Fréttablaðið - 28.04.2012, Page 43

Fréttablaðið - 28.04.2012, Page 43
VINSÆL SÝNING Sýningin Fjölskylduskemmtun í Nýlistasafninu hefur fengið frábær viðbrögð og er orðin ein mest sótta sýn- ing safnsins. Í dag kl. 15.00 kemur Páll Óskar Hjálm- týsson fram og syngur fyrir gesti. Í safninu er fullt af leiktækjum. Sýningunni lýkur á morgun. Ég veit það varla,“ svarar Mai Shi-rato þegar hún er spurð af hverju hún hafi endað í fatahönnunar- námi á Íslandi en Mai kemur frá Japan. „Ég hitti íslenskan strák fyrir tíu árum, en hafði svo sem engan áhuga á landinu þá. Allt í einu fannst mér bara að ég yrði að fara til Íslands og hér er ég í dag,“ segir hún. Mai er í hópi útskriftarnema LHÍ í ár og sýnir í Listasafni Reykjavíkur, Hafnar- húsi. Mai hafði unnið sem hönnuður fyrir Kanebo í Tókýó en er ekki viss um að fatahönnunarnámið vindi meira upp á sig. „Mér fannst erfitt að sjá efnisafganga og pappír enda í ruslinu. Ég væri til í að einbeita mér að endurvinnslu á efnum. Mig langar líka til að opna vinnustofu fyrir krakka í tauþrykki og taulitun. Ég er samt ánægð með námið og skólafélagarnir reyndust mér mjög vel. Mamma og pabbi ætla svo að heimsækja mig í sumar.“ Mai segist hafa lent í ýmsum uppákomum síðustu þrjú ár vegna tungumálaörðugleika og þess hve menningarheimar þjóðanna eru ólíkir. „Hér er ekkert tiltökumál að mæta 30 mínútum of seint. Skilafresturinn í skólanum gat líka verið sveigjanlegur en það kæmi ekki til greina í Japan. Mér fannst líka skrítið að ávarpa kennarana með skírnarnafni og að rekast á þá í sundi, sem myndi ekki gerast í Japan,“ segir hún hlæjandi. „Ég villtist líka oft í strætó og endaði einu sinni uppi í Kópavogi í kafsnjó.“ Mai hefur þó tekið ástfóstri við landið. „Mig langar að finna mér vinnu hér og er með verkefni í bígerð um að tengja Ísland og Japan. Ég ætla þó að heimsækja kærastann minn líka í haust en hann er í Berlín.“ ■ rat VILLTIST Í STRÆTÓ FATAHÖNNUN Mai Shirato pakkaði einn daginn niður föggum sínum og flutti frá Tókýó til Reykjavíkur. Hún sýnir nú í Hafnarhúsi útskriftarlínu sína frá LHÍ. FLJÓTT AÐ LÍÐA Árin þrjú í Listaháskól- anum voru fljót að líða en Mai hélt sambandi við mömmu sína og pabba gegnum skype. Verk Mai eru til sýnis á Útskriftarsýningu LHÍ sem stendur til 6. maí en opið er í Hafnarhúsinu alla daga milli klukkan 10 og 17 og til klukkan 20 á fimmtudögum. MYND/VALLI 112 Grafarvogi - Sími: 586 1000 - www.husgogn.is Kojur í bjarga málunum Margar stærðir og gerðir af kojum og rúmum, litlum og stórum, breiðum og mjóum fyrir barnaherbergið og sumarbústaðinn! Sérverslun með kojur og fylgihluti Vefverslun husgogn.is erum á Facebook Laugavegi 53 • s. 552 3737 Opið mánudag til föstudag 10-18, laugardag 10-17 Ný sending litrík og flott Ný skó sending NÁMSAÐSTOÐ Vantar þig aðstoð í einhverri námsgrein? íslenska - stærðfræði - enska - danska - efnafræði - lestur eðlisfræði - þýska - franska – spænska – stafsetning o.fl. Öll skólastig - Réttindakennarar Nemendaþjónustan sf www.namsadstod.is s. 557 9233
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.