umfram allt næringarríkt. UMMÆLI VIÐSKIPTAVINA – BESTU MEÐMÆLIN Losaði líkamann við alla sykurþörf. Góð hvíld með góðri næringu og hreyfingu. Líkaminn fullur af orku – yndisleg tilfinning – takk fyrir mig. - Kristín Missti mikinn bjúg, miklu léttari andlega og líkamlega. Góð hreyfing, frábærir jógatímar, fallegt umhverfi, góður matur. - Helga Astminn miklu minni og liðverkir nánast farnir. - Erna Meira en bara matur Austurstræti 22 Opið 8:00 - 17:00 virka daga laugardögum 11:00 - 17:00 sunnudögum 11:00 - 17:00 Höfðatorgi Opið 8.00 - 16.00 alla virka daga HaPP ehf. +354-414-3060 happ@happ.is www.happ.is “Blóðugur beðusafi!” Rannsókn* sýndi fram á lækkun blóðþrýstings á innan við klukkustund eftir neyslu á ½ l af rauðbeðusafa. Rauðbeður innihalda: andoxunarefni magnesium betanín natríum C vítamin B vítamin Járn * birt í The American Heart Association Journal Hypertension.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.