Fréttablaðið - 28.09.2012, Blaðsíða 37
AUGLÝSING: OASIS KYNNIR
Að sögn Ingibjargar Þorvaldsdóttur, eiganda Oasis, er
leður ákaflega vinsælt um þessar mundir. „Hausttísk-
an er sérstaklega falleg,“ segir hún. „Leður er áber-
andi um þessar mundir í buxum, jökkum og sparikjól-
um. Leðrið kemur í ýmsum litum, hermannagrænt er
til dæmis vinsæll litur og sömuleiðis blár. Leður ein-
skorðast ekki lengur við jakka, skó og töskur því það er
farið að rata í hin ýmsu föt, jafnvel fínustu sparikjóla og
gefa þeim töffaralegan blæ. Einnig er algengt að leður-
belti séu notuð við kjóla. Leðurlíkið er líka mjög flott
og vandað og erfitt að sjá muninn á því og ekta leðri.
Framleiðendur eru orðnir færir í gerð leðurlíkis og það
er á mun betra verði en leðrið,“ segir Ingibjörg þegar
hún lýsir hausttískunni.
„Það er mikið um blúndur á skyrtum og kjólum, svolít-
ið rómantískt útlit en einnig er svokallað goth-útlit eftir-
sótt. Við erum með skyrtur upp í háls, ermalausar eða
með ermum í miklu úrvali. Þær eru mjög fallegar við
gallabuxur eða fínni pils. Hér er einnig glæsilegt úrval af
fallegum, þröngum buxum í mörgum litum. Þær eru háar
í mittið og afar klæðilegar. Við erum með fjölda kvenna
sem eru áskrifendur að buxunum okkar, enda heyrum
við oft að það sé auðvelt að finna réttu stærðina hjá
okkur. Þótt buxurnar séu þröngar þá eru þær fyrir allar
stærðir með góðri teygju og sniði. Við erum með stærðir
8-16 og buxurnar eru jafn smart í öllum stærðum. Það
er meira um buxur núna en hefur verið undanfarin ár.
Leggings og kjólar halda velli en þröngar buxur koma
sterkar inn á markaðinn,“ útskýrir Ingibjörg.
„Yfirhafnir eru vinsælar hér í búðinni og núna erum við
með sérstaklega mikið úrval af þeim. Allar konur ættu
að finna yfirhöfn við sitt hæfi,“ segir Ingibjörg og bætir
við. „Glamúr eða glimmer er áberandi í peysum en við
eigum mikið úrval af þeim og fallegum bolum á góðu
verði. Fatnað sem hentar vel í skóla eða vinnu. Einn-
ig er mikið úrval af fallegum fylgihlutum, töskur, belti,
skart og fleira.“
Oasis er í Kringlunni og Smáralind. Verslunin er á
Face book og þar er alltaf mikil umræða í gangi. „Við
erum duglegar að svara öllum og erum virkar á netinu.
Fólk veit að við erum með gæði og gott verð. Þetta eru
vörur sem endast,“ segir Ingibjörg.
Ingibjörg segir að hausttískan sé afar falleg en mikið úrval er af nýjum fatnaði í
versluninni Oasis.
LEÐURFATNAÐUR MEÐ
TÖFFARALEGAN BLÆ
Verslunin Oasis er með mikið úrval af vönduðum og fallegum fatnaði í nýjustu
hausttísku. Í Oasis geta konur fundið klæðilegan og vandaðan fatnað á góðu verði.
Leðurlíkiskjóll, „peplum“-snið. Gat
í bakinu, teygjanlegur, einstaklega
klæðilegt snið, rokkaður og flottur í
sniðinu. Verð kr. 14.990.
Kjóll með korse-
lett-sniði. Sexí og
skvísulegt. Gyllt
belti, plíserað
shiffon-pils. Verð
kr. 18.990.
Skemmtileg
blanda af fínlegri
blúndu og leðri
í goth-stíl. Síðari
að aftan. Shiffon-
pils. Verð kr.
19.990.
Jakki með leður-
ermum. Prjónaður
með ská-rennilás.
Verð kr. 19.990.
Leðurlíkispils í hermannagrænu, flott,
sexí, A-snið. Hátt í mittið. Einnig til í
brúnu og svörtu. Verð kr. 10.590.-
Biker-leðurjakki,
heitasta jakka-lúkkið
í haust. Passar við allt.
Úr leðurlíki, verð kr.
15.990. Til í gráu og
svörtu. Einnig til úr
ekta leðri.