Fréttablaðið - 18.01.2012, Blaðsíða 14
14 18. janúar 2012 MIÐVIKUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
greinar@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
HALLDÓRÞórður Snær
Júlíusson
thordur@frettabladid.is
SKOÐUN
Þ
egar íslenska bankakerfið fór á hliðina, gengi krónunnar
hrundi og skuldir ríkisins margfölduðust bjuggu flestir
sig undir erfiða tíma. Tekjur ríkissjóðs voru enda 478,5
milljörðum króna minni en gjöld hans á árunum 2008-
2010. Í fjárlögum áranna 2011 og 2012 var gert ráð fyrir
um 58 milljarða króna viðbótarhalla. Ljóst var að gatið sem þurfti
að brúa var risavaxið. Það hefur
verið gert með lántökum. Til
frambúðar var þó ljóst að auka
þyrfti tekjur og draga mjög úr
kostnaði til að ná jöfnuði.
Á undanförnum árum hefur
þjónusta verið skorin niður um
tugi prósenta. Sá niðurskurður
hefði mátt vera mun skarpari.
Til viðbótar hefur verið tekist á
við vandann með því að hækka skatta. Það hefur verið gagn-
rýnt með upphrópunum um að skatt píning sé hér allt að drepa.
Ákveðnir þrýstihópar kalla nýjan fjármálaráðherra „Skattnýju“
og helsta efnahagsloforð stærsta stjórnarandstöðuflokksins er að
vinda ofan af öllum skattahækkunum frá vormánuðum 2009. En
er hinn almenni launamaður svo gríðarlega skattpíndur og hefur
ánauð hans aukist fram úr hófi?
Tryggvi Þór Herbertsson skrifaði nýverið grein þar sem hann
fullyrðir að þeir sem eru með mánaðarlaun undir 200 þúsund
krónum greiði það sama í dag í skatta og þeir gerðu árið 2009.
Þeir sem séu með laun á bilinu 200 til 650 þúsund borgi 2,9%
meira og þeir sem séu með 650 þúsund borgi 8,9% meira.
Heildarlaun fullvinnandi Íslendinga voru að meðaltali 438
þúsund á mánuði árið 2010. Um 63% þeirra voru með laun undir
því meðaltali. Óhætt er að draga þá ályktun að fjölmargir til við-
bótar séu með laun frá 438 til 650 þúsund. Því hafa skattgreiðslur
þorra Íslendinga annaðhvort staðið í stað eða hækkað um 2,9%,
ef miðað er við útreikninga Tryggva, sem fjármálaráðherra
hrekur reyndar í Fréttablaðinu í dag. Skattar þeirra sem þéna
meira en 650 þúsund á mánuði, eða eiga miklar eignir, hafa hins
vegar hækkað töluvert. Fyrir utan hærri tekjuskatt er búið að
leggja 1,5% auðlegðarskatt á eignir einstaklinga yfir 75 millj-
ónum króna og hjóna sem eiga samanlagt meira en 100 milljónir
króna. Þá hefur fjármagnstekjuskattur verið hækkaður úr 10 í
20%. Þeir sem eiga meira, borga meira.
Auðvitað væri best ef hægt væri að leysa vandamál okkar
með því að veifa atvinnusköpunarsprotanum og brúa gatið með
nýjum tekjum. Og það á að gagnrýna sitjandi ríkisstjórn fyrir það
hversu illa henni hefur tekist að örva vöxt. En að ætla að takast
á við þau skammtímavandamál sem blöstu við í tekjuöflun með
öðru en hækkun skatta er í besta falli barnaleg bjartsýni, og í
versta falli hreint ábyrgðarleysi.
Það er súrt að borga háa skatta. En við búum í raunveruleik-
anum. Hann er sá að Ísland þarf að greiða hátt verð fyrir for-
tíðina. Því lengur sem greiðslu þess er slegið á frest, því hærri
verður heildarreikningurinn. Ef það er eitthvert eitt atriði sem
gert hefur verið rétt hérlendis á undanförnum árum þá er það
að ná stöðugleika í ríkisfjármálum. Og það hefur tekist án þess
að skattpína almenning umfram það sem viðbúið var. Lýðskrum
um hið gagnstæða er einfaldlega rangt.
Þeir sem eiga meira borga meira:
Skattpíning?
Tryggvi Þór Herbertsson þingmaður skrifar grein í Fréttablaðið í fyrra-
dag þar sem hann ber saman tekjuskatt-
byrði einstaklinga fyrir árin 2009 annars
vegar og 2012 hins vegar. Í skrifum sínum
gerir Tryggvi Þór þau algengu mistök að
reikna áhrif tekjuskattsþreps á þann hluta
tekna sem er undir tekjuskattsþrepinu og
fær því út nokkuð bjagaða mynd. Þannig
reiknar hann hæstu tekjuskattsprósentu
á einstakling með 800 þúsund krónur í
mánaðarlaun á alla upphæðina í stað þess
að reikna hátekjuprósentuna á það sem
hann fær umfram 704.367 krónur. Til við-
bótar gleymir hann í útreikningum sínum
hækkun persónufrádráttar sem tók gildi
nú um áramótin.
Línuritið sem Tryggvi Þór birtir er hins
vegar mjög gagnlegt fyrir umræðuna ef
það er haft rétt. Þess vegna fylgir slík
útgáfa hér borin saman við niðurstöður
Tryggva Þórs (TÞH).
Eins og sést á línuritinu þá hefur skatt-
hlutfall á meðal- og lægri tekjur lækkað,
en aukist á hærri tekjur líkt og haldið
hefur verið fram og stutt með útreikn-
ingum fjármálaráðuneytis, fræðimanna,
Hagstofunnar og í úttekt Tíundar, tímariti
Ríkisskattstjóra. Það er því ljóst að skatt-
byrði flestra hefur tvímælalaust lækkað
eftir að ráðist var í skattkerfisbreytingar
í tíð núverandi ríkisstjórnar og auknar
byrðar settar á hærri tekjur. Fullyrðingar
Tryggva Þórs um að skattbyrði allra hafi
aukist eru rangar.
Umræðan um skattamál hér á landi er
mikils virði ef útreikningar og forsendur
sem notast er við eru réttar. Skattborg-
arar eiga skilið vandaða umræðu um þetta
mikilvæga mál.
Lækkun skattbyrðar
0 100 200 300 400 500 600 700 800 900
40
30
20
10
%
2009
TÞH
2012
Samanburður á skattbyrði
áranna 2012 og 2009
Sk
at
tu
r s
em
h
lu
tfa
ll
af
la
un
um
Mánaðarlaun í þús. kr.
Skattamál
Oddný G.
Harðardóttir
fjármálaráðherra
Ertu ekki örugglega
með Sjónvarp Síma
ns?
facebook.com/siminn.is
Alveg eins og blóðgjöf
Margur gullmolinn fellur á Alþingi
og geta landsmenn notið þeirra
á Alþingisrásinni í sjónvarpinu.
Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins, fór upp í andsvör í
umræðum um staðgöngumæðrun.
„Ég var nú um árabil blóðgjafi og
gaf um 50 sinnum blóð. Það
var mér gleðigjafi að geta
gefið blóð,“ sagði Pétur. Þá
reynslu yfirfærði hann á
þær konur sem vildu gerast
staðgöngumæður og gefa
börnin. Hvort einhver
þeirra nær 50
gjöfum skal
ósagt látið.
Heimspekin
Pétur rifjaði upp ummæli sín úr fyrri
umræðu um málið og best er að
gefa honum orðið: „Hvort er betra að
vera barn sem veit um kynforeldra
sína en er ekki til, eða að vera barn
sem er til og veit ekki um kyn-
foreldra sína? Hvort er betra?
Er lífið yfirleitt jákvætt, ef
maður lítur þannig á
það? Er betra að vera
ekki barn, ef þetta
skilyrði er sett?“
Karlrembu-
svínaskíturinn
Síminn fór eitt sinn
í samstarf við
Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs.
Markmiðið var að búa til áburð til að
nota í skógrækt. Gömlum símaskrám
var blandað við svínaskít svo úr
varð fyrirtaks áburður sem nýttur
var á gróðursnauð svæði. Nú er ný
Símaskrá væntanleg og ein-
hvern veginn þarf að losa sig
við birgðirnar af þeirri gömlu.
Sú skartaði Agli Einarssyni,
Gillzenegger, á forsíðu, en
honum hefur verið legið á
hálsi fyrir að vera karlrembu-
svín. Kannski karlrembusvína-
skítur verði að fallegum trjám eftir
gróðursetningu sumarsins?
kolbeinn@frettabladid.is