Fréttablaðið - 23.08.2012, Síða 58

Fréttablaðið - 23.08.2012, Síða 58
23. ágúst 2012 FIMMTUDAGUR46 sport@frettabladid.is HANDBOLTI Aron Kristjánsson var í gær ráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins til ársins 2015. Sú ráðning kom fáum á óvart enda hefur það legið í loftinu lengi að Aron tæki við liðinu. Hinn sigursæli þjálfari Hauka fær það verðuga verkefni að feta í fótspor Guðmundar Guðmunds- sonar sem náð hefur sögulegum árangri með íslenska landslið- ið. Ásamt því að þjálfa landslið- ið mun Aron þjálfa Haukaliðið næsta vetur en láta svo af störf- um til þess að einbeita sér alfarið að störfum fyrir HSÍ. „Viðræður hófust fyrri part sumars þegar það lá fyrir að Guð- mundur myndi hætta. Viðræður fóru svo almennilega í gang eftir því sem leið á sumarið, gengu vel og við kláruðum þetta dæmi rétt fyrir Ólympíuleikana,“ sagði Aron en hann mun láta af einu af tveim- ur störfum sínum þar sem hann er farinn að þjálfa landsliðið. Aron átti tvö ár eftir af samn- ingi sínum við Hauka en mun aðeins klára eitt ár. Hann segir að Haukar hafi ekki verið ánægðir með það. „Þeir skildu ekki af hverju ég gat ekki sinnt báðum störfum áfram. Ég er aftur á móti að fara að vinna að uppbyggingu hand- boltans fyrir HSÍ en sú uppbygg- ing þarf að fara að gerast.“ Þarf að efla þjálfaramenntun á Íslandi Það hefur oft verið talað um að gera hitt og þetta í uppbyggingu handboltans á Íslandi en oftar en ekki lítið gerst. Hvað þarf nákvæmlega að gera til þess að tryggja að framtíð íslenska lands- liðsins verði áfram björt? „Við þurfum fyrst og fremst að efla þjálfaramenntun og fá fleiri þjálfara. Sú vinna er þegar farin í gang. Afreksstefnan utan um efnilega leikmenn þarf að vera í lagi og vinna með félögunum. Það þarf að vinna í líkamlega þættin- um og þar höfum við oft setið eftir. Það þarf að byrja fyrr markvisst í þeim efnum. Svo er það andlegi hlutinn líka sem þarf að vinna í en gleymist oft. Það er hellingur sem þarf að gera hér á landi og ég hef talað fyrir þessu síðustu ár. Nú hef ég tækifæri til þess að gera eitthvað í málunum.“ Aron hefur áður lýst því yfir í viðtölum að það væri hans draum- ur að fá að þjálfa íslenska lands- liðið. „Ég held að flesta þjálfara dreymi að þjálfa landslið sinnar þjóðar. Ég er engin undantekning frá því. Ég er ánægður og mjög stoltur að fá tækifæri til þess að stýra íslenska landsliðinu,“ sagði Aron en óttast hann ekkert að taka við af Guðmundi eftir allan þann árangur sem náðst hefur? „Það þýðir ekkert að velta því fyrir sér. Guðmundur og þjálfara- teymið stóð sig mjög vel sem og liðið. Það er samt skammt stórra högga á milli. Við höfum verið að vinna til verðlauna og svo lenda í því að nánast detta úr riðlakeppni á næsta móti. Samkeppnin er gríð- arlega hörð í alþjóðaboltanum og það má lítið út af bregða svo hlut- irnir fari á verri veg. Þegar allt smellur eigum við möguleika að vera á meðal þeirra allra fremstu.“ Aron segist ekki vita, frekar en aðrir, hvort Ólafur Stefánsson sé hættur í landsliðinu eða í hand- bolta yfir höfuð. Leikmenn eins og Guðjón Valur Sigurðsson hafa svo gefið í skyn að þeir ætli jafnvel að draga sig úr landsliðinu. „Ég bind vonir við að flestir leik- manna liðsins muni halda áfram. Mitt fyrsta verkefni er að heyra í strákunum og vonandi bjóða allir leikmenn áfram fram krafta sína. Ég mun leggja áherslu á það. Ætl- unin er að byggja á þessum góða grunni en það verða einhverj- ar áherslubreytingar með nýjum þjálfara,“ sagði Aron en hverju ætlar hann að breyta? „Þegar tími gefst til verðum við að bæta við einni varnaraðferð til þess að auka fjölbreytileikann og vera með sterkara vopnabúr. Ég fer í það að leikgreina liðið núna og við sjáum svo hvað setur.“ Þarf að minnka bilið á milli góðu og efnilegu leikmannanna Það styttist í kynslóðaskipti hjá landsliðinu. Margir af bestu lands- liðsmönnum í sögu þjóðarinnar munu líklega hætta á næstu árum. Hvernig blasir framtíðin eftir það við Aroni? „Á næstu fimm árum verða ein- hver kynslóðaskipti. Það hefur orðið mikið bil á milli leikmanna landsliðsins síðustu ár, sem eru allt heimsklassamenn, og svo þeirra sem eru þar fyrir aftan. Það þarf að reyna að minnka bilið með því að finna verkefni fyrir þessa menn. Á einhvern hátt þarf að stytta leiðina og gera endurnýj- unina markvissari,“ sagði Aron en á Ísland nógu góða leikmenn til þess að halda landsliðinu í fremstu röð næstu tíu ár? „Það eru efnilegir strákar að koma upp og spurning er hvernig menn halda á spöðunum. Það er eitt að vera efnilegur og annað að taka þetta alla leið og verða betri. Það krefst mikillar vinnu og það er spurningin. Íslenskir atvinnu- menn eru þó vinsælir út af vinnu- semi og hugarfari. Við verðum að vinna markvisst niður á við til þess að minnka bilið og styrkja ungu mennina,“ sagði Aron Krist- jánsson. henry@frettabladid.is GRÉTAR RAFN STEINSSON samdi í gær til tveggja ára við Kayserispor og verður því þriðji Íslendingurinn sem reynir fyrir sér í tyrknesku úrvalsdeildinni í fótbolta. Atli Eðvaldsson spilaði með Genclerbirligi 1989–1990 og Eyjólfur Sverrisson varð meistari með Besiktas 1994-1995. Kayserispor er frá Kayseri í miðju Tyrklandi. Liðið varð í 11. sæti á síðustu leiktíð og vann sinn eina meistaratitil fyrir 39 árum en varð bikarmeistari í fyrsta og eina skiptið 2008. Vonandi bjóða allir leikmenn áfram fram krafta sína. Ég mun leggja áherslu á það. ARON KRISTJÁNSSON LANDSLIÐSÞJÁLFARI Ætlar að byggja á góðum grunni Nýráðinn þjálfari karlalandsliðsins í handbolta, Aron Kristjánsson, ætlar sér ekki að gera róttækar breytingar á landsliðinu enda geti hann byggt ofan á góðan grunn frá Guðmundi Guðmundssyni. Aron vonast til þess að flestir leikmanna landsliðsins haldi áfram að spila. Hann samdi fyrir Ólympíuleikana. DRAUMUR AÐ RÆTAST Aron segir draum vera að rætast hjá sér. Hann er stoltur að fá tækifæri til þess að stýra íslenska landsliðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR HANDBOLTI Óskar Bjarni Óskarsson hefur verið aðstoðarlandsliðsþjálf- ari Guðmundar Guðmundssonar síðustu fjögur ár. Hann ákvað að láta af því starfi eftir Ólympíuleik- ana. Fannst það góður tímapunkt- ur þar sem hann var þess utan að taka að sér spennandi þjálfara- starf í Danmörku. Óskari Bjarna hefur nú snú- ist hugur og flest bendir til þess að hann verði aðstoðarlandsliðs- þjálfari Arons Kristjánssonar. Þegar er búið að ganga frá því að Gunnar Magnússon verði áfram í þjálfarateyminu en HSÍ vill halda bæði Gunnari og Óskari Bjarna enda hafi þeir staðið sig vel og eru í metum hjá leikmönnum liðsins. „Ólympíuleikarnir áttu að vera endapunktur. Ég verð samt að við- urkenna að mig langar til þess að vera í kringum þetta. Mig langar að vera með Aroni og strákunum og reyna að púsla þessu öllu saman hjá mér,“ sagði Óskar Bjarni en hann hefur virkilega notið þess að vinna með landsliðinu. „Það eru forréttindi að starfa með landsliðinu og því erfitt að hætta. Þetta er það skemmtilegt og gefandi.“ Knútur Hauksson, formaður HSÍ, sagði á blaðamannafundi í gær að reynt hefði verið að ganga frá málunum í gær en það hefði ekki gengið upp alveg strax. „Það eru talsverðar líkur á því að þetta gangi upp. Það eru allir að vinna í því að láta málið ganga upp. Ég er bjartsýnn á að það gangi eftir.“ - hbg Óskar Bjarni Óskarsson verður væntanlega áfram aðstoðarlandsliðsþjálfari í handknattleik: Það eru forréttindi að starfa með landsliðinu GÓÐUR Á BEKKNUM Samstarf Óskars Bjarna og Guðmundar var mjög farsælt. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI FH tekur á móti KR í 16. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld og getur með sigri náð átta stiga forskoti á KR á toppi deildarinnar auk þess að eiga leik inni á Íslands- og bikar- meistarana úr Vesturbænum. FH-ingar hafa notið góðs af tveimur deildartöpum KR í röð auk slæmu gengi Vesturbæinga á útivelli. KR-ingar hafa aðeins náð í samtals tvö stig í síðustu fjórum útileikjum og þurfa að breyta því ætli þeir að halda titilvörninni á lífi. Guðjón Árni Antoníusson, hægri bakvörður FH-liðsins, hefur verið óstöðvandi í und- anförnum heimaleikjum FH í deildinni og getur skorað í fjórða heimaleiknum í röð í kvöld. Guð- jón Árni er með fimm mörk og eina stoðsendingu í undanförnum þremur leikjum sínum í Krikan- um og sjötta mark hans í sumar kom á gamla heimavelli hans í Keflavík. Það má því búast við því að Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, geri ráðstafanir til að verjast Guðjóni Árna í kvöld en leikurinn hefst klukkan 18.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. - óój Guðjón Árni Antoníusson: Sjóðheitur í Krikanum GUÐJÓN ÁRNI Langmarkahæsti varnar- maður Pepsi-deildarinnar með 6 mörk. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Ekki er útlit fyrir að Eggert Gunnþór Jónsson fái að spila mikið verði hann áfram hjá enska B-deildarliðinu Wolves. Núverandi stjóri liðsins, Ståle Solbakken, virðist ekki ætla að nota hann mikið. „Ég hef ekki fengið þau skila- boð að ég verði að finna mér nýtt félag. Mér er velkomið að vera áfram og berjast um sæti í liðinu. En líklega væri best fyrir mig að fara annað og hefur félagið sagt að það komi aðeins til greina að lána mig,“ sagði hann við Frétta- blaðið. Hann segir að honum lítist betur á að fara annað til að spila fremur en að verma varamanna- bekkinn hjá Wolves, ekki síst með tilliti til íslenska landsliðsins. „Ég ætla að sjálfsögðu að reyna að berjast um sæti í landsliðinu. Nú er ný keppni að byrja og ríkir mikil samkeppni um stöður í lið- inu. Ég þarf því að spila vel til að komast í landsliðið.“ - esá Eggert Gunnþór Jónsson: Bara lán kemur til greina EGGERT GUNNÞÓR Kom til Wolves í janúar. NORDIC PHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.