Fréttablaðið - 23.08.2012, Síða 27
LITRÍKAR TÖSKUR
Svart leður verður mikið í tísku í haust og
vetur, hvort sem er í skyrtum, kjólum, úlpum
eða kápum. Hins vegar verða litríkar töskur
áberandi og þar er allt leyfilegt; gult, grænt,
appelsínugult eða blátt.
Við erum að sprengja utan af okk-ur hér í Firði og þurfum stærra húsnæði,“ segir Gunnar Már
Levísson kaupmaður sem nú er með
lokaútsölu í þremur verslunum sínum í
Hafnarfirðinum, Herra Hafnarfirði, Mind
Extra og Mind Extra Outlet.
Nýja búðin í Smáralind opnar þann
31. ágúst næstkomandi og verður þar
sem Joe Boxer var áður. „Þetta eru í
raun tvær búðir í einni. Herra Hafnar-
fjörður verður öðrum megin og Mind
Extra hinum megin. Ég tek upp glænýja
Bertoni-jakkafatalínu fyrir herrana og
verð með ný merki í dömulínunni í
Mind Extra. Það verður allt klárt þegar
við opnum og hjá okkur geta bæði kon-
ur og karlar á öllum aldri fundið það
sem þau vantar.“
Gunnar hefur rekið Herra Hafnarfjörð
í sautján ár og hefur gengið í gegnum
ýmislegt. „Þetta hefur verið skemmti-
legur tími. Þess er helst að minnast
þegar allir allsberu strákarnir komu
hér upp rúllustigann þegar ég bauð
ókeypis jakkaföt fyrir þá sem þorðu
að koma naktir. Gunnar í Krossinum
bað fyrir mér og sjónvarpið mætti því
þessi uppákoma fékk mikla athygli. Svo
hefur lögreglan ætlað að handtaka mig
tvisvar. Það var þegar ég gaf bjórkippu
með hverjum seldum jakkafötum og
menn héldu að ég væri með fullt af bjór
á lager. Ég er alltaf að reyna að finna
upp einhver trix og það er aldrei að
vita hvað ég geri í Smáralindinni. Ég er
opinn fyrir öllu og fólk getur átt von á
hverju sem er þegar ég verð kominn
þangað.“
Gunnar segist ekki vita hvað hann
geri með húsnæðið í Firðinum sem
bráðum stendur autt en það er í hans
eigu. „Nú einbeiti ég mér að opnuninni
í Smáralind þar sem verður mikið um
dýrðir. Ég gef samt ekkert upp hvað
ég geri í tilefni opnunarinnar en lofa
að þetta verður gert með pompi og
prakt.“
FLYTUR Í SMÁRALIND
HERRA HAFNARFJÖRÐUR KYNNIR Gunnar Már Levísson, kaupmaður í
Herra Hafnarfirði, hyggur á flutninga og verður ef til vill orðinn að Herra
Smáralind áður en langt um líður. Nýja verslunin opnar þann 31. ágúst.
HERRA HAFNAR-
FJÖRÐUR Verslunin
flytur úr verslunarmið-
stöðinni Firði eftir 17
ára veru í Hafnarfirð-
inum. Ný verslun opnar
í Smáralind þann 31.
ágúst næstkomandi.
MYND/VALLI
Opið virka daga í sumar frá kl. 9 -18 • Stórhöfða 25 • 569 3100 • eirberg.is
Rodalon sótthreinsun
• Gegn myglusveppi
• Eyðir lykt úr fatnaði
teg 3451 - fóðraður með sérlega mjúku efni, fæst
í C,D,E skálum á kr. 5.800,- buxur í stíl á kr. 1.995,-
Yndislega mjúkur
Laugavegi 178 - Sími: 551 3366
Þú mætir - við mælum og aðstoðum
www.misty.is
Opið frá 10-18 virka daga.
Lokað á laugardögum í sumar
SUMAR ÚTSALA
Gerið gæða- og verðsamanburð
SAGA/FREYJA OG ÞÓR
Hágæða heilsudýnur
Queen rúm nú aðeins kr. 179.900
20-50%
AFSLÁTTUR
Lök, sængurverasett,
heilsukoddar,
viðhaldskoddar,
gaflar, náttborð,
teppasett og fleira.
ÚRVAL STILLANLEGRA
HEILSURÚMA
12 mánaða
vaxtalausar
greiðslur*
SAGA/FREYJA
Queen rúm, nú aðeins 129.900
ÞÓR Queen rúm, nú aðeins 149.900
PROFLEX
2x80x200
339.900 með okkar bestu
IQ-CARE heilsudýnum