Fréttablaðið - 28.09.2012, Blaðsíða 22
FÓLK|HELGIN
Alþjóðlegi hjartadagurinn verður haldinn hátíðlegur um víða ver-öld á morgun. Á Íslandi samein-
ast Hjartavernd, Hjartaheill, Neistinn,
styrktarfélag hjartveikra barna, og
Heilaheill um að halda daginn og leggja
helgina undir.
Á hverju ári er tilteknu málefni gerð
skil á hjartadaginn og í ár er áherslan á
forvarnir gegn hjarta- og æðasjúkdóm-
um hjá konum og börnum.
Mikilvægt er að foreldrar kenni
börnum sínum strax í frumbernsku
heilbrigða lífshætti sem einkennast af
neyslu á hollum mat, tóbakslausu lífi
og því að hreyfa sig reglulega. Þó þetta
hljómi skynsamlega leiðir nýleg rann-
sókn, sem gerð var í fjórum löndum
og náði til 4.000 fullorðinna, í ljós að
helmingur þátttakenda taldi sig þurfa
ekkert að hugsa sérstaklega um hjartað
til að halda því heilbrigðu fyrr en upp
úr þrítugu í fyrsta lagi. Þetta er í sam-
ræmi við niðurstöður Capacent Gallup-
könnunar Hjartaverndar frá árinu 2009.
Í henni var ítarlega spurt um vitund og
þekkingu almennings á hjarta- og æða-
sjúkdómum og áhættuþáttum þeirra.
Samkvæmt könnuninni var þekkingin
minnst meðal yngra fólks og sögðust
53 prósent 25-34 ára hafa mjög litla eða
enga þekkingu á áhættuþáttum hjarta-
og æðasjúkdóma en hlutfallið var 29%
meðal 55-64 ára.
Mýtan um að hjartasjúkdómur sé
sjúkdómur karla, þeirra eldri og oft
betur stæðu er sömuleiðis lífseig. Hið
rétta er að jafn margar konur deyja
árlega og karlar vegna hjarta- og æða-
sjúkdóma á heimsvísu. Til að að setja
umfang hjarta- og æðasjúkdóma í sam-
hengi má benda á að rúmar 17 milljónir
manna deyja á ári hverju í heiminum úr
hjarta- og æðasjúkdómum en rúmar 3,8
milljónir deyja úr malaríu, alnæmi og
berklum samanlagt. Hjartasjúkdómur
er dánarorsök einnar konu af hverjum
þremur sem deyja í heiminum. Á ári
hverju fæðist ein milljón barna með
hjartagalla og á Íslandi fæðast allt að
60 börn á ári. Góðu fréttirnar eru þær
að hægt er að fyrirbyggja stóran hluta
hjartasjúkdóma og heilaáfalla með því
að tileinka sér heilbrigðan lífsstíl strax
á unga aldri.
Í tilefni dagsins verður meðal annars
efnt til hjartagöngu um Laugardalinn.
Gangan hefst við anddyri Laugardals-
hallar klukkan 10.30. Þá verður boðið
upp á bronsleika fyrir börn og hjarta-
dagshlaup en nánari upplýsingar um
dagskrána er að finna á www.hjarta-
heill.is.
KONUR FÁ LÍKA FYRIR HJARTAÐ
Alþjóðlegi hjartadagurinn er á morgun. Í ár verður lögð sérstök áhersla á for-
varnir gegn hjarta- og æðasjúkdómum hjá konum og börnum. Fjölbreytt dag-
skrá verður hér á landi, þar á meðal hjartaganga um Laugardal.
DÁNARORSÖK
EINNAR AF HVERJUM
ÞREMUR
Jafn margar konur og
karlar deyja úr hjarta-
og æðasjúkdómur á ári
hverju. Hjartasjúkdómur
er dánarorsök einnar
konu af hverjum þremur
sem deyja í heiminum.
Auk þess 20% afsláttur
af nokkrum gerðum af kjólum,
tunicum bolum og jökkum
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460
www.belladonna.is
Verslunin Belladonna á Facebook
Tilboðið gildir til 30. september
20% afsláttur
af svörtum síðbuxum frá
og
Vísindavaka Rannís verður haldin í Háskólabíói í kvöld. Markmiðið er að kynna vísindamennina sem
standa að baki rannsóknum á hinum
ýmsu sviðum og vekja athygli á fjölbreytni
og mikilvægi vísindastarfs í landinu.
„Vísindin eru allt í kringum okkur og
skipta miklu í okkar daglega lífi. Vísinda-
mennirnir að baki þeim eru hins vegar
ekki alltaf mjög sýnilegir. Á Vísindavöku
gefum við almenningi kost á að hitta
vísindamennina sjálfa og spyrja þá spjör-
unum úr. Við erum að skapa samræðu
milli vísinda og almennings og er þetta
eitt besta tækifæri sem til þess gefst hér á
landi,“ segir Aðalheiður Jónsdóttir, kynn-
ingarstjóri Rannís.
Dagurinn er tileinkaður evrópskum
vísindamönnum og haldinn hátíðlegur
í 320 borgum í Evrópu undir heitinu
Researchers‘ Night. „Erlendis er við-
burðurinn kynntur sem samverustund
fjölskyldunnar og lögð áhersla á að hann
sé haldinn miðsvæðis svo sem flestir geti
notið. Hér tökum við í sama streng enda
tel ég Vísindavöku vera frábært tækifæri
fyrir fjölskyldur til að gera eitthvað öðru-
vísi saman á föstudagskvöldi og er margt
í boði fyrir bæði börn og fullorðna,“ segir
Aðalheiður. Hátt í sjötíu sýningarbásar
verða á staðnum og fá gestir að skoða og
prófa ýmis tæki og tól sem notuð eru við
rannsóknir ásamt því að virða fyrir sér
hinar ýmsu afurðir vísindanna.
„Þá leggjum við sífellt meiri áherslu á
lifandi vísindi og uppákomur á sviði sem
þýðir að við drögum vísindamennina
hreinlega upp á svið og gerum þá að hálf-
gerðum uppistöndurum. Þarna verður allt
frá örfyrirlestrum lækna upp í sprengju-
gengi sem kynna efnafræði með látum.
Þá verða skurðlæknar með skurðstofu í
beinni auk þess sem úrslit í tölvuhakk-
arakeppni HR fara fram,“ upplýsir Aðal-
heiður.
Katrín Jakobsdóttir mennta- og menn-
ingarmálaráðherra mun setja Vísindavök-
una klukkan 17 og afhenda viðurkenningu
Rannís fyrir framúrskarandi vísinda-
miðlun á árinu. Vakan stendur til 22.
VÍSINDIN LIFNA VIÐ
RANNÍS KYNNIR Vísindavaka Rannís verður haldin í Háskólabíói í kvöld.
Markmiðið er að kynna vísindamennina sem standa að baki rannsóknum á
hinum ýmsu sviðum og vekja athygli á mikilvægi vísindastarfs í landinu.
VÍSINDAMENNIRNIR
UPP Á SVIÐ
„Við leggjum sífellt
meiri áherslu á lifandi
vísindi og uppákomur á
sviði sem þýðir að við
drögum vísindamennina
hreinlega upp á svið og
gerum þá að hálfgerðum
uppistöndurum,“ segir
Aðalheiður.
Póstdreifing býður upp á fjölbreytta og örugga dreifingu á blöðum og
tímaritum. Við komum sendingunni í réttar hendur. Örugglega til þín.
Birtingur treystir okkur fyrir öruggri
dreifingu á Júlíu
Póstdreifing | Suðurhraun 1 | 210 Garðabær | Sími 585 8300 | www.postdreifing.is
Br
an
de
nb
ur
g
Við skutlum
Júlíu heim
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug-
lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi
viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs-
ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal
Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473
Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432
Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir