Fréttablaðið - 28.09.2012, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 28.09.2012, Blaðsíða 4
28. september 2012 FÖSTUDAGUR4 DÓMSMÁL „Kristur sagði að maður ætti að bjóða hina kinnina og nú erum við á vinstri rasskinninni,“ segir Axel Árnason, héraðsprestur í Suðurprófastsdæmi og annar eig- enda fjarskiptafyrirtækisins Ábót- ans. Ábótinn krafðist þess í sumar að Skeiða- og Gnúpverja- hreppur greiddi fyrirtækinu 20 milljónir króna vegna lagningar nýs ljósleiðara um sveitarfé- lagið. Hreppur- inn hefur stofnað sérstakt félag um ljósleiðarann, Fjarskiptafélag Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Sveit- arstjórnin hefur hafnað kröfu Ábót- ans að fengnu lögfræðiáliti. Axel segir tengingu Ábótans við internetið byggja á ljósleiðurum og örbylgjuloftnetum. Um helm- ingur viðskiptanna sé í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. „Við höfum lagt í heilmikinn kostnað til að geta veitt þessa þjónustu sem önnur fjarskiptafyrirtæki hafa ekki talið borga sig. Við það að missa helm- inginn af viðskiptavinunum eru forsendurnar fyrir þessum rekstri ekki fyrir hendi,“ segir hann. Ábótinn hefur sent sveitarstjórn- inni nýtt erindi eftir að hún hafn- aði kröfu félagsins fyrr í þessum mánuði. Það felur í sér 87 milljóna króna greiðslu til Ábótans. Axel segir það ýtrustu kröfu sem miði við að fyrirtækið hætti. „Það eru tapaðar tekjur til fjög- urra ára inni í þeirri tölu. Við vilj- um fá bætt það sem við höfum fjárfest en látum þá liggja á milli hluta hvort ljósleiðaralagningin um sveitarfélagið sé ólögleg eða ekki,“ útskýrir Axel og segir að verði ekki orðið við kröfunni muni félagið kæra málið til Eftirlits- stofnunar EFTA. „Það er skýlaust að sveitarfélagið er að fara inn á markað með opinbert fé og það er bara ekki leyft í dag.“ Gunnar Örn Marteinsson oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps segir kröfu Ábótans fráleita. Hreppur- inn sé í fullum rétti og bótakrafan algerlega órökstudd. Áætlaður kostnaður við ljós- leiðarann er 180 milljónir króna. Gunnar segir um helming þess koma frá Landsvirkjun vegna rammasamnings frá 2008 þar sem ákveðin upphæð var eyrna- merkt fjarskiptum í hreppnum. Þá verði notaður drjúgur hluti af 70 milljónum króna sem hreppurinn eigi eftir sölu á hlut í fyrirtækinu Límtré. Hann segir að öllum verði heimill aðgangur að ljósleiðaran- um. „Við hér búum við erfið skilyrði í þessum efnum. Þetta verður eins og að fara úr Trabant í Bens og auðveldar fólki störf í fjarvinnslu. Þetta er nútíminn,“ segir oddvitinn. gar@frettabladid.is ÞJÓRSÁ Um helmingur 180 milljóna króna stofnkostnaðar ljósleiðarakerfis í Skeiða- og Gnúpverjahreppi kemur frá Landsvirkjun og stafar frá rammasamningi vegna virkjana í Þjórsá. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SPURNING DAGSINS Í aðsendri grein Hjalta Hugasonar, Já en – við þjóðkirkjuákvæði, í Frétta- blaðinu í gær var setningin „Ríkis- valdið verndar öll skráð trú- og lífs- skoðunarfélög“ gerð að millifyrirsögn. Það átti hún ekki að vera. LEIÐRÉTT VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 23° 22° 17° 15° 17° 19° 14° 14° 26° 16° 27° 21° 30° 14° 18° 20° 12°Á MORGUN Fremur hægur vindur en vaxandi SV-lands síðdegis. SUNNUDAGUR Stormur með S-strönd um tíma annars hægari. 8 7 5 55 7 5 6 6 6 4 5 6 5 5 5 5 7 7 8 0 8 6 8 6 6 6 15 8 13 7 10 NOKKUÐ BJART verður sunnan og vestanlands í dag og víðast hvar á morgun. Síðdegis á morgun þykknar þó upp og hvessir suðvestan til og fer að rigna þar undir kvöld. Á sunnudag verður rigning víða um land en mest verður úrkoman á Suðausturlandi. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður Krefst nú 87 milljóna vegna nýs ljósleiðara Ábótinn ehf. krefst 87 milljóna í bætur frá Skeiða- og Gnúpverjahreppi vegna lagningar ljósleiðara í sveitarfélaginu. Oddvitinn segir kröfu Ábótans fráleita. Eigandinn segist kæra til Eftirlitsstofnunar EFTA ef kröfunni verður hafnað. GUNNAR ÖRN MARTEINSSON SAMGÖNGUR Reykjavíkurborg hyggst kaupa Umferðarmiðstöð- ina við Vatnsmýrarveg, en fjallað var um kauptilboð borgarinnar á fundi borgarráðs í gær. Staðfest- ingu kauptilboðsins var frestað að beiðni fulltrúa Sjálfstæðisflokks. Borgin hyggst kaupa Umferðar- miðstöðina og lóðina sem fylgir henni fyrir 445 milljónir króna. Seljendur eru Mynni ehf. og Landsbanki Íslands. Aðalástæðan fyrir kauptil- boðinu er sú að Reykjavíkurborg hyggst nýta Umferðarmiðstöð- ina sem miðstöð almennings- samgangna í Reykjavík. Að auki verður óvissu varðandi skipulagið á þessu svæði eytt með kaupunum þar sem Reykjavíkurborg mun hafa fullt vald yfir svæðinu. - shá Borgin skoðar kaup á BSÍ: Leysir af skipti- stöð á Hlemmi BSÍ Tekur meðal annars við hlutverki skiptistöðvar Strætó á Hlemmi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Vilja beiðari vegi Vegfarendur segjast fyrst og fremst vilja breikka vegina þegar þeir eru spurðir hvað þeir vilja helstbæta á þjóðvegum landsins. Tæpur helm- ingur vill það en tæp 30 prósent vilja auka við bundið slitlag. Þetta kemur fram í könnun Maskínu fyrir Vegagerðina um þjóðvegi landsins. Heldur fleiri eru jákvæðir gagnvart Vegagerðinni en í síðustu könnunum, tæp 50 prósent eru frekar jákvæð og tæp ellefu prósent mjög jákvæð. Tæp níu prósent eru neikvæð. SAMGÖNGUR HEILBRIGÐISMÁL Öll starfsemi sér- hæfðrar líknarþjónustu Land- spítala er nú komin undir einn hatt í húsnæði líknardeildarinnar í Kópavogi, að undanskyldu líkn- arráðgjafateymi spítalans sem hefur áfram starfsstöð sína við Hringbraut. Stækkun á húsnæði líknar- deildarinnar í Kópavogi gerði þetta kleift. Oddfellowreglan á Íslandi kostaði vinnu við breytingar og stækkun húsnæðis deildarinnar. - shá Oddfellow kostar stækkun: Líknarþjónusta öll í Kópavogi GENGIÐ 27.09.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 221,9655 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 124,29 124,89 201,45 202,43 159,85 160,75 21,436 21,562 21,62 21,748 18,875 18,985 1,599 1,6084 191,29 192,43 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is • HEILBRIGÐISMÁL Embætti land- læknis undirbýr að opna fyrir aðgang lækna að lyfjasögu skjól- stæðinga sinna úr lyfjagagna- grunni embættisins. Í vor var samþykkt á Alþingi breyting á lyfjalögum sem heimilar slíka upplýsingagjöf. Fjármála- og efnahagsráðu- neytið hefur veitt embættinu styrk til kaupa á rafrænum skil- ríkjum fyrir alla starfandi lækna. Gert er ráð fyrir að tilraunaverk- efni með þátttöku 30 til 50 lækna hefjist í nóvember. Ætlunin er að almenningur geti í framtíðinni notað rafræn skil- ríki til að nálgast eigin sjúkra- skrár, eiga samskipti við heil- brigðisstarfsfólk og bóka tíma rafrænt. - shá Rafræn skilríki fyrir lækna: Opna aðgang að lyfjasögu UNDIR LÆKNISHÖNDUM Almenningur fær rafrænan aðgang að lyfjasögu sinni 2013. STJÓRNSÝSLA Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, hefur farið fram á það við Ríkis- endurskoðun að stofnunin ljúki skýrslugerð vegna kaupa ríkis- ins á fjárhags- og mannauðskerf- inu Oracle á árinu 2001, innleið- ingar þess og reksturs, fyrir lok októbermánaðar. Stofnuninni var falið að gera skýrsluna í apríl árið 2004 en henni hefur enn ekki verið skilað. Ásta sendi Sveini Arasyni ríkis- endurskoðanda bréf vegna máls- ins í gær. Þar segir: „Ég tel að dráttur á gerð skýrslunnar sé mjög aðfinnslu- verður. Slíkt m á a l d r e i endurtaka sig. Lagaheimild til þess að óska skýrslna Ríkis- endurskoðunar er einn mikil- vægasti þáttur- inn í eftirlits- hlutverki Alþingis.“ Sveinn segir að Ríkisendur- skoðun muni virða þann frest sem forseti Alþingis hefur gefið stofnuninni til að ljúka við gerð skýrslunnar. „Við erum þegar búin að gera ráðstafanir til þess að fá umsagnir frá þeim aðilum sem eiga rétt á að tjá sig um þetta efni. Það er því ekki ástæða til að ætla annað en að við munum skila skýrslunni innan frestsins.“ Spurður um þá gagnrýni sem fram kemur á Ríkisendurskoð- un í bréfi forseta Alþingis svar- ar Sveinn að hann hafi lýst sama sjónarmiði á fundi með fjárlaga- nefnd og stjórnskipunar- og eftir- litsnefnd á þriðjudag. Þá segist hann ekki hafa í hyggju að segja af sér vegna málsins. - mþl Forseti Alþingis krefst þess að Ríkisendurskoðun skili brátt umdeildri skýrslu: Mun skila skýrslunni í október SVEINN ARASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.