Fréttablaðið - 18.01.2012, Blaðsíða 24
KYNNING − AUGLÝSINGHeilsa & næring MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 20124
Borðaðu aldrei eftir klukkan sex á daginn
Hugmyndin að baki þessu ráði var að ekki ætti að
neyta matar þremur tímum fyrir háttatíma. En að
borða seint hefur víst lítið að gera með þyngdaraukn-
ingu heldur tengist fremur myndun bjúgs og melting-
artruflunum.
Veldu ávallt fituskertan mat
Í dag eru til fitulausar gerðir af nánast öllum mat, til
dæmis bæði kexi og snakki. Hins vegar er ekki gott
að fara út í öfgar í vali á slíku fæði. Ástæðan er sú að
flestar fitusnauðar vörur innihalda svokallaðar inn-
antómar hitaeiningar og því getur kexið sem er fitu-
snautt og með lítilli næringu verið mjög hitaeininga-
ríkt.
Brenndu öllum hitaeiningum sem þú innbyrðir
með æfingum
Þeir sem ofgera sér með þessari reglu, að allar hita-
einingar sem eru innbyrtar þurfi að brenna með æf-
ingum, verða örmagna og lenda í meiðslum. Ekki
gleyma að líkaminn brennir hitaeiningum allan dag-
inn þótt ekki sé verið að æfa sérstaklega í íþróttasal.
Auktu daglega virkni og slepptu ræktinni
Dagleg virkni eins og að ganga upp stiga, spila
tölvuleik sem krefst hreyfingar og gera hús-
verkin er góð og gild. Hún kemur þó ekki í
veg fyrir skipulagðar æfingar ef ná á ein-
hverjum árangri.
Að sleppa máltíðum er
skynsamlegt
Margir virðast telja að með
færri máltíðum á dag muni kíló-
in hverfa hraðar. Þetta er óheil-
brigð aðferð. Ef þú slepp-
ir mat í lengri tíma verð-
ur þú svangur áður en
kemur að næstu mál-
tíð. Hætta er á að með
þessu verði lítið úr
áætlunum um að borða hollan mat. Borðaðu heldur
áður en þú verður svangur/svöng á fyrirfram ákveðn-
um tímum.
Að borða mat sem er snauður af kolvetnum er eina
leiðin til að halda sér í formi
Kolvetni eru mikilvæg uppspretta næringar fyrir lík-
amann. Samsetning matarins skiptir miklu máli. Best
er að velja góð kolvetni og borða þau í skynsamlegu
magni í stað þess að sleppa þeim alveg.
Hættu að borða allan uppáhaldsmatinn
þinn sem er fitandi
Þessi regla er til þess fallin að fá fólk til
að hætta í átakinu. Það er óraunsætt að
hætta að borða allan þann mat sem
manni hefur áður þótt góður.
Hófsemi er lykillinn hér.
Borðaðu fitandi mat í hófi,
stráðu smá súkkulaði-
spæni yfir hafragrautinn í
stað þess að borða heilt
súkku laðistykki. Með
þessu smávægilega
svindli mun þér tak-
ast að halda hinu
stóra markmiði.
Megrunarráð sem ætti að varast
Daglega herja á okkur auglýsingar, sjónvarpsþættir og umræða um bestu leiðina til að grenna sig eða koma sér í form. Megrunarráðin eru fjölmörg og
sum hver betri en önnur. Nokkur ráð sem hafa náð bólfestu eiga sér þó þegar betur er að gáð ekki stoð í raunveruleikanum. Hér eru nokkur slík.
Ekki fara of geyst í ræktinni.
Ekki er gott að neita sér um allt í aðhaldinu. Það er góð leið til að falla fyrir freistingum.
– Lifið heil
www.lyfja.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/L
Y
F
5
79
55
1
2/
11
Ódýrt og nýtt Nicotinell á lægra verði
Stór og lítill Nicotinell-pakki á lægra verði en einn stór.*
4.850 kr.
Stórt Nicotinell fruit: 5.120 kr. og lítill Nicotinell Tropical fruit: 943 kr. á 6.063 kr.
*Gildir einnig með 4 mg Nicotinell Fruit 204 stk og litlum 2 mg Tropical Fruit á 6.419 kr. Gildir til 31. janúar
Lægra
verð
í Lyfju
HJARTAHEILL, LANDSSAMTÖK HJARTASJÚKLINGA | SÍÐUMÚLA 6 | 108 REYKJAVÍK
SÍMI 552 5744 | WWW.HJARTAHEILL.IS
Hugaðu að hjartanu, því þú hefur aðeins eitt.
Vissir þú að daglega deyr ein kona og einn karl
úr hjarta og æðasjúkdómi?
„Hallgerður langbrók var með alvarlega persónuleikaröskun sem staf-
ar sennilega af því að hún var misnotuð kynferðislega sem barn af
fóstra sínum og fer út í lífið sem mjög trufluð manneskja. Það setur
mark sitt á öll hennar hjónabönd og samskipti við karlmenn. Hún
lærir snemma að körlum er ekki treystandi.“ Þannig greinir Óttar
Guðmundsson geðlæknir hegðun hins þekkta kvenskörungs úr
Íslendingasögunum, Hallgerðar langbrókar, sem hefur löngum verið
dæmd hart af lesendum Njálssögu.
Greininguna gefur Óttar í tilefni af fyrirlestrinum Persónuraskanir
í Íslendingasögum sem hann flytur á Læknadögum sem nú standa
yfir í Hörpu. Erindið heldur hann í Kaldalóni í hádeginu á föstudag og
byggir það á lestri sínum á Íslendingasögum með augum geðlæknis.
„Ég hef verið að velta fyrir mér ýmsum persónum stóru Íslendinga-
sagnanna og hvaða geðgreiningar væri hægt að setja á þær til að skilja
aðeins betur hegðun þeirra og samskipti,“ segir Óttar. „Síðan velti ég
því fyrir mér líka hvar þessir einstaklingar væru í dag og hvernig þeir
hefðu plumað sig í nútímasamfélagi.“
Hallgerður var misnotuð
„Ég velti fyrir mér hvar þessir einstaklingar væru í dag og hvernig þeir hefðu plumað sig
í nútímasamfélagi,“ segir Óttar Guðmundsson geðlæknir um nokkrar þekktar persónur
Íslendingasagna. MYND/HEIÐA HELGADÓTTIR
KRABBAMEIN OG
UNNIN KÖTVARA
Tengsl eru talin vera á milli
neyslu unninnar kjötvöru og
krabbameins í brisi. Þetta eru
niðurstöður nýrrar sænskrar
rannsóknar sem voru birtar í
fagritinu British Journal of
Cancer á dögunum.
þar kemur meðal annars
fram að dagleg neysla á 50
grömmum af unninni kjötvöru
á borð við flesk og pylsur auki
áhættuna um nítján prósent. Þó
eru taldar minni líkur á að því að
hún ýti beinlínis undir myndun
þessarar sjaldgæfu gerðar
krabbameins.