Fréttablaðið - 28.04.2012, Síða 27

Fréttablaðið - 28.04.2012, Síða 27
LAUGARDAGUR 28. apríl 2012 27 Jón Lárusson segir að ríkið hafi afsalað sér peninga- prentun til bankanna og það eigi að taka til baka. „Það er ekki ríkið sem býr til peningana, heldur bankarnir. Um 95 prósent af öllu fjármagni í umferð eru rafrænir peningar búnir til af bönkum. Í samfélagi, sem hefur afsalað sér peningaprentun til einkaað- ila, munu forsvarsmenn ríkisins aldrei taka afstöðu með samfélaginu gegn þeim. Þeir munu alltaf tryggja hagsmuni peningavaldsins. Hvað höfum við verið að horfa upp á hér frá árinu 2008? Hagsmunir almennings hafa verið látnir líða fyrir það að það þarf að tryggja hagsmuni bankakerfisins. Ríkisstjórnin heldur að hún þurfi að fá peninga frá bönkunum en það er misskiln- ingur. Hvað þarf ríkið til þess að að byggja brú? Mannskap, hráefni og tæki. Ríkið hefur þetta allt saman, hvað stoppar það þá í því að byggja brúna? Ekki neitt. Peningar eru ekki verðmæti í sjálfu sér. Þeir eru ávísun á verðmæti. Ef við erum með of mikið af peningum í umferð verður þensla og ef við erum með of lítið af þeim verður samdráttur. Ef við framleiðum eitt- hvað vantar peninga. Í dag er það peninga- kerfið sem býr þá til með skuldsetningu og vaxtakröfum. En ef við látum ríkið búa til þessa peninga kostar það samfélagið ekki neitt. Ríkið á að búa þá til skuldlaust. Er eðlilegra að fámenn sérhagsmunaklíka bankastarfsmanna ákveði hvað á að búa til mikla peninga og hverjir fái þá, heldur en að ríkið búi til sama pening og skipti honum jafnt á alla? Þessir peningar eru arður sam- félagsins og þú sem hluthafi í samfélaginu átt rétt á því að fá hann.“ RÍKIÐ Á SJÁLFT AÐ BÚA TIL PENINGA 1. Hvers vegna býður þú þig fram í embætti forseta? Af sömu ástæðu og ég fór í lögguna á sínum tíma. Ég þoli ekki óréttlæti. Mér svíður að horfa upp á það hvernig við, almenn- ingur, ráðum engu í samfélaginu. Ég tel að þær hugmyndir sem ég hef séu nógu mikilvægar til þess að ég þoli að vera rakkaður niður, dreginn niður í svaðið og stöðugt sé gert lítið úr mér fyrir þær. Ég er tilbúinn að leggja mannorð mitt og persónu að veði, til þess að hugmyndir mínar fái hljómgrunn. Ef fólk fær tækifæri til að heyra það sem ég hef að segja tel ég mig hafa möguleika á að ná kjöri. Ég tel mjög slæmt ef venjulegur einstaklingur, sem hefur enga hópa að baki sér, geti ekki boðið sig fram til forseta. Þá er lýðræðið ekki virkt. 2. Hvert yrði þitt fyrsta verk í embætti, ef þú næðir kjöri? Mitt fyrsta verk yrði að leggja fram frumvarp á Alþingi um að 10 prósent þjóðarinnar geti gert kröfu um þjóðaratkvæði án takmarkana. Ef höfðingjaveldið telur að við séum nógu góð til að kjósa það inn á þing, þá erum við líka nógu góð til að taka afstöðu til verka þess. Það er mín skoðun að sam- eiginleg meðvitund samfélagsins kemur alltaf með betri niðurstöðu en sameiginleg meðvitund 63 einstaklinga sem eru kosnir inn á þing eftir að hafa fengið tugi milljóna króna í styrki frá fjár- sterkum aðilum. 3. Þú hefur sagt að lýðræðið sé óvirkt hér á landi. Geturðu rökstutt það? Alþingi Íslendinga hefur aldrei verið sú vagga lýðræðis sem sumir vilja meina. Löggjafarþingið sem var við lýði á þjóðveldisöld var ekki lýðræði, því þar sátu goðar sem voru ekki kosnir af neinum. Goðorðin fengu menn í arf, eða gátu keypt sér þau. Þegar við gengum Noregskonungi á hönd héldu höfðingjarnir sínum völdum og gerðu það áfram eftir að við fengum fullveldi árið 1918. Þetta er kerfið sem er enn við lýði á Íslandi í dag. Þegar við fengum stjórnarskrá túlkuðu menn hana eins og hér væri enn konungur í landinu, en ekki forseti. Þannig styrktu þeir höfðingjakerfið enn frekar. Þegar við kjósum til þings í dag eru það höfðingjarnir, formenn flokkanna, og hirðin í kringum þá, sem ráða öllu. Ríkis- stjórnin stjórnar Alþingi og þess vegna er Alþingi ekki frjálst. 4. Þú hefur lýst yfir efasemdum um EES-samninginn. Viltu að Ísland segi sig frá honum? Ég tel að þetta sé nokkuð sem við þyrftum að skoða vel. Hefur samningurinn verið okkur til góðs? Horfum á ástandið áður en við tókum upp EES-samninginn. Þá höfðum við blómlegan iðnað hér á ýmsum sviðum. Í dag er mikið af smávöruframleiðslunni ekki við lýði lengur. Málmsmíðin er farin og líka skipasmíðin. Iðnaðurinn er ekki svipur hjá sjón miðað við það sem var. Það má líka benda á að lögin sem hér voru við lýði þegar hrunið varð höfðum við tekið beint upp frá ESB. Við Íslendingar eigum að skapa þjóðfélag á okkar forsendum. Það er frelsi og það er lýðræði. ■ SPURT OG SVARAÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.