Fréttablaðið - 18.01.2012, Blaðsíða 18
18. janúar 2012 MIÐVIKUDAGUR18
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á
auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 512 5000.
timamot@frettabladid.is
„Bænavikan hefur verið haldin í ára-
tugi um allan heim. Markmiðið er að
fá kristnar kirkjur til að koma saman
og biðja fyrir einingu kirkjunnar. Það
eru margar ólíkar kirkjudeildir innan
kristninnar, en þær eiga samt margt
sameiginlegt. Meiningin er að leggja
áherslu á þá þætti,“ segir Steinunn A.
Björnsdóttir, ritari Samstarfsnefndar
kristinna trúfélaga. Í dag hefst alþjóð-
leg bænavika sem stendur fram til 25.
janúar.
Það er Alkirkjuráðið, samtök á
fjórða hundrað kirkna, sem undirbýr
bænavikuna, í samstarfi við kaþólsku
kirkjuna. Árlega eru kirkjur á tilteknu
landsvæði fengnar til að undirbúa efni,
sem lesið er um allan heim á meðan
á bænavikunni stendur. Það féll í hlut
Póllands í þetta sinn. „Við notum þetta
efni í guðsþjónustu á meðan á bæna-
vikunni stendur, lesum Biblíulestra
sem lagt er upp með og setjum bæn-
irnar inn á vefinn til íhugunar. Efnið
höfðar mismikið til okkar, ár frá ári,
eftir því hverjir standa að undirbún-
ingi vikunnar, því venjulega velja þeir
útgangspunkt út frá sínu umhverfi. En
þetta er eitt af því sem er svo skemmti-
legt við bænavikuna, að við fáum góða
innsýn í ólíka menningarheima. En
sama markmiðið er alltaf í forgrunni
– að biðja fyrir einingu og samstarfi
kirkjunnar.“
Í ár verður í fyrsta skipti haldið
málþing samhliða bænavikunni, en
það fer fram þriðjudaginn 24. janú-
ar í Seltjarnarneskirkju. Þar flytur
erindi María Ágústsdóttir, prestur
og doktorsnemi í guðfræði. Hún ber
saman samkirkjumál á innlendum og
erlendum vettvangi og fulltrúar nokk-
urra trúfélaga bregðast við erindinu.
Steinunn segir samkirkjustarf í
nokkuð góðum farvegi hér á landi.
„Hér hefur verið starfandi Samstarfs-
nefnd kristinna trúfélaga frá árinu
1968, sem hefur haft ákveðið samstarf
milli kirkna á sinni könnu, svo sem
skipulagningu bænavikunnar. Þá eru
greinileg merki þess að samstarf milli
ólíkra kirkna fari vaxandi. Hér eru til
að mynda mjög virkir bænahópar, þar
sem fólk úr mörgum kirkjudeildum
kemur saman til að biðja,“ segir hún.
Bænastundir og samvera verða
flesta daga bænavikunnar. Dagskrá
hennar, Biblíulestra og bænir er að
finna á vef bænavikunnar, kirkjan.is/
baenavika. holmfridur@frettabladid.is
ALÞJÓÐLEG BÆNAVIKA HEFST Í DAG: BEÐIÐ FYRIR EININGU KIRKJUNNAR
Samstarf milli kirkna eykst
KYNNIST NÝRRI MENNINGU Á ÁRI HVERJU Steinunn A. Björnsdóttir, ritari Samstarfsnefndar kristinna trúfélaga, segir eitt það skemmtilegasta við
alþjóðlega bænaviku að fá innsýn í ólíka menningarheima á hverju ári. Nýtt landsvæði sér um skipuleggingu vikunnar á ári hverju og breytast
því áherslurnar ár frá ári. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Elskuleg eiginkona, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
Hulda Ingólfsdóttir
Löngumýri 17, Akureyri,
sem lést á Dvalarheimilinu Kjarnalundi föstudaginn
13. janúar, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju
föstudaginn 20. janúar kl 10.30.
Baldur Arngrímsson
Birgir Baldursson Elínborg Loftsdóttir
Ása Birna Birgisdóttir Per B. Rönning
Hulda Sif Birgisdóttir Nikola Trbojevic
Elín Rún Birgisdóttir Hlynur Örn Sigmundsson
Elvar, Sindri og Bjarki
Elsku móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Bergþóra Eide
Eyjólfsdóttir
frá Fáskrúðsfirði,
sem lést föstudaginn 13. janúar á Hjúkrunarheimilinu
Garðvangi, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju
föstudaginn 20. janúar klukkan 13.00.
Ingólfur Arnarson Þórhildur Guðlaugsdóttir
Olga Eide Pétursdóttir Ingvar Ingvarsson
Elma Eide Pétursdóttir Eiríkur Ómar Sæland
Kristján Sigurður Pétursson Helga Aðalbjörg Þórðardóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir,
amma, langamma og systir,
Sesselja Sigríður
Jóhannsdóttir
Sísí frá Valbjarnarvöllum,
lést á Hjúkrunarheimilinu Mörk sunnudaginn
8. janúar. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju
mánudaginn 23. janúar kl. 13.00.
Steinunn Stefanía Magnúsdóttir Ísleifur Jónsson
Jóhanna Finnborg Magnúsdóttir
Alda Kolbrún Haraldsdóttir Guðmundur Sveinsson
Sverrir Róbert Guðmundsson
ömmubörn og langömmubörn
og bræður.
Ástkær maður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, tengdasonur, afi, langafi,
sonur og bróðir,
Davíð Þór Guðmundsson
andaðist á Landspítalanum Fossvogi laugardaginn
7. janúar. Útför fer fram frá Neskirkju miðvikudaginn
18. janúar kl 15.00.
Hrafnhildur Þorleifsdóttir
Þórhildur Sandra Davíðsdóttir Sigfús Bergmann
Sunna Rannveig Davíðsdóttir
móðir, systkini, afabörn, langafabarn og aðrir
aðstandendur.
Vaktsími:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Allan sólarhringinn
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hermann Jónasson
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Sigríður Guðjónsdóttir
frá Berjanesi, Landeyjum,
Bláhömrum 2, Reykjavík,
andaðist í faðmi fjölskyldunnar á Landakoti
miðvikudaginn 11. janúar. Útförin fer fram frá
Grafarvogskirkju föstudaginn 20. janúar kl. 13.00.
Guðjón Ómar Hauksson Sveinbjörg Pálmadóttir
Ragnheiður Hauksdóttir Brynjólfur Sigurbjörnsson
Sveinn Hauksson Sigríður V. Magnúsdóttir
Guðríður S. Hauksdóttir Ómar Einarsson
Hrafnhildur Hauksdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
GUNNAR KVARAN SELLÓLEIKARI ER 68 ÁRA.
„Ég hef þá skoðun að allt í þessu lífi sé fyrst einhvers
virði þegar menn þurfa að leggja sig alla fram.“
68