Fréttablaðið - 28.09.2012, Blaðsíða 46
28. september 2012 FÖSTUDAGUR22
timamot@frettabladid.is
DITA VON TEESE er fertug í dag
„Sumir segja að það sem ég geri sé ekki sérlega frelsandi. Ég segi að
það sé nú ansi frelsandi að fá 20.000 dollara fyrir tíu mínútna vinnu.“
40
Merkisatburðir 28. september
1930 Elliheimilið Grund í Reykjavík vígt.
1958 79,2% kjósenda í Frakklandi samþykkja nýja stjórnar-
skrá í þjóðaratkvæðagreiðslu sem markar upphaf fimmta lýð-
veldisins í sögu Frakklands.
1969 Brot úr Murchison-loftsteininum fellur til jarðar í Ástralíu.
1988 Önnur ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar tekur við
völdum.
1991 Stofnað er landssamband björgunarsveita og hlýtur það
nafnið Landsbjörg.
2006 Lokað er fyrir hjáveitugöng Kárahnjúkastíflu og myndun
Hálslóns hefst.
2010 Alþingi samþykkir að sækja Geir H. Haarde fyrir Lands-
dóm á grundvelli laga um ráðherraábyrgð.
Faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
HÖRÐUR SVANBERGSSON
prentari,
áður til heimilis að Lindarsíðu 4, Akureyri,
lést sunnudaginn 9. september á
Dvalarheimilinu Hornbrekku, Ólafsfirði.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Árni Harðarson María Ingunn Tryggvadóttir
Gunnhildur Harðardóttir Ársæll Guðmundsson
Katrín Gunnarsdóttir Bjarki Jóhannesson
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
MARGRÉT STEINGRÍMSDÓTTIR
Brúnavegi 9 – Hrafnistu, Reykjavík,
lést á Landspítalanum miðvikudaginn
26. september. Útförin fer fram
frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn
4. október kl. 13.00.
Árni Gunnarsson Sjöfn Óskarsdóttir
Vilborg Gunnarsdóttir Gunnar Aðalsteinsson
Guðrún Erla Gunnarsdóttir Þorgrímur Páll Þorgrímsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
SIGURÐUR JÓNSSON
lést 20. september sl. Bálför hefur farið
fram. Þeim sem vilja minnast hans er bent á
líknardeild Landspítalans.
Bryndís Bjarnadóttir
Kolbrún Lilja Sigurðardóttir Carsten Hanghøj
Karen Ósk Sigurðardóttir Ásmundur Jón Marteinsson
afabörn
foreldrar og systkini.
75 ára afmæli
Ása Sigríður
Ólafsdóttir
frá Akranesi er 75 ára í dag
28. september.
Í tilefni þess ætlar hún og fjölskylda
hennar að hafa opið hús á morgun, 29.
september frá 15.00 til 17.00 í veislusal
Dvalarheimilis Höfða á Akranesi. Vonast er
til þess að sem flestir láti sjá sig.
Það sem vakti fyrir mér með útgáfu
þessarar bókar hér var að freista
þess að styrkja tengslin á milli okkar
og þessara frænda okkar þarna á
eyjunum,“ segir Aðalsteinn Ásberg
Sigurðsson, skáld og þýðandi, sem sent
hefur frá sér ljóðasafnið Hjaltlandsljóð
sem inniheldur þýðingar hans á ljóðum
hjaltlenskra nútímaskálda. „Þetta eru
fjarskyldir ættingjar okkar sem við
höfum alltof lítil tengsl við. Það er von
mín að þessi bók veki athygli á þeim
tengslum sem við höfum í gegnum
tungumál og menningu.“
Í safninu eru ljóð eftir ellefu skáld
sem öll eru enn á lífi, utan eitt, og
Aðalsteinn segist þekkja um helm-
ing þeirra persónulega. Bókin er á
þremur tungumálum, þ.e.a.s. ljóðin
eru birt bæði á frummálinu og í þýð-
ingu. Sum ljóðanna eru ort á ensku en
önnur á mállýsku eyjaskeggja, hjalt-
lensku, sem greinilega á að nokkru
leyti rætur í norrænu tungumáli. „Já,
það sem margir vita ekki hér er að
þarna var talað norrænt tungumál
alveg fram á sautjándu og jafnvel átj-
ándu öld. Svo glatast sú tunga, hún
verður undir þegar skoskan flæðir
yfir eyjarnar með fólksflutningum
og öðru, en það skín enn þá í þetta
norræna tungumál bæði í orðasam-
böndum og örnefnum. Hjaltlenskan
er síðan blanda af skosku og norrænu.
AÐALSTEINN ÁSBERG SIGURÐSSON: GEFUR ÚT HJALTLANDSLJÓÐ
Freistar þess að styrkja tengsl
við fjarskylda ættingja okkar
NÚTÍMASKÁLD Aðalsteinn segist hafa reynt að endurspegla samtímaljóðlist á Hjaltlandseyjum í bókinni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Af þessum ágæta sjónarhóli sé ég augu þín,
saltstokkið andlit þitt,
skrjáfandi, hvíslandi orðabólstra
á tungu þinni, norður af Norrænu.
Þennan kjafthátt skortir listina
til að slíta hjarta þitt frá gamalgrónum raunatúnum,
þar sem flæðir í belg og biðu með óskýru japli
orðalag annarra landa.
ÓSKIPULAG eftir Robert Alan Jamieson
Blaðið List á Vestfjörðum 2012, sem gefið er út af Félagi
vestfirskra listamanna, kemur út nú eftir helgi. Blaðið
kemur út í 4.000 eintökum og verður dreift inn á öll
heimili á Vestfjörðum og víðar.
Ritið kemur nú út í annað sinn og hefur eins og í fyrra
ákveðið þema. Í ár er sjónum beint að sýningarrýmum á
Vestfjörðum; öllum þeim fjölmörgu stöðum sem standa
listamönnum til boða þegar þeir vilja koma fram og sýna
sig eða list sína. Fjallað er ýtarlega um menningarhúsið
Edinborg og tónleikasalinn Hamra, auk fjölda annarra
listvænna staða. Ritstjóri er Sunna Dís Másdóttir.
List á Vestfjörðum
2012 kemur út
Danska söngkonan Cathrine Legardh og kvartett
hennar leika á níundu tónleikum djasstónleikaraðar
veitingastaðarins Munnhörpunnar í Hörpu laugar-
daginn 29. september. Auk Legardh skipa hljómsveitina
þeir Kjartan Valdemarsson á píanó, Valdemar K. Sigur-
jónsson á bassa og Einar Scheving á trommur. Þau
munu flytja sígræn djasslög af ýmsum toga auk nokk-
urra frumsaminna laga. Tónleikarnir hefjast klukkan
15 og standa til klukkan 17. Aðgangur er ókeypis. Þetta
verða síðustu tónleikarnir í djasstónleikaröð Munn-
hörpunnar í ár.
Legardh syngur í Munnhörpunni
DJASSAÐ Catrine Legardh og kvartett hennar
leika í Munnhörpunni á laugardag.
Þótt skoskan sé ráðandi þá morar hún
í orðum og hugtökum úr norrænu.“ Og
notar fólk hjaltlenskuna í daglegum
samskiptum? „Já, og það varð vakning
seint á síðustu öld að fara að nota
mállýskuna meira sem ritmál, þannig
að það hefur færst í aukana að fólk noti
hana í ritmáli, einkum yngra fólk.“
Hvað hafðirðu að leiðarljósi þegar
þú valdir ljóðin í bókina? „Eiginlega
bara kynni mín af ljóðlist þarna.
Ég hef viðað að mér efni á staðnum,
spurst fyrir og fengið leiðbeiningar
frá nokkrum aðilum. Því miður er
ekki til svona safn með hjaltlenskum
nútímahöfundum, það var síðast gefið
út ljóðasafn með samtímaskáldum
fyrir fimmtán árum, en aðeins þrjú
af þeim skáldum sem ég er að þýða
eru með í því safni, það er orðið svo
gamalt. Ég reyndi að vera sem næst
nútímanum.“
Hvað vakti upphaflega áhuga þinn á
eyjunum? „Þegar ég var rétt rúmlega
tvítugur fór ég til Orkneyja til að
skrifa. Ég hef enga hugmynd um hvers
vegna ég fór þangað frekar en eitthvað
annað, en ég var þarna í nokkrar
vikur, kynntist þeirra menningu og
bókmenningu og fór upp úr því að
þýða ljóð eftir höfuðskáld Orkneyinga,
George Mackay Brown. Síðan leið
langur tími þar til mér barst boð um
að koma til Hjaltlands, en það heimboð
var á grunni þess að ég hafði verið að
þýða Orkneyjarskáldið. Þegar ég kom
til Hjaltlands varð eiginlega ekki aftur
snúið, ég fann að þetta var eitthvað
sem mig langaði og varð að gera.“
fridrikab@frettabladid.is