Fréttablaðið - 28.09.2012, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 28.09.2012, Blaðsíða 18
18 28. september 2012 FÖSTUDAGUR Ég ætla að nota tækifærið og lofa Heilsugæslu höfuðborgar- svæðisins, af því enginn annar virðist gera það, og þá sér í lagi forsvarsmenn hennar sem hafa hreinlega ekki sést svo mánuðum skiptir opinberlega. Hvað þá að fagfólkið stígi fram og verjist þeirri ádeilu sem er nær stöðug á þjónustu heilsugæslunnar eða á fyrirkomulagi hennar. Þeir sem mig þekkja vita að ég er eindreg- inn stuðningsmaður einka rekstrar í heilbrigðisþjónustu þar sem ég starfa og tel að þar liggi stærstu sóknarfærin í framtíðinni. Þrátt fyrir það þykir mér sorglegt hið neikvæða umtal um þessa grunn- stoð í heilbrigðisþjónustu á höfuð- borgarsvæðinu. Hver fréttin á fætur annarri um langan biðtíma, lélegan aðbúnað, atgervisflótta lækna og yfirvofandi hættuástand auk rifrildis fagstétta um það hverjum beri að skrifa út pilluna eða ekki er það sem birtist okkur í fjölmiðlum. Hvar eru forvígismenn heilsu- gæslunnar, hvar er stolta fag fólkið sem bendir á jákvæðar hliðar heilsugæslunnar? Hvers vegna hef ég á tilfinningunni að það sé bara á Landspítalanum sem stjórnenda- teymi bregðast við fréttum opin- berlega og reyna að leiðrétta eða útskýra eftir því sem við á hverju sinni? Það hefur til dæmis verið á allra vitorði að þrátt fyrir ein erf- iðustu ár í manna minnum í fjár- hagslegu tilliti, hafi Landspítalinn verið rekinn innan fjárheimilda. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að halda átti Birni Zoëga sem forstjóra. Veit einhver að það hefur líka verið svo í Heilsugæslu höfuð- borgarsvæðisins síðastliðin tvö ár og lítur vel út fyrir árið 2012? Ætli Svanhvít hafi fengið launahækkun, eða að Guðbjartur hafi boðið henni á einkafund um helgi? Sennilega á hún ekki séns á vinnu í Svíþjóð og svo þekkir hana heldur enginn opinberlega svo það er ekkert mál að sópa því undir teppið, eða bara sleppa því að pæla í því að umbuna henni fyrir vel unnin störf?! Hvað þá að umbuna fólkinu á gólfinu sem stendur sig eins og hetjur og lætur þetta allt ganga upp! Þegar kemur að umræðu um staðsetningu Landspítalans og rökum með og á móti bregst stjórnendateymið fljótt og örugg- lega við í fjölmiðlum. Ekki skal tekin afstaða til byggingarinnar af minni hálfu en að minnsta kosti er ljóst að þeir sem fara fyrir spít- alanum verja með kjafti og klóm að hann skuli rísa. Það er eigin- lega fyndið að skoða fréttaflutn- ing í fjölmiðlum um þessa tvo risa í íslenskri heilbrigðisþjónustu, því hann er svo gjörólíkur. Ég gat ekki fundið margar jákvæðar fréttir, en ein á RÚV frá 23.12.2011 þótti mér ágæt en þar kom fram að vel- ferðarráðuneytið hefði ákveðið að verja 60 milljónum til tækjakaupa fyrir Heilsugæslu höfuðborgar- svæðisins, en Landspítalinn fékk í sömu andrá 50 milljónir! Þegar starfssemi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er skoðuð verður ljóst eins og víðar að ýmis- legt má betur fara, en fyrir alla muni reynið að hampa því sem gott er, það er svo miklu uppbyggi- legra! Ég ætla að ríða á vaðið og telja upp nokkra hluti sem ég sé sem utanaðkomandi og vonandi fylgja starfsmenn sem og stjórn- endur í kjölfarið með þau atriði sem ég gleymi. Ný heimasíða er einkar vel heppnuð og veitir gott aðgengi að upplýsingum, raf- rænar tímabókanir hjá lækni eru loksins komnar á skrið sem og raf- ræn samskipti milli lækna og við Sjúkratryggingar Íslands. Heilsuvernd skólabarna er til fyrirmyndar og sóttvarnir markvissar, bæði hvað snertir börn og þá sem sækjast eftir dvalar leyfi hérlendis. Mæðra- vernd og ungbarnavernd á fastan sess í daglegri þjónustu stöðv- anna í teymis vinnu fagstétta. Þá er öflug læknamóttaka mið- punktur þjónustunnar á dag- vinnutíma sem og á síðdegisvakt sem miðar að því að sinna þörfum langveikra og þeirra sem þurfa minniháttar aðstoð. Þá er verðið fyrir þjónustuna lágt og ætti að vera fáum ofviða. Látið ekki aðra þurfa að segja ykkur að þið séuð frábær þrátt fyrir að á móti blási, vinnið uppbyggilega og jákvætt að því að styrkja eigin ímynd og flaggið því sem vel er gert. Still- ið fólkinu ykkar í framvarða- sveit og komið þeim skilaboðum á framfæri sem þið viljið að séu til umræðu. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins Heilbrigðismál Teitur Guðmundsson læknir Íslandsbanki illa flæktur í hugmyndastuld? Birna Einarsdóttir, banka-stjóri Íslandsbanka, hefur á bankaþingum lofað markaðs- herferð Ergo í bak og fyrir. Verst er að hún skuli ekki á sama tíma halda þeirri skoðun á lofti að markaðsherferðin eigi rætur sínar að rekja til stolinnar hugmyndavinnu. Nefnilega hugmyndavinnu sem undirritaður lagði bankanum til fyrir nokkrum árum – hug- myndavinnu sem Birna rann- sakaði ofan í kjölinn ásamt sínu nánasta samstarfsfólki. Staðreyndin er sú að þegar Birna Einarsdóttir gegndi stöðu markaðsstjóra boðaði hún mig á fund til að kynna fyrir sér og markaðsdeild Íslandsbanka hugmynda- vinnu er nýst gæti til markaðs- sóknar. Á þeim fundi lagði ég fram kynningarbæk linginn „Reiknaðu með okkur“ er gerði ítarlega grein fyrir markaðs- herferð undir því slagorði. Hugmyndavinna mín snerist um slagorðið og gríðarleg áhersla var lögð á að ljá því reikningslega tengingu að undangenginni auglýsinga- herferð. Þannig átti að undir- strika að viðskiptavinir gætu leitað til bankans og reiknað dæmin/lánin sín með honum. Í kynningarbæklingnum var m.a. lagður grunnur að ýmsum auglýsingahugmyndum þar sem slagorðið öðlaðist hinn reikningslega blæ. Markaðs- herferð Ergo, sem hófst árið 2011, byggist á sömu nálgun, nefnilega að viðskiptavinirnir geta reiknað dæmin sín með Ergo undir slagorðinu „Reikn- aðu með okkur“. Auk þess enda allar auglýsingar Ergo á umræddu slagorði. Innsta kjarna minnar hugmyndavinnu hafði augljóslega verið stolið að áliti þeirra sem til málsins þekkja. Eðlilega hnykkti mér óþægi- lega við þegar markaðsher- ferð Ergo var ýtt úr vör. Og þar sem um fyrirlitlegan hug- myndastuld var að ræða að mínu mati sendi ég erindi til Birnu Einarsdóttur sem og framkvæmdastjóra Ergo, Jóns Hannesar Karlssonar, og sagði mínar farir ekki sléttar. Að undirlagi Birnu boðaði Jón Hannes mig á fund sem ég taldi að ætti að snúast um leið- réttingu á hlut bankans gagn- vart mér. En það var öðru nær, því hann hafði ekki meiri manndóm í sér en að mæta til leiks vopnaður lögfræðingi bankans, sem kom mér algjör- lega í opna skjöldu. Nánast frá fyrstu mínútu reyndu þeir félagarnir að verja hendur bankans með dæmafáum mála- tilbúnaði. Vel samstilltir lögðu þeir áherslu á að hugmynda- vinna mín hefði orðið djúpi gleymskunnar að bráð enda flestir starfsmenn bankans marghrjáðir af minnisleysi. Markaðsdeildin hefði aftur á móti, í samvinnu við auglýs- ingastofu úti í bæ, orðið fyrir eins konar vitrun og alveg óvart og fyrir hreina hend- ingu „enduruppgötvað“ mína hugmyndavinnu upp á eigin spýtur! Ég skrifaði Birnu Einars- dóttur harðort bréf og kvart- aði undan hraklegum málatil- búnaði Jóns Hannesar enda óásættanlegt að hugmynda- vinna mín hefði orðið „endur- uppgötvun“ Íslandsbanka að bráð. Birna svaraði erindi mínu með því að taka það úr höndum Jóns Hannesar og vísa því til næsta undirmanns, nefnilega Hólmfríðar Einars- dóttur eins af eftirmönnum sínum í starfi markaðsstjóra. Hún þræddi sömu villigötu og Jón Hannes en viðurkenndi þó aðkomu markaðsdeildarinnar að markaðsherferðinni. Skárra væri það nú! En allir höfðu víst sett upp helgisvip þegar hug- myndavinna mín var nefnd á nafn. Athyglisvert var að hún lagði ríka áherslu á að hvítþvo Birnu Einarsdóttur af mark- aðsherferð Ergo. Viðbrögð Birnu Einars dóttur við erindi mínu hefðu átt að vera svo auðgefin að venju- lega menn setur hljóða þegar þeir frétta hvernig hún brást við. Stöðugt vísaði hún erindi mínu til undirmanna sinna sem áttu að sjá um að þvo hendur hennar af öllum ósómanum. En samt er engum öðrum starfsmanni bankans málið skyldara enda hafði hún verið vel fóðruð á umræddri hug- myndavinnu bæði skriflega og munnlega. Og hún grand- skoðaði mínar hugmyndir í meira en fjórar vikur. Í stað þess að leysa málið með sam- komulagi bauð hún upp á mál- flutning sem ekki stendur til boða í samfélögum sem kenna sig við góða siði. Hún stýrði vörn bankans og lét aðstoðar- menn sína skjóta þeim skildi fyrir sig að bankinn hefði fyrir hreina tilviljun „endurupp- götvað“ mína hugmyndavinnu. Og það væri í góðu lagi meðan uppgötvunin væri klædd dular- gervi gleymskunnar! Er hægt að komast á lægra plan sið- gæðis? Að lokum: Eftir tiltölulega stutta fundarsetu með Jóni Hannesi, framkvæmdastjóra Ergo, sleit ég fundinum enda ljóst orðið hver ásetningur hans var. Auk þess var ég ekk- ert sérstaklega vel upplagður til að kynna mér þá yfirnátt- úrulegu hæfileika sem mark- aðsbændur bankans búa yfir. Sem felast helst í því að þeir eru gæddir þeirri náðargáfu að „enduruppgötva“ hugmynda- vinnu annarra, sér í lagi ef þeir hafa verið fóðraðir á henni áður. Legg ég til að bankinn taki upp slagorðið „Endur- uppgötvaðu með okkur“ sem væri lýsandi táknmynd fyrir framúrskarandi færleika bank- ans á sviði enduruppgötvana. Þessi ráðlegging er algjörlega ókeypis af minni hálfu. Markaðsmál Jón Þorvarðarson stærðfræðingur og rithöfundur Hvað þá að umbuna fólkinu á gólfinu sem stendur sig eins og hetjur og lætur þetta allt ganga upp! En það var öðru nær, því hann hafði ekki meiri manndóm í sér en að mæta til leiks vopnaður lögfræðingi bankans, sem kom mér algjörlega í opna skjöldu. Nánast frá fyrstu mínútu reyndu þeir félagarnir að verja hendur bankans með dæmafáum málatilbúnaði. iPhone 5 Þynnri, léttari og öflugri Smáralind Opnunartímar Virka daga 11-19 | Fimmtudaga 11 - 21 Laugardaga 11 - 18 | Sunnudaga 13 - 18 Laugavegi 182 Opnunartímar Virka daga 10-18 | Laugardaga 11 - 16 Sími 512 1300 Apple EarPods Ný og mögnuð heyrnatól Sitja vel í eyrum Dýpri bassi Þola betur svita og raka Fjarstýring og hljóðnemi Verð frá: 179.990.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.